Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 33
og nota ég eina sérstaka uppskrift frá
henni enn í dag.
Ávallt þegar komið var í heimsókn
til Siggu og Magnúsar að Sæbergi, á
þeirra fallega heimili sem þakið var
hannyrðum frúarinnar, var farið að
rifja upp liðnar stundir, skoða gamlar
og nýjar myndir. Slysavarnadeildin
Björg naut starfskrafta hennar í
mörg ár. Kærkomið var og tilhlökk-
unarefni þegar þær vinkonurnar
Sigga og Leifa komu í sína árlegu
heimsókn til mín til margra ára, þá
var skrafað og hlegið og dagurinn leið
allt of fljótt. Hún Leifa var svo sann-
arlega góð og trygg vinkona hennar
Siggu, og hefur það komið skýrt fram
í veikindunum sem voru þungbær og
sár. Umhyggja Leifu og Hrannar
dóttir hennar var eins og dætur
Siggu væru. Voru þær fram á síðasta
dag við sjúkrabeð hennar og hafa
verið góður og mikill stuðningur við
Magnús og syni. Síðast þegar við
hjónin komum í heimsókn var ynd-
islegt að sjá umhyggjuna sem hún
naut heima fyrir. Þar var Sigurbjörg
ömmustelpan að teikna og dunda sér
við að búa til myndir handa ömmu
sinni.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þessa hreinskiptnu og trúföstu vin-
konu.
Guð blessi og styrki eiginmann
hennar, syni, tengdadætur og barna-
börn.
Þó missi ég heyrn og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinst við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ólína Andrésdóttir.)
Kveðja
Halldóra V. Steinsdóttir.
Hvað er betra en góðir nágrannar?
Um leið og við kveðjum Sigurbjörgu
Guðmundsdóttur þá verður okkur
það ljóst.
Um langan aldur hafa fjölskyldur
okkar verið tengdar vináttuböndum.
Og þegar við Edda urðum ábúendur í
Akbraut fyrir nokkrum árum tók hún
okkur sannarlega fagnandi og lét
ekki sitt eftir liggja að koma til liðs
við okkur í endurbótum og gæslu Ak-
brautar.
Hún fylgdist með framkvæmdum,
var með í ráðum og sagði okkur kosti
og lesti á hugmyndum okkar.
Það er gott að eiga vini sem ekki
eru viðhlæjendur. Þannig var Sigga,
hún uppskar ómælda virðingu og
væntumþykju frá okkur hér í Ak-
braut.
Hennar verður sárt saknað.
Þorbjörn og Edda.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 33
✝ Gunnur Gunn-arsdóttir fædd-
ist á Hamarsheiði í
Gnúpverjahreppi
16. september 1917.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Kumbaravogi 11.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólína Ásgeirs-
dóttir, f. 19. febrúar
1898, d. 18. ágúst
1936, og Gunnar
Gunnlaugsson, f. 16.
október 1885, d. 3.
febrúar 1917. Ólína giftist síðan
Sæmundi Jóhannssyni, f. 2. maí
1893, d. 18. ágúst 1944. Systkini
Gunnar, sammæðra eru Margrét,
f. 1926, Ásgeir, f.
1927, Sigríður, f.
1928, Jóhann, f.
1930, Ásta Rakel, f.
1931 og Gunnar, f.
1935.
Sambýlismaður
Gunnar er Eiríkur
K. Eiríksson, f. 25.
mars 1926. Börn Ei-
ríks eru Lilja, f.
1949 og Björn Heið-
rekur, f. 1953.
Gunnur og Eirík-
ur bjuggu allan sinn
búskap að Gafli í
Villingaholtshreppi.
Gunnur verður jarðsungin frá
Villingaholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ung flutti hún af Skriðufelli, en
þar sér yfir Þjórsá, niður í Selpart í
Flóa, kot við Hólmasel sem var sel
frá Traustholti sem áin hafði klofið
frá meginlandinu vestanmegin á
ferð sinni fram á síðmiðöldum og
kallast þar Traustholtshólmi. Þar
er ekki annað nú en hrófatildur
undir snös, mófugl á hreiðri og
stöku kæpa sem gónir upp í vindinn
á eyraroddanum uppnorður af
hólmanum og hefur bitið undan sér
hálfsmánaðar kópinn svo hann sífr-
ar í áttlausri maínóttinni allt til
morguns. En í Selparti hefur verið
búið af myndugleika undanfarna
áratugi, móar brotnir undir tún og
mýrin, þar sem brúnklukkur vok-
uðu í mógröfum, vaðfuglar sperrtu
sig á móti sólu og vætan small slikj-
uð undan gúmmístígvélunum alla
leið út að Skógsnesi, hún er komin í
rækt.
Rækt er orð sem hæfir Gunni vel.
Hún lagði rækt við sitt og sína svo
eftir var tekið. Þegar Sæmundur og
Ólína féllu frá löngu fyrir aldur
fram hélt hún heimili áfram á Selp-
arti af miklum dugnaði þótt hálf-
systkini hennar fimm hafi verið vart
meira en táningar og sum börn.
Þannig hélt hún saman og hlúði að
þessari fjölskyldu og mörgum fleir-
um á langri ævi. Þótt hún sjálf hafi
ekki alið börn tók hún að sér og
hafði í fóstri, ár eða sumarlangt,
mörg ungmenni sem nutu þess ör-
yggis sem nærvera hennar og um-
hyggja veitti. Hún tók við mér, sex
ára áttlausum undanvillingi, og var
mér sem móðir. Hún lagði hlýja
hönd á vanga mér og klappaði mér
á kollinn þegar ég þurfti þess með.
Gunnur var glæsileg kona sem
bar sig með reisn. Hún var hrokk-
inhærð, breiðleit og brosti oft
glettnislega, sló sér á lærið þegar
hún hló, deplaði augunum og sneri
vanganum til hægri. Sumir sögðu
að hún væri til hægri, en það þóttu
tíðindi þá, þegar flestir vestan
Þjórsárinnar voru meiri framsókn-
armenn en framsóknarmenn. Hún
var orðheppin og kunni þá list að
gera sér ekki rellu út af smámun-
um. Þá var hún bókelsk og hafði af-
bragðs söngrödd.
Fátt þótti henni betra en að
bregða sér á hestbak; átti enda
marga gæðinga um ævina. Hún tal-
aði við dýr og þau voru fljót að
skynja vilja hennar ekki síður en
mannfólkið.
Oft var kátt á Selparti þegar ekki
þótti enn ósiður að fara í kvöldkaffi
á milli bæja. Þangað komu meðal
annarra Tómas á Fljóthólum sem
hló svo dátt að kýrnar litu upp af
beitinni, bræðurnir á Króki, Jósep í
Selinu og frændfólkið frá Sýrlæk.
Þá var Gunnur í essinu sínu, veitti
rausnarlega, lagði sitt til málanna
og kleip hvergi af. Kleinurnar henn-
ar voru fjórðungsfrægar, enda
steiktar stökkar upp úr hrossafeiti.
Og það var ekki einskær hending að
þegar hún hafði lagt í pönnukökur
og brugðið þeim fyrstu á að menn á
næstu bæjum fundu skyndilega hjá
sér þörf til að reka inn nefið, ef stóð
til þeirra áttin.
Þannig voru í lífi hennar mörg
gleðiefni. Hún skóp þau sjálf og
veitti öðrum með sér.
Gunnur safnaði ekki punktum hjá
flugfélögum. En hún hafði víðsýni
sem tók mið af stórum fjallahring
og notadrjúgt vit eins og þeir sem
þekkja landið og árstíðirnar. Henn-
ar Frón voru Flóinn, uppsveitirnar
og Hamarsheiðin þar sem hún
fæddist. Þessi heimur dugði henni
og hún dugði honum vel.
Guðbrandur Gíslason.
Kæra Gunnur. Nú er komið að
kveðjustund. Langar mig að þakka
þér öll árin sem við nutum sam-
vista.
Ég var aðeins 16 ára þegar ég
kom fyrst á heimili þitt og tengda-
föður míns að Gafli. Þú tókst mér
svo vel og aldrei léstu mig finna að
ég væri bara krakki og þér fannst
bara sjálfsagt að reyna að kenna
mér að baka flatkökur og brauð og
annað sem nauðsynlegt var að
kunna.
Þegar dætur mínar fóru að koma
í heiminn gladdi það þig mikið að
þær skyldu kynnast Gaflinum sem
opnu afahúsi. Alltaf gátum við leit-
að til ykkar ef okkur vantaði pöss-
un, líka eftir að þú varst orðin veik
og við gerðum okkur ekki grein fyr-
ir því.
Gunnur mín. Við Bjössi þökkum
þér allar góðar stundir og allt sem
þú gerðir fyrir okkur.
Megi Guð vera með þér.
Kveðja,
Arnheiður (Adda).
Í dag fylgjum við mætri konu til
grafar. Hún Gunnur var engri lík.
Ákveðin og röggsöm með húmorinn
í lagi. Við systur höfðum gaman að
því að koma til afa og Gunnar að
Gafli þegar við vorum litlar. Þá var
margt gert sér til dundurs, eins og
að lesa allar bækurnar í bókahill-
unni inni í stofu, spila á orgelið eða
leika við Kol og síðar Bangsa.
Skemmtilegast var samt að fá að
tína egg úti í hænsnakofa með
Gunni og svo þurfti líka oft að tína
rabarbara, því þá vissi maður að
Gunnur myndi búa til rabarbar-
agraut. Hún hafði lúmskt gaman að
ærslunum í okkur systrum og hafði
það á orði að ærslin hefðum við ef-
laust frá honum Eiríki afa okkar.
Það var erfitt að sætta sig við
hversu veik Gunnur varð. En við
huggum okkur við það að nú er hún
laus frá sínum þrautum og er ef-
laust að baka flatkökur einhvers
staðar á betri stað.
Elsku Gunnur, við þökkum þér
samfylgdina.
Guð blessi minningu Gunnar
Gunnarsdóttur.
Tinna Ósk, Lilja og Fríða
Björnsdætur.
Í dag er Gunnur frá Gafli borin
til grafar, komið er að kveðjustund
enn vegna veikinda hennar má þó
segja að raunveruleg kveðjustund
sé löngu komin og farin.
Við systurnar fórum mjög oft til
afa og Gunnar þegar við vorum litl-
ar.
Í minningunni var alltaf líf og
fjör, mikið af krökkum þar í sveit
og við lékum okkur úti og inni og
máttum ekki vera að því að fara
heim.
Við gistum oft og við fengum ný-
bakaðar bollur og kakó í morgun-
mat. Þar voru alltaf ný ævintýri
handan við hornið.
Gunnur bakaði bestu flatkökur
sem ég hef smakkað og reyndar var
allt gott sem hún bakaði, yngri
systur mínar urðu t.d. alltaf svo
svangar þegar við komum í hlaðið.
Gunnur kenndi mér að hekla og
bý ég vel að þeim fjársjóði.
Gunnur var mjög gestrisin heim
að sækja jafnvel þótt hún og afi
væru í dyrunum á leið út þegar
gesti bar að garði, þá dreif hún sig
inn og hafði til kaffi og með því.
Alla tíð þar til veikindi hennar
fóru að segja til sín fengum við
systurnar jólagjafir frá þeim, ull-
arsokka, bækur o.fl. Ég á enn Dim-
malimm bókina sem ég fékk þegar
ég var 8 ára og í dag les ég hana
fyrir börnin mín.
Mér finnst svo leiðinlegt að þú
skyldir ekki fá tækifæri til að fylgj-
ast með okkur systrum fullorðnast
og kynnast börnunum okkar.
Takk fyrir samfylgdina og við
sjáumst á ný síðar.
Inga Dóra Björnsdóttir.
Í dag kveð ég Gunni móðursystur
mína, sem í mínum augum var ein
af þessum hvunndagshetjum sinnar
samtíðar. Hún tókst á við lífið strax
í barnæsku enda sá hún aldrei föður
sinn sem fórst í sjó áður en hún
fæddist. Foreldrar hennar höfðu þá
aðeins verið gift í viku. Móðir henn-
ar giftist síðar afa mínum og hófu
þau búskap í Selparti í Gaulverja-
bæjarhreppi og með honum eign-
aðist hún sex börn.
Gunnur var níu ára þegar móðir
mín, elst hálfsystkina hennar, fæð-
ist og reyndi þá mjög á aðstoð
hennar við barnauppeldið. Hún var
aðeins nítján ára þegar móðir henn-
ar dó frá barnahópnum og varð hún
afa mínum ómetanleg aðstoð við að
halda heimilinu saman.
Löngu síðar þegar hún hafði haf-
ið sambúð og búskap að Gafli í
næstu sveit hófust kynni mín af
Gunni þegar ég var í sveit hjá þeim
Eiríki í mörg sumur eða frá níu ára
aldri og fram yfir fermingu. Segja
má að Gunnur hafi helgað líf sitt
þjónustu við aðra og taldi sig alltaf
þurfa að vera til staðar þegar á
þurfti að halda. Hennar staður var
því heima og vildi hún mjög lítið
vera á ferðinni út á við. Hún hélt
uppi miklum heimilisbrag með öllu
tilheyrandi; eldamennsku, bakstri
og öllu því sem sveitabú þarfnast,
þar með talið heyskap og búfjár-
störfum. Öll þessi vinnubrögð lærði
ég af henni og var látin taka fullan
þátt í þeim. Sumrin hjá Gunni voru
því mikill skóli fyrir mig, sem ég
hef notið æ síðan.
Gunnur hafði gaman af því að
fara á hestbak og átti góðan reið-
hest sem hét Rauður. Stundum
fékk ég Rauð og hnakkinn hennar
að láni en það var þó bara til spari.
Annars var það bara Brunki hans
Madda sem við krakkarnir fengum
að nota.
Gunnur naut þess að rækta í
kringum bæinn, bæði blóm og tré.
Á Gafli voru einnig ræktaðar bæði
rófur og kartöflur sem gáfu tekjur.
Gunnur kynntist lífinu án raf-
magns og annarra nútímaþæginda,
þvotturinn þveginn á bretti með
sólskinssápu og síminn var ein stutt
og ein löng. Hún var orðin fimmtug
þegar sjónvarpið kom að Gafli.
Sjónvarpsins naut hún vel því það
færði hana nær hringiðu þjóðlífsins
þar sem hún var lítið fyrir það að
fara af bæ. Einnig naut hún lesturs
góðra bóka.
Þó hún færi óvíða þá var ein ferð
ár hvert sem hún hafði mjög gaman
af en það var að fara í réttirnar á
haustin. Þá var mikill undirbúning-
ur með pönnuköku- og flatköku-
bakstri og var mikill spenningur hjá
okkur krökkunum fyrir réttarferð-
inni.
Stundum bar réttardaginn upp á
afmælisdaginn hennar og hefði hún
orðið níræð um næstu réttir. Ég er
henni þakklát fyrir öll þau góðu
sumur í sveitinni þar sem Gunnur
kenndi mér að vinna og njóta nátt-
úrunnar og skilja lífið. Slíkt ber að
þakka.
Síðustu fimm árin dvaldi Gunnur
á Kumbaravogi. Hún var orðin veik
þegar hún kom þangað og hrakaði
heilsu hennar með árunum. Á
Kumbaravogi hlaut hún bestu
umönnun og leið eins vel og heilsan
gaf tilefni til. Ég vil þakka því góða
fólki sem annaðist hana árin sem
hún dvaldi þar.
Ragnheiður.
Í dag kveðjum við móðursystur
okkar Gunni Gunnarsdóttur. Við
systkinin kölluðum hana alltaf
„Gunni á Gafli“ því þar bjó hún
ásamt honum Eiríki sínum eftir að
við systkinin komumst til vits og
ára.
Gunnur átti engin börn sjálf en
við vorum börnin hennar, ásamt
mörgum öðrum börnum sem dvöldu
hjá þeim Gunni og Eiríki, í lengri
eða skemmri tíma.
Bræðurnir voru kaupamenn og
gengu í öll helstu útiverk en við
systurnar vorum meira í nokkurs
konar heimsóknum. Heimsóknirnar
gátu verið mislangar hjá okkur, frá
einum degi, allt upp í heilt sumar.
En alltaf var okkur vel tekið og við
eigum góðar minningar frá Gafli.
Gunnur var vanaföst og hafði
ákveðnar reglur; alltaf hafragraut-
ur sex daga vikunnar, það var ekki
um annað að velja. En ef við lygn-
um aftur augunum og rifjum upp
sunnudagsmorgnana þá getum við
enn fundið bragðið af heimsins
besta kakói sem Gunnur reiddi
fram, í grænum fallegum bollum,
ásamt öðrum kræsingum.
Gunnur gaf okkur systkinunum
alltaf jóla- og afmælisgjafir á yngri
árum.
Það fylgdi því alltaf dálítil spenna
að sjá hvað við fengum sent frá
Gafli og vorum við ekki svikin af
innihaldinu.
Það er okkur huggun að vita að
Gunnur á Gafli sé komin á betri
stað þar sem síðustu árin hennar
hér hafa verið henni erfið sökum
veikinda. Minning um konu sem
raulaði við vinnu sína í sveitinni
mun lifa með okkur áfram um
ókomin ár.
Guð geymi þig elsku Gunnur.
Ásdís, Gunnar, Hjalti, Sólveig
og Ragnheiður Ásta.
Gunnur Gunnarsdóttir
kranakakó og borðuð lefsa. Það var
góður andi í húsinu hjá þeim og þang-
að var gott að koma. Það þekkja þeir
sem þangað hafa komið.
Afi var af þeirri kynslóð fólks sem
þurfti að vinna fyrir hlutunum. Í þá
daga þekktust ekki þau þægindi sem
við teljum sjálfsögð í dag. Þá þurftu
menn að heyja baráttu fyrir lífsbjörg-
inni. Þessari reynslu miðlaði afi til
okkar og lagði okkur ófáar lífsregl-
urnar. Hann var bóndi, sjómaður,
kjötiðnaðarmaður og mikill náttúru-
unnandi. Honum þótti afskaplega
vænt um Stafafellsfjöll enda þekkti
hann þar með nafni hverja þúfu og
hvern stein. Við gleymum aldrei öll-
um ferðunum í Arasel og seinna í okk-
ar sumarbústað með afa. Hann hafði
sterkar skoðanir og lá ekki á þeim við
þá sem hann þekkti. Göntuðumst við
oft með það að nú væri sá gamli að
skila séráliti eða að fjargviðrast.
Afi var um margt einstakur maður.
Hann var ógleymanlegur þeim sem
kynntust honum. Hann var fróður,
skemmtilegur og einstaklega orð-
heppinn. Hann var mjög traustur og
grandvar. Við kveðjum afa með sökn-
uð í hjarta og trúum því að hann,
pabbi og amma hafi fundið sér stað á
himnum þar sem andinn frá Hagatúni
9 og 11 svífi yfir.
Hannes Ingi Jónsson,
Jónas Egilsson og
Borgþór Egilsson.
Lokið er langri og farsælli ævi.
Það er óhætt að segja, að Hannes
hafi dáið eins og hann lifði. Sáttur við
allt og alla og fullur þakklætis til
þeirra sem önnuðust hann síðustu vik-
urnar. Ég ætla ekki að hafa mörg orð
um Hannes þó margt hafi ég þegið af
honum fóðrið, bæði andlegt og líkam-
legt. Veit að það hefði ekki verið hon-
um að skapi að ég hlæði hann lofi að
leiðarlokum.
Seinasta ár var ákaflega örlagaríkt
í lífi Hannesar. Við lát Sigurbjargar
hinn 12. október sl. stóð hann frammi
fyrir því að ákveða hvort selja ætti
einbýlishús þeirra í Hagatúninu, eða
hann að vera í því áfram. Algjörlega
að eigin frumkvæði tók hann þá
ákvörðun að selja og flytja upp í Ekru,
sem hann gerði um áramótin. Þetta
hefur varla verið auðvelt, en sjálfur
var hann fullkomlega sáttur. Sagði að
þessi ákvörðun hefði verið tekin á hár-
réttum tíma og maður vissi aldrei
hvað framtíðin bæri í skauti sér.
Mér finnst þetta lýsa Hannesi mjög
vel, enda eitt af sterkustu einkennum
hans mikil réttsýni, ekki bara á aðra
heldur líka sjálfan sig og sína. Hann
hafði einstaklega jákvæðar og heil-
brigðar lífsskoðanir og með brosi á
vör lifði hann algjörlega í samræmi
við þær. Það væri örugglega minna af
geðlæknum og gleðipillum ef við ætt-
um fleiri honum líka, menn sem ómeð-
vitað dreifa gleði og góðvild til sam-
ferðafólks á langri vegferð.
„Farðu heill vinur,
hver minning er mæt.“
(G.H.).
Sigrún Benediktsdóttir.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800