Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 15
LANDIÐ
Eftir Kristin Benediktsson
BÖRNIN hrópuðu af skelfingu
þegar úlfurinn elti öndina og elt-
ingaleikurinn barst út í troðfullan
salinn á Bíókaffi á Siglufirði fyrir
helgina. Börnin tóku þátt í brúðu-
leiksýningunni af lífs og sálar
kröftum og voru með tónlistina á
hreinu. Bernd Ogrodnik lék og
stjórnaði öllum brúðunum af mikilli
snilld í Pétri og úlfinum við tónlist
Sergei Prokofiev. Pétri var svo
fagnað lengi og innilega þegar hon-
um hafði tekist að fanga úlfinn en
að leiksýningunni lokinni fengu
krakkarnir að klappa kettinum.
Margir viðburðir
á þjóðlagahátíð
Brúðuleikur Bernds Ogrodnik
var einn af fjölmörgum list-
viðburðum á Þjóðlagahátíðinni á
Siglufirði sem fram fór í síðustu
viku og lauk um helgina. Fjöldi
gesta og heimamanna naut hinna
ýmsu listviðburða og námskeiða
sem boðið var upp á auk þess sem
þjóðlagaakademían starfaði af full-
um krafti í samvinnu við Kenn-
araháskóla Íslands. Hátíðin er sú
sjöunda í röðinni en henni var fyrst
komið á laggirnar menningarborg-
arárið 2000 í samvinnu við Reykja-
víkurborg og Siglufjarðarkaupstað
að tilstuðlan Félags um Þjóðlaga-
setur sr. Bjarna Þorsteinssonar á
Siglufirði.
Andrómeda4 mætti
frá Boston
Einn af merkustu viðburðum há-
tíðarinnar var Andrómeda4, þjóð-
lagasveit frá Boston í Bandaríkj-
unum, en hún flutti magnaða
tónlist úr sínum brunni við opn-
unarathöfnina í Bátahúsi Síld-
arminjasafnsins og vakti mikla at-
hygli. Sveitin er skipuð íslenskum
fiðluleikara, Ímu Þöll Jónsdóttur
en auk hennar eru Bandaríkja-
mennirnir Evan Harlan, sem spilar
á harmóniku, Andrew Blickenderf-
er, bassaleikari og Andrew Stern,
gítarleikari. Sveitin hefur komið
fram á helstu tónlistarhátíðum fyr-
ir heimstónlist og unnið með lista-
mönnum eins og Luciano Pavarotti,
Björk, Bruce Hornsby, Dave
Douglas, Béla Fleck, Dave Holland
og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Norska þjóðlagasöngkonan, Unni
Lövlid flutti norsk þjóðlög í Siglu-
fjarðarkirkju eftir Esvard Grieg,
Grieg í Jötunheimum, við undirleik
samlanda síns Joachim Kjelsaas
Kwetzinsky.
Dagskrá hátíðarinnar var fjöl-
breytt þar sem hver viðburðurinn
rak annan með námskeiðum, list-
viðburðum og kennslunni í aka-
demíunni. Námskeiðin á þjóð-
lagahátíð eru bæði á sviði tónlistar
og forns handverks. Sum eru hald-
in ár hvert, önnur sjaldnar. Börn-
um er einnig boðið upp á sérstök
námskeið og sumarið 2004 var
haldið í fyrsta skipti sérstakt nám-
skeið fyrir unglinga. Mátti sjá
mikla gleði bæði á leiklistar- og
tónlistarnámskeiði þar sem börnin
tóku þátt í spunaverki af mikilli
innlifun með kennurum sínum.
Pétur, varaðu
þig, úlfurinn
er að koma!
Þjóðlagaarfleifð-
in í hávegum
höfð á Siglufirði
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Æfingar Tónlist var í hávegum höfð og haldin námskeið, bæði á sviði tónlistar og einnig var kennt fornt handverk.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Spenna Börnin fylgdust spennt með ævintýraleiksýningunni um Pétur og úlfinn á Siglufirði um helgina.
NÝR hvalaskoðunarbátur, Sylvía, sigldi á laugardag inn til
Húsavíkur í fyrsta skipti, fánum prýddur.
Sylvía er tæplega 30 tonna eikarbátur sem upphaflega var
smíðaður sem fiskveiðibátur hjá Vör skipasmíðastöð á Ak-
ureyri árið 1976 fyrir Grenvíkinga.
Í tilkynningu segir að báturinn hafi átt farsælan feril og
fiskveiðar verið stundaðar á honum öll árin – þar til hann var
keyptur frá Vestfjörðum fyrir nokkrum vikum og siglt til Ak-
ureyrar til breytinga fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Gentle
Giants – á Húsavík.
Slippurinn á Akureyri sá um breytingar með valinn mann í
hverju rúmi – og athygli vekur að það liðu einungis 15 vinnu-
dagar frá því að hafist var handa við að breyta fullbúnu drag-
nótarskipi með allar græjur um borð – yfir í vandað farþega-
skip; jaðrar við að heimsmet hafi verið sett í afköstum og
skipulögðum vinnubrögðum þeirra sem að verkinu komu.
Þriðji bátur fyrirtækisins
„Sylvía er þriðji báturinn sem fyrirtækið eignast og getur
flutt 60 farþega eftir fyrri áfanga breytinganna. Fyrirtækið á
einnig Fald – 45 farþega eikarbát og Aþenu, hraðgengan
trefjaplastbát sem flytur 24 farþega.“
Jafnframt segir í tilkynningunni að mikill vöxtur hafi verið
hjá fyrirtækinu undanfarið í hvalaskoðunarferðum, fugla-
skoðunar- og skemmtiferðum til Flateyjar á Skjálfanda,
Grímseyjarferðum, sem og í sjóstangaveiðiferðum. Allar ferð-
ir fyrirtækisins taki mið af óskum viðskiptavinarins og ýtr-
ustu kröfum um öryggi og aðstæður sé fylgt hverju sinni.
Nefndur í höfuðið á fimm ára stúlku
Sylvía er nefnd í höfuðið á yngstu dóttur eiganda og fram-
kvæmdastjóra Gentle Giants, Sylvíu Dís Stefánsdóttur, sem er
fimm ára gömul. Farið var í fyrstu hvalaskoðunarferðina á
nýja bátnum í gærmorgun og voru 50 farþegar um borð. Í það
minnsta þrír hnúfubakar sáust í ferðinni sem farin var í góðu
veðri.
Sylvía er nýr hvalaskoðunarbátur
Nýr bátur Sylvía fór í jómfrúarferð sína sem hvalaskoðunarbátur í gær og flutti þá 50 farþega í góðu veðri. Nöfnur Nýi hvalaskoðunarbáturinn var nefndur í höfuðið á Sylvíu Dís
Stefánsdóttur, fimm ára dóttur eiganda bátsins.