Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA Evan hjálpi okkur Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS SHREK 3 m/ensku tali kl. 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 6 B.i. 10 ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8:40 B.i. 10 ára DIGITAL EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ EVAN ALMIGHTY VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BLIND DATING kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.10.ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ ZODIAC kl. 9 B.i.16.ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i.7.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5:30 B.i.10.ára VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS VERIÐ er að fínpússa nemendur á Norður-Englandi, áður en þeir sækja um inngöngu í menntastofnanir há- skólaborganna. Þangað komast þeir bestu og mikið í húfi fyrir námsmenn- ina jafnt sem skólameistarann (Clive Merrison), að sem flestir nái því eftir- sótta marki. The History Boys segir af viðskiptum nemendanna við kenn- ara sína, einkum Hector (Griffiths), og Irwin (Stephen Campbell Moore), sem er ungur, nútíma- legur oflátungur sem á að hressa upp á ímyndina sem hinn formfasta og hátíðlegi Hector hefur tamið þeim. Myndin er gerð og leikin af sömu listamönnum og leik- ritið sem það er byggt á, flutningurinn getur því tæpast verið í öruggari höndum. Hytner og leikritaskáldið Alan Bennett eru að auki gamlir samstarfsmenn (The Mad- ness of King George), vandvirkir, fyndnir leikhúsmenn báðir tveir og leikarahópurinn er unun á að horfa. Tekist er í gamni og alvöru á andstæðum viðhorfum í kennslu, uppeldisaðferðum og undirbúningi fyrir fram- tíðina, þar sem aðalkennararnir eru á öndverðum meiði. Einnig rótað upp í einkalífi viðkomandi, báðir eru þeir Irwin og Hector hommar í skápnum og líkt og við má bú- ast af höfundunum er The History Boys gagnrýni á hom- mafóbíu jafnframt því sem hún herir grín að mennta- snobbi breskra, með merkikertið, skólameistarann í fararbroddi. Kvenfyrirlitning fær einnig á baukinn í per- sónu sögukennarans Lintott (de la Tour), sem segir m.a. eitthvað á þá leið að Mannkynssagan sé „saga af karl- bjálfum og konum sem komi í humátt á eftir með skúr- ingarfötuna – að þrífa upp eftir okkur skömmina.“ Skynsamlega skrifuð, óskammfeilin, kunnáttusamlega leikin og vel heppnuð mynd í alla staði – þó að hún skilji engin ósköp eftir sig. Bekkjarfélagið að breskum hætti Sæbjörn Valdimarsson MYNDDISKAR Nýjar myndir Gamandrama. England 2006. Sena 2007. 109 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Nicholas Hytner. Aðalleikarar: Rich- ard Griffiths, Frances de la Tour. The History Boys  HVERNIG lítur hún út, ein frægasta ævintýramynd allra tíma, á öld tak- markalausrar tölvutækni? Bara ljóm- andi vel, takk fyrir, seinni tíma mynd- ir standast henni ekki snúning. Sögumennskan er í fyrirrúmi og þjóð- sögunni fylgt samviskusamlega. Hrói rænir þá ríku og gefur fátækum, berst við Sir Guy og Jóhann kóng og um hjarta lafði Marian. Hefur alls staðar betur. Ósvikið ævintýri og ódrepandi afþreying, með fjallhressan Flynn með hárkollu og hött. Óvenju- forvitnilegt aukaefni fylgir. Hrói í höndunum á Flynn Sæbjörn Valdimarsson MYNDDISKAR Klassík Ævintýramynd. Bandaríkin 1938. Sam myndir. 98 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Michael Curtiz. Aðalleikarar: Errol Flynn, Olivia DeHavilland. The Adventures of Robin Hood  ÞÆR fréttir voru að berast að Ridley Scott er að undirbúa tökur á enn einni myndinni um ein- hverjar lífseigustu hetjur hvíta tjaldsins, Hróa hött og vini hans í Skírisskógi. Hún mun heita Nott- ingham, Russell Crowe fer með hlutverk fógetans og munu þeir Hrói berjast um ástir lafði Marion. Annað er ekki vitað á þessu stigi en myndin verður örugglega barmafull af ofurbrellum og tölvu- trikkum. Hrói hefur verið kvikmyndaður í meira en 30 skipti og hefur þessi hartnær þúsund ára þjóðsaga gengið í gegnum talsverðar breyt- ingar, bæði í gegnum aldirnar og í hundrað ára sögu kvikmyndanna. Fyrsta bíómyndin um Hróa og hans kátu sveina var gerð í Holly- wood 1912. Englendingar komu með sína útgáfu ári síðar. Fyrsta umtalsverða kvikmyndagerðin er frá 1922, fræg, dýr og vinsæl, með Douglas Fairbanks í titilhlutverk- inu og sígildum skylmingaratrið- um. Þekktasta, og besta myndin að flestra dómi, er frá 1938, og ný- komin út í hátíðaútgáfu hérlendis (sjá umfjöllun). Kvikmyndagerðarmenn eru óþreytandi að fást við heiðurs- þrjótinn Hróa, er skemmst að minnast tveggja mynda sem komu út 1991; Robin Hood: Prince of Thieves, með Kevin Costner, og Robin Hood með Patrick Bergin í tilhlutverkinu. Vondur er Costner en Bergin er jafnvel ógæfulegasti Hrói allra tíma. Hér er fátt eitt talið af bíómynd- um, auk fjölmargra sjónvarps- mynda og -þáttaraða um goðsögn- ina, en það er útilokað að enda þessa umfjöllun án þess að minn- ast grínmyndar Mels Brooks, Rob- in Hood: Men in Tights (’93), (nafnið var fyndnast), og hinnar raunsærri Robin and Marian (’76), gerð af Richard Lester með Sean Conney og Audrey Hepburn í aðal- hlutverkunum. Robert Shaw fór á kostum sem fógetinn. Svo var það bastarðurinn The Ribald Tales of Robin Hood (’69), sem skaut upp kollinum í Hafnarbíói á sínum tíma, en það var allt annar Hrói, ekki einu sinni á sokkabuxum. Heiðursþrjóturinn Hrói höttur Sæbjörn Valdimarsson Nýjasti Hróinn Í þáttaröð á Skjá- Einum er Hrói með gel í hárinu. ÞRJÁR myndir byggðar á áþekkum morðmálum hafa verið sýndar að undanförnu: The Black Dahlia, hin magnaða Lonely Hearts Killlers og nú Hollywwodland, sem rekur dauða Georges Reeves (Affleck), sem er kunnastur fyrir að túlka Súperman í sjónvarpsþáttum um miðja síðustu öld og halda við Toni Mannix (Lane), eiginkonu eins stjórnanda MGM. Reeves fannst látinn á besta aldri og töldu dómstólar að hann hefði fallið fyrir eigin hendi, en það hefur löngum verið vefengt. Kvikmyndagerðarmennirnir leika sér að ýmsum möguleikum með augum einkaspæjarans Simos (Brody), sem finnur fjölmarga galla í málatilbún- aðinum og hefur nokkra grunaða. Myndin er tvískipt, segir af draumum, frama og dapurlegum endalokum Reeves, sem Affleck leikur af óþekktum innblæstri síðan í Chasing Amy. Lane skiptir sköpum, hún er stórkostleg sem óhamingjusöm eiginkona sem á allt annað en mann- inn sem hún elskar. Lane á besta augnablik myndar- innar þegar hún snýr sér að eiginmanninum (Hoskins), þreytt og vonsvikin, miðaldra kona. Brody er lipur spæjari en manngerðin passar illa í hlutverkið. Mörg aukahlutverkin eru áberandi vel mönn- uð, sömuleiðis er útlit myndarinnar óaðfinnanlegt og yfir höfuð er Hollywoodland þétt afþreying. Dauði Súpermans MYNDDISKAR Nýjar myndir Spennumynd. Bandaríkin 2006. Sam myndir. 121 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Allen Coulter. Aðalleikarar: Adrian Brody, Diane Lane. Hollywoodland  Sæbjörn Valdimarsson MYNDDISKAR » STYÐST við glæpaferil Alans Conway (Malkovich), óvenjubíræfins svika- hrapps sem þóttist vera kvikmynda- leikstjórinn frægi og komst fyrir vikið jafnvel í íslensku pressuna. Color Me Kubrick gerir góðlátlegt grín að trú- girni og botnlausri óskhyggju með- aljóna sem eru tilbúnir að skella skollaeyrum við skynseminni ef þeir telja sig fá snert af frægðarljóma. Conway heillar peð og smástirni í leiklistar-, hönnunar- og tónlistargeiranum upp úr skónum (o.fl.), undir sínu ótrúverðuga, falska flaggi. Þessi mislita hjörð, mestmegn- is samkynhneigð, er reiðubúin til að færa fórnir fyrir mannskrípið sem þeir álíta meistara Kubrick. Það gengur ekki að eilífu en furðu langt. Fín háðsádeila á grúppíuna í mannssálinni sem lætur leiða sig með opin augun út í kviksyndið. Missir smám saman flugið þó að Davidson lífgi upp á seinni hlutann sem hæfileikalítill slagarasöngvari með Vegasdrauma. Malkovich fær tækifæri til að túlka ótrúlegt viðundur og heldur sýningunni gangandi ásamt nokkrum snotrum til- þrifum, einkum í notkun tónlistar úr myndum meistarans. Betri eru tálvonir en engar MYNDDISKAR Nýjar myndir Gamandrama. England/Frakkland 2005. Myndform. 83 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Brian W. Cook. Aðalleikarar: John Malkovich, Jim Davidson. Color Me Kubrick  Sæbjörn Valdimarsson NELLY Furtado er trúlofuð hljóð- manninum sínum, Demacio „Demo“ Castellon. Þau byrjuðu að vera saman eftir að hann vann að gerð plötu söngkonunnar, „Loose“, á síðasta ári. Nelly skartar nú risa- stórum demantshring, en ekki er langt síðan Demacio bar fram stóru spurninguna. Nelly Furtado hefur ævinlega verið treg til að tala um einkahagi sína. Þegar upp kom að hún ætti leynilegan kærasta á síðasta ári sagði hún: „Ég tala bara hreinlega ekkert um þetta. Kærastinn er ekkert frægur eða eitthvað þannig.“ Nelly Furtado trúlofuð Hógvær Nelly Furtado þykir hreint ekki mikið til sviðsljóssins koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.