Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 17
Seoul. AFP. | Kim Gi-Na og Kim
Kyung-Ja virtust býsna langt niðri
er þær komu heim til Suður-Kóreu í
gær en þær voru í hópi 23 Suður-
Kóreumanna sem talibanar í Afgan-
istan rændu fyrir mánuði síðan. Tal-
ibanar slepptu konunum tveimur sl.
mánudag en nítján eru enn í haldi
mannræningja. Tveir gíslanna hafa
verið teknir af lífi en um það var Gi-
Na og Kyung-Ja ekki kunnugt fyrr
en við brottför frá Kabúl í gær.
Gíslatökumennirnir munu hafa hald-
ið gíslum sínum í nokkrum fámenn-
um hópum til að gera hugsanlegar
björgunaraðgerðir erfiðar. Þetta
gerði það hins vegar að verkum, að
þeim Gi-Na og Kyung-Ja var engan
veginn ljósar aðstæður félaga þeirra.
Urðu fyrir miklu áfalli
Konurnar voru sagðar hafa orðið
fyrir miklu áfalli er þeim voru flutt
þau tíðindi, að tveir karlkyns félagar
þeirra væru látnir. „Mér þykir leitt
að hafa valdið fólki svo mikilli ang-
ist,“ sagði Kyung-Ja við komuna
heim í gær, en hún er 37 ára gömul.
Talibanar rændu S-Kóreumönn-
unum – sextán konum og sjö körlum
– 19. júlí sl. en þeir voru þá á leið um
Suður-Afganistan með rútu.
Fólkið var í Afganistan á vegum
Saem-Nul-biskupakirkjunnar í S-
Kóreu. Forsvarsmenn kirkjunnar
hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa sent
fólkið á hættuslóðir og hafa þeir beð-
ið landa sína afsökunar. Stjórnvöld í
Suður-Kóreu hafa enn fremur bann-
að óþörf ferðalög til Afganistan og
hvatt suðurkóresk hjálparsamtök
sem þar halda úti starfi að senda fólk
sitt heim.
Viðræður um lausn gíslanna sem
enn eru í haldi talibana miðar lítið
áfram en talibanar hafa hótað að
drepa þá alla. Stjórnvöld í Suður-
Kóreu segjast litla möguleika hafa á
því að verða við kröfum gíslatöku-
manna, en þeir vilja skipta á Suður-
Kóreumönnum og talibönum sem
eru í fangelsum afganskra stjórn-
valda.
AP
Lausar úr prísund Kim Kyung-ja (t.v.) og Kim Gi-Na við komuna til Suður-
Kóreu. Nítján samlandar þeirra eru enn í haldi talíbana í Afganistan.
Blendnar tilfinningar
við heimkomuna
Ekkert bendir til
að miði í viðræð-
um við talibana
um lausn gísla
Máttarstólpi Menningarnætur
Dagskrá í Aðalbanka
14.00 Listaverkaganga
Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur sýnir og
segir frá listaverkum
í eigu bankans á
heila tímanum
14.00 Gunni og Felix
ásamt Sprota
skemmta börnum
og fullorðnum
15.00 Abbababb
Atriði úr barnaleiksýningu
ársins 2007
16.00 Schola Cantorum
16.30 Söngleikurinn Ást
Skapti Ólafsson syngur
nokkur lög
17.00 Haukur og
Ragnheiður Gröndal
ásamt hljómsveit
17.30 Stórsveit
Samúels Jóns
Samúelssonar
Fjöllistamenn, trúður, eldgleypir
og töframaður skemmta fyrir
utan bankann. Andlitsmálun,
blöðrur og ís fyrir börnin.
Menningarnótt 18. ágúst
Frá
Kynning á sumarhúsalóðum
í Fjallalandi
Þessa dagana stendur yfir kynning á sumarhúsalóðum í Fjallalandi
við Leirubakka. Allir eru velkomnir til að skoða lóðirnar og svæðið
umhverfis, sem og aðstöðuna heima á Leirubakka. Lóðirnar eru
flestar á stærðarbilinu 0,7 til 1 ha og þær eru seldar með vegi að
lóðamörkum, auk þess sem búið er að leggja vatn og rafmagn um
svæðið. Allt eignarlóðir. Góð greiðslukjör ef óskað er.
Fjallaland er í landi Leirubakka í Landsveit, og er ekið upp veg nr. 26, Landveg frá Vegamótum. Aðeins 100
km frá Reykjavík.
Minnum á að heima á Leirubakka er rekin fjölþætt þjónusta við hið nýja sumarhúsahverfi, þar er til dæmis
verslun og bensínstöð, hótel og veitingahús, hestaleiga og tjaldstæði og opin glæsileg Heklusýning í hinu
nýja Heklusetri. Þá er byrjað að huga að gerð golfvallar á svæðinu, sem eigendur lóða í Fjallalandi munu
hafa forgang að.
Upplagt að fá sér bíltúr í sveitina, fá sér kaffi í leiðinni og skoða Heklusýninguna eða bregða sér á hestbak!
Upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is
Veðursæld og fögur fjallasýn