Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 19
Hönnuðurinn Sigríður Ásdís Jóns- dóttir vildi í gaddavírsbangsanum fanga þá tilfinningu að langa í eitt- hvað sem ekki er fáanlegt, eins og að langa til að faðma einhvern en geta það ekki eða mega það ekki. – Sigríður Ásdís, heldurðu að slík tilfinning sé algeng? ,,Já, ég held það. Flestir sem hafa lent í ástarsorg þekkja þessa tilfinn- ingu því þótt ástin sé yndisleg þá getur hún líka verið sár. Bangsarnir urðu til í flóði hugmynda út frá lag- inu „Last Kiss“ með hljómsveitinni Pearl Jam. Það er oft vont að elska þann sem ekki elskar á móti.“ Gaddavírs- bangsarnir fyrir þá sem þrá en ekki fá Táknrænir Það er áreiðanlega ekki þægilegt að faðma gaddavírsbangsa en sumum en þeir geta verið táknrænir. Gaddavírsbangsarnir eru á sýn- ingunni Magma/Kvika á Kjarvals- stöðum. www.listasafnreykjavikur.is www.siggadis.is uhj@mbl.is matur MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 19 treyja. En þegar við- skiptavinur kemur í dvd-leigu og tölvan segir að hann skuldi fyrir mynd sem hann aldrei tók (myndin var ekki til) þá reynir á unglinginn. Á hann að taka við- skiptavin, sem ljóst er að hefur um árabil tekið þátt í að halda fyrirtækinu á floti, trúanlegan eða segja að hann sé að ljúga? Er ekki líklegra að mistök hafi einhvern tíma orðið í erli dags- ins, einhver af- greiðslumaðurinn hafi óvart slegið eitthvað rangt inn í skrána? Þegar reynt er að hringja í eig- andann og fá heimild til að taka skynsamlega ákvörðun svarar hann ekki. Unglingurinn er lentur í aðstæðum sem hann ræður ekki við. Bæði hann og viðskiptavin- urinn eru ósáttir en geta ekki gert neitt. Sá síðarnefndi getur að vísu snúið sér framvegis að öðrum leig- um. En Víkverji skilur ekki þetta fá- ránlega vantraust sem ungling- unum er sýnt. Þeir eru auðvitað misjafnir eins og annað fólk en það er niðurlægjandi fyrir þá að gera þá að vélum sem ekki mega taka neina sjálfstæða ákvörðun. Veðurblíðan á suð-vesturhorninu síðustu vikurnar gerir Víkverja dagsins svo- lítið erfitt fyrir. Hann telur það borgaralega skyldu sína að vera ekki allt of jákvæður en freistast næstum því til að segja núna að hann finni ekkert til að þusa um. Geng- ur að segja að hann sé orðinn þreyttur á þessari stanslausu blíðu, þetta sé orðið allt of langt, hann vilji fá smá rok og rign- ingu, svona til að þetta verði ekki of einhæft? Nei annars, einhvers staðar verður jafnvel Víkverji að setja mörkin. x x x En bíðum við. Hvers vegna erueigendur alls konar þjónustu- fyrirtækja svona hræddir við að fela unglingunum sem þeir láta af- greiða hjá sér einhverja ábyrgð? Víkverji er ekki einn um að hafa lent í því að útilokað var að leysa vanda hans vegna þess að ungling- urinn hafði fengið svo skýr fyr- irmæli um að hugsa aldrei sjálf- stætt, fara bara í einu og öllu eftir reglunum. Öll vitum við að reglur eru leiðbeiningar til að létta okkur lífið, þær mega ekki verða spenni-           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er óneitanlega munskemmtilegra að klippakrydd af sinni eigin krydd-plöntu í matargerðina en að nota innihaldið úr aðkeyptri kryddkrukku enda er megintil- gangur minn með útgáfunni að leið- beina áhugasömum kryddjurtarækt- endum til að gera þeim ræktunina auðveldari,“ segir Magnús Jónasson garðyrkjufræðingur sem er höf- undur nýlegrar bókar sem ber yf- irskriftina „Ræktað – kryddað – kokkað“. Magnús fjallar um lauka og kryddjurtir og þá sérstaklega ís- lenskar kryddjurtir og í hvernig matargerð þær henta. Komið er inn á ræktun, sáningu, forræktun, herslu, jarðveg og áburð auk þess sem í bókinni er að finna kafla um safnhaugskassa, moltugerð og hvernig best sé að haga ræktun á svölum fjölbýlishúsa svo eitthvað sé nefnt. Veitingahús leggja svo til mataruppskriftirnar. Klippa verður með skærum „Fólk leitar oft langt yfir skammt eftir kryddinu sínu því við höfum kryddið hér allt í kringum okkur. Þegar fólk er í sumarbústöðunum sínum er oft nóg að fara út með skærin og klippa krydd á borð við blóðberg, eini, birki, skarfakál, spán- arkerfil, túnfífil, túnsúru. vallhumal, ætihvönn, selgresi, sigurskúf, fjöru- arfa og fjörukál. Þetta er allt við tærnar á okkur, en það má alls ekki slíta þessar jurtir upp því þá koma þær ekki upp næsta sumar,“ segir Magnús. Ein aðferð til að geyma og nýta bragð kryddjurta er að geyma þær í ólífuolíu og segir Magnús að extra virgin ólífuolía henti best. Til þarf hreint glerílát með þéttum tappa. Ílátið er fyllt upp af kryddjurtum, síðan er hreinni ólívuolíunni hellt yf- ir. Ílátið er geymt á björtum stað í 10-15 daga og hrært í því eða það hrist daglega. Eftir þann tíma er ol- íunni hellt í annað hreint glerílát og nokkrir kvistir af sömu tegund og upphaflega voru settir í ílátið, látnir saman við. Því fleiri kvistum, sem bætt er saman við, því sterkara verður kryddbragðið. Gott er að nota olíur þessar sem dressingu á grænmeti, sem marineringu eða í sósur. Til að smakka til bragðið af kryddolíunni má hita örlítið af henni í potti án þess þó að hún nái suðu- marki. Daglegt líf fékk leyfi til birt- ingar á þrenns konar kryddolíum og kryddsmjöri fyrir komandi grill- vertíð. Rósmarínolía 1 búnt rósmarín 1 lárviðarlauf 2 hvítlauksrif 2 hakkaðir skalotlaukar 500 ml ólívuolía Allt hitað varlega í 1 dl af olíunni, blandað saman við restina og látið standa yfir nótt, síað og sett á flösk- ur. Gott á salatið, kjúklinginn og lambasteikina. Chorizoolía 500 ml ólívuolía 100 g chorizo 2 timíanstilkar 1 rósmarínstilkur 2 hvítlauksrif 2 lárviðarlauf 5 svört piparkorn Allt hitað varlega í 1 dl af olíunni, blandað saman við restina og látið standa í sólarhring. Sigtað og sett á flöskur. Geymist í tvær vikur. Gott er að „dassa“ olíuna á fisk við steik- ingu og í kartöflumús og einnig er gott að ofnsteikja saltfisk í olíunni. Lambamarinering 2 l canolaolía 1 poki söl 1 poki fjallagrös 1 tsk. timían (garðablóðberg) 1 tsk. rósmarín 5 marin hvítlauksrif Öllu blandað vel saman og lam- bafilet marinerað í lágmark einn sól- arhring. Smjör með fersku kryddi og karrí 250 g smjör, mjúkt 2 msk. ferskt saxað rósmarín 1 msk. ferskt saxað estragon 1 msk. ferskur saxaður graslaukur 1 msk. karrí Hrærið smjörið mjúkt og samfellt og blandið öllu kryddinu saman við. Látið standa yfir nótt til þess að bragðið njóti sín. Berið fram með grilluðu kjöti, soðnu grænmeti og setjið í bakaðar kartöflur. Kryddjurtirnar eru allt í kring Kryddolíur Best er að nota extra virgin olíu í kryddblöndurnar. Morgunblaðið/Eyþór Garðyrkjufræðingurinn Magnús Jónasson vill kenna fólki að nýta sér þau krydd, sem vaxa villt í íslenskri náttúru. Fólk leitar oft langt yfir skammt eftir kryddinu sínu því við höfum kryddið hér allt í kringum okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.