Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 17
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 17 Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus Mörgum þykja starrar til leiðindaenda getur lús fylgt hreiðurgerðþeirra sem gjarnan er í hýbýlumfólks þar sem fuglinn nýtir sér skúmaskot og rifur. Eins fæla starrar stund- um aðra fugla frá, einkum smáfugla og því hefur starrinn ekki haft á sér gott orð hin síð- ustu ár. Starrinn Óliver sem býr í gæludýraversl- uninni Fiskó á Dalveginum í Kópavogi er þó allt annað en leiðinlegur því hann er hvort- tveggja í senn, skemmtilegur og hreinlegur. Sigursteinn Þorsteinsson, verslunarstjóri hjá Fiskó, segir starrann hafa komið til þeirra fyrir um 8 árum en meindýraeyðir nokkur hafði fundið hann einan og yfirgefinn í hreiðri sem var verið að fjarlægja og séð aumur á honum. Hundur fátæka mannsins Starfsmenn búðarinnar tóku Óliver að sér og ólu hann upp enda voru þeir búnir að heyra af því að starrar væru skemmtilegir. „Við vorum búnir að heyra að þessir fuglar væru mjög skemmtilegir og miklar eftirherm- ur enda eru þeir oft kallaðir hundar fátæka mannsins,“ segir Sigursteinn og virðist Óliver una vistinni vel enda þekkir hann ekkert ann- að en að búa í búri. Óliver er nokkuð kjaftaglaður og á það til að spjalla við gesti verslunarinnar „Óliver Starrinn Óliver Hermir Óliver getur hermt eftir símhringingum og tali og spyr meðal annars viðskiptavini verslunarinnar hvernig þeir hafi það. Morgunblaðið/ÞÖK Frískur Starrinn Óliver er með eindæmum frískur fugl og er jafnan gestum verslunarinnar í Kópavoginum til mikillar ánægju. Starfsmenn búðarinnar tóku Óli- ver að sér og ólu hann upp enda voru þeir búnir að heyra af því að starrar væru skemmtilegir. hermir eftir símum og talar líka eitthvað, hann segir til dæmis „hvað segir hann?“ við viðskiptavini og hermir eftir símhringingum“ segir Sigursteinn en tekur þó fram að Óliver hafi ekki átt auðvelt með að herma eftir fjöl- tóna símtækjum með MP3-hringingum eins og tíðkast í dag og helst séu það gamladags GSM-hringingar sem heilli hann. Sigursteinn segir starra ekki hafa sitt eig- ið kall í náttúrunni og því hermir starrinn eftir öðrum fuglum og öðrum umhverf- ishljóðum. Jafnframt segir Sigursteinn starr- ann vera gæfan og að hann eigi almennt auð- veldara með að læra ný hljóð en páfagaukarnir í búðinni. Margir hafa sýnt Óliver áhuga og hafa vilj- að eignast hann en hann hefur ekki verið fal- ur. Í vor fóru þó 4 starrar í fóstur og vegnar þeim einnig vel en þeir höfðu líka komið úr hreiðri sem meindýraeyðir hafði fjarlægt. Þeir starrar hafa þó rúmt um sig því þeir búa í gróðurhúsi austur á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.