Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á VEGUM forsætisráðuneytisins
var skipuð nefnd sem m.a. átti að
endurskoða fyrirkomulag og for-
sendur örorkumats og kanna at-
vinnuþátttöku öryrkja. Markmið
nefndarinnar var að finna lausnir til
að fyrirbyggja örorku
og efla þátttöku ör-
yrkja á vinnumarkaði.
Meðal tillagna nefnd-
arinnar var að breyta
lögum og reglugerðum
sem latt hafa fólk til
tekjuöflunar, að meta
starfsfærni í stað
starfsfærniskerðingar
og stórauka möguleika
til starfsendurhæf-
ingar. Nefndin lagði til
að núgildandi ör-
orkumat yrði fellt nið-
ur. Að setja atvinnu-
þátttöku í forgrunn og
styrkja úrræði sem auka virkni ein-
staklinga hefur víðtæk áhrif. Þau
fyrirtæki sem skapa fólki með
skerta starfshæfni möguleika til
starfa leggja miklu meira til sam-
félagsins en þótt bein fjárframlög í
styrktarsjóði kæmu til. Íslendingar
hafa verið í fremstu röð varðandi at-
vinnuþátttöku fólks frá 15-64 ára, en
það á ekki við um atvinnuþátttöku
öryrkja. Það er ekki bara launa-
umslagið sem skiptir máli. Vinnu-
staðurinn er mikilvægur. Fé-
lagsskapurinn, tilfinningin að
tilheyra hópi, finna sig í hlutverki og
skipta máli. Að vera í vinnu skapar
ramma í tilverunni. Þar
sem vinnutími og álag
er hæfilegt bætir það
heilsu og vellíðan. Að
færa athyglina frá
færniskerðingu en
horfa þess í stað á
styrkleika einstaklinga
er kúvending frá fyrra
kerfi og kallar á annars
konar þekkingu en
hingað til hefur verið í
forgrunni. Efla þarf
hæfileika og styrkleika
einstaklinga og draga
fram þætti sem
gagnast hafa á þeim
vinnustöðum sem tekið hafa á móti
einstaklingum með skerta starfs-
hæfni. Verðmæt þekking býr líka í
þeim sem hrakist hafa af vinnu-
markaðinum í langan tíma en komist
þangað aftur. Ef slík þekking verður
ekki dregin fram á skipulegan hátt
verður uppskeran undir væntingum,
þó svo að lögum og reglugerðum
yrði breytt og starfendurhæfing
stórefld.
Viðhorf atvinnurekenda, verk-
stjóra, samstarfsmanna og almenn-
ings gagnvart fólki með skerta
vinnugetu verða að breytast. Það
gerist ekki nema með milliliðalausri
samvinnu á vettvangi. Stjórnvöld
verða auk þess að setja ákveðnar
viðmiðunarreglur til að liðka til fyrir
aukinni þátttöku á atvinnumarkaði.
Leggja mætti til ákveðið lágmarks-
hlutfall, t.d. að 15. hver ráðning félli í
skaut starfsmanns sem ætti við fötl-
un að stríða. Svo mætti verðlauna
fyrirtæki með 30% eða fleiri fatlaða
starfsmenn, s.s. í formi skattaíviln-
ana. Ráðuneytin og fyrirtæki á veg-
um hins opinbera eiga að sýna í
verki að þeim sé alvara í því að auka
þátttöku öryrkja á atvinnumarkaði
og vera í fararbroddi í að ráða fólk
með skerta vinnugetu og hafa í
gangi tilraunaverkefni sem getið
gæti af sér þekkingu sem yfirfæra
mætti í einkageirann.
Það hefur sýnt sig að atvinnutæki-
færi, með þar til gerðum stuðningi,
fyrir þá sem eru t.d. geðsjúkir skilar
meiri árangri en ýmis sérhæfð úr-
ræði. Markmiðið með atvinnuþátt-
töku er ekki lækning eða að skerða
fjárstuðning. Fái geðsjúkir hins veg-
ar tækifæri til að vinna við verkefni
sem þeir kjósa sjálfir og á þeim
hraða sem þeir ráða við, minnkar
eftirspurnin eftir fjárfrekri heil-
brigðisþjónustu. Ráðamenn verða að
gera sér grein fyrir því að það tekur
tíma að aðlagast atvinnulífinu. At-
vinnurekendur verða líka að fá
stuðning til að geta sýnt fólki þá þol-
inmæði og umburðarlyndi sem þarf
og stuðningurinn verður að vera á
vinnustaðnum sjálfum og vinna þarf
með allt vinnuumhverfið. Einnig
þarf að undirstrika að bati kemur
ekki jafnt og þétt. Hann er ekki bara
upp á við og bein leið, heldur koma
bakslög og alls kyns hliðarspor. Allt-
af er hætta á að allir verði steyptir í
sama mót og gengið út frá því að
þarfir allra séu svipaðar. Einnig þarf
að hafa það hugfast að óþarfi er að
fara í ákveðnar stellingar í sam-
skiptum, hvort sem um geðsjúka,
fatlaða, lækna eða ráðamenn er að
ræða. Við erum öll venjulegt fólk
sem krefst eðlilegrar framkomu. Við
viljum að okkur sé sýnd virðing og
öll viljum við hafa áhrif á nær-
umhverfið. Sum okkar þurfa lengri
tíma í leiðbeiningar, skýrari fyr-
irmæli og meiri þolinmæði þegar
læra þarf. Sumir eru næmari fyrir
pirringi og vanlíðan annarra og mis-
túlka þennan pirring og taka hann
persónulega. Flestir ná meiri ár-
angri ef viðmótið er jákvætt og
hvetjandi og sumir þurfa samstarfs-
félaga sem standa með þeim sem
ekki geta varið sig séu þeir beittir
órétti eða misskilningur kemur upp.
Góð læknismeðferð, endurhæfing
og aukið sjálfstraust duga skammt
ef ekki kemur til eftirfylgd á vinnu-
staðnum sjálfum. Ef þeir sem þar
eru í forsvari fá ekki aðstoð við að
aðlaga vinnuumhverfi og/eða leið-
beiningar um nálgun, þá duga
skammt nefndarálit um fögur fyr-
irheit á vegum forsætisráðuneyt-
isins. Langþráð markmið hjá flest-
um skjólstæðingum sem ég hef
kynnst í geðheilbrigðiskerfinu er að
komast í vinnu, að fá að eiga samleið
með öðrum og taka þátt í samfélag-
inu. Ekki hefur þá skort viljann
heldur hafa verið of margar hindr-
anir og lokaðar dyr.
Atvinnuleg endurhæfing – Ný
tækifæri til atvinnuþátttöku
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrif-
ar um atvinnuþátttöku öryrkja » Að færa athyglinafrá færniskerðingu
en horfa þess í stað á
styrkleika einstaklinga
er kúvending frá fyrra
kerfi og kallar á annars
konar þekkingu.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Höfundur er forstöðuiðjuþjálf
i geðsviðs LSH og lektor við HA.
MEÐAN Íslendingar bíða á
heitu sumri eftir því að ný rík-
isstjórn efni öll kosningaloforðin
um bættan hag aldraðra, lífeyr-
isþega og öryrkja, væri
tilvalið fyrir þá að
stytta sér stundir með
því að heimsækja
Regnbogann á Hverf-
isgötunni og horfa á
mynd Michaels Moore
um neyðarástandið í
heilbrigðis- og trygg-
ingarmálum í Banda-
ríkjunum – ríkasta
þjóðfélagi heims.
Myndin heitir
„Sicko“ og er hluti af
bíódögum Græna ljóss-
ins, sem gefur okkur
næstu daga kost á að
upplifa öðruvísi kvik-
myndir en þessa
venjulegu spennuþrilla
frá Hollywood, sem
eru daglegt brauð
þeirra, sem leggja leið
sína í kvikmyndahús
hér á landi.
Moore kann á því
tökin að sýna kjarna
málsins vafningalaust
og á eftirminnilegan
hátt. Myndin er um
stærsta þjóðfélags-
vanda Bandaríkja-
manna, sem er sá, að þetta ríkasta
þjóðfélag heims er eina þróaða rík-
ið í heiminum, sem býður þegnum
sínum ekki upp á almannatrygg-
ingar. Fimmtíu milljónir manna
njóta engra trygginga. Þetta eru
hinir fátæku, sem hafa einfaldlega
ekki efni á því.
Þessi mynd er ekki um það fólk.
Hún er um hina, sem kaupa sér
tryggingar dýrum dómum hjá
tryggingafélögunum. En trygginga-
félögin eru rekin í gróðaskyni og
tryggja ekki hvern sem er. Smáa
letrið er lúmskt og því er beitt mis-
kunnarlaust. Ef sjúkrasaga þín eða
fjölskyldunnar þykir vafasöm, er
þér einfaldlega hafnað eða iðgjöldin
eru hækkuð upp úr öllu valdi. Það
er hart barist um að þjóna hinum
ríku en hinir efnaminni liggja
óbættir hjá garði, í bókstaflegum
skilningi.
Keypt pólitík
Tryggingafélög og auðhringir
græða á tá og fingri. Þau kaupa
stjórnmálamenn með ríflegum
framlögum í kosningasjóði og ráða
fyrir vikið löggjöfinni.
Þessi auðfélög og
heilsugæsluheildsölur
í þjónustu þeirra eru
ráðandi á auglýs-
ingamörkuðum og
ráða í krafti þess fjöl-
miðlaumræðunni.
Þeim hefur tekist að
sannfæra Bandaríkja-
menn um, að al-
mannatryggingar séu
sama sem komm-
únismi. Sameiginlega
tókst þessum auð-
félögum með pólitísk-
um mútugreiðslum og
rándýrri fjölmiðla-
herferð að koma til-
raun Hillary Clinton
um skylduaðild al-
mennings að almanna-
tryggingum á vegum
ríkisins fyrir katt-
arnef í upphafi for-
setaferils Clinton
1992. Clinton náði sér
aldrei pólitískt eftir
þann ósigur.
Bandaríkjamenn
verja allt að því tvisv-
ar sinnum meira fé til
sjúkratrygginga og heilbrigðisþjón-
ustu en aðrar þróaðar þjóðir. Kerf-
ið þjónustar hina ofurríku ágætlega
en bregst öllum almenningi hrap-
allega. Kerfið er rándýrt, óhag-
kvæmt, eyðslusamt og árangurs-
lítið. Ástandið er eiginlega
þjóðarharmleikur.
Í myndinni segir Moore ótal sög-
ur af einstaklingum og fjölskyldum,
sem kerfið hefur brugðist. Dæmin
eru „legio“. Einna átakanlegust er
saga slökkviliðsmanna og sjálf-
boðaliða, sem lögðu nótt við nýtan
dag við að bjarga fórnalömbum 11.
september í New York og hlutu við
það varanlegan heilsuskaða. Það
vantaði ekki hræsnina í hátíðarræð-
unum, þegar þessu fólki var lýst
sem bandarískum hetjum. Þegar á
reyndi, voru „hetjurnar“ meðhöndl-
aðar sem úrhrök, sem kæmu
bandarísku þjóðfélagi ekki við.
Fyrirmyndarríkið
Á einum stað gefur Moore orðið
laust Bandaríkjamönnum, sem búa
í Frakklandi og eiga ekki orð til að
lýsa aðdáun sinni á franska velferð-
arkerfinu. Heimilislæknirinn kemur
í húsvitjanir, þegar eftir er leitað.
Aðgangur að heilsugæslustöðum og
sjúkrahúsum er tafarlaus og án
gjaldtöku. Foreldrar eiga rétt á
fæðingarorlofi á launum. Allt sam-
an sjálfsagðir hlutir í augum þeirra,
sem alist hafa upp við samfélags-
þjónustu evrópska velferðarríkisins.
Þessir Bandaríkjamenn, sem
bjuggu í Frakklandi, áttu varla orð
til að lýsa aðdáun sinni, á sama
tíma og bandarískir pólitíkusar og
fjölmiðlar forheimskuðu sig á að
lýsa Frakklandi sem óvinaríki út af
andstöðu Frakka við Íraksstríðið.
Þeir gátu ekki einu sinni tekið sér í
munn orðin „French fries“ lengur;
þær urðu að heita „freedom fries“.
Sá sem vill reyna að skilja þann
reginmun, sem er á samfélagsgerð,
lífsviðhorfum og lífsstíl Evrópu-
manna og þeirra afla í Bandaríkj-
unum, sem hafa ráðið lögum og lof-
um um þróun bandarísks
þjóðfélags á undanförnum áratug-
um, ættu að bregða sér í Regnbog-
ann og sjá „Sicko“. Þeir verða
reynslunni ríkari. Eftir stendur
spurningin: Hvernig má það vera,
að ríkasta þjóðfélag heims býr hin-
um efnaminni þegnum sínum – og
þeim fer fjölgandi – lífslíkur, sem
standast ekki samanburð við örs-
nautt þriðja heims land eins og t.d.
Kúbu?
Moore átti mikinn þátt í því með
fyrri myndum sínum að koma vit-
inu fyrir fjölmarga Bandaríkja-
menn varðandi Íraksstríðið. Von-
andi tekst honum að sannfæra
nógu marga Bandaríkjamenn fyrir
komandi forsetakosningar um, að
almannatryggingar flokkast undir
mannréttindi og heilbrigða skyn-
semi. Til eru þau svið mannlegrar
tilveru, þar sem mannúðinni ber að
vísa gróðasjónarmiðinu á dyr.
Kennslustund í
kvikmyndahúsi
Jón Baldvin Hannibalsson
skrifar um kvikmynd Michaels
Moore um ástandið í heil-
brigðis- og tryggingarmálum í
Bandaríkjunum
»En trygg-ingafélögin
eru rekin í
gróðaskyni og
tryggja ekki
hvern sem er.
Smáa letrið er
lúmskt og því er
beitt miskunn-
arlaust.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Höfundur var sendiherra Íslands
í Bandaríkjunum 1998-2003.
NETFRÉTTABRÉF breska
tímaritsins Auto Express gefur yf-
irlit yfir 100 spar-
neytnustu og vist-
mildustu bílana á
breska markaðnum
samkvæmt könnun
AE. Ekki kemur á
óvart að smábíla-
flokkurinn, nú kall-
aður borgarbílaflokk-
ur, kemur best út í
sparneytni og vist-
mildi (visthæfi kalla
embættismenn
Reykjavíkur það).
Hér verður til-
færður listi yfir 10
bestu. Eldneyt-
iseyðsla er í frum-
texta að breskum sið
gefin upp í mílum á
hvert gallon, hér um-
reiknað í lítra pr. 100
km að íslenskum sið
– mílan 1,609 km og
br. gallón 4,546 lítr-
ar. – Aukastöfum er
sleppt, sem hefur í
för með sér að þrír
bílar koma út með
6,1 í eyðslu en eru
með einhvern
aukastafamun í
breska listanum (mpg).
Þetta er merkilegur listi (sjá
mynd).
Í fyrsta lagi nær enginn þessara
bíla að fá ókeypis bílastæði í
Reykjavík því eldsneytiseyðsla er
yfir 5 l pr 100 km – ef rétt er
munað um kröfurnar, þó koldíox-
íðmengun sé undir mörkum.
Í öðru lagi: Tveggja manna pút-
an Smart með 0,7 l vél er yfir 7 l í
eyðslu og nær aðeins í 8. sæti á
listanum. Það gera aftur á móti
fjórir bílar með 1,2 l vél og þar yf-
ir, þar á meðal toppbíllinn, Fiat
Panda 1,3 Multijet.
Í þriðja lagi: Aðeins tveir bílar á
þessum lista eru með dísilvél –
þeir tveir efstu.
Í fjórða lagi: Aðeins tveir fram-
leiðendur eiga fleiri en einn bíl á
þessum lista, Citroën og Fíat.
Í fimmta lagi: Minnsti koldíoxíð-
útblásturinn er úr vélinni með
stærsta rúmtakið, Citroën C2 1,4
HDI – en það er líka dísilvél.
Ég get ekki stillt mig um að
undirstrika góða útkomu Fiat á
þessum lista. Hún kemur mér ekki
á óvart. Á hlaðinu hjá mér áttu
Fíatbílar um tíma heimahöfn –
raunar aðeins gamli og góði Fiat
Uno, þeir urðu hér 5
alls ef ég man rétt og
hver öðrum betri
nema einn sem var
hálf mislukkaður.
Hann var líka sá eini
sem var með 1,3 l vél;
hinir voru allir með
1,0 l vél. (Ég komst
aldrei til að eiga
gamla Fiat Multipla
með miðspikið undir
framrúðunni – sem er
einhver fallega ljótasti
bíll sem ég man eftir
auk þess að vera
þægilegur og
skemmtilegur í
akstri).
Hins vegar hefur
Fíat sætt því óláni að
vera rægður hérlendis
langt umfram nokkra
skynsemi. Innan
þeirra marka sem
hægt er að ætla smá-
bílum stendur Fiat vel
fyrir sínu og – eins og
hér kemur fram – er
ágætlega hagkvæmur
í akstri.
Mig langar að bísa
hér frá Jeremy Clarkson, þeim
orðhvata starfsbróður mínum úr
Top Gear, upphafsorðum hans í
umsögn um Fiat Panda (tim-
esonline.co.uk): „A little while
back I tested a bog-standard Fiat
Panda and while it was slower
than a real panda, it was also a
damn sight cheaper to buy or run.
So on balance, I liked it very
much.“
Hér er Clarkson að tala um
grunngerðina með 1,2 60 ha bens-
ínvél. Til að gæta allrar sanngirni
og firra mig því að vera vændur
um að slíta orð hans úr samhengi
tek ég fram að næstum allur af-
gangur umsagnar hans fer í að
tala um hve hættulegt sé að vera
á kraftlitlum bílum á hraðbraut-
unum – sem að mínu viti er ekkert
bundið við Fiat.
Ég vil líka benda á að Fiat
Panda 1,3 Multijet en 70 ha og
dísill. Þó ég hafi ekki ekið þessum
tiltekna bíl veit ég af reynslu að
Fiat kemur best út
Sigurður Hreiðar skrifar um
sparneytnustu bílana í flokki
borgarbíla
Sigurður Hreiðar
» 8 af 10 vist-mildustu bíl-
unum fá ekki
frítt í bílastæði í
Reykjavík, sé
rétt munað/
skilið að eyðsla
þurfi líka að
vera undir 5 l
pr. 100 km.