Morgunblaðið - 18.08.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 13
SKAGAMENN tóku fyrst þátt í Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu 1946 og fyrir skömmu komu fimm af fyrstu
markvörðum þeirra saman og rifjuðu upp liðna tíð.
Jakob Sigurðsson var fyrsti aðalmarkvörður ÍA og
stóð enn vaktina þegar Skagamenn urðu fyrst Ís-
landsmeistarar 1951.
Magnús Kristjánsson heitinn varði mark gullaldar-
liðsins fyrstu árin og varð meistari 1951, 1953 og
1954.
Helgi Daníelsson var aðalmarkvörður ÍA 1956-
1965 og margfaldur landsliðsmaður. Íslandsmeistari
1957, 1958 og1960.
Einar Guðleifsson tók við af Helga sem aðal-
markvörður og var það til 1970 og síðan með hléum
til 1976. Íslandsmeistari 1970. Einar lék landsleik
1966 og tók þá við af Helga Daníelssyni og KR-
ingnum Heimi Guðjónssyni, sem einokað höfðu
markmannsstöðu landsliðsins um árabil.
Davíð Kristjánsson var markvörður á árunum
1969-1982. Hann var Íslandsmeistari 1970, 1974 og
1975 og bikarmeistari 1982.
Hörður Helgason var markvörður ÍA á árunum
1972-1976. Hann var Íslandsmeistari 1975 og síðan
sigursæll þjálfari ÍA 1983-1985. Þá urðu Skaga-
menn tvöfaldir meistarar tvö ár í röð, 1983 og
1984, og er það einsdæmi í íslenskri knattspyrnu-
sögu. Hann var síðan aftur þjálfari 1994 og gerði
ÍA þá einnig að Íslandsmeistara.
Fyrstu markverðir
Skagamanna
Fimm markverðir ÍA Í aftari röð frá vinstri eru Hörður Helgason, Einar Guðleifsson og
Davíð Kristjánsson. Fyrir framan frá vinstri eru Jakob Sigurðsson og Helgi Daníelsson.
AÐ TILLÖGU framkvæmdanefnd-
ar, skipaðri af menntamálaráðherra
í maí 2007, ákvað ríkisstjórnin fyrr í
sumar að grípa til sérstakra að-
gerða til að hægt verði að halda
uppi og bæta þjónustu við blinda og
sjónskerta einstaklinga. Ákveðið
var að setja á laggirnar nýjar stöð-
ur blindrakennara/kennsluráðgjafa
og stöður kennara í umferli og at-
höfnum daglegs lífs. Voru störfin
auglýst í júlí, alls bárust 22 um-
sóknir og hefur nú verið ráðið í
störfin.
Baldur Gylfason sálfræðingur,
Guðbjörg Árnadóttir kennslufræð-
ingur, Guðný Katrín Einarsdóttir
þroskaþjálfi og Sabína Steinunn
Halldórsdóttir íþróttakennari voru
ráðin í störf kennara í umferli og at-
höfnum daglegs lífs. Dóra Soffía
Þorláksdóttir grunnskólakennari,
Elfa Svanhildur Hermannsdóttir
grunnskólakennari og Ingunn Hall-
grímsdóttir leikskóla- og blindra-
kennari voru ráðnar í störf blindra-
kennara/kennsluráðgjafa. Flestir
munu hefja sérfræðinám á viðeig-
andi sviði núna á haustmánuðum og
stunda það næstu 1-2 ár samhliða
sérfræðistarfinu.
Með þessari ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar hefur verið tekið
mikilvægt skref til að efla þjónustu
við blinda og sjónskerta, að því er
segir í tilkynningu um ráðninguna.
Frekari úrbætur eru í vinnslu, en
þar er stærst tillaga um að stofnuð
verði miðlæg miðstöð með allri
þjónustu fyrir blinda og sjónskerta.
Ráðið í stöður
til að bæta
þjónustu
við blinda
Líttu upp
á Menningarnótt
kl. 23.00
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
O
R
K
3
85
85
0
8/
07
FIMM ökumenn voru stöðvaðir við
meintan ölvunarakstur í umdæmi
lögreglu höfuðborgarsvæðisins í
fyrrinótt og einn ökuþór stöðvaður
við ofsaakstur á Reykjanesbraut
við Hvassahraun á sjöunda tím-
anum í gærmorgun. Hann reyndist
vera á 139 km hraða en hámarks-
hraði er 90 km á þessum vegar-
kafla.
Um miðnætti í fyrrinótt var til-
kynnt um ökumann í annarlegu
ástandi á Langatanga í Mosfellsbæ.
Þar hafði hann m.a. bakkað á
kerru. Tilkynningar höfðu borist
um undarlegt aksturslag sömu bif-
reiðar fyrr um kvöldið og hafði ver-
ið grennslast fyrir um hana.
Þegar lögreglan kom á staðinn
reyndist ökumaðurinn ekki vera
með réttu ráði og var hann grun-
aður um að vera ölvaður. Þá reynd-
ist hann hafa verið sviptur ökurétt-
indum og við leit fundust á honum
ætluð fíkniefni.
Ekki reyndist unnt að yfirheyra
manninn vegna ástands hans og var
hann vistaður hjá lögreglunni þar
til af honum bráði. Málið er í rann-
sókn.
Ölvunarakstur
og ofsahraði
♦♦♦