Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Þ
etta er okkar land, við
viljum nýta það innan
allra skynsamlegra
marka,“ segja hjónin
Ásdís E. Sigurjónsdótt-
ir og Ragnar Jónsson, ábúendur á
Dalshöfða í Skaftárhreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu. Skipulagsstofnun
úrskurðaði nýlega að fyrirhuguð 2,5
megavatta virkjun í landi Dalshöfða
skuli óháð mati á umhverfisáhrifum.
Náttúruverndarsamtök Íslands og
Landvernd hafa skotið ákvörðun-
inni til umhverfisráðuneytisins og
beina þeim tilmælum til ráðherra að
ómerkja ákvörðun stofnunarinnar.
Dökkgrábrún óhemja
Hverfisfljót á upptök sín við Síðu-
jökul, nálægt Lakagígum. Lítið sem
ekkert bergvatn rennur út í fljótið á
leið þess til sjávar, enda þverár
bæði fáar og smáar. Rennsli þess
sveiflast því mikið eftir árstíðum og
dökkgrábrúnn litur jökulvatnsins
fær að njóta sín til fulls. Bárðar-
skarð er þröngt gljúfur, áin hamast
ofan í því í mjóum og straumhörð-
um streng. Þegar fljótið rennur nið-
ur úr skarðinu austan við fjallið
Hnútu og steypist niður Lambhaga-
fossa með háværum drunum að
sumri til gefur það stærstu fossum
landsins ekkert eftir í mikilfengleik.
Sem dæmi má nefna að meðal-
rennsli í Hvítá við Gullfoss er um
130 rúmmetrar á sekúndu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Skipulags-
stofnun er meðalrennsli Hverfis-
fljóts að sumri til 150-200
rúmmetrar á sekúndu. Að vetri til
fer hins vegar minna fyrir kraft-
inum, en þá getur rennslið minnkað
niður í fjóra rúmmetra en er oft í
kringum tuttugu. Efsti Lambhaga-
fossinn er heilsteyptur og beinn, en
fyrir neðan taka við ægilegar flúðir
og berggangar skipta flæðinu upp í
minni fossa og fossaraðir. Þegar lít-
ið er í ánni rennur hún undir stein-
boga sem teygja sig á milli kletta-
veggja, en á sumrin sverfur hún þá
til án afláts. Fyrir Skaftárelda rann
áin vestan Hnútu en það breyttist
þegar Eldhraun rann árið 1783.
Fáfarið svæði
Að sögn kunnugra hafa fremur
fáir skoðað Lambhagafossa. Göngu-
menn fara þar hjá á leið sinni frá
Laka, en einungis er hægt að keyra
þangað á jeppa eftir slæmri jarð-
ýtuslóð í gegnum Eldhraun, í lága
drifinu. Ekki er annað að sjá á
gljúfurbörmunum en svæðið sé fá-
farið, þar er hnausþykkur mosi yfir
öllu og fram á brúnir, ólíkt moldar-
flaginu eftir gönguskó náttúru-
þyrstra á mörgum ferðamannastöð-
um. Tilfinningin er sú að landið sé
óuppgötvað, hingað til hulið öðrum
en fáum útvöldum. Það er því ekki
skrýtið að fólk leggi við hlustir þeg-
ar fregnir berast af fyrirhugaðri
virkjun á svæðinu.
Hvað kemur nýtt út úr mati?
Hjónin Ragnar og Ásdís á Dals-
höfða segjast ekki hissa á ákvörðun
Skipulagsstofnunar. Matsskýrsla
um áætlanirnar var unnin og henni
skilað til stofnunarinnar sem lagði
hana til umsagnar hjá mörgum að-
ilum, þ.á m. Skaftárhreppi, Orku-
stofnun, iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neyti, Fornleifavernd ríkisins og
fleiri aðilum. Hjónin segja fram-
kvæmdina tiltölulega litla og stað-
bundna. Ekki sé verið að fórna
neinum fossum og gljúfrin standi
óhreyfð hvað sem gerist. „Við skilj-
um ekki alveg hvað meira er unnið
með því að senda framkvæmdina í
umhverfismat. Hvað á að koma nýtt
út úr því, annað en kostnaður og
aukinn biðtími?“ spyr Ásdís.
2,6% af ánni að sumri
Samkvæmt yfirlitsmyndum sem
teiknaðar hafa verið í undirbúnings-
ferlinu og forsendum þeim sem
Skipulagsstofnun gefur sér sést að
virkjunin sjálf hefði áhrif á Hverf-
isfljót á rúmlega kílómetra löngum
kafla. Neðan Bárðarskarðs verður
yfirfallskantur byggður þvert yfir
ána. Hann stíflar hana ekki heldur
flæðir hún yfir kantinn og áfram
niður gljúfrin. Ofan kantsins lónar
inn í aðrennslisskurð með stein-
steyptu inntaki. Í forsendum Skipu-
lagsstofnunar segir að lónið verði
lítið og bundið við núverandi farveg
árinnar. 1,4 metra víð þrýstipípa
leiðir 4 sekúndurúmmetra af vatni
að stöðvarhúsi um 900-1.300 metr-
um neðar, við hliðina á eða í jaðri
Eldhrauns. Vatnsmagnið sem virkj-
unin fengi miðast við minnsta
mögulega flæði árinnar og er ein-
ungis 2-2,6% af heildarflæðinu að
sumri til, þegar langflestir ferða-
menn eru líklegir til að skoða foss-
ana og gljúfrin, bendir Ragnar
Jónsson á.
Brú og vegur fylgja
Út frá stöðvarhúsinu er ráðgerð-
ur frárennslisskurður sem skilar
vatninu aftur út í fljótið neðan
gljúfranna. Á sumrin segir Ragnar
að ekki komi til með að sjást neinn
munur á flæðinu, en að vetri til sjá-
ist hann frekar, þegar virkjunin
gæti tekið allt frá fimmtungi upp í
meirihluta vatnsins í ánni. Fram-
kvæmdunum fylgir svo nokkur
vegagerð. 6,5-7 kílómetra langur
vegur yrði lagður frá Dalshöfða upp
að stöðvarhúsinu og 11 kV raf-
strengur settur í jörð meðfram hon-
um. Þessu fylgir brú yfir Hverfis-
fljót við Dalshöfða. Gagnrýna
Landvernd og Náttúruverndarsam-
tök Íslands það meðal annars að
ekkert liggi fyrir um hvernig brúin
verði og að vegurinn verði óþarflega
mikill um sig.
Óvandaðar kærur
Þau hjón segja það sjálfsagðan
rétt náttúruverndarsamtaka að
Bændur á Dalshöfða hyggjast reisa litla rennslisvirkjun í Hverfisfljóti Skipulagsstofnun ákvarðaði
„Við viljum nýta landið í sátt
við náttúruna og innan marka“
Hverfisfljót er kröftug
jökulá sem mikið þarf til
að beisla og temja. En
hvaða viðhorf skal hafa til
virkjunar sem tekur
lítinn hluta af vatni
árinnar út og setur það
aftur inn nokkru neðar?
Er gengið of nærri órask-
aðri náttúru eða er eðli-
legt að eigendur lands
nýti kosti þess?
Morgunblaðið/Frikki
Efsti fossinn Bóndinn á Dalshöfða, Ragnar Jónsson, vill byggja litla rennslisvirkjun og segir hana ekki hafa áhrif á Lambhagafossana.
BERGUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Land-
verndar, segir samtökin ekki hafa tekið afstöðu gegn
virkjuninni sem slíkri heldur leggi þau bara áherslu á
að umhverfismat þurfi að fara fram svo reglum stjórn-
sýslulaga sé framfylgt. „Þetta er á óröskuðu svæði og
þess vegna teljum við það ekki við hæfi að byggja
svona mannvirki á þessum stað, án þess að á undan fari
umhverfismat. Mannvirkin hafa hvorki verið hönnuð
né staðsett og það er heldur ekki gert í forsendum
Skipulagsstofnunar fyrir ákvörðuninni. Umhverfis-
áhrifin eru óljós og þess vegna hefur rannsóknarreglu
stjórnsýslulaga ekki verið fullnægt,“ segir Bergur, en í
10. grein stjórnsýslulaga segir: „Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé
nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.“ Af þessari ástæðu
einni saman telur Landvernd að ráðherra beri að snúa ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar.
Bergur tilgreinir Múlavirkjun í Straumfjarðará sem víti til varnaðar. „Í
Múlavirkjun átti allt að vera mjög smátt í sniðum og fékk ekki formlegt
umhverfismat. Þegar á hólminn var komið varð allt einverra hluta vegna
töluvert stærra en talað hafði verið um og umhverfisáhrifin meiri.“
Í kæru Landverndar segir að með framkvæmdinni sé langt seilst fyrir
lítið fé. Þetta útskýrir Bergur þannig að til samanburðar gefi ein sæmileg
borhola á jarðvarmasvæði 5-10 megavött. Vegagerð, virkjunarhús og
skurði segir hann því mikið rask fyrir litla orku. Bergur segir umhverfis-
mat ekkert til að hafa áhyggjur af, ef virkjunin hafi lítil umhverfisáhrif
verði það niðurstaða matsins. Hann segir kostnaðinn af matinu vissulega
íþyngjandi en segir peninga ekki skipta höfuðmáli: „Ef framkvæmdin
stendur ekki undir umhverfismatinu, þá er nú ekki mikil gróðavon af
henni hvort sem er,“ segir Bergur.
Umhverfismat þarf á
óröskuðum svæðum
Bergur
Sigurðsson
ÁRNI Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands, kveður mjög varhugavert að fara í framkvæmd
sem þessa svo nálægt Vatnajökulsþjóðgarði. Hann
bendir á að erlendir ferðamenn geri miklar kröfur um
ósnortna náttúru. Þeir vilji einfaldlega ekki sjá mann-
virki á gönguferðum sínum um landið og því sé verið að
skemma gönguleiðir og möguleika í ferðaþjónustu með
framkvæmdum sem þessum. Árni segir rétt eigenda
landsins til að nýta það að eigin vilja takmarkast af al-
mannahagsmunum. „Við teljum aðgerðina af þeirri
stærðargráðu og svæðið skipta það miklu máli fyrir
ferðaþjónustu og ferðamenn að eðlilegt sé að allir að-
ilar fái að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í mati á umhverfisáhrif-
um. Réttur okkar til þess að skjóta málinu til ráðherra segir okkur að al-
mannahagsmunir skipta miklu máli. Lög um mat á umhverfisáhrifum eru
til þess gerð að almenningur geti látið til sín taka og haft til þess form-
legar leiðir,“ segir Árni.
Árni segir almannahagsmuni oft vegast á við eignarrétt landeigenda.
„Ég hugsa til dæmis að ef landeigendur létu sér detta það í hug í dag að
stífla laxveiðiá og stöðva laxgengd í henni yrði krafist þess að hagsmunir
landeigenda vikju fyrir almannahagsmunum, þ.e. hagsmunum veiði-
manna. Almannahagsmunir eru mjög ríkir og eiga víða við. Umhverfis-
matið sker úr um hvort hér þurfi að staldra við.“
Hann setur traust sitt á umhverfisráðherra: „Nú er að sjá hvort Þórunn
Sveinbjarnardóttir nýtir sér þau stjórntæki sem hún hefur í ráðuneyti sínu
til að náttúruvernd fái að njóta sín. Það hefur því miður ekki verið gert í
tíð fyrirrennara hennar. Hún hefur talað fyrir náttúruvernd á þingi og
þar að auki mótað stefnu í þessum málum innan Samfylkingarinnar. Svo
við höfum meiri væntingar til Þórunnar en forvera hennar,“ segir Árni.“
Almannahagsmunir
skipta mjög miklu máli
Árni
Finnsson