Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RAGNHEIÐUR Bragadóttir, prófessor í refsirétti, fullyrðir í við- tali við Morgunblaðið að fjölskip- aður dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli nr. S-839/2007 hafi túlkað ofbeldis- hugtakið í 194. gr. al- mennra hegningarlaga sem fjallar um nauðg- un of þröngri skýr- ingu. Í háttsemi ákærða eins og henni hafi verið lýst í dómn- um hafi falist ofbeldi. Í viðtalinu vísar prófessorinn til grein- argerðar með lögum nr. 6/2007 sem breyttu 194. gr. til núverandi horfs. Reyndar var lagabreyting þessi samþykkt á Alþingi sama dag og atburð- irnir á Hótel Sögu áttu sér stað eða hinn 17. marz 2007. Lögin tóku gildi 4. apríl 2007. Greinargerðin er því ekki lögskýringargagn með hegningarlögum í málinu frekar en þessi blaðagrein. Rétt er hins vegar að vekja athygli á að skv. greinargerð Ragnheiðar með frum- varpinu var inntaki hugtaksins ofbeldi ekki breytt frá gild- andi lögum: „Ofbeldi er skýrt með sama hætti hér og í eldri rétti. Það er mjög víðtækt hug- tak og er gert ráð fyrir að í það sé lagður rúmur skilningur, þ.e. hvers konar beiting valds til þess að yf- irvinna viðnám, sem er alvarlega meint.“ Í greinargerð frumvarpsins segir að ýmiss konar ofbeldi geti fallið undir ákvæði 194. gr.: „Það getur verið ofbeldi í þrengri merk- ingu þar sem hinn brotlegi neytir aflsmunar til þess að ná fram vilja sínum. Dæmi um það er þegar kona er tekin hálstaki eða kverkataki og getur enga björg sér veitt. Einnig falla undir ofbeldishugtakið högg, barsmíðar, spörk og hrindingar. Það er ekki skilyrði að ofbeldið sé svo mikið og þolandi svo illa útleikinn að hann verði bjargarlaus. Engar kröf- ur eru gerðar varðandi eðli árásar eða varanlegar afleiðingar af henni og þurfa afleiðingar ekki að vera aðrar en kynmökin sem ætlunin er að ná fram með ofbeldinu, enda eru þau þungamiðja brotsins. Ekki þurfa að vera neinir líkamlegir áverkar á þolanda.“ Eftir að hafa skýrt í hverju ofbeldi felist segir síðan í grein- argerðinni að það sé ekki forsenda ofbeldis að þolandi veiti mót- spyrnu. Ekki er hægt að koma auga á hvaða athafnir ákærða í mál- inu geti flokkast undir ofbeldi í skilningi 194. gr. Hvenær var það sem hann beitti valdi til að yfirvinna viðnámið? Haft er eftir prófess- ornum að nauðgunar- ákvæðið nái til þeirra tilvika þar sem kynmök fari fram án samþykkis þolanda og að í dómn- um sé í raun fallist á að mökin hafi verið gegn vilja konunnar. Þetta eitt og sér er auðvitað ekki fullnægjandi en til staðar þarf að vera ásetningur geranda en um hann segir prófess- orinn að ekki verði séð að atburðarásin í heild hafi gefið geranda til- efni til að álíta að vilji þolanda hafi staðið til þess sem þarna gerðist. Það er algerlega fráleitt að fræði- maður sem veit að sönnunarmatið í málinu byggist á sönnunarfærslu fyrir dómi skuli með þessum hætti gagnrýna mat þriggja reyndra dóm- ara á munnlegum framburðum þeg- ar hún sjálf var ekki viðstödd aðal- meðferðina. Hvað vill prófessorinn upp á dekk? Ef prófessorinn hefði verið viðstaddur skýrslugjöf fyrir dómi þá hefði hún heyrt einn með- dómandann spyrja kærandann: „Sagðirðu ákærða eða gafstu honum það til kynna með látæði að þú vildir ekki eiga við hann mök?“ „Nei,“ svaraði stúlkan og bætti því síðan við að hún hefði verið stjörf en þeg- ar hún hefði fundið til hefði hún fyrst veitt geranda viðnám. Þá hefði hann hætt. Var þessi frásögn stúlk- unnar algerlega í samræmi við framburð ákærða. Í ljósi þessa framburðar, hvar liggur brot ákærða? Er hætt að gera kröfu um ásetning í refsiréttarkennslu í Há- skóla Íslands? Það eina sem prófessorinn ætti að hafa áhyggjur af er að saklausum barnungum pilti sé hent í fangelsi og hafður þar í fjóra mánuði með föngum sem afplána refsidóma með- an mál hans er til meðhöndlunar. Eða er slíkt ásættanlegur fórn- arkostnaður sakamálaréttarfarsins? Prófessorinn ætti í kennslustund að fara sérstaklega yfir sératkvæði minnihluta Hæstaréttar sem hafn- aði því að almannahagsmunir stæðu til þess að drengurinn dúsaði í fang- elsi í stað þess að enduróma refsi- gleði dómstóls götunnar og fasískra femínista sem helst vilja hengja menn án dóms og laga. Prófessor á villigötum Sveinn Andri Sveinsson skrifar um mál nr. S-839/2007 Sveinn Andri Sveinsson » Það eina semprófessorinn ætti að hafa áhyggjur af er að saklausum barnungum pilti sé hent í fang- elsi og hafður þar í fjóra mán- uði með föngum sem afplána refsidóma með- an mál hans er til meðhöndl- unar. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og verjandi hins sýknaða. ÁKVÖRÐUN sjávarútvegs- ráðherra um að fylgja tillögum Haf- rannsóknastofnunar um þriðjung í þorskveiðum kemur ekki á óvart. Hann átti engra kosta völ. Álit og þekking vísindamanna Hafrann- sóknastofnunar er það besta sem við eigum kost á og það væri afkáralegt ef stjórnmálamaður teldi sig búa yfir betri vitneskju um ástand nytja- stofna sjávar en þeir. Ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar eru þær bestu og þær einu sem völ er á. Spurningin er hins vegar þessi: Hef- ur Hafrannsóknastofnun rétt fyrir sér? Hvernig vitum við að stofnunin er á réttri leið? Líkönin sem notuð eru til að spá um vöxt fiskstofna eru eðli máls samkvæmt ekki full- komin. Það er því mik- ilvægt að stöðugt sé í gangi vísindaleg um- ræða um þau, að það séu vísindamenn sem takist á um hvernig þessi líkön séu best smíðuð, hverjar séu forsendur þeirra og hvernig best sé aflað gagna í þau. Slík umræða fer vissulega fram á alþjóðavettvangi, einkum innan vébanda alþjóða- hafrannsóknaráðsins. Tillögur og að- ferðir Hafrannsóknastofnunar eru metnar af þeirri stofnun og er fólgið í því heilmikið öryggi. En staðreyndin er sú að lítil sem engin vísindaleg umræða fer fram hér innanlands um aðferðir Hafrannsóknastofnunar. Umræðan sem við höfum orðið vitni að undanfarið er á milli ríkisrekinnar vísindastofnunar annars vegar og áhugamanna „úti í bæ“ hins vegar. Þetta er slæmt. Kostir vísindalegrar umræðu Í fyrsta lagi veikir það niðurstöður Hafrannsóknastofnunar að stofn- unin nýtur ekki nægjanlega þess að- halds sem felst í opinni og hrein- skiptinni vísindalegri umræðu á milli vísindamanna. Það er mikill mis- skilningur að halda að líkön Haf- rannsóknastofnunar endurspegli fullkomlega aðstæður í lífríki hafs- ins. Miklu fremur er ástæða til að ætla að enn sé nokkuð í land að skiln- ingur okkar og þekking á vistfræði hafsins séu næg. Gagnrýnin og opin umræða á milli Hafrannsóknastofn- unar og annarra vísindamanna um forsendur, aðferðir og gagnaöflun væri örugglega til bóta. Óvissan í þessum fræðum er það mikil að það hlýtur að vera umhugsunarefni að þeim sé búið það umhverfi að vís- indaleg umræða fari nær öll fram innan einnar ríkisrekinnar stofn- unar. Okkur þætti væntanlega ekki boðlegt ef einungis einn opinber aðili fengist við rannsóknir á efnahags- málum hér á landi og gilti þá einu hvort þær rannsóknir væru sendar til yfirferðar til er- lendrar stofnunar. Hætt er við að lítil sátt fengist um aðgerðir í efnahagsmálum þjóð- arinnar ef svo væri í pottinn búið. Í öðru lagi skiptir það máli að almenn- ingur, stjórnmálamenn og ekki síst þeir sem eiga afkomu sína undir afkomu sjávarútvegs- ins beri traust til ráð- legginga Hafrann- sóknastofnunar. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra kippir út úr hagkerfinu milljörðum króna. Þjóðarbúið stendur þetta högg af sér, en afleiðingarnar verða samt alvarlegar, einkum í hinum minni byggðum við sjávarsíðuna og var þar ekki á bætandi. Þótt aldrei verði hægt að losna við þann vafa sem innbyggður er í hafrannsóknir og fiskveiðiráðgjöfina er töluverðu fórnandi til að draga úr honum. Gagnrýnin og opin vísindaleg um- ræða sem almenningur hefur aðgang að styrkir stöðu Hafrannsóknastofn- unar. Sögulegur vandi Í þeim hörðu átökum sem stóðu um aflamarkskerfið og eignarrétt út- gerðarmanna á sóknarréttinum varð Hafrannsóknastofnun og ráðlegg- ingar vísindamanna hennar ein meg- instoð þeirra sem vildu ábyrgar fisk- veiðar. Aflamarkskerfið tengir saman langtímahagsmuni útgerð- armannanna og skynsamlegrar nýt- ingar fiskstofnanna og gagnrýni á stofnunina var gjarnan afgreidd sem árás á aflamarkskerfið. Deilurnar um aflamarkskerfið hafa hjaðnað nokkuð frá því sem var og skilningur manna vaxið mjög á þeim kostum sem fylgja aflamarkskerfinu, þótt enginn haldi því fram að þar sé á ferðinni fullkomið kerfi. Það er því tímabært að mínu mati að við reyn- um að stíga næstu skref til að efla hafrannsóknir hér á Íslandi og styrkja þannig fiskveiðiráðgjöfina. Háskólinn á leik Ég hef lagt til að Háskóla Íslands verði falið að byggja upp hafrann- sóknadeild sem skili sjávarútvegs- ráðherra fullmótuðum tillögum um nýtingu helstu fiskstofna á Íslands- miðum. Þessi stofnun hefði fullan að- gang að niðurstöðum togararallsins og öðrum gögnum Hafrann- sóknastofnunar og skipulegði ásamt Hafrannsóknastofnuninni gagna- öflun í framtíðinni. Slíkt fyr- irkomulag myndi koma af stað auk- inni vísindalegri samræðu á milli tveggja fullburðugra stofnana og ef þær komast ekki að sömu niðurstöðu þarf sjávarútvegsráðherra að kalla eftir útskýringum á því í hverju munurinn felst áður en ákvörðun er tekin um heildarafla. Að mínu mati myndi þetta fyrirkomulag auka lík- urnar á því að fiskveiðiráðgjöfin sé markviss og einnig mun traust vaxa á þeim niðurstöðum sem þannig yrðu fengnar. Að lokum: Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hvers vegna Háskóli Íslands er ekki ein fremsta vísindastofnun heims í rannsóknum á lífríki hafsins og vexti og viðgangi fiskstofna. Er ekki kominn tími til að breyta því? Háskólinn hefur alla burði til þess. Styrkjum Hafrann- sóknastofnun Illugi Gunnarsson skrifar um gildi opinnar vísindaumræðu » Opin vísindaumræðastyrkir hafrann- sóknir á Íslandi og þá um leið Hafrannsókna- stofnun. Háskóli Íslands á að gegna lykilstöðu í þeirri umræðu. Illugi Gunnarsson Höfundur er þingmaður. GÓÐ áform nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir af til að hlúa betur að vexti verslunar- og þjónustugrein- um í þjóðfélaginu eru virðing- arverð. Staðfesta ríkisstjórn- arinnar í þessum efnum er lofsverð og kemur skýrt fram í aðskiln- aði viðskiptaráðu- neytis við iðn- aðarráðuneyti. Að baki býr augljóslega ríkur metnaður til að sinna málefnum þeirra atvinnugreina sem mestur vöxtur er í og má því segja að þessi nýskipan í stjórnsýslunni sé í takt við nýja tíma. Eins hefði stofnun eins atvinnuvegaráðu- neytis í stað þeirra skiptingar sem nú er eftir atvinnugreinum einnig verið verulegur kostur til að gæta sem mest jafnræðis milli allra at- vinnugreina. En ástæða er til að fagna þeim áfanga sem orðið hef- ur í þessu efni með auknu sjálf- stæði þess ráðuneytis sem fer með málefni verslunar- og þjón- ustugreina. Mikilvægt er að viðskiptaráð- herra auki aðgengi verslunar- og þjónustugreina að hinu opinbera stuðningsumhverfi til jafns við aðrar atvinnugreinar með því að breyta reglum og laga að þörfum fyrirtækja í þessum greinum. Þannig þyrfti að end- urskoða lög um rann- sókna- og þjón- ustustofnanir atvinnulífsins á borð við hina nýju Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, sjóði eins og Vís- indasjóð, Rann- sóknasjóð, Tækniþró- unarsjóð, Nýsköpunarsjóð og aðra þá sjóði sem ætl- aðir eru til að efla rannsóknir og nýsköpun. Þetta stuðningskerfi hefur verið mótað með þarfir framleiðslu- og hátæknigreina í huga og gerir ekki ráð fyrir að þjónustufyrirtæki sæki þangað stuðning. Þá er mikilvægt að halda áfram þeim jákvæða vilja sem fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra sýndi með stuðningi við Rann- sóknasetur verslunarinnar við Há- skólann á Bifröst, sem stofnað var að frumkvæði verslunarfyrirtækja í landinu. Með áframhaldandi upp- byggingu á því sviði er annars vegar verið að auka fagmennsku og efla samkeppnishæfni starfandi verslunar- og þjónustufyrirtækja og hins vegar stutt við bakið á frumkvöðlum með snjallar við- skiptahugmyndir sem þarfnast upplýsinga um markaðsaðstæður. Fram hefur komið að versl- unarfyrirtæki telja að þjónusta Rannsóknaseturs verslunarinnar leggi þeim til efnivið sem auðveld- ar daglega ákvarðanatöku í rekstri. Stakkaskipti hafa orðið í at- vinnuháttum Íslendinga á und- anförnum árum. Um 70% vinnu- aflsins starfa við verslun og þjónustu. Þessar greinar eiga nú- orðið mesta hlutdeild í lands- framleiðslunni, eða um 67%, og afla sífellt stærri hlutar af gjald- eyristekjum þjóðarinnar. Þessi vöxtur er að stórum hluta tilkom- inn vegna útrásar verslunar- og þjónustufyrirtækja. Nýlegt dæmi um þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyr- irtækisins Deloitte, þar sem kem- ur fram að íslensku fyrirtækin Baugur Group og Norvik eru þau verslanafyrirtæki í smásölu sem hafa vaxið hraðar en öll önnur sambærileg fyrirtæki á Norð- urlöndunum frá árinu 2001. Ís- lensk þjónustufyrirtæki sækja sí- fellt meira á aðra markaði og þurfa því að vera undirbúin að takast á við alþjóðlega samkeppni. Það er best gert með fagmennsku sem byggist á þekkingarsköpun sem aftur verður til við rann- sóknir og nýsköpun. Við- skiptaráðuneytið gegnir veiga- miklu hlutverki í að styðja við þessa þróun. Viðskiptaráðuneyti í takt við nýja tíma Emil B. Karlsson skrifar um vöxt og viðgang verslunar- og þjónustugreina »Mikilvægt er að við-skiptaráðherra auki aðgengi verslunar- og þjónustugreina að hinu opinbera stuðnings- umhverfi til jafns við aðrar atvinnugreinar. Emil B. Karlsson Höfundur er forstöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar við Há- skólann á Bifröst. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.