Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 15 ERLENT HATSHEPSUT faraó var meðal merkustu leiðtoga Egyptalands. Hún ríkti á 15. öld f. Kr. og er talin hafa hrifsað völdin af stjúpsyni sín- um, Thutmosis III. Hún gekk í karl- mannsfötum og bar gerviskegg og var líklegasta valdamesta kona Egyptalands fyrr og síðar. Gröf hennar fannst fyrst árið 1903 en vakti ekki mikla athygli, enda ómerkt og hafði verið rænd mörgum öldum áður. Talið er að stjúpsonur hennar hafi látið eyða ummerkjum um hana að henni genginni, í hefndarskyni fyrir valdaránið. Grunsemdir vöknuðu um hið sanna eðli múmíunnar því að hendur hennar voru í stöðu sem hæfði faraó og á brjósti hennar lá viðarhulstur, hugsanlega ætlað gerviskeggi. Að auki vantaði í múm- íuna tönn, en varðveitt er tönn sem er sögð vera úr munni Hatshepsut. Tönnin passar í gatið. Til stendur að staðfesta ætterni múmíunnar með DNA-rannsóknum. Hatshepsut faraó Egyptalands fundin Reuters Til sýnis Hatshepsut ríkti í 21 ár og er sögð hafa verið valdameiri en starfssystur hennar Nefertiti og Kleópatra voru nokkurn tímann. YFIRVÖLD í Kína skýrðu frá því í gær að 180 verksmiðjum sem fram- leiða matvæli af ýmsu tagi hefði verið lokað að undanförnu vegna fjölmargra brota á öryggisreglum. Herferðin hófst í desember og hef- ur að sögn bandaríska The New York Times komið í ljós að margir litlir framleiðendur hafa notað varasöm efni, litunarefni og önnur bönnuð efni við framleiðslu á m.a. sælgæti, niðursoðnum fiski og öðr- um matvörum. Fyrr á árinu þurfti að innkalla í Bandaríkjunum geysilegt magn af gæludýrafóðri, en notað hafði verið mengað, kínverskt prótín í fóðrið. Einnig hafa menguð efni frá Kína fundist í fiski og kjöti. Sams konar vandamál vegna vara frá Kína hafa komið upp í Evrópu og nokkrum Asíulöndum. Loka um 180 verksmiðjum SKÝRSLA Sameinuðu þjóðanna segir að helmingur jarðarbúa muni búa í borgum árið 2008, þar af flest- ir í þróunarlöndunum. Skýrslan segir að borgarbúum í Afríku og Asíu fjölgi nú um milljón á viku. Úr sveit í borg NORÐUR-Kóreumenn skutu í gær á loft langdrægum eldflaugum í til- raunaskyni. Tilraunin brýtur gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er bannar N-Kóreu- mönnum allar slíkar tilraunir. Tilraunaskot MUNKAR hafa dvalið fyrir utan þinghúsið í Bangkok dögum saman ásamt trúbræðrum sínum og hafa þeir ekki bragðað mat. Vilja þeir með þessum aðgerðum hvetja stjórnvöld til þess að útnefna Búddatrú ríkistrú Taílands í nýrri stjórnarskrá landsins, en Taíland hefur starfað eftir bráðabirgða- stjórnarskrá frá valdaráninu 2006. AP Íhugun Soltið fyrir sannfæringuna. Hungurverk- fall munka AMNESTY International hefur biðlað til íranskra stjórnvalda um að þau stöðvi aftökur á börnum en 71 barn bíður nú aftöku. Frá 1990 hafa 11 börn verið tekin af lífi og 13 höfð í haldi þar til þau urðu 18 ára. Aftökur á börnum BANDARÍKIN og Evrópusam- bandið hafa náð samkomulagi til bráðabirgða um persónulegar upp- lýsingar sem yfirvöld vestra vilja fá fyrirfram um flugfarþega er koma til landsins. Reuters Fá gögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.