Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 31 MINNINGAR ✝ Hörður Stef-ánsson var fæddur á Karlsskála í Reyðarfirði 30. mars 1935. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 19. júní síðastliðinn. Hörður var elsti sonur hjónanna Stefáns Guðnasonar hreppstjóra, f. á Karlsskála 13.8. 1903, d. 8.3. 1976, og Sigríðar Guð- mundardóttur húsfreyju, f. á Þórs- höfn í Þistilfirði 18.2. 1911, d. 27.6. 1997. Bræður Harðar eru: Guðni, f. 5.10. 1938, Guðmundur, f. 1.7. 1940, Jón Þorlákur, f. 10.3. 1943, S. Þórhallur, f. 16.2. 1945, og Ei- ríkur Trausti, f. 6.7. 1948. Hörður kvæntist 13. nóvember 1960 Kristínu Mundu Krist- insdóttur, f. á Akranesi 5.4. 1941, dóttur hjónanna Grétu Guðmunds- dóttur húsfreyju, f. 24.3. 1917, og Hörður, f. 18.7. 1967, hans kona er Anna Margrét Pétursdóttir, f. 29.12. 1975. Þeira dætur eru Hekla Sól, f. 11.12. 1999, og Mía Malín, f. 22.7. 2004. Búa í Herlev í Danmörku. Hörður ólst upp á Karlsskála. Hann stundaði nám við Alþýðu- skólann á Eiðum, lauk vélstjórn- arnámskeiði á Seyðisfirði og stundaði nám við Loftskeytaskól- ann í Reykjavík. Hörður stundaði sjómennsku og starfaði sem loftskeytamaður hjá Nesradíói. Þau Kristín fluttu til Neskaupstaðar 1962 og var hann þar flugvallarvörður í 30 ár. Hörð- ur var formaður Lionsklúbbs Norðfjarðar í nokkur ár, sat í bæj- arstjórn Neskaupstaðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn til margra ára og átti sæti í fjölda nefnda. M.a. á vegum bæjarfélagsins. Hörður og Kristín Munda fluttu til Hvera- gerðis 1993. Hörður var bundinn hjólastól eftir áfall sem hann fékk 1994 og bjó síðustu ár á Hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði þar sem hann hlaut gott atlæti. Útför Harðar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristins Hannesar Guðmundssonar, bónda, f. 14.11. 1910, d. 13.12. 1995, er bjuggu á Gríms- stöðum í Reykholts- dal. Synir Harðar og Kristínar Mundu eru: 1) Stefán Karl, f. 31.8. 1961, kvæntur Sólveigu Margréti Magnúsdóttur, f. 18.3. 1961. Dóttir Stefáns og Guðrúnar Þóru Ingþórsdóttur, f. 17.3. 1962, er Að- alheiður Kristín, f. 29.9. 1980. Börn Stefáns og Sólveigar eru: Hörður, f. 22.2. 1984, Silja Mar- grét, f. 28.2. 1987, Magnús, f. 23.7. 1990, og Hreinn Andri, f. 2.1. 1993. Búa í Hafnarfirði. 2) Krist- inn Grétar, f. 31.7. 1963, kvæntur Aðalheiði Ásgeirsdóttur, f. 16.11. 1962. Börn þeirra: Magnús Freyr Hlynsson, f. 26.9. 1980, Hugi, f. 15.7. 1991, og Kristín Munda, f. 11.7. 1994. Búa í Hveragerði. 3) Hinn 18. júní síðastliðinn varstu fluttur á Sjúkrahúsið á Selfossi. Þegar ég kom til þín sagðir þú, „ég hef þetta af“. Ég kom svo aftur um hádegisbil og kvaddi því ég þurfti að fara hitta Huga. Um kvöldið hringdi læknirinn í mig og sagði að sennilega myndir þú ekki hafa þetta af sem varð raunin, tæpum sólarhring seinna varstu dáinn. Þessi sólarhringur var erfiður fyrir þig og okkur ást- vini þína. Ég hugsa um góðu stundirnar sem við áttum saman í „denn“ eins og þú hefðir orðað það. Oft vaktir þú mig á yngri árum mínum með orðunum „Jæja, það er kominn tími til að nusa af sokkunum“ . Veiðiferðir í lax, silung og fugl eru líka ofarlega í huga. Einnig þann tíma sem við eyddum saman inn á flugvelli þar sem þú kenndir mér að skjóta af byssu og keyra bíl o.fl. Það er óhætt að segja frá því núna þegar þú ert farinn yfir móð- una miklu. Þú gafst þér líka rúman tíma með okkur Magnúsi, fórst með okk- ur á rúntinn inn í sveit, fórst kannski með eina vísu og svo að kíkja á náttúruna og fuglalífið sem þú hafðir yndi af og svo inn í sveit í sömu erindagjörðum, þar gastu miðlað þekkingu þinni á náttúrunni og fuglalífinu, þú þekktir alla þessa fugla bæði á útlitinu og á hljóð- unum. Í þessum ferðum fann mað- ur hvað þú hafðir hlýja og sterka nærveru. Þú þurftir ekki að segja mörg orð svo maður skildi, hvað þú meintir, ef þú varst ekki sáttur við mann. Okkar stundum saman fækkaði þegar ég flutti suður en þó var allt- af gott samband bæði í síma og svo heimsóknum heim til ykkar mömmu. Þegar þið mamma fluttuð suður voru teknir upp fyrri siðir og farið á rúntinn að kíkja á náttúruna og fuglalífið og þá var Hugi tekinn með. Því miður urðu þessar ferðir ekki nóg og margar því að þú fékkst áfall sem batt þig í hjólastól, ég held að þú hafir aldrei sætt þig við það. Síðustu þrjú árin dvaldir þú á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera- gerði. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég nota tækifærið og þakka starfs- fólkinu þar fyrir góða umönnun og hlýju. Elsku pabbi, ég trúi því að nú líði þér betur og þess vegna kveð ég þig sáttur og segi „farvel“, eins og þú hefðir eflaust sagt“. Þinn sonur, Kristinn. Hann var fallegur dagurinn, 19. júní sl., þegar tengdafaðir minn, Hörður Stefánsson, kvaddi þennan heim. Hann var svo fallegur og veðrið svo gott að einhvern tímann hefði Hörður skellt veiðidótinu sínu í skottið og farið í veiðiferð, en hann hafði yndi af því að fara í veiðitúra með félögum sínum og fór hann ófáar slíkar ferðirnar hér áð- ur fyrr. Auðvitað hafði hann ekki farið í neinn veiðitúr sl. 13 ár. Hann varð fyrir því aðeins 59 ára gamall að fá blóðtappa í höfðið og náði aldrei fullri heilsu eftir það áfall. Það var erfitt fyrir hann að þurfa sætta sig við, að geta ekki lengur farið leiðar sinnar eins auð- veldlega og áður. En tengdafaðir minn tók örlögum sínum með æðruleysi og kvartaði ekki. Ég kynntist eiginmanni mínum, Kristni, fyrir 25 árum og var þá boðin velkomin á heimili þeirra Kristínar og Harðar. Ég veit ekki hvort Herði leist nokkuð á þessa nýju tengdadóttur sína í byrjun, sem átti lítið barn, en Magnús var tveggja ára þegar við komum inn í líf fjölskyldunnar í Ásgarði. Fljót- lega tókst með okkur góð vinátta og vorum við Magnús fljótlega orð- in eins og ein af fjölskyldunni. Hörður var fróður og víðlesinn maður, og fylgdist vel með því sem fram fór í þjóðfélaginu, enda gat maður alltaf gengið að því vísu að fá réttu svörin frá honum við hin- um ýmsu spurningum, það var sama hvort það voru spurninga- þættir í útvarpi og sjónvarpi eða orð sem vantaði í krossgátur, hann hafði alltaf réttu svörin. Hörður hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, hann var ákaflega hreinskilinn maður og sagði það sem honum fannst. Hann var mjög barngóður, það leyndi sér ekki hversu vænt honum þótti um barnabörnin sín og fjölskylduna alla. Hann var stoltur af sonum sín- um og barnabörnum og hafði gam- an af því að sýna fólki myndir af þeim og segja sögur af þeim. Börn- in okkar Kidda voru bara lítil þegar afi þeirra veiktist og þurfi að fara í hjólastól. Hugi var þriggja ára gamall en hann á góðar minningar af því þegar afi hans bauð honum í bíltúr. Kristín Munda, „litla skott- an“ hans afa, eins og hann kallaði hana alltaf, var aðeins þriggja vikna þegar hann veiktist og man hún því aldrei eftir afa sínum öðru- vísi en í hjólastól en það breytir því ekki, hún yljar sér nú við góðar og hlýjar minningar um afa sinn. Oft hef ég hugsað um þau forréttindi sem Hugi og Kristín Munda hafa búið við alla sína tíð, að vera svo heppin að hafa ömmu og afa í næsta húsi. Afi alltaf heima í stóln- um sínum og amma passaði alltaf upp á að hann ætti tyggjó og nammi í skúffunni sinni handa þeim. Alltaf gátu þau farið til ömmu og afa eftir skóla, þegar mamma og pabbi voru að vinna. Hörður var heppinn að eiga ynd- islega eiginkonu, hann var heppinn að eiga konu sem stóð ætíð þétt við hlið mannsins síns. En svo kom að því að Hörður gat ekki lengur verið heima vegna veikinda sinna og var það honum erfitt. Hann var síðustu árin á Hjúkrunarheimilinu Ási þar sem honum leið vel og þar naut hann hlýju góðrar umönnunar. Nú er komið að leiðarlokum og kveð ég tengdaföður minn með virðingu og þakklæti. Guð geymi þig. Aðalheiður. Elsku afi. Það er því miður komið að kveðjustund. Hversu heitt er hægt að elska besta afa í heimi? Ég sef alltaf best í þinni rúm- holu, við hliðina á ömmu. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín upp á Hjúkrunarheimili og lagðist upp í þægilega rúmið þitt fann ég bestu afalykt í heimi. Mér fannst alltaf jafn gott þétta knúsið okkar og vel á minnst þægi- legu, hlýju og góðu orðin þín „ litla skotta“ eins og þú kallaðir mig allt- af. Ég var „litla skottan þín“ og verð það alltaf. Þegar við systkinin, ég og Hugi komum í heimsókn til þín og ömmu, áður en þú fórst á Hjúkr- unarheimilið, biðum við alltaf eftir því að þú myndir fara að leggja þig svo að við gætum farið að leika okkur á hjólastólnum þínum. Nú er enginn í hjólastólnum þínum því nú ert þú farinn til Guðs og þarft ekki að vera í hjólastól lengur. Takk fyrir allt, elsku afi, og Guð geymi þig. Kristín Munda Kristinsdóttir. Í dag er komið að kveðjustund þar sem við kveðjum afa Hörð í síð- asta sinn. Mann sem alltaf hafði skoðun á hlutunum sem hann óspart lét í ljós, sama hvernig fólki líkaði það sem hann hafði að segja og yfirleitt var húmorinn með í spilunum. Afi hafði mjög svartan húmor og fannst fátt skemmtilegra en að reyna að hneyksla fólk aðeins með beinskeyttum svörum sínum. Fyrir okkur var það þessi kald- hæðni sem gerði það að verkum að það var aldrei leiðinlegt að heim- sækja afa Hörð því alltaf kom mað- ur brosandi út. Það lék heldur aldrei neinn vafi á því hjá okkur barnabörnunum hvað afa þótti vænt um okkur þó svo að hann væri kannski ekkert mikið að flagga því þá kom hann því fram á sinn hátt. Með myndunum sem hann hafði allt í kringum sig og líka hvernig hann hafði alltaf á hreinu hvað væri að gerast í lífi hvers og eins þó svo að heimsóknir væru með mismiklu millibili. Þetta finnst okkur sýna hversu stórt hjarta afi hafði, hann lét sig skipta máli hvað við værum að gera jafnvel þótt hann gæti ekki alltaf verið á staðn- um. Elsku afi, þig kveðjum við með söknuði í hjarta en huggum okkur við það að þér líður betur þar sem þú ert staddur núna. Hvíl í friði. Þínar Aðalheiður Kristín og Silja Margrét. Hörður Stefánsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG KJARTANSDÓTTIR CASSATA, Sóleyjargötu 29, Reykjavík, sem lést í Sóltúni laugardaginn 23. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 29. júní kl. 15:00 Frank Arthur Cassata, Sigfús Bl. R. Cassata, Guðlaug Þórólfsdóttir, Sighvatur Bl. F. Cassata, Sigrún Einarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR INDRIÐADÓTTIR frá Skjaldfönn, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn 23. júní. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 28. júní kl. 13:00. Jarðsett verður í Ísafjarðarkirkjugarði föstudaginn 29. júní kl 17:00. Indriði Aðalsteinsson, Kristbjörg Lóa Árnadóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Ólafur M. Håkansson, Jóhann Aðalsteinsson, Helga Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HANSÍNA ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR, Grenigrund 10, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju, laugardaginn 30. júní kl. 13.30. Gissur Jensen, Stefán Jónsson, Unnur Sigursteinsdóttir, Stefán Róbert Gissurarson, Sigrún Sigurðardóttir, Axel Þór Gissurarson, Ásdís Björg Ingvarsdóttir, Diðrik Stefánsson, Ásta Lilja Stefánsdóttir og Gísli Þór Axelsson. ✝ Elskuleg móðir mín, BRYNHILDUR KJARTANSDÓTTIR fyrrum stærðfræðikennari, Skúlagötu 44, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, mánudaginn 25. júní. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 4. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á UNICEF á Íslandi (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) eða Orgelsjóð Hallgrímskirkju. Erla Elín Hansdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Sævarstíg 6, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar, föstudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju, laugar- daginn 30. júní kl. 11.00. Ólafur Bergmann Sigurðsson, Gunnar Magnús Sigurðsson, Kristín Þorkelsdóttir, Ragnar Liljan Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn ástkær, PÁLMI GUNNARSSON, Ásholti 2, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum, þriðjudaginn 26. júní. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Álfheiður Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.