Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VEIT NÁKVÆMLEGA HVAÐ ÉG ÆTLA AÐ GERA FYRIR LÍSU ÞEGAR VIÐ ERUM BÚIN AÐ VERA SAMAN Í HÁLFT ÁR ÉG ÆTLA AÐ FARA MEÐ HANA Á „VEITINGASTAÐINN OKKAR“ OG BIÐJA HLJÓMSVEITINA AÐ SPILA „LAGIÐ OKKAR“ ÞAÐ VERÐUR FULLKOMIÐ ER HAMBORGARA- HOLAN MEÐ HLJÓMSVEIT? FARÐU BURT MEÐ ÞETTA LJÓTA BEIN! HA! AF HVERJU VILDI HÚN EKKI BEINIÐ? ÞAÐ VAR ENGINN BÚINN AÐ NAGA ÞAÐ ÉG VIL ÞAÐ EKKI! ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ FARA BURT! ÞETTA ER BRÉFIÐ TIL JÓLA- SVEINSINS ALLT ÞETTA? ÉG VONA AÐ ÉG HAFI EKKI GLEYMT AÐ BIÐJA HANN UM NEITT ÞAÐ ER Í STAFRÓFSRÖÐ JÁ, ÉG VILDI HJÁLPA HONUM AÐ SKIPULEGGJA GJAFIRNAR HANDA MÉR SVO HANN GLEYMI ENGU KAFLI EITT? FRÁ ATÓM- SPRENGJUM AÐ HAND- SPRENGJUM ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ VERA MJÖG LEIÐUR Á JÓLUNUM ÉG ER MEÐ HÖFUÐVERK, MÉR ER ILLT Í BAKINU OG STUNDUM VERKJAR MIG Í ALLAN LÍKAMANN HVAÐ VELDUR ÞESSU? ÞÚ ER MEÐ OF MIKIÐ KEPPNISSKAP Æ, NEI! GENGHIS ER AÐ KOMA! ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI! ÉG ER MEÐ GELTANDI VIÐVÖRUNAR- BJÖLLUNA! ÉG HRÆÐIST ENGAN HALLÓ, LITLI AULI! VOFF... ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ. KANNSKI ERU RAFHLÖÐUR- NAR BÚNAR ÉG HELD AÐ ÉG ÞURFI STÆRRA TÆKI ÞEGAR ÉG HORFI Á ÞENNAN ÞÁTT ÞÁ KEMUR MÉR ALLTAF Á ÓVART HVAÐ FÓLK KEMUR MEÐ SUMIR KOMA MEÐ VOPNABÚR EN AÐRIR KOMA MEÐ BORÐSTOFUBORÐIÐ SITT JÁ... OG ÞAÐ ER MEIRA AÐ SEGJA ÓTRÚLEGRA AÐ UPPLIFA ÞETTA ÞETTA ER FALLEGASTA GUFUSKIP SEM ÉG HEF SÉÐ ÉG VERÐ AÐ KOMA MÉR BURT ÁÐUR EN EINHVER SÉR MIG HEYRÐU, ÞÚ ÞARNA! NÁÐI ÞÉR! Æ, NEI! dagbók|velvakandi Innflytjendur Á SÍÐUSTU mánuðum hafa flætt inn í landið útlendingar sem hafa gengið inn í lægstu störf þjóðfélags- ins og finnst það lúxus því þeir koma margir úr svo mikilli armæðu að bara það að fá launaða vinnu er stórkostlegt. En það sorglega er að þegar kreppir að landanum og vinn- an minnkar þá munum við ef til vill vilja fá þessi störf sem okkur fannst fyrir neðan virðingu okkar að vinna. Við megum ekki gleyma því að sumt af þessu erlenda starfsfólki er há- menntað fólk, tónlistarmenn, kenn- arar, rithöfundar og hvaðeina. Ein- staklingar sem búa bæði yfir reynslu og þekkingu sem við ættum að sjá sóma okkar í að þiggja og nýta. En innan um og saman við, því miður, þótt í minnihluta sé, er fólk sem er fyrir neðan allar hellur. Manneskjur sem vinna markvisst að því að brjóta á bak aftur það sem okkur þykir eðlilegt í sammann- legum samskiptum. Þetta fólk er að flytja inn eiturlyf og annan óþverra sem það ætlar bæði börnunum okk- ar og fær svo sem umbun fyrir í formi peninga eða eiturlyfja til eigin neyslu. En ekki eru þó allir í þess- um bransa fíklar sjálfir, það eru þarna inn á milli einstaklingar sem vilja bara græða fyrst og fremst án tillits til þess hvað starfsemi þeirra skaðar marga. Við skulum því ígrunda vandlega að hrekja ekki burt frá okkur fyrirmyndarinn- flytjendur heldur leggjast á eitt öll saman að finna þessa einstaklinga sem vinna markvisst að því að þurrka þjóðir út, hvort sem eru út- lendingar eða Íslendingar. Jóna Rúna Kvaran. Ánægður með nýtt heimili á Njálsgötu ÉG VIL þakka borgaryfirvöldum fyrir að koma á stofn heimili fyrir heimilislausa karlmenn á Njálsgötu. Um leið hryggir það mig hvernig nágrannar og íbúar Njálsgötu taka þessu, áður en reynsla kemur á heimilið. Allir eiga að vera jafnir, al- veg sama hvort þeir geta borið hönd fyrir höfuð sér eða ekki. Góð reynsla er af heimilum eins og þessu sem eru hér í borg. Því er ekkert nema gott um þetta nýja at- hvarf að segja. Heimilislausir eru síst verra fólk en annað, ef ekki betra. Óli Þór. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is DRENGURINN hjólaði í gegnum Laugardal á leið sinni af fótboltaæfingu. Morgunblaðið/Eyþór Í skjóli trjáa FRÉTTIR ÞEIR fjölmörgu Íslendingar sem heimsótt hafa Danmerkur vita að á Strikinu í miðborg Kaupmanna- hafnar er líf og fjör. Á breiðum strætum verslunargötunnar má löngum sjá listamenn af ýmsum toga skemmta vegfarendum. Sumir myndu ef til vill segja að það væri ekki list aðað halda tónleika með að því að blása í tómar flöskur undan bjór eins og þessir ungu menn, sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á á Strikinu á dögunum, gerðu. Það er hins vegar hægt að skapa tónlist með því að nýta ótrúlegustu hluti eins og dæmin sanna. Morgunblaðið/Ómar Tónaflóð úr tómum glerflöskum á Strikinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.