Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður ReynirPétursson fædd- ist í Stykkishólmi 19. janúar 1921. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Jensdóttir kennari og Pétur Óskar Lárusson verslunarmaður á Hellisandi. Systkini hans voru Jens Pét- ursson og Lára Ingi- björg, þau eru bæði látin. Fósturforeldrar hans voru séra Sigurður Óskar Lárusson, prófastur í Stykkishólmi, og frú Ingigerður Ágústsdóttir. Uppeld- isbróðir Sigurðar Reynis er dr. Bragi Jósepsson. Hinn 28. ágúst 1948 kvæntist Sigurður Reynir Birnu Jónsdóttur, f. 5. nóv. 1927, dóttur Jóns Gísla- sonar kaupmanns og Láru Bjarna- dóttur í Ólafsvík. Börn þeirra eru: 1) Hildur Sigurðardóttir. Synir hennar og Páls M. Stefánssonar eru: a) Stefán Reynir, kvæntur Ernu Björgu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru Embla Björk, Valtýr Páll og Karl Jóhann. b) Fjölnir, í University College í Lundúnum. Hann fékk málflutningsrétt við hæstarétt 1955. Sigurður Reynir rak málflutningsskrifstofu um ára- bil og var einn af brautryðjendum á sviði höfundarréttar á Íslandi. Hann var í fjölmörg ár einn helsti ráðgjafi menntamálaráðuneytisins í höfundarréttarmálum og um ára- bil formaður höfundarréttarnefnd- ar og formaður endurskoðunar- nefndar höfundalaga. Hann var formaður Höfundarréttarfélags Ís- lands frá upphafi til ársins 2000. Sigurður Reynir var lögfræðingur STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, frá 1951 og síðar forstjóri samtakanna 1968-1987. Hann var fram- kvæmdastjóri SFH, Sambands flytjenda og hljómplötu- framleiðenda, 1973-1993. Þá var hann formaður IHM, Innheimtu- miðstöðvar gjalda, 1984-2000. Sig- urður Reynir var lögmaður Félags íslenskra leikara 1961-1981 og Fé- lags íslenskra hljómlistamanna 1968-1988. Hann hlaut margvís- legar viðurkenningar fyrir störf sín: Var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1974 og sænsku Norðurstjörnunni 1980 fyr- ir störf sín að höfundarrétt- armálum. Þá fékk hann gullmerki Félags íslenskra leikara 1973 og gullmerki Félags íslenskra hljóm- listarmanna 1977. Útför Sigurðar Reynis verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sambúð með Ingi- björgu Hrönn Pálma- dóttur. Dóttir þeirra er Berglind en sonur Ingibjargar og stjúp- sonur Fjölnis er Gabríel Máni. c) Freyr, sambýliskona Lóa Bára Magnús- dóttir. d) Kári, unn- usta Stefanía Schev- ing Thorsteinsson. 2) Hörður Sigurðarson, kvæntur Ingu Sig- urjónsdóttur. Dætur þeirra eru Birna og Inga. Sonur Harðar og Guðrúnar Þorkelsdóttur er Sigurður Reynir. Synir Sigurðar Reynis og Þórhild- ar Ýrar Jónsdóttur eru Jökull Máni og Hörður Valur. Dóttir Harðar og Kristbjargar Traustadóttur er Sara og sambýlismaður hennar er Akira Okada. Sigurður Reynir og Birna bjuggu lengst af á Þinghólsbraut 67 í Kópavogi en hafa síðustu árin notið aðhlynningar á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Sigurður Reynir lauk stúdents- prófi 1940 og embættisprófi í lög- fræði 1946. Hann stundaði fram- haldsnám í höfundarrétti við Það var upp úr árinu 1960 sem afi minn, Sigurður Reynir, og amma Birna reistu fallegt hús í Kópavogi, á sunnanverðu Kársnesinu sem þá var að byggjast upp. Ég á margar góðar minningar sem tengjast þessu húsi á Þinghólsbraut 67 – húsi afa og ömmu. Ömmunni sem dekraði við hópinn og spaugsömum afa. Þar var og er enn aðalsamkomu- staður stórfjölskyldunnar. Við bræð- urnir, Reynir frændi og Sara lékum okkur í þessu fallega umhverfi, á stóru lóðinni þeirra sem þá náði alla leið niður í fjöru. Á veturna renndum við okkur á sleða niður brekkurnar og byggðum snjómannvirki. Á sumrum var það fjaran sem heillaði og fótbolt- inn sem var iðkaður af miklum móð á túninu framan við húsið. Afi var alveg viss um að flest okkar yrðu meistarar í þeirri íþróttagrein. Honum varð ekki að ósk sinni en við höldum nú all- ir með Manchester eins og hann gerði. Þegar vel viðraði borðuðum við kvöldverðinn úti á palli og mér er minnisstætt þegar afi sat með rauð- vínsglasið sitt eitt sinn sem oftar og spurði okkur frændurna unga hvort hann ætti að fjárfesta í afruglara. Við vorum ákafir stuðningsmenn afrugl- arans og hvöttum hann eindregið til kaupanna. Ég spurði hann nokkrum vikum seinna hvort hann væri ekki ánægður með að geta valið á milli tveggja sjónvarpsstöðva. Hann játti því og bætti því við að mikilvægar ákvarðanir skyldu ávallt teknar yfir glasi af rauðvíni! Ég kynntist afa nánar eftir því sem árin liðu og hafði gaman af frumleg- um skoðunum hans og athugasemd- um um menn og málefni. Á gamlárs- kvöldum bað afi alltaf um mjólkurglas með matnum og fékk þá athugasemd frá öðrum að jafnvel bindindismenn létu sig nú hafa það á fá sér vínglas við svo hátíðleg tækifæri. Afi svaraði því til að hann léti ekki dagatalið stjórna því hvenær hann fengi sér rauðvín. Sumarið 2000 málaði ég húsið þeirra ömmu sem var aukasumar- vinnan mín það árið og jafnframt dá- góð skemmtun að vera samvistum við afa sem bjó þá einn í íbúðinni sinni þar sem amma var ekki lengur við hlið hans vegna veikinda sinna. Kaffi- hléin voru mörg og nutum við fé- lagsskapar hvor annars þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar. Mér er sérstaklega minnisstætt þeg- ar hann rifjaði upp bernskuárin í Stykkishólmi, menntaskólaárin, há- skólaárin og fyrstu starfsárin. Ég hafði gaman af að fá innsýn í þennan heim og þær aðstæður sem hann glímdi ungur við. Markmið hans voru skýr, hann vildi verða sjálfstæður í starfi. Hann ætlaði sér alls ekki að vinna undir öðrum. Sjálfstæður vilji hans og metnaður auk dugnaðar gerðu þann draum að veruleika. Daginn sem afi kvaddi léku langafa- börnin sér í garðinum á Þinghóls- brautinni og nutu veðurblíðunnar eins og við frændurnir gerðum forðum. Ég held að hann hafi ekki getað óskað sér betri dag til að kveðja þennan heim. Takk fyrir allar góðu stundirnar, ég mun minnast þín sem góðs afa og kærs vinar. Stefán Reynir Pálsson. Fyrstu minningarnar um afa eru frá þeim tímum þegar fjölskyldan mín bjó í Svíþjóð. Amma og afi komu mjög oft í heimsókn til okkar árin sem við bjuggum ytra. Okkur bræðrunum þótti mjög gaman að hafa þau hjá okk- ur, ekki síst vegna þess að á meðan dvöl þeirra stóð var laugardagur á hverjum degi. Eftir Svíþjóðardvölina urðu sam- verustundirnar með ömmu og afa enn fleiri þar sem við sóttum í að vera hjá þeim í Kópavoginum enda er bæði húsið þeirra og umhverfið allt ævin- týraland fyrir börn. Minningarnar frá þeim tíma eru mér mjög kærar. Hjá þeim var margt skemmtilegt brallað og ekki þótti okkur verra hvað amma stjanaði mikið við okkur bræðurna, Reyni frænda, já og ekki síst hann Sigga sinn. Afi var framkvæmdastjóri hjá STEFi um árabil og virtur lögmaður. Hann vann mjög mikið og milli þess sem hann var á skrifstofunni var hann heima að undirbúa fundi og ráðstefn- ur. Mér þótti alltaf stórmerkilegt að fylgjast með honum vinna því fyrir ut- an frjálslegt fataval við störfin hafði hann mjög sérstakt skipulag á ótal minnisblöðum sem hann dreifði um allt húsið. Hvernig honum tókst svo að raða pappírunum í rétta röð að lokum var mér jafnan hulin gáta. Afi var með hugann nær sífellt við vinnuna enda hafði hann mér vitanlega ekki önnur áhugamál, nema þá helst laxveiðina sem hann fór aldrei í. Amma og afi nutu efri áranna því miður ekki sem skyldi því fyrir all- mörgum árum var ljóst að á hana ömmu hafði lagst ólæknandi sjúkdóm- ur. Vanheilsa ömmu tók mikið á afa því það var ekki bara erfitt fyrir hann að horfa á lífsförunaut sinn hverfa inn í eigin heim heldur þurfti hann að læra margt sem hann hafði ekki áður lagt fyrir sig. Honum tókst það þó með stakri prýði. Síðustu árin hafa gömlu hjónin dvalið í Sunnuhlíð í Kópavogi. Heilsu afa hrakaði hratt frá síðustu áramótum og hafa Hörður frændi og Hildur móðir mín staðið vaktina með miklum sóma ásamt starfsfólkinu á Sunnuhlíð. Afi valdi góðan brottfarardag, bjartan og fallegan sumardag síðasta dag júnímánaðar. Elsku afi! þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum. Þú varst höfuð ættarinnar, viljasterk- ur, spaugsamur, klár og traustur. Fjölnir Pálsson. Lífið er undarlegt ferðalag, sagði skáldið. Það kviknar, logar um stund og slokknar. Um tilgang lífsins fást engin svör. Sumir hafa heppnina með sér; detta í lukkupottinn; eru lukkunn- ar pamfílar: Það vorum við Siggi Reynir. Við duttum inn í tilveruna eft- ir að búið var að finna upp útvarpið, símann og bílinn, en hvorki sjónvarpið né tölvuna. Og forsjónin (kannski í umboði guðs) sá um að planta okkur niður á einhverjum ákjósanlegasta bletti jarðarkringlunnar: í Stykkis- hólmi, og velja okkur fósturforeldra sem bjuggu okkur fallegt æskuheimili og uppvaxtarskilyrði, sem í huga okk- ar beggja var litríkt og fullt af lífi og hamingju. Fósturforeldrar okkar voru Ingigerður Ágústsdóttir og séra Sig- urður Ó. Lárusson prófastur. Fyrst varst þú eina barnið á heimilinu. Og þegar þú varst orðinn níu ára bættist ég við nýfæddur og þá var sagt að þú hefðir kvartað undan grenjinu í stráknum en við urðum fljótlega mestu mátar: þú stóri bróðir og ég litli bróðir; ógleymanlegt samfélag vináttu og tryggðar sem entist ævilangt. Frá æskuheimilinu í Hólminum fórum við út í lífið; þú þína leið og ég mína, en aldrei langt hvor frá öðrum. Og nú er röðin komin að þér. Meðan allt leikur í lyndi finnst okk- ur lífið óendanlegt, finnst það muni aldrei enda. Gæfan hefur verið okkur hliðholl gegnum árin og við höfum séð börn okkar vaxa úr grasi. Fyrir það og svo margt, margt fleira getum við ver- ið þakklátir. Og nú er röðin komin að þér. Þannig er lífið. Kæri stóri bróðir. Ég þakka þér fyrir samfylgdina, fyrir allt það sem þú kenndir mér í æsku og fyrir þau óteljandi atvik og óteljandi gleðistundir sem við áttum saman gegnum lífið. Ég kveð þig með söknuði en með ljúfar minningar sem munu endast mér til æviloka. Guð geymi þig. Bragi Jósepsson. Ég kynntist Sigurði Reyni Péturs- syni þegar ég, skotin í syninum Herði, hóf að venja komur mínar á Þinghóls- brautina. Þar bjuggu Sigurður og Birna á fallegu heimili með yndislegu útsýni og var þar oft glatt á hjalla, mikið rætt, oft var pólitík til umræðu og voru ekki allir alltaf sammála. Ekki leið á löngu þar til við sautján ára ung- lingarnir þóttumst vera orðin stór og vildum hefja búskap. Var okkur vel- komið að flytja inn í kjallarann en urð- um fljótlega eins og heimiliskettir á efra lofti enda alltaf gott í pottunum og á pönnunum hjá Birnu. Sigurður Reynir var mikill húmor- isti. Þegar ég var kynnt í boði fyrir fósturforeldrum hans, Sigurði Lárus- syni, fyrrverandi prófasti og Ingi- gerði Ágústsdóttur konu hans sem var kölluð ,,amma litla“ varð hann að stríða okkur svolítið. Ég var kynnt til leiks sem rauðsokkan og kommúnist- inn úr kjallaranum. Hlátrasköllin glumdu í stofunni þegar gamla konan og kaupmannsdóttirin frá Stykkis- hólmi bað guð sinn að forða mér frá þessum ósköpum. Þetta var á þeim árum þegar við ungu konurnar klæddum okkur eins og förukonur með skuplur og í hermannaklossum og þóttumst mjög meðvitaðar. Sig- urður skutlaði okkur Herði á hverjum degi í skólann á leiðinni í STEF. Kom svo að því einn desembermorguninn að Herði var skutlað í menntaskólann og mér niður á Fæðingarheimili. Þar fæddist svo fyrsta barnabarnið sem skírt var í höfuðið á afa sínum. Það er ekki ofsögum sagt að litli drengurinn varð augasteinn og yndi afa og ömmu og naut þess vel að eiga heima í sama húsi og þau. Næsta vetur fjölgaði stoppistöðv- unum með afa þar sem Ölluskóli bættist við. Alltaf voru fastir liðir á hverjum morgni, drengurinn fékk grautinn sinn og á leiðinni út spurði Sigurður afi: ,,Birna, hvar eru bíllykl- arnir mínir?“ Einn morguninn spurði afi aldrei þessu vant ekki um bíllykl- ana sína, drengnum fannst þá eitt- hvað vanta og spurði þá sjálfur og notaði alveg sömu orðin og afi. Ekki mátti nú bregða út af venjunni. Drengurinn var ekki hár í loftinu þeg- ar hann fór að venja komur sínar á efra loftið og eyddi þar löngum stund- um í góðu yfirlæti. Þar ræddi afi við hann af sinni spöku sýn á lífið og aldr- ei vantaði húmorinn. Á þeim stundum mátti heyra hlátrasköllin óma um allt húsið. Hann lærði margt á loftinu og uppáhaldið var lengi vel: ,,Fullur kroppur, tómur haus“ og var óspart notað ef ekki líkaði maturinn. Það kom þó að því að við unga fólk- ið ákváðum að slíta samvistum. Í því ferli reyndist Sigurður Reynir okkur öllum eins og klettur þar sem gáfur og góðmennska voru í fyrirrúmi. Hann forðaði okkur frá því að detta niður heimskugötin sem eru svo mörg. Barnið hafði forgang og sess í klettahöllinni hjá Sigurði Reyni og ömmu Birnu og get ég aldrei þakkað það nógu vel. Ég kveð Sigurð Reyni Pétursson með virðingu og hlýju. Ég samhrygg- ist innilega öllum hans nánustu ætt- ingjum. Takk fyrir allt. Rúna Þorkelsdóttir. Nú er liðinn hartnær aldarfjórð- ungur frá því að fundum okkar Sig- urðar Reynis Péturssonar bar fyrst saman. Það var með nokkrum kvíða að ég hélt á fund hans í húsakynnum STEFs á Laufásvegi 40 til þess að ræða um höfundarétt, en á honum hafði hann yfirburðaþekkingu og meiri reynslu en nokkur annar Ís- lendingur. Ekki dró það úr kvíðanum þegar ég komst að því að á bak við glerhurð á skrifstofu hans voru þykk tjöld líkt og í höllum konunga á fyrri tíð. Eftir að hann hafði boðið mér til sætis renndi hann aftur hurðinni með hægð og dró svo þessi þykku tjöld fyrir dyrnar. Það var hins vegar ekki langt liðið á samtal okkar þegar mér hvarf allur ótti, svo vel tók Sigurður Reynir er- indi mínu. Ekki hvarflaði þó að mér að þetta yrði eins afdrifarík heimsókn og síðar kom á daginn því að segja má að upp frá þessu hafi örlög mín verið ráð- in, að hluta, og örlagavaldurinn var viðmælandi minn. Þetta samtal varð upphafið af kynnum okkar Sigurðar Reynis sem breyttust brátt í ævarandi vináttu. Frá upphafi var hlutverkaskipanin skýr: Hann var uppfræðarinn og ég nemandinn. Hann kenndi mér ekki einvörðungu höfundarétt, t.d. það að enginn lærði það réttarsvið til hlítar fyrr en hann hefði kynnst því í fram- kvæmd af eigin raun, heldur lærði ég einnig af honum margt um eðli manna og mannleg samskipti sem komið hef- ur mér að góðum notum síðar á lífs- leiðinni. Örlögin hafa hagað því svo að ég hef tekið við mörgum þeim störfum sem Sigurður Reynir gegndi á giftu- drjúgri starfsævi. Samstarf okkar var því mjög náið um margra ára skeið og minnist ég þess ekki að nokkru sinni hafi hlaupið snurða á þráðinn milli okkar. Sigurður Reynir var gæddur óvenju miklum gáfum sem hann flík- aði þó ekki. Hann var ættaður úr Döl- um, landnámi Auðar hinnar djúp- úðgu. Þess vegna er viðeigandi að segja að hann hafi verið maður djúp- úðugur eða djúpvitur, svo að notað sé annað nútímalegra orð, sömu merk- ingar. Að hætti fyrirmenna bar hann tilfinningar sínar ekki á torg. Því var það oft erfitt fyrir aðra en þá, sem þekktu hann náið, að skilja hvað hon- um leið. Ekki er unnt að greina hér frá nándar nærri öllu því er Sigurður Reynir kom í verk í störfum sínum sem lögfræðingur, aðstoðarfram- kvæmdastjóri og síðan framkvæmda- stjóri STEFs. Í stuttu máli sagt þá lagði hann, ásamt Jóni Leifs, grunn- inn að þessum öflugustu höfundarétt- arsamtökum, sem hér eru starfandi, enda þótt lengst af væri við mótbyr að eiga. Á fimmtíu ára afmæli STEFs, árið 1998, var Sigurður Reynir svo fenginn til þess að rita sögu samtak- anna og leysti hann það verkefni, eins og önnur, afbragðsvel af hendi. Heiti bókarinnar, „Þú skalt ekki stela“, lýs- ir honum vel, þar sem á bak við kímni hans bjó yfirleitt alvara. Að leiðarlokum viljum við Þórhild- ur þakka Sigurði Reyni kærlega fyrir samfylgdina og færum Birnu og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur okkar. Jafnframt vil ég flytja honum kveðjur okkar, sem erum í fyrirsvari fyrir höf- undarétt og höfundaréttarsamtök hér á landi, en brautryðjandastörf hans á þeim vettvangi verða aldrei fullþökk- uð. Eiríkur Tómasson. Fyrir tveim áratugum flutti ungur lögfræðingur úr menntamálaráðu- neytinu erindi um höfundarétt. Hún hóf mál sitt á að hér ætti að standa Sigurður Reynir Pétursson sem er höfundarétturinn holdi klæddur. Það voru orð að sönnu. Eftir að hafa dúxað á lögfræðiprófi við HÍ lá leið hans beint til Englands til framhaldsnáms í höfundarétti. Þetta þótti almenningi illa farið með góðar gáfur enda skildi landinn ekki höfundaréttarlög og skilur naumast enn. Að brjóta lög þykir vafasöm iðja en brot á umræddum lögum lítið al- varlegra en að stela illgresi úr garði nágrannans. Á móti þessum straumi synti Sig- urður Reynir alla sína ævi. Eftir að undirritaður var kjörinn formaður Félags íslenzkra hljómlist- armanna 1968 féllst Sigurður á að gerast lögfræðilegur ráðunautur fé- lagsins þar til undirritaður hætti for- mennsku. Þetta var til mikillar gæfu fyrir okkur. FÍH var þá í húsnæðisleit, enda hélt það til í hálfgerðum fataskáp, og tók Sigurður þátt í henni af miklum áhuga. Það kom á daginn að hann hafði áhuga á því sama fyrir hönd STEFS. Þá mundi ég eftir glæsihýsi að Laufásvegi 40 sem hafði verið til sölu í rúmt ár og þótti dýrt enda vand- að. Innan mánaðar höfðu STEF og FÍH keypt húsið. Þar unnum við Sig- urður saman í tuttugu ár upp á dag. Varð það mér og mínum félögum mik- il gæfa. Á morgnanna voru óformlegir fundir haldnir í eldhúsi STEFS þar sem farið var með dægur- og gam- anmál enda Sigurður með afbrigðum gamansamur þegar sá gállinn var á honum. Ef hann grunaði að ég stæði frammi fyrir vandamáli átti hann til að hringja utan vinnutíma með lausn ef á þyrfti að halda. Það var ekki í hans anda að hafa á hraðbergi skyndi- lausnir. Allt var hugsað í þaula. Í viðameiri samningum tók hann þátt og hafði þann hátt á á fyrstu fundum að segja fátt en hlusta því betur, enda hafði hann einatt lausn- arorð sem bundu enda á deilurnar. Sigurður átti hugmyndina að stofn- un Sambands flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda samdi lög þess og stjórnaði stofnfundi sem haldinn var Sigurður Reynir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.