Morgunblaðið - 18.08.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 45
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara í Kópavogi | Ferð í Þórsmörk
og A-Landeyjar 23. ágúst. Brottför Gjábakka kl.
8.15, Gullsmára kl. 8.30. Farið í Bása, eigið nesti.
Staðháttum lýst og Guðrún Lilja verður með
gítarinn. Að Seljalandsfossi á leið í A-Landeyjar.
Bakki, Kross o.fl. Kvöldmatur Hlíð, Ölfusi. Skrán-
ing og upplýsingar í félagsmiðstöðvum.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og
Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. og miðvikud.
er sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug.
Þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er létt ganga um ná-
ur með opið hús í tilefni menningarnætur. Húsið
opnar kl. 14 laugardaginn 18. ágúst. Þá hefst
harmónikkuball, Vitatorgsbandið spilar fyrir
dansi. Kl. 14.30 syngur Ragnhildur Hauksdóttir
nokkur lög við undirleik Kristins Valdimarssonar.
Hátíðarkaffi. Allir velkomnir.
Kirkjustarf
Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíurannsókn fyrir
börn og fullorðna kl. 10-11. Einnig boðið upp á um-
ræðuhóp á ensku. Guðþjónusta í Aðventkirkjunni
í Reykjavík kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Loftsalurinn, Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði |
Guðþjónusta og biblíurannsókn kl. 11.
grennið. Mánud. 20. ágúst er fræðslu og kynn-
isferð um borgina. Leiðsögn veitir Magnús Sæ-
dal, byggingafulltrúi. Lagt af stað kl. 13, allir
velkomnir.
Hraunbær 105 | Handavinnan byrjar á mánudag-
inn, skráning er hafin á námskeið sem byrja um
mánaðarmót í síma 587 2888 eða á skrifstofu.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum.
Skráning hafin. Tugir hugmynda liggja frammi.
Hugmyndabankinn opinn til 29. ágúst. Hvernig
vilt þú sjá félagsstarfið? Draumadísir koma sam-
an 23. ágúst. S. 568 3132, asdis.skuladottir-
@reykjavik.is.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Félagsmiðstöðin verð-
90ára afmæli. Í dag, 18.ágúst, er frú Fjóla
Bjarnadóttir, Hlíðarhúsum 3,
Reykjavík, níræð. Að því til-
efni tekur hún á móti vinum og
vandamönnum sunnudaginn
19. ágúst, að Brekkum í
Fljótshlíð eftir kl. 14.
60ára afmæli. Í dag, 18.ágúst, er sex tugur
Geir Friðgeirsson, Sólvalla-
götu 66, Rvk., barnalæknir í
Domus Medica og Sólvangi
Hafnarfirði. Hann verður að
heiman í dag með fjölskyldu
sinni í faðmi íslenskrar nátt-
úru.
Brúðkaup | Þorsteinn Hún-
fjörð og Helena Eydal gengu í
hjónaband í New York hinn
21. júlí síðastliðinn. Þau eru
búsett í Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir til kynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánu-
dagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/ eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í
síma 569-1100, senda til-
kynningu og mynd á net-
fangið ritstjorn@mbl.is,
eða senda tilkynningu og
mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja lið-
inn Senda inn efni".
Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er laugardagur 18. ágúst, 230. dagur ársins 2007
Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3.)
Tónlist
Hallgrímskirkja | Kl. 15-21.
Sálmaveisla í Hallgrímskirkju.
Samfelld dagskrá þar sem fluttir
verða sálmar frá ýmsum stíl-
tímabilum af fjölbreyttum hópi
tónlistarfólks. Frumfluttir fjórir
nýir íslenskir sálmar sérstaklega
samdir fyrir Kirkjulistahátíð.
www.kirkjulistahatid.is.
Hressó | Kl. 21. Dixiebandið Önd-
in verður með sína árlegu tón-
leika á Hressó, Austurstræti 20
þetta árið. 11 manna hljómsveit
sem spilar New Orleans-tónlist
eins og hún gerist best.
Kaffi Vín | Dixiebandið Öndin
marserar niður Laugarveginn.
Skrúðgangan hefst á Laugavegi
73 og endar á Hressó, Austur-
stræti 20.
Listasafn ASÍ | Á menningar-
nótt mun Evridís koma tvisvar
fram í listasafni ASÍ, kl. 16 og kl.
20. Á efnisskránni eru sönglög
úr ýmsum áttum; íslensk og er-
lend þjóðlög og vinsæl sönglög
eftir m.a. Atla Heimi Sveinsson
og Sigfús Halldórsson.
Myndlist
Gallerí Fold | Í efri hliðarsal er
sýning á teikningum Halldórs
Péturssonar. Tvær myndaraðir,
frummyndirnar af skopmyndum
frá heimsmeistaraeinvígi Fisch-
ers og Spasskys í Laugardals-
höllinni 1972 og skopmyndir af
íslenskum víkingum. Sýningin
stendur til 26. ágúst.
Gallerí Sævars Karls | Kolbrá
Braga sýnir vegglistaverk.
Kaffi Sólon | Haukur Snorrason
sýnir ljósmyndir teknar úr lofti á
flugvél sem hann sjálfur flýgur.
Opnun verður frá kl. 16-18 í dag.
Listasafn ASÍ | Sýning á verk-
um eldri og yngri listamanna úr
safnaeigninni. Verk eftir Jó-
hannes Kjarval, Jón Stefánsson,
Önnu Eyjólfsdóttur, Guðrúnu
Kristjánsdóttur, Olgu Bergmann
og Birgi Andrésson.
Listhús Ófeigs | Steindóra
Bergþórsdóttir, Katrín Pálsdóttir
og Erla Sigurðardóttir eru með
samsýningu á glerverkum og
vatnslitamyndum. Opið frá kl. 11-
23 á menningarnótt.
Söfn
Landsbókasafn Íslands, Há-
skólabókasafn | Aukinn skilning
mun hún færa oss, þessi Ís-
landsferð. Konungskoman 1907.
Sýning í Þjóðarbókhlöðu í tilefni
þess að í sumar er öld liðin frá
komu Friðriks VIII. Danakonungs
til Íslands. Sjá nánar á heima-
síðu safnsins www.landsboka-
safn.is.
HESTURINN Inja La Silla stekkur hér fimlega yfir vatns-
hindrun með knapann sænska Olaf-Göran Bengtsson á
baki.
Stökkið fór fram á árlegu Evrópumóti í stökki hesta sem
fram fór í Mannheim í Þýskalandi á dögunum. Ekki fylgdi
sögunni hvort tilþrifin færðu þeim félögum sigur.
Fljúgandi fákur
Reuters
FRÉTTIR
MÁNUDAGINN 20. ágúst og
þriðjudaginn 21. ágúst kemur hing-
að til lands á vegum World Class
kanadískur sérfræðingur, Mary
Beavan-Kuipers, sem hefur sérhæft
sig í þjálfun og lífsstíl eldri aldurs-
hópa. Hún mun sjá um námskeið,
bæði fræðslu og verklegar æfingar,
fyrir allt áhugafólk um þjálfun
eldri aldurshópa í World Class í
Laugum. Einnig mun Janus Guð-
laugsson M.Ed., íþróttafræðingur
og doktorsnemi kynna niðurstöður
meistararannsóknar sinnar 2005 og
eftirfylgnirannsóknar á eldri ald-
urshópum á Íslandi sem gerð var
tæpum tveimur árum síðar (2006) á
sama hópi.
Mjög spennandi námskeið fyrir
heilbrigðisstarfsfólk, íþróttakenn-
ara, einkaþjálfara og áhugafólk um
fólk og heilsu, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Námskeiðsgjald er 14.500 kr.
Afsláttur verður veittur fyrir hópa.
Skráning er hafin í afgreiðslu
World Class í Laugum, í síma 553-
0000 og hjá Gígju Þórðardóttur –
gigja@worldclass.is
Námskeið
um lífsstíl
eldra fólks
SÖGUSETUR íslenska hestsins
stendur fyrir málstofu um sögu
hestsins út frá fornleifum, þriðju-
daginn 21. ágúst, kl. 13-15, að Hól-
um í Hjaltadal.
Hestabein sem fundist hafa við
fornleifauppgröft eru ómetanlegar
heimildir um sögu hestsins; upp-
runa hans og notkun í gegnum ald-
irnar. Nýleg rannsóknarverkefni
hér á landi og í Svíþjóð verða
kynnt á málstofunni.
Ragnheiður Traustadóttir forn-
leifafræðingur flytur erindið
„Hvað segja forn dýrabein okkur
um söguna?“, Ylva Telldahl forn-
leifafræðingur flytur erindið
„Notkun dýra í landbúnaði fyrr á
öldum“ og
Sigríður Björnsdóttir dýralækn-
ir flytur erindið „Uppruni íslenska
hestsins og heilsufar á landnáms-
öld“.
Málstofan fer fram á ensku og
eru allir velkomnir.
Málstofa um
sögu hestsins
HIN árlega kaffisala sumarbúða
KFUK í Ölveri verður á morgun,
sunnudaginn 19. ágúst, kl. 14.30-18.
Í fréttatilkynningu segir að boðið
verði uppá glæsilegt kaffihlaðborð
á sanngjörnu verði til styrktar
starfinu í Ölveri. Öll leiktæki verða
opin, þar á meðal stærsta hengirúm
á Íslandi og hoppkastali. Starfinu í
Ölveri fer senn að ljúka en rúmlega
400 stúlkur hafa dvalið í þar í sum-
ar. Kaffisalan er að sjálfsögðu öll-
um opin og gott tækifæri fyrir alla
fjölskylduna að fara í góðan sunnu-
dagsbíltúr í Borgarfjörð og kíkja í
Ölver í leiðinni.
Kaffisala
í Ölveri
Óvenjuleg stemning verðurhjá UNIFEM á Íslandi ídag, laugardag, en þá býð-ur félagið gestum á fram-
andi kvennaslóðir í Langtíburtistan.
Sjöfn Vilhelmsdóttir er fram-
kvæmdastýra landsnefndar UNI-
FEM á Íslandi: „Starf UNIFEM fer
að mestu fram í þróunarlöndunum
þar sem við leitumst við að aðstoða
konur sem búa við margskonar að-
stæður og ólíkar hindranir,“ segir
Sjöfn. „Á laugardag ætlum við að
gefa gestum og gangandi innsýn inn í
líf kvenna á þessum svæðum, og
menningarheim þeirra, með léttleika
og gaman í fyrirrúmi.“
Búningar og gripir
Meðal annars verður haldin sýning
á ljósmyndum frá starfssvæðum
UNIFEM: „En við bætum um betur,
spilum tónlist og sýnum gripi, og
ekki hvað síst ætla nokkrar vaskar og
kátar UNIFEM-konur að klæðast
búningum og fatnaði frá framandi
slóðum og leika á als oddi,“ segir
Sjöfn. „Með þessu viljum við minna á
að þróunarsamvinna virkar ekki bara
í eina átt, heldur höfum við margt að
læra af þeim konum sem við leggjum
lið á fjarlægum slóðum.“
Landsnefnd UNIFEM á Íslandi
eru frjáls félagasamtök: „Meðal
markmiða félagsins er að vekja al-
menning til vitundar um aðstæður
kvenna í þróunarlöndunum. Með
stuðningi félagsmanna og með styrkj-
um frá fyrirtækjum og opinberum að-
ilum fjármögnum við verkefni sem
m.a. lúta að því að efla pólitíska þátt-
töku kvenna og hamla gegn út-
breiðslu alnæmis meðal kvenna í þró-
unarlöndunum,“ útskýrir Sjöfn.
„UNIFEM leggur áherslu á að veita
konum aðstoð og vernd í stríðs-
átökum og að efla þátttöku þeirra í
friðarferli og uppbyggingu. Á síðustu
árum hefur UNIFEM sérstaklega
leitast við að beina sjónum umheims-
ins að þeim mikla vanda sem kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn konum á
stríðstímum er.“
Hægt verður að heimsækja Langtí-
burtistan frá kl. 13 til 17 á Laugavegi
42. Finna má nánari upplýsingar á
www.unifem.is
Jafnrétti | UNIFEM býður í ferð um framandi slóðir á Laugavegi 42 í dag
Konur í Langtíburtistan
Sjöfn Vilhelms-
dóttir fæddist á
Ísafirði 1970. Hún
lauk stúdentsprófi
frá MÍ 1990, BA-
námi í stjórnmála-
fræði frá HÍ 1996
og MA-námi í al-
þjóðafræðum frá
Háskólanum í Den-
ver 1999. Sjöfn starfaði lengi fyrir
Þróunarsamvinnustofnun Íslands,
m.a. sem verkefnastjóri í Namibíu og
hefur einnig unnið sem sjálfstætt
starfandi ráðgjafi. Hún tók við starfi
framkvæmdastýru UNIFEM fyrir
rúmu ári.