Morgunblaðið - 18.08.2007, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN | KIRKJUSTARF
AKRANESKIRKJA: | Messa kl. 14. Krist-
ófer Már Maronsson, Hjarðarholti 5, Akra-
nesi, fermdur.
AKUREYRARKIRKJA: | Kvöldmessa kl.
20. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Arnbjörg
Jónsdóttir syngur og leiðir söng. Eigum
notalega stund í kirkjunni.
ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11
með þátttöku fermingarbarna. Ungmenni
leiða almennan safnaðarsöng. Helgileikur
fermingarbarna. Stuttur fundur með for-
eldrum/forráðamönnum eftir guðsþjón-
ustuna. Farið yfir fermingarfræðslu-
dagskrá vetrarins.
BORGARPRESTAKALL: | Messa í Borgar-
neskirkju kl. 14. Messa í Akrakirkju kl. 16.
Aðalsafnaðarfundur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: |
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.
BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Gísli Jónasson. Félagar úr söng-
sveitinni Fílharmonía leiða sönginn. Organ-
isti Magnús Ragnarsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagurinn 19.
ágúst. Ellefti sunnudagur eftir þrenningar-
hátíð. Messa kl. 11. Prestar sr. Pálmi
Matthíasson og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Organisti Renata Ivan. Kór Bústaðakirkju
syngur. Fermingarbörn og foreldrar þeirra
eru hvött til þátttöku í messunni.
DIGRANESKIRKJA: | Sameiginleg messa
safnaðanna í Kópavogi kl. 11. Prestur sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson. Organisti
Keith Reed. (www.digraneskirkja.is).
DÓMKIRKJAN: | Sunnudaginn kl. 11
messa. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sr.
Þorvaldur Víðisson og sr. Hjálmar Jónsson.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boð-
in velkomin og fundur um komandi
fermingarvetur verður að messu lokinni.
Dómkórinn syngur og organisti er Marteinn
H. Friðriksson. www.domkirkjan.is.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Kvöldmessa kl.
20. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Félagar
úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng.
Organisti er Lenka Mátéová. Fermingabörn
næsta vors úr Fellasókn aðstoða í mess-
unni. Stuttur fundur með foreldrum ferm-
ingarbarna eftir messu. Sjá heimasíðuna:
www.fellaogholakirkja.is.
FÍLADELFÍA: | Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðum. Vörður Leví Traustason. Almenn
samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyj-
ólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð.
Ath. Barnakirkjan hefst 26. ágúst. Bein út-
sending á Lindinni og www.gospel.is.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Kl. 14. Hjörtur
Magni Jóhannsson predikar. Fermd verður
Sandra Mjöll Guðmundsdóttir, Öldugötu
29, Rvk. Fermingarbörn vetrarins sjá um
lestra, bænir og ýmislegt í messunni.
Altarisganga. Um tónlistina sjá Anna Sig-
ríður og Carl Möller.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma í
dag kl. 20. Hreimur Garðarsson predikar. Á
samkomunni verður lofgjörð og fyrirbænir
fyrir þá sem vilja. Að samkomu lokinni
verður kaffi og samfélag.
GLERÁRKIRKJA: | Kvöldguðsþjónusta
verður nk. sunnudag kl. 20.30. Kross-
bandið leikur og leiðir söng.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir predikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti Gróa Hreinsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Samskot í sjóð til minningar Susie
Rut Einarsdóttur. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson.
Prestar sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og
sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi og fundur
með foreldrum væntanlegra fermingar-
barna eftir messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingimar Ingimars-
son messar. Félag fyrrum þjónandi presta.
HALLGRÍMSKIRKJA: | Hátíðarmessa kl.
11 á lokadegi Kirkjulistahátíðar. Prestar
Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju annast
messugjörð. Flytjendur tónlistar Drengja-
kór Reykjavíkur, stjórnandi Friðrik S.
Kristinsson. Kór Akureyrarkirkju, stjórn-
andi Eyþór I. Jónsson. Hljómskálakvintett-
inn. Björn S. Sólbergsson organisti.
HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11, ferming.
Fermd verður Telma Rut Gunnarsdóttir,
Laugarásvegi 55. Organisti Douglas A
Brotchie. Prestur Tómas Sveinsson.
HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Sigfús
Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkj-
unnar leiða safnaðarsöng. Organisti Jón
Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og
kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig
á www.hjallakirkja.is).
HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma sunnu-
dag kl. 20. Hópur frá skipinu Logos II verð-
ur með dagskrá og ræðuhöld. Við fögnum
komu Birgitte Reinholdtsen til landsins.
Samkoma fyrir hermenn og samherja 23.
ágúst. Opið hús daglega kl. 16-18 nema
mánudaga.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Al-
menn samkoma sunnudag kl. 17. Sigurður
Ingimarsson talar.
HJÚKRUNARHEIMILIÐ Ás | Guðsþjónusta
kl. 15.
HÓLADÓMKIRKJA | Sunnudag kl. 11
messa. Prestur sr. Sólveig Halla Jóns-
dóttir, organisti Jóhann Bjarnason. Kl. 14
tónleikar. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel.
HVERAGERÐISKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Samkoma
kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Agnes
Eiríksdóttir predikar. Heimsókn frá skip-
verjum á Logos II. Samkoma á Eyjólfs-
stöðum á Héraði kl. 20.
KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14.
KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Karl V. Matthíasson. Félagar úr
kór Kópavogskirkju syngja og leiða safn-
aðarsöng. Organisti Guðmundur Ómar
Óskarsson. Kaffisopi eftir messu.
LANDSPÍTALI háskólasjúkrahús: Hring-
braut | Guðsþjónusta kl. 10.30. Rósa
Kristjánsdóttir, djákni, organisti Helgi
Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Kór-
inn Cantus Hillaris frá Austurríki syngur.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir
messuna. Munið tónleika Kórs Langholts-
kirkju og Cantus Hillaris kl. 17. Einsöngv-
arar Einar Clausen og Davíð Ólafsson.
LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 20 kvöldmessa.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir predikar og þjónar
fyrir altari. Meðhjálpari er Sigurbjörn Þor-
kelsson. Kór Laugarneskirkju syngur við
undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Messukaffi.
NESKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr Kór
Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti
Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni
Þórðarson predikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og aðstandenda
þeirra.
SELFOSSKIRKJA: | 11. sd. e. trin. Messa
kl. 11. Sóknarprestur predikar og þjónar
fyrir altari. Kirkjukór Selfoss undir stjórn
Jörgs E. Sondermanns. Léttur hádegis-
verður á eftir. Miðvikudag 22. ágúst: For-
eldramorgunn í safnaðarheimil kl. 11. Sr.
Gunnar Björnsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjónusta
kl. 11. Margrét Grétarsdóttir syngur ein-
söng við undirleik Pavel Manasek organ-
ista. Prestur er Sigurður Grétar Helgason.
Eftir stundina er gestum boðið að þiggja
kaffibolla í safnaðarheimili kirkjunnar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa sunnu-
dag kl. 11.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta sunnu-
dag kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir
altari og predikar. Organisti er Ester Ólafs-
dóttir. Ritningarlestra lesa Úlfhildur Stef-
ánsdóttir og Valgeir F. Backman. Meðhjálp-
arar eru Erla Thomsen og Eyþór
Jóhannsson. Almennur safnaðarsöngur.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11.
Þórhildur Ólafsdóttir, héraðsprestur, pre-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu
Guðrúnu Zöega, djákna. Barn borið til
skírnar. Kór Vídalínskirkju leiðir lofgjörðina
undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, org-
anista. Sjá gardasokn.is.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa sunnudag kl.
14. Furugerðiskórinn kemur í sína árlegu
heimsókn og syngur í messunni undir
stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Margrét
Bóasdóttir flytur nýjan sálm eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur og Kristján Val Ingólfsson.
Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.
Guðspjall dagsins:
Jesús mettar 4 þúsundir
manna.
(Mark. 8)
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson
Fella - og Hólakirkja
BISKUP Íslands, herra Karl Sigur-
björnsson, vísiterar Skaftafells-
prófastsdæmi dagana 18.-25. ágúst
nk. Síðast vísiteraði herra Ólafur
Skúlason, þáverandi biskup Íslands,
Austur- og Vestur-Skaftafellssýslur,
árið 1994. Biskup heimsækir kirkjur
og söfnuði og kynnir sér kirkjulegt
starf í Skaftafellssýslunum báðum.
Á öllum kirkjum verða helgistundir
eða guðsþjónustur eftir atvikum,
ásamt fundum með sóknarprestum,
sóknarnefndum og starfsfólki safn-
aðanna. Biskup heimsækir einnig
dvalar- og hjúkrunarheimili aldr-
aðra þar sem þau eru og vonast
einnig eftir að fá að hitta börnin í
söfnuðunum, ýmist í skólunum eða
kirkjunum, eftir aðstæðum. Með
biskupi í för verður eiginkona hans
frú Kristín Guðjónsdóttir, prófastur
Skaftafellsprófastsdæmis, séra Har-
aldur M. Kristjánsson í Vík og eigin-
kona hans, frú Guðlaug Guðmunds-
dóttir. Sóknarfólk í prófastsdæminu
er hvatt til að mæta í kirkjur sínar
og fagna góðum gestum.
Vísitasían hefst í Bjarnanes-
prestakalli í Austur-Skaftafells-
sýslu,og verður dagskráin þar sem
hér segir:
Hoffellskirkja í Nesjum, laugar-
dagurinn 18. ágúst kl. 13, Bjarna-
neskirkja í Nesjum, 18. ágúst, kl. 16,
Hafnarkirkja, sunnudagurinn 19.
ágúst, kl. 14 og í Stafafellskirkju í
Lóni, 19. ágúst, kl. 20.
Í Kálfafellsstaðarprestakalli sem
hér segir:
Kálfafellsstaðarkirkja, mánudag-
urinn 20. ágúst kl. 14. Eftir guðs-
þjónustuna verður kirkjukaffi á
Smyrlabjörgum í tilefni af 80 ára
vígsluafmæli Kálfafellsstaðarkirkju.
Brunnhólskirkja á Mýrum, mánu-
daginn 20. ágúst kl. 21 og í Hofs-
kirkju í Öræfum, þriðjudaginn 21.
ágúst, kl. 14.
Í Kirkjubæjarklausturspresta-
kalli sem hér segir:
Bænhúsið að Núpstað, þriðjudag-
urinn 21. ágúst, kl. 17, Kálfafells-
kirkja í Fljótshverfi, 21. ágúst, kl.
18.30, minningarkapella séra Jóns
Steingrímssonar á Kirkjubæjar-
klaustri, 21. ágúst, kl. 21.30, Prests-
bakkakirkja á Síðu, miðvikudag-
urinn 22. ágúst, kl. 16, Langholts-
kirkja í Meðallandi, 22. ágúst, kl. 21,
Grafarkirkja í Skaftártungu,
fimmtudagurinn 23. ágúst, kl. 14 og í
Þykkvabæjarklausturskirkju í
Álftaveri, 23. ágúst, kl. 20.
Í Víkurprestakalli í Mýrdal verð-
ur dagskráin sem hér segir:
Reyniskirkja, föstudaginn 24.
ágúst, kl. 20.30, Skeiðflatarkirkja,
laugardaginn 25. ágúst, kl. 14 og í
Sólheimakapellu, 25. ágúst, kl. 16.30.
Heimsókn biskupshjónanna lýkur
svo í Vík í Mýrdal með guðsþjónustu
í Víkurkirkju, laugardaginn 25.
ágúst, kl. 20. Börnin eru sérstaklega
hvött til að koma með foreldrum sín-
um og forráðamönnum í sóknar-
kirkjur sínar þegar biskup heim-
sækir þær. Fólk í Skaftafellssýslum
er vinsamlega beðið um að kynna
sér vel dagsetningar og tímasetn-
ingar atburðanna og fylgjast með
auglýsingum og tilkynningum
sóknarnefndasinna og sóknarpresta.
Vísitasía biskups Íslands
í Skaftafellsprófastsdæmi
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Minningarkapellan um séra Jón Steingrímsson á Kirkjubæjarklaustri.
Foreldrafundur
fermingarbarna Ár-
bæjarkirkju 19. ágúst
FERMINGARBÖRN sem sótt hafa
fermingarnámskeið þessa vikuna
hafa undirbúið, ásamt prestum
sínum og leiðbeinendum, guðs-
þjónustu sem hefst stundvíslega
kl. 11 á sunnudag. Þau munu að
mestu sjá um liði guðsþjónust-
unnar, lesa ritningarlestra, flytja
bænir, syngja og sýna helgileik.
Prestar kirkjunnar þjóna fyrir
altari. Eftir guðsþjónustuna eru
foreldar allra fermingarbarna
vorsins 2008 boðaðir til fundar
með prestum og leiðbeinendum
fermingarnámskeiðsins þar sem
farið verður yfir áframhaldandi
dagskrá fermingarnámskeiðsins í
vetur fram að vori. Mikilvægt er
að sem flestir foreldar/forráða-
menn sjái sér fært að koma á
fundinn.
Kyrrðarstundir og
foreldramorgnar hefj-
ast í Laugarneskirkju
NÚ komum við saman og ýtum
kirkjuskipinu úr vör á nýju starfs-
ári. Foreldramorgnarnir í
Laugarneskirkju munu hefjast
aftur miðvikudaginn 22. ágúst
klukkan 10 í umsjá séra Hildar
Eirar Bolladóttur og kyrrðar-
stundir verða haldnar á fimmtu-
dagshádegi, klukkan 12. Þá er
tónlist leikinn fyrstu tíu mín-
úturnar en að stundinni lokinni,
þar sem séra Bjarni Karlsson fer
með guðsorð og bæn, er léttur
málsverður í boði í safnaðar-
heimilinu klukkan 12.30.
Hver liður safnaðarstarfsins af
öðrum mun nú vakna til lífs og er
það tilhlökkunarefni þetta haustið
eins og alltaf. Gott er að fylgjast
með á heimasíðu safnaðarins á
slóðinni Laugarneskirkja.is. Verið
velkomin í Laugarneskirkju.
Bikarkeppnin
Frestur til að ljúka annarri um-
ferðinni í bikarnum er 18, ágúst. Þá
er síðast fréttist var staðan þessi:
Gylfi Baldursson - Norðvestan 112- 84
Anton Hartmannsson - Skeljungur
Klofningur - Eykt
Undirfot.is - Breki jarðverk ehf 70 - 81
Birkir Jónsson - Málning
Ríkharður Jónasson - Malarvinnslan 68 - 112
Grant Thornton - Sparisj. í Keflavík 120 - 35
Úlfurinn - Villi jr. 133 - 117
Bridsdeild Félags eldri borgara
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 16.08.
Spilað var á 8 borðum. Meðalskor
168 stig.
Árangur efstu para í N-S:
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 209
Júlíus Guðmss. - Magnús Halldórsson 198
Gísli Víglundss. - Oliver Kristóferss. 185
Árangur A-V
Halla Ólafsdóttir - Oddur Halldórsson 217
Helgi Hallgrímss. - Þröstur Sveinsson 188
Hilmar Valdimarss. - Auðunn Guðmss. 181
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
13. ágúst. Spilað var á 8 borðum.
Meðalskor 168 stig og árangur
efstu para í N-S var þessi:
Gísli Víglundsson - Olíver Kristóferss. 212
Júlíus Guðmss. - Magnús Halldórss. 191
Guðni Sörensen - Sigurður Pálsson 184
Árangur A-V.
Gunnar Andréss. - Viggó Nordquist 209
Helgi Hallgrímss. - Ólafur Ingvarsson 197
Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 185
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 14. ágúst var spilað á
10 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S:
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 295
Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einars. 255
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 235
A/V
Sverrir Jónsson – Skarphéðinn Lýðsson 295
Kristján Þorláksson – Haukur Guðmss. 241
Anton Jónsson – Ingimundur Jónsson 234
Morgunbklaðið /Arnór Ragnarsson.
Bikarkeppnin Frá leik Grant Thornton og Sparisjóðsins í Keflavík úr
annarri umferð. Hrannar Erlingsson og Sveinn R. Eiríksson spila gegn
Jóhannesi Sigurðssyni og Garðari Garðarssyni.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is