Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 10

Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 10
10 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var nú engin venjuleg tilætlunarsemi í þeim, þeir heimtuðu bara að fá skip, bara hrein og bein ósvífni, það er ekki hægt að búa til skip úr hvaða braki sem er. Árni M. Mathiesen fjármálaráð-herra segir í samtali við Morg- unblaðið í gær í tilefni af umræðum um Grímseyjarferjuna:     Það er algengt að van- eða ónýtt-ar heimildir séu nýttar til ann- arra framkvæmda, sem heimildir eru fyrir í fjárlögum. Það var gert í þessu tilfelli. Slíkt verklag er við- urkennt og hefur verið það lengi.“     Er það? Hverhefur „við- urkennt“ þetta verklag? Hefur Alþingi gert það með formlegum hætti? Eða telja embættismenn og stjórnmálamenn, að þar sem fjárveitingavaldið hefur ekki mót- mælt sé um viðurkenningu að ræða?     Nú er auðvitað ljóst að fyrr á tíðvoru alls kyns hlutir gerðir í op- inberum rekstri, sem nú þykja ekki til fyrirmyndar. Á seinni árum hafa miklar umbætur verið gerðar bæði á rekstri ríkissjóðs og öðrum rekstri hins opinbera. Margt af því er til fyrirmyndar.     En er hægt að tala um að í gömlumog úreltum vinnubrögðum felist „verklag“, sem er „viðurkennt“?     Getur einhver annar viðurkenntþað en Alþingi sjálft?     Það er margt skrýtið í málumGrímseyjarferjunnar en skrýtn- ust er þó tilhneiging þeirra, sem bera hina endanlegu ábyrgð, til þess að koma sökinni á undirmenn sína.     Fjármálaráðherra á ekki að grípatil svona röksemda til þess að út- skýra fjármögnun Grímseyjarferj- unnar. Hann á að leggja spilin á borðið eins og þau horfa við honum. STAKSTEINAR Árni M. Mathiesen Er verklagið viðurkennt?                      ! " #$    %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -                            12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                           :  *$;<                     !       *! $$ ; *! ! "# !#  $  %#& % =2 =! =2 =! =2 $#" '()*+ %, ; >         6 2  8   "                ;  # $    %   &$  ''     (  !  *  )    *+ ,   %  -       &          +    -. %//%# 0 %  +%'( 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 2 2 2 1   1     1 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2                  VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Marta B. Helgadóttir | 17. ágúst 2007 Leshringur á blogginu Hugmynd um að stofna leshring meðal bloggara fær frábærar viðtökur. Skráning er opin til mánaðamóta 1.sept, en fyrir þann tíma þarf hver um sig að senda inn einn bók- artitil, heiti bókar og höfundar. Fyrsti fundardagur yrði svo 1. okt. Einn mánuður fyrir hverja bók ætti að getað hentað flestum. Ef þið viljið hafa styttri tíma á milli fund- ardaga þá sendið mér línu. Meira: martasmarta.blog.is Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir | 15. ágúst 2007 Þá er haustið komið Ég er t.d. nýfermd – en allt í einu farin að fíflast með barnabörn- um! Ég átta mig ekki alveg á þessum ofsa- hraða – en sem betur fer breytist ég ekkert – þó allir jafnaldrar mínir verði hundgamlir. Nú hætti ég að stela tíma frá kvikmyndafræðinni og slekk á blogginu … lesa, lesa og lesa meira! Meira: eddabjo.blog.is Jón Svavarsson | 16. ágúst 2007 Kópavogur í vexti, bara ekki í öfuga átt!! Gunnar Birgisson er kappsamur maður, en mér var alltaf kennt að kapp er best með forsjá. Það er deginum ljós- ara að aukin byggð í vesturbæ Kópavogs gengur ekki upp, það þarf ekki sérfræðinga til að sjá það. Ég álít að hér sé nóg komið, of mikið er nú þegar byggt á Kárs- nesinu. Meira: nonniblogg.blog.is Anna Ólafsdóttir Björnsson | 16. ágúst 2007 Barist við vindmyllur Á ráðstefnunni sem ég fór á í Helsinki um verslunarmanna- helgina var meðal annars fjallað um aðra valkosti en kjarnorku sem orku- gjafa. Eins og flestir vita eru Danir framarlega í notkun vindmyllna og prófessor við Álaborgarháskóla sem er í fremstu röð á sínu sviði í heiminum talaði m.a. um vindmyll- ur, sólarorku af ýmsu tagi og fleira. Hér er sólarorka notuð til að hita upp heilu sumarbústaðina en engar vindmyllur (hef að vísu frétt af myllum úti á landi sem hættar eru notkun, held það séu allt vatnsmyllur). Hef spurt nokkra Íslendinga eftir að ég kom heim hvort þeir kannist ekki við mýtuna um að það sé OF hvasst á Íslandi fyrir vindmyllur. Jú, flestir hafa heyrt það. En alla vega ég bara VARÐ að heyra skoðun sérfræðingsins á þessu. Hann fékk flog af hlátri. Sem sagt, ég er gengin í lið með ,,myt- hbusters“ og búin að hrekja eina mýtu nú þegar. Mágkonum mínum leist ekki meira en svo á blikuna vegna þessarar umræðu minnar, þegar ég sagði þeim frá henni, og vildu nú ekki að ég færi að agitera fyrir vindmyllum út um allt Ísland. Mér FINNST reyndar að við eigum að nýta alla orkugjafa en ekki einblína á einn eða tvo, en það er önnur saga. Og alltaf þegar ég ek um flatar sléttur fyrir neðan Landvegamótin þá sé ég fyrir mér að þarna myndi það ekkert skemma að hafa smá vindmylluakur. Aðallega er mín hugsun, vind- urinn er svo mikill hjá okkur, þetta er orkugjafi, veltum því alla vega fyrir okkur hvort við ættum að nýta hann. Tek á móti stuðningi og skömm- um einmitt hér. Þetta heitir sko að berjast við vindmyllur. (Já, ég hef lesið Don Kíkóta) .Meira: annabjo.blog.is BLOG.IS JOHN Martin, prófessor og for- svarsmaður rannsóknarstofnunar um hjarta- og æðasjúkdóma við Lundúnaháskóla, kynnti Evr- ópsku stefnuskrána um heilbrigði hjartans hjá Hjartanefnd í fyrra- dag. Evrópska stefnuskráin um heil- brigði hjartans var sett saman til að vekja athygli á og mæta hratt vaxandi vandamálum sem tengj- ast hjarta- og æðasjúkdómum, sem valda nærri helmingi allra dauðsfalla í Evrópu. John Martin er einn aðalhvatamaður stefnu- skrárinnar og leiðandi í rann- sóknum á hjarta- og æða- sjúkdómum á sviði grunn- og klínískra rannsókna og í stefnu- mótun forvarna gegn þeim sjúk- dómum. Stefnuskráin er árangur náinn- ar og langvinnar samvinnu Evr- ópusamtaka hjartaverndarfélaga og Evrópska hjartasjúkdóma- félagsins með stuðningi Evrópu- sambandsins og Evrópusvæðis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar. Hjartavernd og Hjarta- sjúkdómafélag íslenskra lækna eru fulltrúar Íslands og vinna að því að framfylgja markmiðum stefnuskrárinnar í samráði við ís- lensk heilbrigðisyfirvöld, en hér- lendis verður lögð sérstök áhersla á kransæðasjúkdóma í konum við mat á áhættu á hjarta- og æða- sjúkdómum. Morgunblaðið/Ómar Fundur Frá vinstri: Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjartaverndar, John Martin og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans kynnt FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.