Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
VERÐ á þjónustu veitingahúsa hefur hækkað í
28% tilvika frá því í mars í vor. Í 68% tilvika
hefur verðið staðið í stað og í 4% tilvika hefur
verðið lækkað, að því er fram kemur í nýrri
könnun Neytendastofu á verði þjónustu veit-
inga- og gistihúsa, en stofnunin tók að sér að
fylgjast með því hvernig lækkun virðisauka-
skatts á matvæli 1. mars skilaði sér í verðlagi á
veitingahúsum.
Könnun Neytendastofu náði til 74 veitinga-
húsa nú en til 78 í mars síðastliðnum, en 3 veit-
ingahús höfðu í millitíðinni hætt rekstri og tölur
frá einu þeirra voru ósamanburðarhæfar. Fram
kemur að verð hjá þeim veitingahúsum sem
hækkuðu verð var á bilinu 2% til 25%, en hækk-
unin að meðaltali var 10%. Þeir sem lækkuðu
verðið voru í reynd að skila út í verðlag lækkun
á virðisaukaskattsprósentunni.
Þá kemur einnig fram að
hjá þeim 68% veitingahúsa
sem voru með óbreytt verð
voru 34% veitingahúsa með
óbreytt verð frá því í febrúar
og verð hjá þeim því óbreytt
eftir að virðisaukaskattlækk-
unin tók gildi 1. mars sl.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, sagði enga eina
skýringu á því að verð á veitingahúsum hefði
þróast með mismunandi hætti á undanförnum
mánuðum. Það væri um hundruð veitingastaða
að ræða og þar sem hún þekkti best til hefði
verðið lækkað. Hins vegar væru aðstæður auð-
vitað mjög mismunandi hjá hverjum og einum
og það lægi fyrir að miklar hækkanir hefðu orð-
ið hjá birgjum og á launum starfsfólks frá því
fyrr á þessu ári.
Erna benti á að þegar heimsmarkaðsverð á
hráefnum hækkaði og birgjar hækkuðu verð
væri ekki um annað að ræða en hækka verðið
því fæstir veitingamenn væru í stakk búnir til
þess að taka á sig slíkar hækkanir. Þá hefðu
laun einnig hækkað mikið vegna mikils skorts á
starfsfólki. Það kallaði á launaskrið. „En þetta
er mjög misjafnt á milli veitingastaða og því
ekki hægt að alhæfa í þessum efnum. Mjög
margir veitingamenn hafa lækkað verð og virð-
isaukskattslækkunin hefur gríðarlega mikil
áhrif bæði á svarta atvinnustarfsemi og sam-
keppnina við verslanir og aðra sem alltaf hafa
verið í lægra virðisaukskattsþrepi,“ sagði Erna.
Hún sagði einnig að ef virðisaukaskatturinn
hefði ekki lækkað mætti eflaust gera ráð fyrir
að verðhækkanir hefðu orðið meiri en þessi
könnun sýndi. „En þetta er auðvitað misjafnt
milli veitingahúsa, því þau eru auðvitað í bull-
andi samkeppni sín á milli og ég er nokkuð viss
um það að viðskiptavinir líta til verðsins þegar
þeir fara út að borða.“
Verð á veitingum hefur
hækkað í 28% tilvika
Verð hefur staðið í stað frá því í mars í 68% tilvika segir Neytendastofa
Erna Hauksdóttir
EKKI hefur reynt mikið á ákvæði
reglugerðar um hjálpartæki varð-
andi aukahjálpartæki því fá dæmi
eru um að Tryggingastofnun fái um-
sóknir um styrki til hjálpartækja-
kaupa handa fötluðum börnum frá
foreldri sem ekki er með lögheimili
barnsins.
Þetta segir Björk Pálsdóttir, for-
stöðumaður Hjálpartækjamiðstöðv-
ar Tryggingastofnunar. Í Morgun-
blaðinu í gær kom fram að Ásgeir
Ingvi Jónsson, faðir átta ára drengs,
sem slasaðist mikið í bílslysi í fyrra,
fékk synjun frá TR þegar hann sótti
um hjálpartækjastyrk til þess að
geta haft aðstöðu fyrir drenginn á
heimili sínu. Foreldrar drengsins
eru skilin og hafa sameiginlegt for-
ræði, en lögheimili drengsins er hjá
móður hans þar sem hann dvelst að
jafnaði. TR hafnaði umsókn Ásgeirs
og úrskurðarnefnd almannatrygg-
inga staðfesti þá ákvörðun.
Ekki veittur styrkur til
kaupa á aukahjálpartæki
Björk vísar í þriðju grein reglu-
gerðar heilbrigðisráðherra um
hjálpartæki frá árinu 2003, en þar
segir m.a. að ekki sé veittur styrkur
til kaupa á aukahjálpartæki til að
hafa á heimili aðstandanda ef við-
komandi býr annars staðar.
Stofnunin fái sjaldan umsóknir
svipaðar þeim sem borist hafi frá
föður drengsins. Í því tilviki sem um
ræði sé talað um baðstól en oft sé
það svo að börn sem búa til skiptis
hjá foreldrum taki með sér tæki á
milli foreldra.
Hún segir að fyrir allnokkrum ár-
um hafi verið tekið inn ákvæði um
aukahjálpartæki fyrir mikið fötluð
börn varðandi skóla Þannig að þau
geti fengið tvö tæki, annars vegar til
þess að hafa heima og hins vegar til
þess að hafa í skólanum svo þau séu
ekki daglangt án tækja sinna. Hins
vegar sé aðeins hægt að fá einn
styrk til tækjakaupa til nota á
heimili.
Aðeins eitt
tæki til nota
á heimili
Lítið reynt á regl-
ur um hjálpartæki
ÖKUMAÐUR var tekinn í Borgar-
nesi í fyrrakvöld, grunaður um að
hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.
Ekki fundust fíkniefni á manninum.
Tekin voru blóð- og þvagsýni úr
ökumanninum og er málið í rann-
sókn.
Undir áhrifum
fíkniefna
♦♦♦
SAMKVÆMT upplýsingum frá
starfsmanni Varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins var ratsjár-
búnaður Ratsjárstofnunar notaður
við heræfinguna Norðurvíking 2007,
sem fram fór í vikunni. Umsjónar-
miðstöð æfingarinnar var í ratsjár-
miðstöðinni á öryggissvæði Keflavík-
urflugvallar.
Eiginleg aðgerðastjórnun fór hins
vegar fram úr AWACS ratsjáreftir-
litsflugvél NATO, en fylgst var með í
ratsjármiðstöðinni á öryggissvæðinu,
með þeim upplýsingum sem íslenska
ratsjárkerfið aflaði.
Þá voru æfingarstjórar í ratsjár-
miðstöðinni, sem fylgdust þar með á
íslenskum ratsjám, sáu allt sem gerð-
ist í loftinu og höfðu nægilegar upp-
lýsingar til að geta gefið fyrirmæli
þaðan. Það gerðu þeir hins vegar
ekki, en öll fyrirmæli sem flugáhafnir
fengu á meðan á æfingunni stóð
komu frá hermönnum um borð í rat-
sjáreftirlitsvélinni. Það var gert því
einn hluti af æfingunni gekk út á að
stjórna aðgerðum á lofti úr slíkri vél.
Fylgdust með í Keflavík
Eiginlegur ratsjárbúnaður Rat-
sjárstofnunar var því ekki notaður til
þess að afla upplýsinga sem skipanir
voru gefnar eftir á æfingunni, heldur
einungis til þess að fylgjast með því
sem fram fór í háloftunum á meðan
aðgerðastjórar í flugvél NATO gáfu
flugmönnum orrustuþotna fyrirskip-
anir.
Landvarnaæfingin Norðurvíkingur
Notuðu tæki frá
Ratsjárstofnun
FJÖLMENNI var viðstatt opnun
landbúnaðarsýningarinnar Sveita-
sæla í reiðhöllinni Svaðastöðum á
Sauðárkóki í gærkvöldi. Við athöfn-
ina fluttu ávörp Guðmundur Guð-
laugsson sveitarstjóri og landbúnað-
ar- og sjávarútvegsráðherra Einar
Kr. Guðfinnsson sem setti samkom-
una, þá söng Jóhann Már Jóhanns-
son bóndi í Keflavík nokkur lög við
undirleik Stefáns R. Gíslasonar.
Að sögn Jóns Þórs Bjarnasonar
sýningarstjóra er þetta þriðja sýn-
ingin sem haldin er í Skagafirði og sú
langumfangsmesta. Sagði Jón að á
rúmlega fimm þúsund fermetra úti-
sýningarsvæði væru allir vélasalar
landsins og á 1.700 fermetra svæði
inni væru svo sýningar og sölubásar
þar sem fram færu ýmsar kynning-
ar, en einnig eru gestum boðnar veit-
ingar úr hinni „skagfirsku matar-
kistu“. Alls mun fjöldi þeirra sem
eru með sýningar á svæðinu vera um
eða yfir fjörutíu.
Veitingar úr hinni
„skagfirsku matarkistu“
Landbúnaðarráðherra opnar Bændahátíð á Sauðárkróki
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Setning Landbúnaðarráðherra hélt setningarræðu.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri tók í gær við fyrstu
tunnunni hjá Reykjavíkurborg
sem ætluð er fyrir pappírsúrgang
á heimili sínu í Breiðholti. Gísli
Marteinn Baldursson, formaður
umhverfisráðs, segir bláu tunn-
urnar lið í Grænu skrefunum, um-
hverfisátaki Reykjavíkurborgar.
Aukin endurvinnsla sé hluti af
þeim og „fyrsta skrefið í því er að
reyna að fá fólk til þess að skilja
dagblaðapappírinn frá öðru sorpi.
Menn hafa því miður ekki verið
nógu duglegir við það,“ segir Gísli
Marteinn. Hingað til hefur verið
hægt að skila dagblöðunum í
Sorpu eða í grenndargáma.
„30% af því sorpi sem við erum
að urða upp í Álfsnesi er dag-
blaðapappír eða prentpappír,“
segir Gísli Marteinn, en frá árinu
2003 hefur magn hans aukist um
76%.
Þegar hafa um 300 manns pant-
að bláa sorptunnu „og við erum að
vona að það verði miklu fleiri“,
segir Gísli Marteinn.
Fólk getur óskað eftir því að fá
slíka tunnu hjá umhverfissviði, en
gjaldið fyrir tunnuna er 7.400
krónur á ári og er markmiðið hjá
borginni að reksturinn standi und-
ir sér með því. Að sögn Gísla Mar-
teins verða tunnurnar tæmdar 18
sinnum á ári.
Verðmæti til spillis
Gísli Marteinn segir að hendi
fólk dagblaðapappír í venjulega
ruslatunnu sé verið að fara illa
með verðmæti á að minnsta kosti
tveimur sviðum. „Menn eru þá að
setja verðmætt land í Álfsnesi und-
ir dagblöð og í öðru lagi erum við
að missa af tækifæri til þess að
selja þessi dagblöð í endurvinnslu
til Svíþjóðar,“ segir Gísli Mar-
teinn. Vonir standi til að með bláu
tunnunum margfaldist það magn
blaða sem hægt er að selja til Sví-
þjóðar í endurvinnslu.
Borgarstjóri tók við fyrstu pappírstunnunni í gær
Bláar
tunnur
fyrir
dagblöð
Morgunblaðið/Frikki
Endurvinnsla Um 300 manns hafa pantað bláa tunnu eins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fékk í gær.