Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 39
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9.-
16.30. Boccia kl. 10. Kl. 13.30 verður farið í Ár-
bæjarsafn á sýninguna: Heil öld til heilla, saga ÍR
í 100 ár. Kaffi í Dillonshúsi (ekki innifalið í verði).
Rútugjald 400 kr. Skráning í Aflagranda 40 og í
síma 411-2700.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 9-16.30 smíði/
útskurður, kl. 9.30 boccia, kl. 11 leikfimi.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | 3
daga Vestmannaeyjaferð 2.-4. júlí. Skráningar-
listar og nánari ferðalýsing í Gullsmára s. 564-
5260 og Gjábakka s. 554-3400. Gist á Hótel
Þórshamri. Boðið upp á skoðunarferðir um
Heimaey og á sjó umhverfis Heimaey. Brottför
frá Gullsmára kl. 10 og Gjábakka kl. 10.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13.
Dagsferðir: Landmannalaugar 7. júlí, Skjald-
breiður og Hagavatn 10. júlí. Skráning hafin,
upplýsingar í s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefnaður kl.
9.15. Handavinnustofan opin og heitt á könnunni
og meðlæti til kl. 16.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 handa-
vinna og ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13
handavinna. Félagsheimilið er opið í sumar kl. 9-
15 alla virka daga, nema miðvikudaga, þá kl. 9-
16.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, op-
in vinnustofa. Kl. 10 boccia (Bergþór). Kl. 10-16
pútt. Kl. 11 leikfimi (Bergþór). Kl. 12 hádegis-
matur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Bingó fellur niður vegna ferðalags.
Hvassaleiti 56-58 | Félagsvist kl. 13.30, kaffi
og nýbakað í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hádegis-
verður kl. 11.30. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Blöðin
liggja frammi. Allir velkomnir.
Hæðargarður 31 | Gönguferðir, heitur kaffisopi á
morgnana, pútt, félagsvist. Listasmiðjan opin.
Tölvusveitin hittist reglulega, hádegismatur, síð-
degiskaffi, bridshópur, fótaaðgerðarstofa, hár-
greiðslustofa. Uppl. í s. 568-3132, asdis.skula-
dottir@reykjavik.is.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Boccia karlakl. kl.
10.30. Handverks- og bókastofa kl. 13. Boccia
kvennakl. kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað-
gerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-15.30
handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl.
11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-14 leikfimi,
Janick (júní-ágúst). Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun-
stund kl. 9.30, handavinnustofa opin, hár-
greiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar allan dag-
inn, frjáls spilamennska kl. 13-16.30.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og sam-
vera. Kl. 13 leikfimi (Bergþór). Kl. 14 boccia
(Bergþór).
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-
22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í
kirkjunni. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir.
Áskirkja | Göngum til góðs frá Áskirkju í dag kl.
14. Tvenns konar gönguhraði, Skjaldbökur og
Hérar. Göngustýrur fylgja báðum hópum. Mæt-
ing við neðra safnaðarheimili. Allir velkomnir.
Háteigskirkja | Taizé-messur. Lágstemmdir
söngvar, bænir og Guðs orð lesið alla fimmtu-
daga kl. 20.
Laugarneskirkja | Kl. 21 AA-fundur í safnaðar-
heimilinu.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrir-
bænastund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalíns-
kirkju kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prest-
um og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundar-
innar.
80ára afmæli. Áttræð er ídag Aðalheiður Frið-
bertsdóttir frá Súgandafirði,
til heimilis að Sóltúni 2 í
Reykjavík. Aðalheiður verður
að heiman í dag en bendir vin-
um og vandamönnum á Hjálp-
arstarf kirkjunnar í tilefni
dagsins.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudags- og
mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynn-
ingu og mynd á netfangið
ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn Senda inn efni".
Bréf skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 28. júní, 179. dagur ársins 2007
Orð dagsins: En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig." (Jh.. 12, 44.)
Áheimasíðu Dýraverndar-sambands Íslands birtist ný-lega sú dapurlega frétt aðungmenni í einni af sveitum
landsins geri sér leik að því að aka yfir
kríuunga sem villast út á vegi.
Morgunblaðið ræddi af því tilefni við
dr. Hauk Inga Jónasson sálgreini: „Að
fara illa með dýr eða aðra minnimáttar
getur vissulega verið vísbending um
sálræn átök eða vandamál sem þarfn-
ast skoðunar,“ segir Haukur Ingi.
„Við búum öll yfir mikilvægum eig-
inleikum sem eiga rætur í eðlislægri
árásarhneigð og við grípum til þegar
við finnst okkur ógnað eða að okkur
þrengt. Ef við hinsvegar förum að
beita árásarhneigð okkar óheftri á dýr
eða menn undir öðrum kring-
umstæðum getur það talist sjúklegt.
Okkur lærist flestum að stilla þennan
eðlilega streng okkar og þroska hann í
umgengni við menn og dýr, en stund-
um fer eitthvað úrskeiðis í því ferli.“
Haukur Ingi segir ofbeldi gegn dýr-
um og öðrum sem ekki geta vörn sér
veitt geta verið til marks um innri
átök og vanlíðan. „Að fá útrás fyrir
árásarhvötina getur veitt ánægju sem
við getum þá jafnvel farið að sækja í
aftur og aftur. Þetta getur leitt fólk út
á skuggalegar brautir.“
En hvað geta foreldrar gert ef börn-
in þeirra eða unglingar sýna grimmd?
„Ef barn er ekki aðeins óviti heldur
orðið nægilega þroskað til að eiga að
vita að það sé siðferðilega hæpið að
kvelja dýr eða ógna lífi þess er nauð-
synlegt að grípa í taumana. Þá er best,
frekar en að fordæma aðeins hegðun-
ina og snúast gegn barninu, að ræða af
skynsemi við það. Börn sem beita aðra
ofbeldi hafa sjálf oft verið beitt ofbeldi
eða upplifa sig hafa verið beitt ofbeldi
eða órétti,“ segir Haukur Ingi.
„Ef unglingar eiga í hlut getur
grimmdin vísað til leitar að sjálfsmynd
og til þess að unglingurinn sé að prófa
mörk og mæri gagnvart gildum,
kennivaldi og öðrum krökkum,“ út-
skýrir Haukur. „Og þegar unglingur
sem glímir við sálræn átök í tilfinn-
ingu sinni kemst síðan yfir bíl getur
innri togstreita, hver sem hún kann að
vera, fengið mjög hættulega útrás.
Flóttinn undan eigin vanmetakennd
og vanlíðan getur sett unglinginn, vini
hans, og aðra – bæði menn og dýr – í
lífshættu.“
Heimasíða Dýraverndarsambands-
ins er á slóðinni www.dyravernd.is.
Heilsa | Fréttir af ljótum leik þar sem ungmenni kvelja dýr
Vísbending um vandamál?
Haukur Ingi
Jónasson fæddist í
Reykjavík 1966.
Hann lauk Cand.
Theol-prófi frá HÍ
1994 og STM- og
PhD-prófi frá
Union Theological
Seminary (Col-
umbia Univ.) 2006.
Haukur stundaði klínískt nám í sál-
gæslu (CPE) við The Health Care
Chaplancy og Lennox Hill Hospital
1997-1999 og lauk klínísku námi í sál-
greiningu frá The Harlem Family
Institute 2001. Hann er lektor við
verkfræðideild HÍ auk þess að starfa
sem fyrirlesari, sálgreinir og ráðgjafi
hjá Nordica ráðgjöf ehf.
Tónlist
Café Paris | DJ Lucky kl. 21.30.
Kaffi Kúltúr | Kaffi Kúltúra kl.
19-22 í kvöld. Hljómsveitin Nar-
odna Musika leikur búlgarska
þjóðlagatónlist og einnig verður
boðið upp á rétti frá Balkan-
skaganum. Takmarkað miða-
framboð. Verð 2.500 kr. fyrir
mat og tónlist.
Skífan verslun | Hljómsveitin
Diagon spilar á tónleikum í
kjallara Skífunnar, Laugavegi,
kl. 21.30.
Myndlist
Hafnarborg | Sýning á verkum
norska listmálarans og grafík-
listamannsins Kjell Nupen er
samstarfsverkefni fjögurra
safna, en þau eru auk Hafnar-
borgar, tvö listasöfn í Dan-
mörku og Haugar Vestfold
Kunstmuseum í Noregi.
Uppákomur
Jafningjafræðsla Hins hússins
| Uppákoma í kjallara Hins
hússins kl. 17. Bakkelsi og heitt
kakó á góðu verði. Fatamark-
aður, ódýr second hand föt.
Málverkauppboð, ágóðinn renn-
ur til góðs málefnis. M.a. koma
fram hljómsveitirnar: <3 Svan-
hvít, Byssupiss, Ministery of
foreign affairs ásamt fleirum.
Útivist og íþróttir
Elliðavatn | Fjórða skóg-
arganga skógræktarfélaganna í
sumar er fimmtudaginn 28. júní
kl. 20. Upphaf göngunnar er
við Elliðavatnsbæinn. Nánari
upplýsingar á heimasíðu Skóg-
ræktarfélags Íslands
-www.skog.is.
ÞESSIR félagar hafa ákveðið að vera alveg vissir um að fá góð sæti á íþróttaleikvangi í Venesúela á dögunum.
Liðin sem kepptu síðar voru landslið Chile og Ekvador en ekki fylgdi sögunni með hvoru liðinu félagarnir héldu.
Mættir í tæka tíð
Reuters
FRÉTTIR
Villur í myndatexta
Á SÍÐU fjögur í Morgunblaðinu í
gær er frétt um veitingu Verk-
efnastyrkja Félagsstofnunar stúd-
enta. Á mynd með fréttinni eru
þeir sem styrkina hljóta ásamt
Hauki Agnarssyni, stjórnarfor-
manni Félagsstofnunar stúdenta
(lengst til vinstri). Í texta með
myndinni er hins vegar Haukur
rangfeðraður og einnig er hann
sagður einn af þeim sem hlutu
styrk. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
LEIÐRÉTT
-hágæðaheimilistæki
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík
Baldursnes 6, Akureyri
Sími 588 0200 -www.eirvik.is
Beint
á borðið
Cristel, einstakir pottar, pönn-
ur og eldhúsáhöld frá Frakk-
landi. Framúrskarandi hönn-
un, úr hágæða stáli. Cristel
pottarnir mæta ströngustu
kröfum um þægindi, gæði og
glæsileika og á þeim er lífs-
tíðarábyrgð.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
HJÓLHÝSI af gerðinni Musterland
380 með skráningarnúmerið
RB-063 var stolið í Reykjanesbæ á
tímabilinu 15. júní til 18. júní síðast-
liðinn.
Í fréttatilkynningu segir að Hjól-
hýsið sé hvítt að lit með ljósgræn-
um röndum.
Framan á hjólhýsinu er kassi fyr-
ir gaskút og er hann brotinn.
Þeir sem verða varir við hjól-
hýsið eru vinsamlegast beðnir um
að láta lögregluna á Suðurnesjum
vita í síma 420-1800.
Lýst eftir
hjólhýsi