Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hansína Einars-dóttir, eða Hanna eins og hún var kölluð, fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 13. nóv- ember 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jósíana Magnús- dóttir, f. 26. nóv- ember 1919, d. 25. desember 2000 og Hjörtur Jónsson, f. 5. febrúar 1920, d. 30. desember 1975. Jósíana gift- ist síðar Steinari Guðmundssyni, f. 15. febrúar 1917. Kjörforeldrar Hönnu voru Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins hf. í Hnífsdal, f. 20. ágúst 1896, d. 6. febrúar 1982 og Ólöf Magn- úsdóttir, f. 24. nóvember 1909, d. 18. febrúar 1968. Sammæðra hálf- systkini Hönnu eru Margrét, f. 1945, d. 1986, Anna, f. 1946, Magn- ús, f. 1949, og Þórdís, f. 1955, d. Valur Björn, f. 1976. 4) Ólöf Jóna, f. 1961, maki Björgvin Hjörvarsson, f. 1958, börn þeirra eru Einar Örn, f. 1983, Margrét Katrín, f. 1986, og Hanna Bára, f. 1990. 5) Guðmundur Annas, f. 1964, maki Svanhildur Ósk Garðarsdóttir, f. 1966, dætur þeirra eru Gerður, f. 1985, Elísa- bet, f. 1993, og Kristín, f. 1993. Sambýlismaður Hönnu síðast- liðin 7 ár var Birgir Sveinsson, f. 1944. Hanna vann allan sinn starfs- aldur á skrifstofu Hraðfrystihúss- ins hf. í Hnífsdal. Hún vann ýmis nefndar- og félagsstörf, sat í menn- ingarmálanefnd Ísafjarðarkaup- staðar, var virkur félagi í Kven- félaginu Hvöt í Hnífsdal frá 16 ára aldri, sat í stjórn og gegndi for- mennsku þar til margra ára. Hún starfaði lengi med Sunnukórunum, kirkjukórnum og Litla leikklúbbn- um á Ísafirði. Hanna studdi vel við bakið á Kristjáni þegar hann var í forystu fyrir Alþýðuflokkinn og forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Hún vann ötult starf fyrir íþrótta- hreyfinguna og fæddi og hýsti oft heilu fótbolta- og skíðaliðin. Hansína verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1957, samfeðra Jón Árni, f. 1943, Sigrún Lilja, f. 1954, Hjörtur, f. 1956 og Ásta, f. 1957. Uppeldisbróðir Hönnu er Ágúst Jóns- son, f. 1944. Hanna giftist 6. júní 1959 Kristjáni K. Jón- assyni, f. 19. nóvem- ber 1934, d. 5. apríl 1994. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Einar Valur, f. 1957, maki Guðrún Aspel- und, f. 1961, börn þeirra eru Karl, f. 1984, Agnes Kristín, f. 1988, og Ólöf, f. 2001. Dóttir Einars Vals og Jónínu Ólsen er Hanna Lísa, f. 1979. 2) Kristinn Þórir, f. 1958, maki Berglind Óla- dóttir, f. 1962, börn þeirra eru Arna Ýr, f. 1982, Inga Rut, f. 1987, og Óli Rafn, f. 1993, 3) Steinar Örn, f. 1960, maki María Valsdóttir, f. 1956, synir þeirra eru Kristján Jó- hann, f. 1983, og Tómas Haukur, f. 1987. Börn Maríu frá fyrri sam- böndum eru Sandra, f. 1973, og Elsku amma Hanna. Það er svo skrítið að þú sért farin, það er bara mánuður síðan þú varst inni í bústað svo hress og þér leið svo vel í góða veðrinu. Á svona stundu fljúga allar minningarnar sem við eigum í gegn- um hugann og þær eru sko margar. Allar góðu stundirnar á Engjavegin- um og svo þegar bústaðurinn var keyptur, vá, þar var sko gaman að leika. Það er svo stutt síðan þú greind- ist með krabbameinið og ekki grunaði okkur að þú færir svo fljótt, en við vit- um að afi tekur vel á móti þér og hann er örugglega búinn að bíða eftir þér. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman, við söknum þín sárt og geymum þig í hjarta okkar. Arna Ýr, Inga Rut og Óli Rafn. Elsku amma Hanna. Ég fæddist á afmælisdegi þínum árið 1979 þegar þú varst aðeins 39 ára og sagðist þú oft hafa fengið mig í af- mælisgjöf. Það mætti eins segja að ég hafi verið heppin að hafa fengið þig sem ömmu. Þú varst alltaf hress, skemmtileg og góð amma. Þú hafðir einstakan húmor sem ég er viss um að fáar ömmur hafa og var svo frábært að við gátum hlegið saman yfir. Dæmi um húmor þinn var þegar þú varst að segja mér frá gamla fólkinu sem þú sást í blaki í einni Kanaríferð- inni þinni. Segi ekki meira frá því hér. Þegar ég var yngri fékk ég að stússast mikið með þér. Ég man t.d. eftir því þegar ég fór með þér á kór- æfingar í gömlu kirkjunni, ég hafði það mikilvæga hlutverk að dreifa hálstöflum. Svo fór ég með þér í vinn- una í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal þar sem ég fékk að dunda mér yfir daginn og fara í ferðir á lyftaranum. Heima hjá ykkur afa var alltaf eitt- hvað að gera fyrir okkur börnin. Man ég eftir neðstu skúffunni í sjónvarps- herberginu en það leyndist alltaf eitt- hvað skemmtilegt dót. Oft lékum við krakkarnir niðri í kjallara hjá ykkur afa; þar var fataskápur með gömlum fötum sem við máttum máta og leika okkur með. Þú varst dugleg að ferðast og njóta lífsins, það er ekki hægt að segja ann- að. Ég var svo heppin að fá að slást í för með þér í ógleymanlegum ferðum. Það er mér minnisstæð ferðin sem ég fór með þér og Kitta afa til Svíþjóðar og Noregs eftir að ég fermdist. Í Nor- egi kenndir þú mér svo að gera alvöru kanilsnúða sem klikka aldrei. Ferðin sem við Gilsi fórum með þér til Barce- lona sumarið 2004 er líka ógleyman- leg. Á daginn skoðuðum við borgina og fórum í margar kynnisferðir, svo fórum við út að borða á kvöldin og þegar upp á hótel var komið spiluðum við í kana í herberginu hjá ykkur Bigga. Þú varst svo sannarlega skemmtilegur ferðafélagi og alltaf stutt í hláturinn. Ég man að þegar að Kári fæddist varst þú með þeim fyrstu til að koma að sjá hann, nýkomin frá Kanarí, brún og fín. Þú hafðir alltaf gaman af börn- um og gott að langömmubörnin fengu að kynnast þér þó það hafi verið í allt- of skamman tíma. Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp góðar minningar um þig, amma, minningar frá Engjaveginum, úr sumarbústaðnum og fleira. En minn- ingarnar um þig geymi ég alltaf hjá mér. Við barnabörnin eigum eftir að sakna þín mikið en við vitum að núna ertu komin á góðan stað þar sem afi Kitti tekur vel á móti þér. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku amma. Þín nafna, Hanna Lísa. Það er fallegur sunnudagur í skóg- inum, heiðskírt og andvari. Gróðurinn skartar sínu fegursta eftir sólríkt sumar. Einhver dapurleiki hvílir þó yfir öllu, fánar blakta í hálfa stöng og eins og laufið drjúpi. Hansína, vin- kona okkar til margra ára, lést í gær aðeins 66 ára að aldri. Hún var ein af skógarbúum. Missti mann sinn, hann Kitta í snjóflóðinu 1994. Var hann öll- um harmdauði er hann þekktu. Hanna slasaðist mikið sjálf en dugnaður og bjartsýni leiddi hana aft- ur í skóginn. Byggði hún annan bú- stað á sama stað með Birgi, sínum sambýlismanni til nokkurra ára, stoð og styttu í erfiðum veikindum, ferða- félaga og vin. Hansína fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð, foreldrar hennar voru Jósíana Magnúsdóttir og Hjörtur Jónsson. Hún var snemma tekin í fóstur af þeim heiðurshjónum í Hnífs- dal, Ólöfu Magnúsdóttur og Einari Steindórssyni. Hansína var hamingjubarn, ólst upp við mikið ástríki fósturforeldra og mömmu, sem aldrei sleppti af henni hendi. Hún launaði líka fyrir sig, var hugsunarsöm við sitt fólk og lét sig varða líf þess og líðan. Að alast upp í litlu samfélagi gefur nokkuð annað veganesti út í lífið en margmennið. Mikil samheldni íbúanna, hjálpsemi, ef eitthvað bjátar á og fádæma gest- risni, enda þekkjast allir. Tæp fimm- tíu ár eru síðan nokkrar ungar mæð- ur, búsettar á Ísafirði, stofnuðu saumaklúbb. Þær komu saman kvöld- stund, spjölluðu yfir handavinnu og kaffibolla. Þá var Hansína með tvo stráka, Einar Val og Kristinn. Fljót- lega bættist í hópinn hjá henni, Stein- ar Örn, Ólöf Jóna og Guðmundur Annas. Seinna flutti svo Einar pabbi til hennar svo Hansína var ung að ár- um komin með stóra fjölskyldu. Hanna var stolt af myndarlega barna- hópnum sínum, börnum, barnabörn- um og langömmubörnum. Hún Ólöf litla Einarsdóttir, yngsta barnabarnið var sólargeisli hennar og Birgis. Sagði Hanna okkur margar skondnar sögur af samverustundum þeirra því hún sá alltaf skoplegu hlið- ina og var kát og skemmtileg. Hanna var gestrisinn dugnaðarforkur. Tók virkan þátt í áhugamálum Kitta og barnanna, skíðum og fótbolta. Hún var söngvin og starfaði í kirkjukór og Sunnukór. Hún ók okkur á vörubíl í saumaklúbb inn í skóg, þá langt kom- in á leið með Lóu, var reddari í suð- urferðum, listakokkur sem lét sér ekki muna um að taka heilu fótbolta- liðin í mat og gistingu. Hennar verður sárt saknað því aldrei var lognmolla í kringum Hönnu. Við vinkonur henn- ar vottum Birgi, börnum hennar og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Megi vinkona okkar hvíla í friði. Blessuð sé minning hennar. Saumaklúbburinn. Ég hitti Hansínu fyrir stuttu og hún sagði mér að nú væri hún flutt suður af illri nauðsyn því hún væri með annan fótinn á Landspítalanum vegna veikinda. Mig óraði samt ekki fyrir því að þetta yrði okkar síðasti fundur. Og nú er hún farin. Hún var heima á Ísafirði í sumar, þar átti hún áfram sínar sælustundir í endur- byggðum sumarbústaðnum inni í Skógi. Birgir Sveinsson, sambýlis- maður Hansínu síðustu ár, sér nú á eftir ástvinu sinni sem hann reyndist einstaklega vel, ekki síst eftir að hún veiktist í vetur. Hansína ólst upp í Hnífsdal hjá sæmdarhjónunum Ólöfu Magnús- dóttur og Einari Steindórssyni fram- kvæmdastjóra og reyndist þeim góð dóttir. Hansína varð kornung lífs- förunautur Kristjáns Jónassonar, framkvæmdastjóra Djúpbátsins, og þau giftu sig 6. júní 1959. Hann varð bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórn- ar og reyndist atkvæðamikill bæði í málefnum Ísfirðinga og Vestfjarða- fjórðungs. Kristján naut mikillar virðingar fyrir störf sín, ekki síst inn- an Alþýðuflokksins. Hansína studdi mann sinn leynt og ljóst og þau voru samhent. Þau voru skemmtileg hjón og frábær heim að sækja, áttu fallegt og gott heimili sem var öllum opið, ekki síst börnunum í nágrenninu. Það var Hansínu og börnunum mikið áfall þegar snjófljóð féll á Seljalandsdal og sumarbústaðabyggðina í Tunguskógi 5. apríl 1994 sem hreif með sér sum- arbústaðinn þeirra sem þau dvöldust í. Kristján lést af áverkum sínum en Hansína slasaðist illa og varð aldrei heil heilsu. Ég minnist þess hvað hún sýndi mikið æðruleysi gagnvart nátt- úruhamförum og æðri máttarvöldum þegar ég kom til hennar á sjúkrabeð skömmu eftir slysið en hún hafði sem barn verið í skólahúsinu í Hnífsdal þegar það fauk af grunni. Hún var staðráðin í að takast á við þær skyld- ur sem á hana hefðu verið lagðar og þakklát fyrir börnin sín fimm og þann stuðning sem hún ætti í þeim. Hanna stóð við þau fyrirheit. Hún var atorkusöm að eðlisfari og rak meðal annars sjálf sjávarútvegsfyrirtæki þeirra í Hnífsdal um hríð. Heilsuleys- ið eftir slysið var henni þungbærara en hún vildi viðurkenna. Við vorum fermingarsystur og kynntumst þegar hún kom í Gagn- fræðaskólann á Ísafirði en samheldn- in í þessum fermingarhópi hefur verið alveg einstök alla tíð. Við stelpurnar tengdumst vinaböndum og áttum skemmtilega skólagöngu. Hanna var bara 16 ára þegar hún eignaðist Einar Val. Þegar fleiri eignuðust börn stofn- uðum við saumaklúbbinn Lykkjuna sem hefur starfað í 48 ár. Hanna sá til þess að mér fyndist ég áfram vera í klúbbnum þrátt fyrir öll þessi ár fjarri æskustöðvum. Stærstur varð barna- hópurinn hjá Hönnu og Kristjáni, þau Einar Valur, Kristinn, Ólöf, Steinar og Guðmundur sem kveðja móður sína í dag. Samheldni og vinátta þessara ára hefur brúað áralangar fjarvistir og fyrir það er ég þakklát á kveðjustund. Við Sverrir vottum öllum aðstand- endum Hansínu innilega samúð um leið og við þökkum allt hið góða sem var. Rannveig Guðmundsdóttir. Hafi ég einhvern tíma lært eitthvað þá var það á sjöunda áratugnum á Engjaveginum hjá Hönnu og Kitta. Við hjónin vorum mjög ung þegar við hófum þar búskap og kunnum ekki beinlínis vel til heimilishalds. Margir hafa skemmt sér verulega vel þegar ég hef lýst raunum mínum í eldamennsku til að byrja með en Hanna kom mér nú fljótt á beinu brautina og ég ófeimin að spyrja. Ég gleymi því aldrei þegar hún kom eins og stormsveipur niður og tilkynnti mér að nú biðu 30 slátur eftir verkun frammi í bílskúr og ekkert slór. Það var ekkert ef eða hvort ég ætlaði að taka slátur, það gerðu allar almenni- legar húsmæður. Síðan hefur verið tekið slátur á mínu heimili. Það var mikið líf og fjör hjá stórfjölskyldunni á efri hæðinni og einhvern veginn runnum við bara inn í þetta allt sam- an. Ég held að þeir séu ekki margir sem eru jafn heppnir og við og fá jafn gott veganesti út í lífið. Hanna og Kitti voru einstök og virtist aldrei muna um að gefa okkur góð ráð og styðja, Hanna var allt í öllu á Engja- veginum og stjórnaði eins og herfor- ingi þegar að því kom að fyrsta barnið okkar, Hilmar, fæddist. Hún kenndi mér allt um meðferð ungbarna og þegar drengurinn fór að hafa vit, þá skreið hann með sængina sína upp á efri hæðina og lét fara vel um sig hjá þeim hjónum. Við áttum góð ár hjá þeim áður en við fluttum á Seljalands- veginn og það leið þó nokkur tími þangað til Hönnu fannst óhætt að sleppa af mér beislinu. Alltaf var kom- ið reglulega við á báðum stöðum og ekki má gleyma skötunni á Þorláks- messu þar sem við, ásamt fjölda manns, nutum góðgerða þeirra hjóna. Við getum aldrei fullþakkað þennan tíma. Það hefur margt drifið á daga okk- ar allra síðan, elsku Kitti lét lífið á sviplegan hátt í snjóflóðinu í Tungu- dal og nú hefur Hanna kvatt okkur. Tengsl okkar minnkuðu eftir að við fluttum suður en slitnuðu aldrei og nú síðast í júlí var ég stödd ásamt barna- börnum mínum á Ísafirði og heimsótti þá Hönnu sem hvíldi sig í bústað sín- um í skóginum. Það er ómetanlegt fyrir mig að hafa fengið tækifæri til að hitta hana þá og áttum við mikið og gott spjall og rifjuðum upp gamlar minningar og hlógum eins og í gamla daga. Kæru börn og barnabörn og allir aðrir í fjölskyldunni, við sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur á sorgartíma og biðjum góðan guð að varðveita ykkur og allar góðar minn- ingar um foreldra ykkar. Hildigunnur Lóa, Hans Georg og fjölskylda. Látin er Hansína Einarsdóttir á Ísafirði. Hún var ógleymanleg kona. Örlög Hansínu tengdust mjög snjó- flóðinu mikla sem féll á Seljalandsdal og Tungudal við Skutulsfjörð 5. apríl 1994, um kl. 6 að morgni þriðjudags eftir páska. Þá var hún stödd ásamt manni sínum Kristjáni Jónassyni í sumarhúsi þeirra í Tunguskógi. Krist- ján lést í flóðinu en Hansína náðist lif- andi. Undirritaður þekkti Kristján heit- inn allvel, hafði starfað með honum í nefndum á vegum Ísafjarðarkaup- staðar, en Kristján var um skeið for- seti bæjarstjórnar, enda einstaklega viðfelldinn sómamaður. Að honum var mikill missir. Hjónaband þeirra Hansínu var gott og farsælt og þau bjuggu við mikið barnalán. Það hlýtur að hafa verið gífurlegt áfall fyrir Hansínu að vakna upp á sjúkrahúsi, eiginmaðurinn látinn og hún sjálf stórslösuð. Það var í rauninni kraftaverki lík- ast hvernig hún náði sér á strik eftir þetta og þar kom til óbilandi vilja- kraftur hennar og meðfædd bjart- sýni, en auðvitað fékk hún líka stuðn- ing frá vinum og vandamönnum. Vafalaust er samt að Hansína náði sér aldrei til neinnar fullnustu eftir slysið, þó að hún sjálf léti á litlu bera. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Hansínu nokkuð á árun- um eftir snjóflóðið. Hún hélt þá heim- ili á Eyrargötu 3 á Ísafirði. Þangað var mjög gott að koma, heimilið vel búið, enda Hansína mikil húsmóðir og gestrisin í besta lagi. T.d. gerðist það á Þorláksmessu fyrir jól 1998 og 1999 að við vorum í heimboðum hjá henni og var skötuborð hennar eitt hið ágætasta sem um getur. Hansína hafði góða söngrödd og söng lengi í kirkjukór Ísafjarðar. Þá söng hún á tímabili í Sunnukórnum. Víðar kom hún við sögu í félagslífi kaupstaðarins, m.a. hafði hún mjög jákvæð afskipti af íþróttamálum, en á þeim hafði Kristján heitinn sérstakan áhuga. Öllum sem þekktu Hansínu var vel við hana og fólk dáðist að létt- leika hennar og skapinu sem oftast var mjög gott. Hún ferðaðist talsvert um heiminn á seinni árum sínum og hafði af því verulega ánægju. Um- fram allt fylgdist hún þó náið með af- komendum sínum og lét sér mjög annt um þá. En maðurinn með ljáinn nálgaðist, og það var krabbamein sem varð henni að aldurtila. Við hjónin sendum börnum Hans- ínu og öðru vandafólki hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Teitsson. Í dag kveðjum við Hansínu Einars- dóttur hinsta sinni. Hún fæddist í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar og ólst upp í Hnífsdal á eftirstríðs- árunum, þegar hraðar breytingar verða á íslensku þjóðfélagi. Faðir hennar, Einar Steindórsson, var einn af stofnendum Hraðfrystihússins í Hnífsdal og framkvæmdastjóri þess um áratuga skeið. Uppvöxtur Hans- ínu í litlu þorpi, þar sem atvinnulífið hvíldi á nokkrum framtakssömum mönnum, mótuðu hana og lífsskoðan- ir hennar alla tíð. Barnauppeldi og vinna kom ekki í veg fyrir þátttöku Hansínu í félagsmálum og fengu m.a. kvenfélagið, menningarnefnd Ísa- fjarðarbæjar og kirkjan að njóta óþrjótandi krafta hennar um árabil. Á heimili Hansínu var alla tíð mikill gestagangur og margir knattspyrnu- menn, sem áttu þar sitt annað heimili. Fyrir átta árum tókum við saman höndum ásamt fleirum undir merkj- um Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. er Hraðfrystihúsið í Hnífsdal og Gunnvör hf. sameinuðust. Hún bar hag félagsins mjög fyrir brjósti og vildi vöxt þess og viðgang sem mest- an. Undanfarin ár sat hún í vara- stjórn félagsins og viljum við þakka henni fyrir gott samstarf um margra ára skeið. Við færum fjölskyldu Hansínu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Inga S. Ólafsdóttir og Kristján G. Jóhannsson. Við viljum minnast góðrar vinkonu, Hansínu Einarsóttur. Fyrir sex árum lentum við í næstu íbúð við Hönnu og Bigga úti á Kan- aríeyjum. Þau kynni hafa haldist síð- an, það var gott að hafa þau fyrir ná- granna. Hanna var hvers manns hugljúfi, mátti aldrei neitt aumt sjá án þess að rétta hjálparhönd. Þangað hafa leiðir okkar legið sam- an til þessa, en svo verður ekki í ár. Við þökkum þér fyrir stundirnar sem við áttum saman hér í Kópavoginum. Þetta var hörð og snörp barátta hjá þér síðustu mánuði, við vonuðum allt- af að þú myndir vinna þetta stríð, eins og þú varst búin að sigra marga erf- iðleika. Börnum hennar og öllum ættingj- um vottum við djúpa samúð. Elsku Birgir, við eigum þig, vininn okkar, áfram og sjáumst fljótlega. Anna Jóna og Sigurður. Hansína Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.