Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 39 Launa miðan s Suma rbón us P IP A R • S ÍA • 7 1 1 2 5 Skafðu hér og þú getur unnið 100.000 kr. á mánuði næstu 120 mánuðina. Alls 12 milljónir skattfrjálst! Skafðu hér og þú getur unnið milljón strax! Fullt af glæsilegum aukavinningum í boði fyrir þá sem taka þátt: • Sólarlandaferð með Úrval Útsýn • Borgarferð með Úrval Útsýn • Flug innanlands með Flugfélagi Íslands • Leikhúsmiðar í Borgarleikhúsið • Gisting fyrir tvo á Hótel KEA • Leikhúsmiðar hjá Leikfélagi Akureyrar • Kvöldverður á Einari Ben • Ísveisla frá Kjörís • Bíómiðar í Háskólabíó • Launamiðar Ef þú færð ekki vinning skefur þú hér og slærð inn númerið á www.hhi.is og ferð í lukkupottinn. Mundu að geyma miðann. Kíktu á www.hhi.is 1. útd ráttu r 13.jún í! MYNDDISKAR Sjónrit Rafskinna 1: Fiskur  Rasskinn ehf. gefur út. Útgefið hinn 30. júní 2007. RAFSKINNA er sjónrit (DVD- tímarit), eitt hið fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Auk þess fylgir í pakkanum myndarlegur bækl- ingur (í afar óþægilegu broti), eld- spýtnastokkur, veggspjald og krónupeningur. Sjón- rit er heillandi miðill með mikla möguleika, hið bandaríska Wholphin er gott dæmi um það, og framtakið á bak við Rafskinnu er lofsvert. En því miður er fyrsta Rafskinnan alls ekki nógu vel heppn- uð. Þema fyrsta ritsins er fiskur sem er ekki illa til fundið en reyn- ist draga ritið tölu- vert niður. Mynd- verkið „Þorskur“ og svokallaður gullmoli hljómsveitarinnar Scope (Was It All It Was) höfða varla til nokkurs manns nema hann sé haldinn alvarlegu fiskablæti. Þó eru undantekningar á þess- u.„Hvalalíf“, remix Kristjáns Loð- mjörðs á Nýju lífi, er fínasta paródía á alla þá kjánalegu hvala- umræðu sem nú hefur gengið aftur og hressandi nostalgíutripp. Klofningur íslensku þjóðarsálarinnar í hnotskurn En það er illmögulegt að dæma rit eins og þetta sem eina heild, svo misjöfn eru verkin að gæðum. Hápunktar Rafskinnu auk „Hvala- lífs“ eru nokkrir. Bæði verk Finn- ans Jimi Tenor (expressioníska stuttmyndin „Dr. Abortenstein“ og tónlistarmyndbandið við „Sunrise“) eru grípandi enda einkennist öll kvikmyndagerð Tenor af leikgleði, tilraunastarfsemi og agaleysi. Linda Loeskow vinnur hreint frá- bærlega úr einfaldri og sniðugri hugmynd í myndbandi Gus Gus og þá er Hugleikur Dagsson í ágætis formi með „An American Baby“. Besta verk ritsins er þó draum- kennt myndband sem Ben Frost gerir við lag sitt „Forgetting You is Like Breathing Water“, dáleið- andi mínimalismi sem minnir nokkuð á essay-myndir Chris Mar- ker. Matreiðsluhorn Ghostigital er líka skemmtilegt á köflum en alltof langdegið og það sama á við um alltof mörg atriði. Eins er alltof mikið um hálfkaraðar hugmyndir og hreinlega stæla og tilgerð, sam- anber byrjunaratriðið og mörg myndverkin. Umslag Rafskinnu er hins vegar listaverk út af fyrir sig, fiskur á framhlið og franskar á bakhlið – klofningur íslensku þjóðarsál- arinnar í hnotskurn. Þá er margt ágætt í bæklingnum sem fylgir, „Unglingurinn í Reykjavík“ eftir Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur er skörp greining á Reykjavík, fram- haldssaga Örvars Þóreyjarsonar um kempur í knattspyrnu byrjar mjög vel og Þormóður Dagsson á merkilega forvitnilega grein um þorskastríðin. En þegar upp er staðið er fyrsta Rafskinnan vonbrigði. Of mörg verkin eru lítt áhugaverð og meðal þeirra góðu saknaði ég samt ein- hverrar afgerandi snilldar. Maður hafði á köflum á tilfinningunni að rætur ritsins lægju of djúpt í hin- um íslenska tónlistarheimi og mað- ur saknaði þess að sjá ekki eitt- hvað af öllum þeim stuttmyndum sem ýmsir af okkar efnilegustu leikstjórum hafa verið að gera og fást hvergi sýndar. Slíkar myndir eru ein helsta ástæðan fyrir því að við þurfum sjónrit á markaðinn. En Rafskinna á töluvert í land með að uppfylla þá þörf. Ásgeir H. Ingólfsson Fiskablæti og stæl- ar í fyrsta sjónriti Íslandssögunnar Morgunblaðið/G.Rúnar Aðstandendur Þórunn Hafstað, Sigurður Magnús Finnsson og Pétur Már Gunnarsson sjá um að gefa út DVD-tímaritið Rafskinnu. Rafskinna Hún er flott hönnunin á fyrsta íslenska sjónritinu. ÞVÍ verður vart mótmælt að tónlist er vinsæl sem aldrei fyrr, hún er tískulistform líðandi stundar, allir hafa skoðanir á tónlist. Og þeir eru jafnframt margir sem hafa áhyggj- ur af framtíð plötusölu á tímum ólöglegs niðurhals og netverslunar. Sú ákvörðun tónlistarmannsins Prince, að gefa nýjustu plötu sína án endurgjalds, hefur því vakið mikinn úlfaþyt. Þó svo að tónlist sé vinsæl virðist hún vera að tapa verðgildi sínu. Eða hvað? Langt er síðan Prince hóf að gefa tónlist sína. Skýrasta dæmið er ef- laust frítt eintak af plötu meist- arans, Musicology, sem fylgdi með tónleikamiðum í Bandaríkjunum árið 2004. Afleiðingarnar urðu þær að miðar ruku út og hljómleikatúr- inn varð sá tekjuhæsti það árið. Leikurinn verður endurtekinn í haust þegar nýjasta plata Prince, Planet Earth, verður gefin með hljómleikamiðum á tuttugu og eina hljómleika sem kappinn hyggst halda á Bretlandseyjum. Þeir hljómleikar verða jafnframt hinir síðustu þar sem hann leikur öll sín vinsælustu lög. Prince gefur nýjustu plötuna sína Reuters Sérlundaður Prince hefur jafnan farið sínar eigin leiðir í bransanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.