Morgunblaðið - 18.08.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 18.08.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 35 ✝ Ólöf SveinbjörgÖrnólfsdóttir fæddist á Norðfirði 20. júlí 1919. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Siglu- firði 6. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar Ólafar voru Örn- ólfur Sveinsson bátasmiður, f. í Við- firði 27. maí 1895, d. 1978 og Guðrún Anna Björnsdóttir, f. á Vaði í Skriðdal 6. ágúst 1896, d. 1962. Systkini Ólafar voru Ingi- björg, f. 1918, d. 2005, Hjalti, f. 1922, d. 26. apríl sl., Snorri, f. 1924, d. 1925, Gyða Björg, f. 1926, Björg, f. 1928, d. 1980 og Sigrún, f. 1930. Ólöf stundaði barna- og ung- linganám heima á Norðfirði. Hún eiginkona Margrét Hjaltadóttir, eiga þau tvær dætur og fimm barnabörn. Þórey, f. 26. júní 1948, eiginmaður Hörður Jósefsson, eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn, Guðrún Hjördís, f. 14. september 1951, eiginmaður Kristinn Jóhannesson, eiga þau tvær dætur og sjö barnabörn, Þór- hallur, f. 23. febrúar 1953, sam- býliskona Halla Kjartansdóttir. Þórhallur á tvö börn og Halla þrjú, saman eiga þau fimm barnabörn. Örnólfur, f. 2. maí 1954, eiginkona Ásdís Magnúsdóttir, eiga þau fjög- ur börn og fyrir átti Örnólfur son- inn Kristján sem á einn son. Krist- inn Brynjar, f. 21. júlí 1955. Sambýliskona Sigrún Ósk Snorra- dóttir. Kristinn á fjögur börn, Sig- rún sex og saman eiga þau 18 barnabörn. Jósep Smári, f. 10. júní 1957, eiginkona Rebekka Sigurð- ardóttir, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Afkomendur Ásmund- ar og Ólafar eru í dag 59 talsins. Útförin Ólafar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður að Barði í Fljót- um. fór snemma að vinna fyrir sér og var mikið í vist og við barna- gæslu á heimilum, heima á Norðfirði, Stöðvarfirði, um tíma í Reykjavík og víðar. Það urðu þáttaskil í lífi Ólafar þegar hún á nítjánda ári réð sig í vinnu- mennsku norður í Fljót, í Stóru-Reyki. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Ásmundi Frímanns- syni, f. 31. júlí 1919. Þau giftu sig 2. september 1940. Þau Ólöf og Ásmundur bjuggu lengst af ævi á Austara-Hóli í Flókadal og komu upp átta börnum. Þau eru: Frí- mann, f. 23. ágúst 1942, eiginkona Aud Hole Ásmundsson og eiga þau þrjá syni. Þórir Jón, f. 2. júní 1947, Elsku Olla mín, um leið og ég og fjölskyldan kveðjum þig vil ég fá að þakka þau forréttindi að hafa kynnst þér. Þegar horft er til baka virðist þetta ekki vera svo langur tími, þó það séu tæp 30 ár síðan ég kom fyrst á Austari-Hól til ykkar Adda, en það var þegar við Öddi vorum að draga okkur saman. Það fyrsta sem ég tók eftir í fari ykkar var samheldni ykkar hjóna sem entist alla tíð. Annað var gest- risni ykkar. Það var sama hversu margir voru á bænum, alltaf var pláss fyrir fleiri og þú virtist ekkert hafa fyrir því að hafa til mat handa öllu lið- inu, að ekki sé nú talað um kaffið og meðlætið. Þú hafðir svo gaman af því að baka. Ég er viss um að tertuhlað- borðin þín eru mörgum minnisstæð. Einnig varst þú mikil handverks- kona og gaman væri nú að hafa tölu á öllum hekluðu dúkunum og öðru handverki sem þú hefur unnið um tíð- ina. Tónlistin var þér mjög hugleikin og hlustaðir þú alla tíð mikið á tónlist, þú greipst einnig sjálf í hljóðfæri og hafðir gaman af því að syngja. En ekki hefur það verið stór hópur sem fékk að njóta þess að heyra þig spila á hljóðfæri eða syngja þar sem þú varst alltaf frekar feimin og hlédræg að eðlisfari. Það er erfitt að minnast þín án þess að hann Addi þinn komi við sögu því þið voruð ávallt sem eitt, svo sátt og ánægð með ykkar hlutskipti í líf- inu. Þegar aldurinn fór að segja til sín og heilsan að gefa sig fluttuð þið til Siglufjarðar, fyrst á Skálarhlíð og síðan á Heilbrigðisstofnunina á Siglufirði. Á Skálarhlíð tókst þú þátt í kórstarfi ásamt því að fara í föndrið og hafðir þú mikið yndi af hvoru tveggja. Þegar þið bjugguð á Skál- arhlíð hafðir þú á orði: „Aldrei átti ég nú von á því að ég ætti eftir að hafa það svona gott.“ Þú varst vön að þurfa að hafa fyrir hlutunum með stórt heimili. Því fannst þér þú nú búa við algjöran lúxus með þjónustu á báðar hendur. En það voru fyrst og fremst börnin og afkomendurnir sem skiptu þig máli, ekkert gladdi þig meira en þegar vel gekk hjá þeim. Enda var það alltaf það fyrsta sem spurt var að þegar búið var að heils- ast: „Hvað er að frétta af krökkun- um?“ Við höfum átt saman margar góðar stundir og gaman var heyra þig rifja upp sögur frá uppvaxtarárunum heima á Norðfirði. Sögur af því þegar þú byrjaðir ung að fara í vist og svo þegar þú fluttist í Fljótin. Það var t.d. sama hversu oft þú sagðir frá því þegar hann Addi kom á hestinum að Stóru-Reykjum til þess að biðja þín, það var alltaf jafn mikil rómantík sem fylgdi þeirri sögu. Þið Addi hafið undanfarin ár dval- ist á sjúkradeild Heilbrigðisstofnun- ar Siglufjarðar og notið þar góðrar umönnunar. Viljum við þakka öllu starfsfólki fyrir það góða atlæti sem þið hafið notið og það er okkur ómet- anlegt að ætíð hefur verið passað upp á að hjónin gætu verið saman, allt til hinstu stundar Ollu. Elsku Olla mín, við Öddi ásamt börnum okkar þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar og minning- arnar sem þú hefur gefið okkur. Um leið og við kveðjum þig lofum við þér að líta til með honum Adda þínum. Þín tengdadóttir Ásdís. Það er sárt að missa þig, elsku amma, en huggun harmi gegn að vita að núna líður þér vel eftir langan ævi- dag. Það eru margar góðar og fal- legar minningar sem ég á um ykkur afa í sveitinni og þær mun ég geyma í hjartanu mínu. Þið voruð svo falleg hjón og fjölskyldan skipti ykkur miklu máli. Barnabörnin ykkar voru mörg, en þið áttuð alltaf tíma fyrir okkur hvert og eitt. Það var yndislegt að fá að heimsækja ykkur á hverju sumri og betri ömmu og afa er ekki hægt að biðja um. Ég man eftir öllum góðu stundunum sem við áttum sam- an, þegar þú kenndir mér á gítar, söngst fyrir mig, spilaðir við mig, fléttaðir hárið mitt, kenndir mér að baka vöfflur og snúa kleinum, prjón- aðir með mér og hrósaðir mér fyrir teikningarnar mínar. Ég man að ég ætlaði alltaf að verða alveg eins og þú þegar ég eignaðist fjölskyldu, baka góðar kökur og bestu kleinur í heimi til þess að eiga fyrir alla gestina. Ég ætlaði líka að prjóna og hekla fyrir alla fjölskylduna eins og amma í sveitinni, en það voru ófáir sokkar og vettlingar sem þú prjónaðir handa mér í gegnum tíðina. Þú varst dug- leg, amma mín, það er ekki hægt að segja annað. Ég vona að þér líði vel núna og ég bið guð að gefa afa og allri fjölskyldunni styrk í sorginni. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Ásrún Eva Harðardóttir. Elsku amma. Nú hefur þú fengið hvíldina þína. Við eigum margar fallegar minning- ar um þig úr sveitinni, en það var allt- af svo gaman að koma til þín og afa á Austari Hól. Það hefur sjálfsagt ekki verið auðvelt að koma átta börnum á legg. Engar vélar til að létta undir heimilisverkunum, en þú tókst samt alltaf vel á móti börnum þínum og barnabörnum með opnum örmum og lagðir metnað þinn í að hafa nóg af kræsingum á borðum fyrir gesti og gangandi. Við stóðum svo oft við eldavélina hjá þér og fylgdumst með fullar af áhuga þegar þú bakaðir lummurnar þínar góðu eða steiktir kleinur til að hafa með kaffinu. Það voru yndislegar stundirnar með þér þegar við löbbuðum niður að á til að finna fallega steina sem við fórum svo með heim og límdum á spjöld,og skreyttum svo með þurrkuðum blóm- um sem þú pressaðir í stóru bókinni þinni. Í minningunni vorum við dug- legar við að færa þér blóm til að pressa. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur þó þú hefðir nóg fyrir stafni. Við erum þakklátar fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Þú verður ávallt í huga okkar og hjörtum. Takk fyrir allt, elsku amma. Elsku afi, mamma (Gunna) og systkini. Við biðjum góðan Guð að halda fallega utan um ykkur. Þínar ömmustelpur, Birgitta og Erla Guðrún. Mig langaði að minnast ömmu minnar í nokkrum orðum. Amma í sveitinni var alveg yndisleg persóna. Hún var alltaf í góðu skapi og vildi allt fyrir okkur barnabörnin gera. Alltaf var nóg til af kökum, en bestar voru lummurnar hennar sem við krakkarnir borðuðum alltaf yfir okk- ur af. Amma var mjög söngelsk og söng mikið fyrir okkur og ekki má gleyma smitandi hlátri hennar. Hún var mjög góð við alla handavinnu og á ég nokkra dúka eftir hana. Hún var mjög þolinmóð að kenna mér að hekla og prjóna og alltaf hafði hún tíma fyrir barnabörnin sín sem eru hvorki meira né minna en 25 talsins. Alltaf fannst mér jafn gaman að fara á Austara Hól til ömmu og afa og eru margar góðar minningar tengdar þessum stað. Í sveitinni var alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmti- legt að gera og minnist ég ömmu í sveitinni með miklum söknuði. Blessuð sé minning Ollu ömmu. Berglind S. Harðardóttir. Hún amma mín elskuleg hefur kvatt okkur. Á hverju sumri þegar ég var að alast upp var farið í Fljótin til ömmu og afa á Austara-Hóli. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá þeim í sveit. Það var mikið starf að vera hús- freyjan á bænum því oft var mann- margt, sérstaklega á sumrin. Því starfi sinnti hún amma af kostgæfni. Þó mikið væri að gera þá gaf hún sér alltaf tíma til að spjalla og segja mér frá samferðafólki sínu. Hugur hennar leitaði þá oft til æskustöðvanna á Norðfirði og hvernig leið hennar lá síðar í Fljótin. Amma vildi hafa fallegt og litríkt í kringum sig. Ég man t.d. eftir því þegar gamli bærinn var málaður. Þá kom ekki annað til greina en að mála bæinn sólgulan. Það varð úr og ég gat ekki betur séð en að amma væri mjög ánægð með útkomuna. Hún var tón- elsk og spilaði sjálf á gítar og orgel. Við barnabörnin nutum leiðsagnar hennar og fengum stundum að spila á hljóðfærin. Sérstaklega man ég að gaman var í eldhúsinu hjá okkur þeg- ar lögin hennar ömmu hljómuðu í út- varpinu. Minningarnar eru margar og kveð ég ömmu mína með söknuði og þakklæti fyrir samverustundirn- ar. Hanna Björg. Ólöf Sveinbjörg Örnólfsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, EVU LILJAN ÞÓRARINSDÓTTUR frá Varmadal, Vestmannaeyjum, sem lést á heimili sínu, Hraunbúðum, hinn 19. júlí. Sigurður Elíasson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Una Elíasdóttir, Önundur Kristjánsson, Kristín Frímannsdóttir, Hörður Elíasson, Elínbjörg Þorbjarnardóttir, Sara Elíasdóttir, Björn Baldvinsson, Sævaldur Elíasson, Svanbjörg Oddsdóttir, Hjalti Elíasson, Júlía P. Andersen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem með hlýhug, nærveru og samúðarkveðjum heiðruðu minningu okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og vinar, GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR, Víðigerði 3, Grindavík. Hlýhugur ykkar hefur verið okkur mikils virði. Margrét Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Hermann Þorvaldur Guðmundsson, Kristín Edda Ragnarsdóttir, Erla Olsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS Þ. HALLSSONAR óperusöngvara. Sérstakar þakkir til karlakórsins Fóstbræðra og starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðrún Kristinsdóttir, Brynjar V. Dagbjartsson, Sigurður Kristinsson, Anna Bryndís Kristinsdóttir, Vernharður Linnet, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, SVERRIS JÓNSSONAR, Hvammi, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hvammi fyrir góða umönnun og hlýhug. Fyrir hönd systur og annarra aðstandenda, Berta J. Einarsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, HAUKS EINARSSONAR, Austurgerði 7, Kópavogi. Guðríður Gísladóttir og fjölskylda. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og útför móður okkar, GUÐRÚNAR ALBERTSDÓTTUR. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Anna Rögnvaldsdóttir, Þórdís Rögnvaldsdóttir, Gunnar Albert Rögnvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.