Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 31 Krossgáta Lárétt | 1 sjóða, 4 feyskn- ar, 7 reyks, 8 berja, 9 kraftur, 11 beitu, 13 vaxi, 14 hökur, 15 spýta, 17 hljómar, 20 duft, 22 haldast, 23 sorg, 24 blauður, 25 nagdýrs. Lóðrétt | 1 ístruvömb, 2 höndin, 3 svara, 4 dýr, 5 auðlindir, 6 sefaði, 10 segl, 12 andi, 13 tímg- unarfruma, 15 ganglimir, 16 styrk, 18 afls, 19 lítil- fjörlegar, 20 skítur, 21 ræfil. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 svertingi, 8 lofum, 9 lagni, 10 mór, 11 staka, 13 afræð, 15 bratt, 18 stýra, 21 iðn, 22 glatt, 23 úrinn, 24 hnullungs. Lóðrétt: 2 vifta, 3 remma, 4 illra, 5 gýgur, 6 slys, 7 hirð, 12 két, 14 fát, 15 bugt, 16 asann, 17 titil, 18 snúru, 19 ýr- ing, 20 anna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur heiðarlegar hugmyndir um hvað þú vilt selja og hvað þú vilt kaupa – auk meiriháttar sjarma. Það er ekkert ósiðlegt við smá gróða. Láttu ekk- ert aftra þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þrá getur fengið hvatvísina til að ráða för – og hún er ekki alltaf sú klár- asta. Nálgastu þinn innri kraft. Einbeittu þér, miðaðu vel og skjóttu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú vilt að gjörðir þínar beri ár- angur, og sérð mörg tækifæri til að breyta og bæta. Gríptu þau og vertu ánægður með sjálfan þig. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert að hita þig upp fyrir ein- hvern. Þetta tekur tíma og skiptir þig miklu. Þegar þetta samband verður af- slappaðra, nýturðu þess betur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú kannt svo sannarlega að snúa málunum við. Einhver álítur sig vera að stíga í fótinn við þig, þegar þú ert í raun að daðra við hann. Athyglin sem þú veitir honum er ölvandi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú kemst yfir hindranir með gjaf- mildina að vopni. Kannski er það að elska náungann eins og sjálfan sig meira en trúarbrögð. Kannski næsta skrefið í þró- un mannsins. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Álagið eykst – og býr til farveg fyrir þig til að fá útrás seinna meir. Leiktu þér með leikföngunum þínum í kvöld. Það er svo afslappandi að skapa og brosa. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það rætist sem þú spáir fyrir um. Þú finnur til áhrifa þinna, en sögur geta líka farið af stað. Íhugaðu það áður en þú talar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er svo mikið af jákvæðni í kringum þig. Fegurð umlykur þig, vinir breyta rétt og fólki berst hjálp vegna verka þinna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er sama í hvaða formi, þú hefur fulla stjórn á verkefnunum þínum. Auk þess hefurðu hæfileika til að standa þig stjarnfræðilega vel. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Núna er stjórn á tíma og pen- ingum eitt og hið sama. Hugsaðu um tíma þinn sem mikilvægan, og sjáðu hvernig það breytir því hvernig þú nýtir hann. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarfnast tíma og rúms til að kanna. Ástvinir þínir eru að læra hvenær á að halda og sleppa. Þú kemur reynsl- unni ríkari tilbaka til uppáhalds fólksins þíns. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Bc4 e6 3. De2 Rc6 4. c3 Be7 5. d3 d5 6. Bb3 Rf6 7. Rf3 0–0 8. e5 Rd7 9. 0–0 b5 10. Rbd2 a5 11. a3 Ba6 12. He1 b4 13. axb4 axb4 14. Rf1 Db6 15. c4 dxc4 16. dxc4 Staðan kom upp á Fiskmarkaðsmóti Hellis sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Egyptinn Omar Salama (2.194) hafði svart gegn Jorge Fonseca (2.085). 16. … Bxc4! 17. Dxc4 Hxa1 18. De4 Rd4 19. Rxd4 cxd4 20. Rd2 Rc5 21. Dxd4 Hd8 22. De3 Hd3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Sterkar drottningar. Norður ♠ÁKG9543 ♥ÁK10642 ♦– ♣– Vestur Austur ♠2 ♠1086 ♥G3 ♥985 ♦ÁKDG98 ♦65 ♣ÁK84 ♣DG632 Suður ♠D7 ♥D7 ♦107432 ♣10975 Suður spilar 7♥ „Á dauða mínum átti ég von en ekki því að spila vörn í óhnekkjandi al- slemmu.“ Er nema von að vestri blöskri, sem opnar vongóður á einum tígli með 18 punkta og átta örugga slagi. Skömmu síðar á hann svo út gegn sjö hjörtum. Spilið er frá opna tvímenningnum í Tyrklandi og vakti að vonum mikið umtal. Hollendingarnir Ramont og Westra voru í NS á einu borðinu. Westra sýndi hálitina með tveimur tíglum ofan í opnun vesturs og Ramont hrökklaðist í tvö hjörtu. Vest- ur sagði þrjá tígla og Westra krafði með fjórum tíglum. Flestir myndu væntanlega segja fjögur hjörtu í spor- um suðurs, en Ramont fann góða sögn – sagði fjóra spaða og gaf makker þannig svolítið undir fótinn. Meira þurfti ekki til: Westra stökk í sjö hjörtu og … vestur doblaði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Íslendingur hlaut á dögunum Norrænu barnabóka-verðlaunin. Hvað heitir hann? 2 Einn þekktasti smábíll heims er 50 ára um þessarmundir. Hvert er heiti hans? 3 Formaður læknaráðs telur ráðið úrelt fyrirbæri. Hvaðheitir hann? 4 Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt mikinn niður-skurð á þorskkvótanum. Hvað heitir ráðherrann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Þjóðlagahátíð stendur sem hæst í Siglufirði. Hver stjórnar hátíðinni? Svar: Gunnsteinn Ólason. 2. Íslend- ingur hyggst taka þátt í ofurmaraþon- inu Spartaþoni í Grikklandi í haust. Hvað heitir hann? Svar: Gunnlaugur Júlíusson. 3. Landsmót ungmennafélaganna stendur nú yfir í Kópavogi. Hver er formaður framkvæmda- nefndar? Svar: Gunnar I. Birgisson. 4. Liðin eru 25 ár frá því fyrstu lögin voru sett um persónuvernd. Hvað heitir forstjóri Per- sónuverndar? Svar: Sigrún Jóhannesdóttir. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Halldórsson dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR STJÓRN Verkalýðsfélags Vest- firðinga hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun vegna niðurskurðar á veiðiheimildum þorskkvóta fyrir komandi fiskveiðiár. „Vegna niðurskurðar á þorsk- kvóta á komandi fiskveiði ári skor- ar stjórn Verkalýðsfélags Vestfirð- inga á ráðamenn þjóðarinnar að taka til endurskoðunar regluna um kvótaálag á útflutning á ísuðum óunnum fiski. Nú liggur fyrir að með boðuðum niðurskurði þorskafla mun land- vinnsla á Vestfjörðum verða mjög illa úti miðað við óbreytt fyrir- komulag. Ráðamönnum þjóðarinnar ber skylda til að tryggja sem öflugasta landvinnslu sjávarafurða á Íslandi, en það verður ekki gert með því að hvetja útgerðir til að senda sjávar- afla óunninn úr landi,“ segir í ályktuninni. Hæsta hlutfallið á Vestfjörðum Í greinargerð félagsins vegna málsins segir að á Vestfjörðum sé samkvæmt nýjustu tölum frá hag- fræðideild Háskóla Íslands hæsta hlutfall verkafólks við fiskvinnslu og tengd störf. „Með boðuðum niðurskurði á aflaheimildum í þorski munu af- leiðingarnar því hafa veruleg áhrif á störf og kjör þessa hóps. Með því að breyta reglunni um útflutning á óunnum sjávarafurðum, þannig að tryggt verði að sem mestum afla verði landað til vinnslu á Íslandi, munu afleiðingarnar ekki verða eins harkalegar og gera mætti ráð fyrir. Með reglugerð nr. 750/1999 var þessum reglum breytt á þann veg að aðeins sá hluti aflans sem ekki er endanlega vigtaður hérlendis er nú látinn sæta álagi. Þessi skerð- ingarregla hefur frá 1. september 2001 verið 10% af óvigtuðum afla en var í upphafi 25% af öllum afla. Gert er ráð fyrir að kvótaálagið hverfi alveg á næsta fiskveiðiári. Fiskvinnsluna og innlenda fisk- markaði munar tvímælalaust mest um þann fisk sem nú er fluttur út óunninn. Miðað við boðaðan afla- samdrátt í þorski á næsta fiskveiði- ári skiptir það fiskvinnsluna mestu máli að eiga kost á að bjóða í þann fisk sem ella færi á erlenda fisk- markaði.“ Ályktun stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga Ráðamenn tryggi öfluga landvinnslu sjávarafurða LANDVERND hefur ákveðið aðefna til ljósmyndakeppni undir yfir-skriftinni „Augnablik í eldfjalla- garði“. Í tilkynningu segir að eld- fjallagarðurinn, frá Reykjanesi að Þingvallavatni, sé fjölbreytt mynd- efni, allt frá fjörum, brimi og sjáv- arklettum upp í hverasvæði, gíga og hrauntraðir í hálendislandslagi. Þemu keppninnar eru hverir, jarð- myndanir og náttúruperlur. Í dómnefnd keppninnar sitja ljós- myndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson auk fulltrúa Landverndar, sem er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona. Skilafrestur mynda er til 10. ágúst. Jafnframt segir í tilkynningunni að sett verði upp sýning á völdum myndum í húsnæði Miðstöðvar sí- menntunar á Suðurnesjum. Sýning- in verður opnuð 29. ágúst og verður opin framyfir Ljósanótt í Reykja- nesbæ. Við opnun sýningarinnar verða afhent vegleg verðlaun. Landvernd heldur ljós- myndakeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.