Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 24
ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Lárus Karl Ingason. Útsýni Það er stórkostlegt að taka kláfinn upp á fjallið fyrir ofan bæinn og njóta þess er fyrir augu ber.Freistandi Sundlaug er miðsvæðis, nuddpottar, gufuböð og leiktæki fyrir börnin. Ááratug hefur risiðskemmtilegur og fallegurbær sem minnir ummargt á bæi í Ölpunum og þangað streymir fólk árið um kring til að njóta þess sem þorpið Tremblant og næsta nágrenni hafa upp á að bjóða. Mont Treblant-þjóðgarðurinn er 1.500 km² stór og náttúrufegurðin er alveg ótrúleg, og sem umgjörð fyrir fjölskyldufrí er þorpið Trem- blant hreint frábær. Hér er allt innan seilingar og sama hvað fólki dettur í hug að prófa, flest er í göngufæri. Gestirnir geta notið lífsins í sundlaugargörðum við hót- elin eða legið á ströndinni við vatn- ið sem er aðgrunnt og því til- tölulega öruggt. Möguleikar á útivist að sumri til eru endalausir. Það er gráupplagt að fara í göngu- eða hjólreiðartúra í einstakri náttúrunni eða njóta útiverunnar í þessari náttúruperlu. Göngustígar eru margir og mis- erfiðir um fallegar slóðir á svæðinu og hjólreiðastígar sömuleiðis. Það er einfalt að leigja sér hjól og kanna fallegt og fjölskrúðugt um- hverfið. Í næsta nágrenni er einnig hægt að komast í flúðasiglingu. Í boði eru tveir möguleikar; fyrir þá sem vilja taka það rólega og svo hina sem vilja meira fjör og í hálf- tíma fjarlægð er hægt að leigja sér kanó og sigla á ánni. Reyndar er alveg óþarfi að leita langt yfir skammt, því allskyns vatnasport stendur gestum til boða á og við Tremblant-vatnið. Að sjálfsögðu eru fjölmargir miserfiðir golfvellir í nágrenninu. Fyrir þá sem skemmra eru komnir er skemmtilegur mini-golfvöllur í miðbænum. Hjólasleðarnir einstakir Hjólasleða hafði ég ekki séð fyrr en í Tremblant. Það hafa allir gam- an, aldur skiptir þar engu máli, af því að bruna niður þar til gerða brekku á hjólasleða, aftur og aftur. Tennisvellir eru margir á staðn- um, einir 6 þeirra eru upplýstir. Kennsla er í boði fyrir þá sem það vilja. Það er stórkostlegt fyrir fjöl- skylduna að taka kláfinn upp á fjallið fyrir ofan bæinn og njóta stórkostlegs útsýnisins yfir svæðið, fara í stuttar lautarferðir, eða leika sér í klifurturninum eða á hjóla- sleðabrautinni. Af mörgu er að taka og óhætt að fullyrða að eng- um þarf að leiðast. Svæðið er að mínu mati sannkölluð fjölskyldu- og útivistarparadís. Veitingastaðir eru fjölmargir. Hvort sem mann langar í safaríka steik, fisk, pasta, eða eitthvað létt- ara, þá er úr nógu að velja á fjölda afbragðs veitingastaða í Tremblant og hamborgararnir voru „djúsí“ og pizzubotninn var eldbakaður og stökkur. Á kvöldin eru iðulega uppá- komur á aðaltorgi bæjarins, sem skapa skemmtilega stemningu. Gistihúsin eru mörg og íbúðin sem við gistum í er gífurlega vel búin. Í stofunni er arinn, sjónvarp og dvd, skápapláss er nóg og rúm- ið gott. Þarna er einhver haganleg- asta innréttaða og útbúna eldhús sem ég hefi séð. Baðið vel útbúið og lítil verönd. Veitingastaðir, kaffihús, barir og hverskonar afþreying eru á hverju götuhorni. Af nógu er að taka í Tremblant. Um helgar er alltaf eitthvað um að vera, tónlist- armenn, leikhópar eða danshópar mæta á staðinn og skapa hátíð- arstemmningu. Sundlaugarparadís Ef veðrið er eitthvað að hrekkja, þá er sundlaugarparadís miðsvæðis í bænum, inni- og útilaugar og leiktæki fyrir börn. Sólbaðsaðstaða er úti og nuddpottar úti og inni, einnig gufuböð og líkamsrækt- arsalur. Það er meira að segja hægt að versla í Tremblant og bæjunum í kring. Fjölbreytt úrval verslana er af ýmsum stærðum og gerðum. Mikið úrval er að sjálfsögðu af úti- vistarfatnaði. Þarna eru líka fal- legar sérverslanir og meira að segja er þarna „jólabúð“ sem gam- an er að kíkja í. Í Tremblant er lít- il verslun sem selur það allra nauð- synlegasta. Í næsta nágrenni er einnig stór matvöruverslun með ágætu vöruúrvali og hagstæðu verðlagi. Í Tremblant er allt sem þarf fyr- ir ógleymanlegt og um leið öðruvísi sumarleyfi og ég vona að ég hafi betri tíma til að njóta dvalarinnar þegar ég kem þangað næst. esso@mbl.is Fjölskylduvæn útivistarperla Fallegt Hótelin speglast í Tremblant-vatninu. Náttúran Mont Treblant-þjóðgarðurinn er 1.500 km² stór og vatnalífið fjölbreytt. Tremblant er lítill og vinalegur bær um hundrað kílómetra frá Montreal og stendur við Tremblant-vatnið. Stefán Ólafsson fór og kannaði hvað staðurinn hefur upp á að bjóða. www.tremplant.ca Útsýnisflug Eitt ævintýrið til er að bregða sér í er útsýnisflug með sjóflugvél. Delco Aviation býður flug með litlum sjóflugvélum af Tremblant- vatninu. Á örskotsstundu fær maður útsýni yfir þetta „milljón vatna land“. Í boði eru allskyns ferðir, útsýnisferðir, stangveiði, skotveiði, náttúruskoðun og hvalaskoðun. Flug til Montreal tekur hálftíma. www.delcoaviation.com Uppskriftin að þessum graflax er fengin hjá veitingamönnunum á Les Copains d’abord, Rue de Saint- Jovite í Mont Tremblant. 1,5 til 2 kg af laxi 125 gr af grófu salti 225 gr púðursykur 1 lime 3 tsk. rifinn engifer 1 msk. ólífuolía 250 ml vodki 6 kvistir af fersku dilli ½ rauðlaukur, þunnt sneiddur 2 shallot-laukar, smátt saxaðir blandað salat Undirbúningurinn tekur 24 klukkustundir. Laxastykkin eru beinhreinsuð með flísatöng – eða keypt bein- hreinsuð. Stykkin eru sett í gott ílát og roðið látið snúa niður. Blandið saltinu og púðursykrinum saman og dreifið vel yfir laxinn. Setjið plastfilmu þétt yfir og látið liggja í 12 tíma. Skolið púðursykurinn og saltið vel af í köldu vatni. Setjið laxinn í djúpt ílát, roðið á að snúa niður. Hellið vodkanum jafnt yfir og síðan safanum úr lime-inu, og dreifið dill- inu, engiferinu og rauðlaukssneið- unum yfir. Kælið í 12 tíma. Laxinn er tekinn úr kryddleg- inum. Rétturinn þolir geymslu í viku. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og raðið þeim á diska. Dreypið ólífu- olíunni á sneiðarnar og dreifið shal- lot-lauknum yfir. Skreytið með lime-bátum og salatblöðum. Borið fram með brauðteningum. Graflax „Copains Style“ 91, 105 og 130 hö. ÓDÝRIR OG GÓÐIR DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411 WWW.RAFVORUR.IS · RAFVORUR@RAFVORUR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.