Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur | Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Kópavogi vegna Landsmóts Ungmennafélags Ís- lands, sem þar fer fram dagana 5.-8. júlí næstkomandi. Ætla má að mikil mannfjölgun verði í bænum á meðan mótið stendur yfir, en von er á 3-5 þús- und keppendum auk áhorfenda og annarra óbeinna þátttakenda og má í því búast við að heildarfjöldi verði á bilinu 10 til 20 þúsund. Í tilefni Landsmótsins gerðu bæj- aryfirvöld átak í uppbyggingu íþróttamannvirkja, og munu bæj- arbúar uppskera stórbætta aðstöðu í kjölfar mótsins. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra og forseta landsmótsnefndar, er Landsmótið mikil hvatning fyrir eflingu íþrótta- starfsins. „Þetta er mikið til upp- bygging sem lá fyrir að gera á næstu 2-4 árum, en henni var flýtt vegna mótsins og lýkur núna í einni strik- lotu í staðinn.“ Sigurðar Geirdals minnst Meðal framkvæmda má nefna nýja stúku við Kópavogsvöll, sem vígð verður á setningarhátíð mótsins, en bygging hennar var að hluta til rík- isstyrkt enda mjög aðkallandi að stækka þar við, að sögn Gunnars. Við vígsluna verður landsmótseldurinn tendraður og jafnframt afhjúpaður minningarskjöldur með andlitsmynd af Sigurði Geirdal, fyrrverandi bæj- arstjóra Kópavogs og fram- kvæmdastjóra UMFÍ. „Hann var nú mikill keppnismaður sjálfur og hafði mikið að segja bæði fyrir bæinn og ungmennafélagið, svo það er mjög viðeigandi að heiðra minningu hans með þessum hætti,“ segir Gunnar. Auk nýju stúkunnar er verið að fjölga bílastæðum við íþróttavöllinn auk þess sem búið er að fjölga sprett- hlaupabrautum og gera fleiri brautir fyrir langstökk og þrístökk. Ný tenn- ishöll var svo vígð í maí síðastliðnum, með þremur innivöllum sem uppfylla öll skilyrði til að halda alþjóðleg mót í tennis, en fyrir voru þrír tennisvellir utandyra. Einnig er verið að byggja við Sundlaug Kópavogs, en þar er um að ræða almennar betrumbætur sem koma munu öllum bæjarbúum til góða. Þar verður ný gufa og renni- braut, auk barnalaugar og 25 metra innilaugar. Knatthöll sem hýsir allan bæinn Ein umfangsmesta framkvæmdin er vafalaust nýja knatthöllin við Vatnsenda sem verið er að leggja lokahönd á, en til stendur að vígja hana um miðjan júlí. Að sögn Gunn- ars er þessi nýbygging með stærstu íþróttavöllum á landinu, 1,5 hektarar að stærð. „Þetta hús er svo stórt að ef þess þyrfti gætum við haldið nán- ast allt mótið innandyra,“ segir Gunnar. Til þess mun þó eflaust ekki koma, því landsmótsnefndin hefur að sjálfsögðu lagt inn pöntun um rjóma- blíðu á meðan Landsmótinu stendur. Vel gengur að ljúka framkvæmd- unum og segir Gunnar að allt ætti að vera tilbúið á tilskildum tíma, fyrir utan þakið á stúkunni. „Stálið er frá Kína og átti að vera komið og upp- sett, en við ljúkum því ekki fyrr en eftir mótið.“ Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á þá nýbreytni að keppa í strand- blaki, en þess utan verða keppn- isgreinarnar með hefðbundnu lands- mótssniði, sem þó er nokkuð óhefðbundið, því það spannar allt frá körfubolta til pönnukökubaksturs. Það síðarnefnda flokkast undir svonefndar starfsíþróttir sem eiga sér fastan sess á Landsmótinu og fellur til dæmis dráttarvélaakstur, gróðursetning og réttritun í þann flokk, auk þess sem keppt verður í að leggja á borð. „Þrátt fyrir ung- mennafélagsandann er ekkert kyn- slóðabil enda brids og línubeitingar jafnmikilvægar keppnisgreinar og hlaupin,“ segir Gunnar sem leggur áherslu á að allir geti tekið þátt í Landsmótinu. Allur bærinn einn íþróttavöllur Óhætt er að segja að Kópavogur verði allur undirlagður ungmenna- félagsandanum þessa fjóra daga í júlí, enda verður keppt um allan bæ en ekki bara í íþróttahúsunum. Með- al annars er stefnt að því að halda stærstu sparkvallakeppni frá upphafi á átta völlum. Keppt verður í golfi á Vífilsstaðavelli og hestaíþróttum auk þess sem götur bæjarins verða nýtt- ar undir allsherjar götuhlaup með þremur vegalengdum. Samhliða Landsmótinu verður svo haldin menningar- og fjölskylduhátíð sem fram fer bæði í Salnum, á Háls- atorgi og í Kópavogsdal, þar sem haldnir verða stórtónleikar á laug- ardagskvöldinu. Kópavogur verður því fullur af lífi í byrjun júlí og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Kópavogur verður íþróttabær í júlí Morgunblaðið/ÞÖK Sundkappar Þessir strákar sem léku sér í sólinni í Sundlaug Kópavogs munu eins og aðrir bæjarbúar njóta góðs af framkvæmdagleði bæjarstjórnar. Öll íþróttaaðstaða í bænum verður stórbætt eftir að Landsmóti UMFÍ lýkur. Landsmótið hefur hvetjandi áhrif Í HNOTSKURN »Framkvæmdirnar í Kópa-vogi eru ekki einsdæmi, því Landsmótum UMFÍ fylgir iðulega mikil uppbygging á þeim stöðum sem mótin eru haldin. »Landsmót UMFÍ eru meðfjölmennustu íþróttamót- um á Íslandi og er mótið í Kópavogi það 24. í röðinni. »UMFÍ á 100 ára afmæli í árog verður því m.a. fagnað á Landsmótinu, sem vonast er til að verði það stærsta frá upphafi. »Skráning er enn opin áheimasíðu Landsmótsins: www.landsmot.kopavogur.is. Gunnar I. Birgis- son bæjarstjóri. ODDA, Una, Björg og Nanna Björk taka allar þátt í lestrarnámskeiðinu. „Við ger- um frekar mikið,“ segir Odda. „Við til dæmis lesum bækur heima hjá okkur og svo gerum við eitthvað skemmtilegt sam- an,“ segir Nanna og bætir við: „til dæmis fórum við á Iðnaðarsafnið og svo fórum við í leikhúsið. „Og við fengum að fara á bakvið í leikhúsinu,“ segir Björg, „það var mjög gaman.“ Þátttakendurnir ráða sjálfir hvað þeir lesa mikið og hvaða efni þau lesa. „Ég er til dæmis búin að vera að lesa Ottó Nas- hyrning,“ segir Nanna. „Ég er núna að lesa Syrpuna,“ segir Björg. „Og ég hef verið að lesa Njálu heima,“ segir Odda. Aðspurðar hversu mikið þær hafi lesið, stendur ekki á svörunum: „Ég er að verða búin með fimmtu bókina á lestrarvik- unni,“ segir Nanna og tekur fram að þær hafi allar verið yfir 100 blaðsíður. „Ég veit ekki hvað ég er búin að lesa margar á árinu,“ segir Odda, „en ég er nýbúin að flytja og á eftir að lesa mikið þegar bæk- urnar mínar eru komnar upp úr kössum.“ Stelpurnar taka vel í það að koma aftur á námskeiðið að ári: „Þetta er skemmti- legt námskeið og við mælum með því.“ Morgunblaðið/Hjálmar Gaman Björg, Una, Nanna Björk og Odda Júlía láta vel af sumarlestrarnámskeiðinu. Mæla með námskeiðinu Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is SÍÐUSTU þrjár vikur hefur yngsta kynslóð Akureyringa lesið sínar uppáhaldsbækur, eða alla- vega sá hluti hennar sem nú stend- ur í ströngu við að ná tökum á lestri. Þó standa skólarnir auðir. Þannig er að Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið á Akureyri hafa staðið fyrir sérstöku nám- skeiði sem nefnist Sumarlestur, fyrir nemendur 1.-4. bekkjar grunnskólanna. Haraldur Þór Eg- ilsson og Ingibjörg Margrét Magn- úsdóttir bera hitann og þungann af námskeiðinu: „Við breyttum nám- skeiðinu í ár,“ segir Haraldur. „Upphaflega var það þannig að krakkarnir komu einu sinni í viku í fjórar vikur, en nú er það orðið að vikunámskeiði,“ segir Ingibjörg. „Við höfum semsagt nú orðið fleiri daga, og höfum lengt dagana, en samt eru ekki nógu margir klukku- tónleikar,“ segir Haraldur og hlær. Fá að skyggnast á bak við menningartjöldin Börnin hafa það ekki eingöngu fyrir stafni að lesa sem mest á námskeiðinu. Dagarnir hafa farið í að skoða menningarstofnanir bæj- arins, til dæmis Leikhúsið, Lista- gilið og auðvitað Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið. „Þetta er í raun tvenns konar lestur sem verið er að þjálfa; ann- ars vegar að lesa bókmenntir og hins vegar að lesa menningu og umhverfi,“ segir Haraldur. „Börn- unum hefur þótt mjög skemmtilegt að fara í heimsóknir og fá að sjá hluti sem aðrir fá venjulega ekki að sjá, eins og til dæmis geymslurnar í kjallara bókasafnsins,“ segir Ingi- björg. Námskeiðin hafa vakið mikla at- hygli og jafnvel út fyrir nánasta umhverfi. Þannig er meðal annars þátttakandi frá Finnlandi í einum hópanna. Þátttakan á námskeið- unum fer sívaxandi en í ár hefur 80 börnum verið skipt upp í þrjá hópa, þannig að hver hópur tekur þátt í vikunámskeiði. „Þetta er til dæmis í fyrsta skipti sem við höfum verið með krakka úr 3. og 4. bekk af því þau báðu um að fá að koma aftur,“ segir Haraldur. Nokkrum börnum hefur þurft að vísa frá. En hvernig stendur á þessari miklu þátttöku? „Ég hef heyrt það frá skólunum að námskeiðin skili ótrúlegum ár- angri,“ segir Haraldur. „Já, því þau missa síður niður lestrarhrað- ann,“ bætir Ingibjörg við. Haraldur og Ingibjörg eru sam- mála um að námskeiðið haldi áfram og sé komið til að vera. „Það er líka nauðsynlegt að geta boðið upp á fjölbreytt námskeið á sumrin, ekki bara íþróttanámskeið,“ segir Har- aldur og bætir við að bæjaryfirvöld mættu huga að því að styðja við bakið á fleiri námskeiðum fyrir börn, t.d. tónlistarnámskeið. Lestrarnámskeiðin slá í gegn  Mikil þátttaka á Sumarlestri Héraðsskjalasafnsins og Amtsbókasafnsins  Börnum kennt að lesa bókmenntir en einnig að lesa menningu og umhverfi Ljósmynd/Haraldur Lestrarhestar Börnin hafa ekki bara legið í bókum, heldur líka heimsótt söfn og menningarstofnanir. Á morgun fer fram sérstök lokahátíð klukkan 14. Þar verða afhentar viðurkenningar og farið í leiki. Í HNOTSKURN »Þetta er sjöunda árið semSumarlestur, lestr- arnámskeið fyrir yngstu bekki grunnskólanna, er haldið. »Krakkarnir velja sjálfirbækur og lesa þær heima, en á daginn eru menningarstofnanir bæj- arins heimsóttar. Þátttakan eykst á hverju ári, og ekki komust allir að sem vildu að þessu sinni. Lokahá- tíð verður á morgun. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.