Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Mannleg mistök  Mannleg mistök urðu til þess að skemmtibáturinn Stacy steytti á skeri utan við Akraneshöfn aðfara- nótt laugardags, segir einn eigenda bátsins og jafnframt að báturinn hafi verið vel búinn öryggisbúnaði. Hafn- arvörður segir eina fjarskiptabún- aðinn hafa verið gsm-síma. »6 Heilbrigðismál til sveitarfélaga  Guðjón Magnússon, sem í haust hættir hjá Evrópuskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn, segir sóknarfæri felast í því að einkavæða endurhæf- ingu. Til að mynda sé auðvelt að beita útboðum og fá samanburð um verð og gæði. Jafnframt telur hann tímabært að kanna á nýjan leik færslu heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga. »1 og 20 Villandi kærur  Hjónin Ragnar Jónsson og Ásdís E. Sigurjónsdóttir, bændur á Dals- höfða í Skaftárhreppi, segja kærur Landverndar og Náttúrurvernd- arsamtakanna á ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um fyrirhugaða 2,5 megavatta virkjun í Hverfisfljóti villandi og óvandaðar. Þau segjast nýta landið án þess að níða náttúr- una. »8 og 9 SKOÐANIR» Forystugreinar: Að þreyja þorr- ann | Ferskar hugmyndir Staksteinar: Í sumarfríi? Ljósvakinn: Breskt, já, takk UMRÆÐAN» Styrkjum Hafrannsóknastofnun Prófessor á villigötum Viðskiptaráðuneyti í takt við nýja tíma Hituveitupott eða rafhitaðan pott? Vaxandi fjölskyldufyrirtæki Stafrænn lífsstíll í tísku? Verðlaunahönnun við sjávarsíðuna FASTEIGNIR» Heitast 22 °C | Kaldast 12 °C Hæg N- eða breyti- leg átt. Skýjað og sums staðar súld/þokuloft við N-ströndina og SA- lands, annars léttskýjað. »10 Ýmsir hafa gagn- rýnt aðstandendur Live Earth-tón- leikanna sem haldn- ir voru með pomp og pragt. »33 TÓNLIST» Live Earth umdeildir KVIKMYNDIR» Ný mynd um Hróa hött væntanleg. »36 Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um fyrsta ís- lenska sjónritið, Rafskinnu, og telur það ekki standa und- ir væntingum. »39 MYNDLIST» Rafskinna gagnrýnd TÓNLIST» Eistu fljúga um Nes- kaupstað. »35 TÓNLIST» Flugan brá sér á tón- leika. »32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Banaslys í Norðurárdal 2. Lýst eftir 17 ára gamalli stúlku 3. Longoria hunsaði aðdáendur sína 4. Stúlka sem lýst var eftir komin… Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is KVIKMYNDIN Mýrin hlaut fyrstu verðlaun, Kristalhnöttinn, á Karlovy Vary-hátíðinni á laugardagskvöld. Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, náði sjálf- ur með naumindum að mæta á stað- inn til að taka við verðlaununum, því hann var í miðjum fótboltaleik á Pollamóti á Akureyri þegar hann fékk boð um að snúa aftur til Tékklands. Hann vildi þó ekki svíkja félaga sína í Pollaliðinu Neistanum, heldur kláraði keppnisdaginn og gat þá með góðri samvisku yfirgefið liðið, sem þá var á leið í úrslit. Við tók næturlangt ferða- lag frá flugvellinum í Skagafirði, með viðkomu í Keflavík, Kaupmannahöfn og Prag. „Ég fór til Tékklands þegar frum- sýningin var, sem var rosalega gaman því hún fékk góðar viðtökur og rífandi dóma,“ segir Baltasar. „Svo fór ég bara aftur heim og fór að lifa mínu lífi í Skagafirðinum.“ Baltasar segist ekki hafa fengið að vita hvað væri í vændum og þótt hann grunaði að verðlauna ætti Mýrina datt honum ekki í hug að hann ætti að taka við að- alverðlaununum. Meðal virtustu hátíðanna Karlovy Vary-hátíðin er svokölluð A-flokks-kvikmyndahátíð, en í þann flokk falla m.a. hátíðirnar í Cannes, Sundance, Toronto og Feneyjum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ís- lensk kvikmynd hlýtur aðalverðlaun- in á svo virtri hátíð, og jafnframt í fyrsta skipti í 42 ára sögu Karlovy Vary-hátíðarinnar sem spennumynd er kosin besta myndin, en þær eiga oft erfiðara uppdráttar að sögn Balt- asars. Mýrin var einnig kosin besta kvikmynd hátíðarinnar af alþjóðleg- um samtökum kvikmyndaklúbba, sem skipa sérstaka dómnefnd, og er því tvöfaldur verðlaunahafi eftir helgina. „Þetta er besta kynning sem ég hef fengið á mínum myndum og það á fyrstu sýningu hennar erlendis. Mað- ur gæti ekki beðið um meira,“ segir Baltasar. Mýrin hafi í framhaldinu hlotið boð á tugi kvikmyndahátíða um allan heim og nú þurfi að leggjast yfir skipulagninguna. „Ég get því miður ekki sinnt öllum hátíðunum, ég verð að velja og hafna. Ég á fimm börn og þau eru nú mik- ilvægari þegar upp er staðið. En ég verð samt að fylgja þessu eftir eins og ég mögulega get.“ Baltasar mun því hafa í nógu að snúast á næstu miss- erum, því hann er þegar kominn á kaf í undirbúning nýrrar kvikmyndar, sem stendur til að taka í sumar, auk þess sem hann hefur tekið að sér leik- stjórnarverkefni í þremur leikhúsum. Mýrin besta myndin  Kvikmyndin Mýrin stóð uppi sem sigurvegari á tékknesku kvikmyndahátíð- inni Karlovy Vary  Velgengnin fór fram úr björtustu vonum leikstjórans Film Servis Festival Karlovy Var Fagnað „Ég vona að þetta sé ávísun á gott framhald, en annars veit maður aldrei hvernig þetta fer,“ segir Baltasar Kormákur sem fagnaði sigrinum ásamt konu sinni, Lilju Pálmadóttur, í beinni útsendingu í tékkneska sjónvarpinu. ÞAÐ TÓK ekki langan tíma fyrir Húskarla ehf. frá Hvolsvelli að bæta heilli álmu við Hótel Rangá á Suður- landi á dögunum. Hákon Mar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hús- karla, stjórnaði verkinu. Hann segir það hafa tekið sína menn 54 daga að byggja álmuna frá því að gólfplata hennar var steypt. Álman er 480 fer- metrar og rúmar 10 herbergi í stærð sem tíðkast á fimm stjörnu hótelum auk 73 fermetra svítu. Þrátt fyrir þennan stutta byggingartíma er álman ekki gerð úr forsteyptum ein- ingum, heldur byggð frá grunni á staðnum. Guðmundur segir að hörkustarfsfólk og góð skipulagning ustunni. Hann vill hætta að tala um ládeyðutíma í ferðaþjónustu og segir allt árið eiga að vera háannatíma. Vetrartúrismi sé það sem koma skuli. Hann hefur náð góðri nýtingu á herbergjum Hótels Rangár yfir vetrartímann og var með yfir 50% nýtingu síðastliðinn vetur. geri svona lagað mögulegt, en smið- ir, flísalagningamenn, rafvirkjar og píparar unnu allir að byggingunni í einu. Friðrik Pálsson rekur Hótel Rangá. Hann segir mikla eftirspurn eftir gistingu á Suðurlandi og kallar eftir auknum metnaði í ferðaþjón- Stærra Hótel Rangá Ný hótelálma reis á mettíma, 54 dögum Morgunblaðið/Frikki Flott Nýju herbergin á Hótel Rangá eru byggð í sömu stærð og tíðkast á fimm stjörnu hótelum. Hornbaðkar er í hverju herbergi og rúmin öll konunglega stór. Morgunblaðið/Frikki Spenntir Friðrik Pálsson, eigandi hótelsins, og Hákon Mar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.