Morgunblaðið - 18.08.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 37
Jæja pabbi minn, þá
er komið að því að
kveðja.
Það er skrítið að
sem barn og jafnvel
þegar maður eldist heldur maður að
menn eins og þú verði eilífir. Það eru
ekki nema fá ár síðan ég sá að svo var
auðvitað ekki. Það er margs að minn-
ast í gegnum árin, sumt er kannski
ekki merkilegt í augum annarra, en
er eitthvað sem stendur svo skýrt í
minningu minni gagnvart þér. T.d.
ferðir með Norðurleiðarrútu, t.d.
R-4719, það var nú bara aðalrútan
fannst manni. Þegar við Sigfús vor-
um að fara í sveitina og vorum að
röfla um að þú gæfir okkur folald, það
stóð ekki á því, þú bentir á einhver
Garðar Pálsson
Þormar
✝ Garðar PálssonÞormar fæddist
í Neskaupstað 27.
nóvember 1920.
Hann andaðist á
heimili sínu fimmtu-
daginn 5. júlí síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Grafar-
vogskirkju 12. júlí.
folöld út um bílglugg-
ann og gafst okkur
þau. Við áttum þau
lengi og þau voru alltaf
folöld. Eða þegar farið
var fyrir jól á nokkrum
rútum að sækja skóla-
krakka sem voru að
fara í frí, ég fékk að
fljóta með. Við fórum á
Blönduós að sækja
kvennaskólastelpur,
við vorum varla lagðir
af stað með fullan bíl af
stelpum þegar þú byrj-
aðir að syngja og jóðla,
ég auðvitað skammaðist mín rosalega
en komst fljótt að því að það var lang-
mesta fjörið í okkar bíl. Síðan komu
ferðir í CMC og Daimont-trukkum
hjá Vegagerðinni og síðast en ekki
síst á Scaniunni R-5562. Mér er
minnisstæð ein ferð. Það var oft svo
að þú þurftir að fá bíla í vinnu vegna
mikilla flutninga og í þessari ferð var
meðal annars gömul Scania frá Akra-
nesi.
Þú varst mikill áhugamaður um sjó
og sjómennsku og hvattir mig til að
fara út í að kaupa trillu, Guðrúnu
Helgu, og það var að ég held enn í
dag vegna þess að þig langaði í trillu.
Og þú hjálpaðir mér að kaupa trill-
una, þið mamma komuð oft austur
svo þú gætir róið með mér, á færi,
þorskanet og grásleppu. Og það rifj-
ast upp þá að þótt ég hafi oft séð þig
brosa og hlæja, þá man ég bara eftir
að hafa séð þig gráta úr hlátri einu
sinni. Það var í grásleppuróðri og
Raggi sonur minn fór með, þá bara
pínulítill. Við vorum búnir að draga
helling og ég sagði að það væri best
að fara að eta. Raggi sat í lúkarshurð-
inni og fullt af grásleppu fyrir framan
hann, gapandi og geispandi. Hann
var búinn að taka allt nestið og mylja
það niður og troða upp í þær, „þær
eru svo svangar“ sagði hann.
En lífið var ekki alltaf dans á rós-
um. Við vorum samt ekki bara feðgar
heldur alltaf góðir vinir. Þegar maður
var lítill og síðan stór var maður ríg-
montinn af því að vera sonur Gæja
Þormar. En nú segjum við hvor öðr-
um víst ekki fleiri sögur (sannar og
lognar) í bili. Ég er svo þakklátur fyr-
ir þá helgi sem við áttum saman 2 vik-
um áður en þú skildir við. Þinn tími
var einfaldlega kominn og ég verð að
sætta mig við það þó að það sé sárt.
Ég þakka þér fyrir allt pabbi minn
og veit að þú ert hvíldinni feginn. Nú
hittir þú Guðrúnu systur, Tóta, og
alla hina. Hvíldu í friði pabbi minn.
Þinn sonur
Páll.
Á mánudags-
morgni, eftir frábæra
verslunarmannahelgi,
fékk ég skilaboð um að
ég þyrfti nauðsynlega
að hafa samband heim. Ég fraus í
símann þegar Kittý sagði mér að
Eiki, unnusti hennar og góðvinur
minn, hefði látist í umferðarslysi
fyrr um morguninn. Tárin flæddu
niður kinnarnar.
Eiki var frábær vinur, alltaf kátur
og hress. Við gátum alltaf fundið
okkur eitthvað til að spjalla um.
Hann var alltaf til staðar fyrir mann
ef maður þurfti á hjálp að halda og
tala ég nú ekki um alla aðstoðina
sem hann veitti mér þegar ég keypti
mér fyrsta bílinn minn enda bifvéla-
virki að mennt. Sá var sáttur þegar
VW varð fyrir valinu hjá mér. Ef
eitthvað vantaði eða þurfti að laga
renndi ég við hjá Eika inn í Heklu og
hann bjargaði málunum. Það er
meira að segja ekki svo langt síðan
að hann ætlaði að verða mér út um
einn varahlut en mér sjálfri lá svo á
að aldrei gaf ég mér tíma til að hitta
á hann. Ég hefði heldur betur átt að
koma við hjá þér inn í vinnu, elsku
Eiki.
Síðustu samskipti okkar voru
heldur stutt, einungis „hæ“ og „bæ“
þar sem ég mætti þér í útidyrahurð-
Eiríkur Óli Gylfason
✝ Eiríkur ÓliGylfason fædd-
ist í Reykjavík 6.
janúar 1981. Hann
lést af slysförum 6.
ágúst síðastliðinn.
Eiríkur Óli var
jarðsunginn frá
Seljakirkju 16.
ágúst sl.
inni í Skriðuselinu og
var á leið út en þú
heim úr vinnu. Auðvit-
að minntist þú á vara-
hlutinn og ég asnaðist
til að segja að hann
mætti bíða til betri
tíma.
Þegar ég hugsa til
baka um hvernig sam-
skipti okkar voru var
aldrei langt í brosið.
Ég man ekki eftir
neinum degi sem ég
eyddi með Eika og
Kittý sem ekki var
hlegið. Sérstaklega man ég eftir at-
viki þegar við vorum nokkur á leið í
útilegu, Eiki segir allt í einu að nú
séum við á þjóðvegi 1 og heyrist þá í
Maju „já, fyrsti vegurinn sem búinn
var til á Íslandi.“ Það sem við hlóg-
um af þessu gullkorni.
Eitt sumar skruppum við Eiki,
Kittý og Auður saman til Kaup-
mannahafnar og síðar í ferðinni
bættist Freyr í hópinn. Við skemmt-
um okkur ótrúlega vel, brölluðum
margt saman, sungum karókí, spil-
uðum fótbolta á Ráðhústorginu um
miðja nótt, þið Freyr hjóluðu eins og
óðir menn um miðborgina og svo má
auðvitað ekki gleyma ferðinni okkar
í fallturninn, það sem við Eiki gerð-
um óspart grín af Auði þar sem hún
sat á milli okkar með æluna í háls-
inum. Það var bara um daginn sem
Kittý nefndi það við mig að endur-
taka leikinn. Að sjálfsögðu tók ég vel
í þá hugmynd en nú verður það allt
annað, án þín.
Þegar ég heimsótti þig og Kittý á
sjúkrahúsið degi eftir að Benedikt
Gylfi fæddist sá ég hversu ánægður
þú varst með lífið. Brosið skein úr
andliti ykkar beggja og greinilega
hlökkuðu þið til að hefja fjölskyldu-
lífið. Við vinkonurnar urðum eðlilega
yfir okkur hrifnar af þeim nýfædda
og vorum við strax farnar að slást
um hver fengi að passa fyrst. Lífið
virtist blasa við ykkur nýbökuðu for-
eldrum en nýlegir atburðir sína að
allt getur gerst án fyrirvara. Ég er
sannfærð um þú munt fylgjast vel
með þeim mæðginum þarna uppi og
vernda þinn gullfallega son.
Ég mun aldrei gleyma þér elsku
Eiríkur og ég sakna þín ofsalega
mikið. Ég lofa þér að passa Kittý og
Benedikt Gylfa vel. Ég veit að við
munum hittast aftur seinna. Bless á
meðan.
Þín vinkona,
Brynja Rún.
Elsku frændi.
Mig langar að minnast þín með
nokkrum orðum. Þú varst svo ein-
stakur á allan hátt. Dugnaður og
glaðlyndi var það sem einkenndi Ei-
rík frænda alla tíð. Það sem kemur
alltaf upp í hugann þegar ég hugsa
til þín eru mismunandi hárlitir en þú
varst oft duglegur að skipta um þá,
einnig er minnisstæð tónlistin sem
þú spilaðir svo hátt í græjunum í
bílnum. Ekki má þá gleyma uppá-
haldinu þínu, flatkökum með hangi-
kjöti en það var eitthvað sem þú
borðaðir alltaf mest af öllum í
veislum og boðum.
Ég veit að þú átt eftir að vaka yfir
litla Benedikt Gylfa og kveð ég þig
með lítilli bæn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Takk fyrir allt, þín frænka,
Erna Oddný.
Elsku afi Jóel.
Margir sakna þín
sárt, sérstaklega
amma og líka allir
hinir í fjölskyldunni.
Eftir að þú dóst er allt svo dauf-
legt af því að þú varst svo góð
Jóel Kr. Jóelsson
✝ Jóel Kristinn Jó-elsson fæddist í
Reykjavík 22. jan-
úar 1921. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 16. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 3.
júlí.
manneskja. En ég
man eftir því að
svona 2 mánuðum
áður en þú dóst
varstu búinn að ráða
mig í vinnu. Þú baðst
mig um að mála bíl-
kerruna úti á hlaði
fyrir framan gróður-
húsin. Bráðum mun
ég mála kerruna.
Verst að þú ert ekki
hér og fáir að sjá
kerruna þína nýmál-
aða.
Elsku afi, hvíl í
friði. Þín sonardóttir
Melkorka Þorkelsdóttir.
Elsku Gréta.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Greta Svanlaug
Svavarsdóttir
✝ Greta SvanlaugSvavarsdóttir
fæddist á Selfossi
19. september 1963.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 12.
júlí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Digra-
neskirkju 19. júlí.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að
minnast,
svo margt sem um hug
minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Guðmundur,
Óskar, Ingvar og Oli-
ver. Við sendum inni-
legustu samúðar-
kveðjur og óskir um að góður Guð
styrki ykkur og alla ástvini Grétu á
þessum erfiða tíma. Eftir lifir minn-
ing um yndislega konu og ástkæra
móður. Hvíl í friði.
Helga og Ágúst.
Elsku besta systir
mín, það var óskap-
lega erfitt að kveðja
þig, þú barðist eins og
hetja við þennan erf-
iða sjúkdóm, kvartaðir aldrei. Alltaf
varstu til staðar með góð ráð þegar
maður þurfti á þeim að halda.
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
En aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran)
Þórdís Þórisdóttir
✝ Þórdís Þóris-dóttir fæddist í
Búðardal 22. ágúst
1952. Hún lést á
líknardeild LHS í
Kópavogi 7. júlí síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Grafarvogskirkju
12. júlí.
Elsku systir mín,
hvíl þú í friði.
Þín systir,
Björk.
Elsku Þórdís
frænka.
Þú varst alltaf svo
sterk og dugleg í
baráttu þinni við
þennan erfiða sjúk-
dóm.
Mér finnst svo erf-
itt að hugsa til þess
að ég geti ekki komið
í heimókn til þín í Kjarrhólmann
eða hitt þig hjá mömmu.
En ég veit að þú ert komin á
stað sem þér líður vel á.
Þú áttir svo mikið af fallegum
skóm og alltaf gat maður leitað til
þín ef mann vantaði skó fyrir eitt-
hvert tilefni, þar sem við áttum
það sameiginlegt að vera pínulítið
glysgjarnar, enda báðar ljón.
Ég veit að þú horfir til okkar og
passar uppá Sigrúnu og Stjána og
auðvitað Aron Daníel, Auði Dís og
okkur öll hin líka.
Elsku frænka mín, hvíl þú í
friði.
Birna Þorsteinsdóttir.
Í hvert sinn sem við
missum vin deyjum
við lítið eitt. Ég þykist
vita að ættingjar og
vinir Ásdísar Ingi-
bergsdóttur reyni sannleiksgildi
þessa ævaforna spakmælis þar sem
þeir kveðja hana í hinsta sinn í dag.
Eftir stendur orðstír um góða og
ástríka móður, ömmu, tengdamóðir
og vin, trygga og hreinskipta, sem
sáldraði í kringum sig hlýju og glað-
værð sem yljaði öllum.
Það var á haustdögum 1967 að
fjölskylda mín flutti að Álfaskeiði 72.
þar bjó fyrir Ásdís með þá verandi
eiginmanni og þremur börnum.
Þarna myndaðist tengsl og vinátta
milli þessara fjölskyldna sem haldist
hefur allar götur síðan.
Ásdís var viljasterk og ákveðin
kona og góður vinur vina sinna. Hún
var myndarleg í öllum sínum verk-
um, sem kom sér vel því ekki var allt-
Ásdís
Ingibergsdóttir
✝ Ásdís Ingibergs-dóttir fæddist
17. júní 1931. Hún
andaðist á heimili
sínu, Sólvangi í
Hafnarfirði, 25. júlí
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Víði-
staðakirkju í Hafn-
arfirði 2. ágúst.
af úr miklu að spila en
með ráðdeild og nýtni
blessaðist allt. Hún
saumaði fötin á börnin
og voru þau síst
óvandaðri en sá fatn-
aður sem hægt var að
kaupa.
Fjölskylda Ásdísar
var henni allt, börnin
hennar Arna, Kristinn
og Sæunn, hún fylgd-
ist stolt með þeim
mennta sig, eignast
góða maka og börn, en
mikilvægastir voru
augasteinarnir hennar, barnabörnin,
velferð þeirra og lífshamingja var
henni fyrir öllu.
Það var þungum bita að kyngja
fyrir Ásdísi þegar hún missti heils-
una fyrir mörgum árum. Í veikind-
um sínum sýndi hún aðdáunarvert
æðruleysi horfði ávallt til næsta dags
með bjartsýni, og sagði alltaf að nú
væri hún að yfirstíga þetta og þá yrði
allt betra. Ásdís dvaldi á Sólvangi
hin síðari ár.
Ásdísi þakka ég tryggð og sam-
fylgd liðinna ára, og bið henni Guðs
blessunar á ljóssins leið.
Megi góður Guð blessa minningu
Ásdísar Ingibergsdóttur og milda
sorg hinna nánustu.
Þuríður Ingimundardóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar