Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 20.09.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fararstjórn erlendis Meðal námsefnis: • Mannleg samskipti. • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. • Mismunandi trúarbrögð. • Saga landsins, menning og listir. • Frumbyggjar og saga staðarins. • Þjóðlegir siðir og hefðir. • Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Afríka og Bandaríkin. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Meðal leiðbeinenda er Kjartan Trausti sem er vel þekktur á meðal Íslendinga og hefur áratuga reynslu í starfi. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÞAÐ er ljóst að þessi kind hefur verið keyrð yfir í Húnavatnssýslu. Á því er ekki nokkur vafi,“ segir Ásgerður Pálsdóttir, bóndi á Arnarstapa á Mýrum, en ær með tveimur lömbum í hennar eigu kom fram í Hrútatungurétt í haust. Til að komast þessa leið gangandi hefði kindin þurft að fara yfir nokkr- ar varnargirðingar og vaða ár. Allar kindur sem fara milli sauðfjárveikivarn- arhólfa eru settar í sláturhús og það gerist á hverju hausti í einhverjum mæli. Kind sem komin er í hólf þar sem fundist hefur riðuveiki, eins og er í Húna- vatnssýslu, má ekki flytja á svæði sem hefur verið laust við sjúkdóminn. Ennfremur er reynt að varna því að kind sem er af svæði þar sem greinst hefur garnaveiki, eins og í Mýrasýslu, fari yfir á svæði sem er laust við sjúkdóminn. Það sem þykir óvenjulegt við kindina frá Arn- arstapa er að hún hefur ferðast mjög langa leið og hefði þurft að fara í gegnum margar girðingar og erfiðar ár til að komast í Húnavatnssýslu. Önnur ær frá Arnarstapa kom fram í Strandasýslu í fyrrahaust Ásgerður útilokar að ærin hafi farið þessa leið af eigin rammleik. Hún segir einnig að kindin hafi ekki verið sett á fjall í vor heldur hafi verið heima við. „Rollur fara ekki úr heimahögum norður í land. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist því að í fyrrahaust kom ein rolla frá okkur fram norður í Strandasýslu. Hún fór heldur ekki á fjall,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist hafa grunsemdir um hver hafi keyrt kindurnar norður í land, en hún geti ekkert sannað í þeim efnum. Hún segist hafa rætt málið við sýslumann og lögreglu, en fengið þau svör að meðan ekkert sé hægt að sanna í þessum efnum geti yfirvöld ekki haft afskipti af málinu. Ærin flutt af sýktu svæði „Það er mjög alvarlegt mál ef menn eru að flytja kindur milli hólfa. Í þessu tilfelli er verið að flytja af svæði sem hefur verið mjög sýkt af garnaveiki yfir á svæði þar sem búið er að uppræta garnaveiki og hætt að bólusetja fyrir henni,“ sagði Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum. Hann segir að þetta sé lögbrot og viðurlög séu fangelsisvist. Alltaf er eitthvað um að kindur sem reknar eru á afrétti fari yfir varnargirðingar. Sigurður sagði að vegna þurrkanna í sumar væri meira um þetta en áður. Ástæðan væri sú að girðingar við ár og vötn héldu ekki fé þegar ekkert rigndi vikum og mán- uðum saman. Ær af Mýrum keyrð norður í Húnavatnssýslu Ær og tvö lömb sem voru í heimahögum komu fram í Hrútatungurétt í haust           ÖKUMAÐURINN sem slasaðist al- varlega í umferðarslysi sem varð í Reykhólasveit við bæinn Klukkufell á mánudaginn, er látinn. Hann hét Mariusz Polinski og var af pólsku bergi brotinn, bjó í foreldrahúsum á Tálknafirði og var ókvæntur. Polinski hlaut alvarlega áverka, m.a. á höfði, samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Vestfjörðum. Hann var meðvitundarlaus þegar að var komið og komst aldrei til meðvit- undar. Hann virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni og hún runnið út af veginum og oltið þar nokkrar velt- ur. Bundið slitlag er þar sem slysið varð og voru akstursskilyrði góð. Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar tildrög slyssins. Þetta var níunda banaslysið í um- ferðinni á þessu ári. Lést eftir bílslys TVÍMENNINGA sakaði ekki þeg- ar þriggja tonna og rúmlega sex metra langur línu- og handfæra- bátur, Ella HF-22, steytti á skeri við Hrakhólma á Álftanesi, um 60 metra frá landi á tíunda tímanum í gærkvöld. Björgunarbátur Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Ein- ar Sigurjónsson og björgunarbát- arnir Stefnir úr Kópavogi og Fiskaklettur úr Hafnarfirði voru þegar í stað sendir á vettvang. Mjög miklar grynningar eru á svæðinu og það því ófært fyrir jafn djúpristan bát og Einar Sigurjóns- son. Var slöngubátur sendur upp að bátnum og björgunarsveitar- maður fór um borð til að tryggja að allt væri með felldu. Sjófarend- urnir og björgunarsveitarmaður- inn óðu svo yfir sker og upp í slöngubát, þaðan sem þeir voru ferjaðir í Hafnarfjörð. Að sögn Hjálmars Arnar Guð- marssonar, svæðisstjóra björgun- arsveita á svæði 1, voru mennirnir nokkuð eftir sig í kjölfar óhapps- ins, en voru þó við góða heilsu. Hjálmar segir að illa hafi gengið að losa bátinn, enda hafi hann ver- ið skorðaður milli steina. Reynt hafi verið að skjóta línu á milli björgunarbáts og bátsins, en allt hafi komið fyrir ekki. Háflæði og kolniðamyrkur var á svæðinu í gærkvöldi og segir Hjálmar að að bíða verði dagsbirtu til að sjá hvernig báturinn er far- inn og hvort mögulegt sé að losa hann. Bátur strandaði við Hrakhólma Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is „ÉG rakst á rjúpu með nýklakta unga fyrir um hálfum mánuði. Hún hafði orpið í garði í þorpinu eins og þær gera margar enda ríkir mikil og góð sátt milli rjúpunnar og mannfólksins í Hrísey,“ sagði Þor- steinn Þorsteinsson á Akureyri, mikill áhugamaður um fugla og al- veg sérstaklega rjúpuna. Segir hann, að það komi stundum fyrir, að rjúpan verpi öðru sinni, en sjaldgæft sé, að það gerist svona seint á sumri. Undir það tekur Ólafur Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Ólafur segist hafa unnið að því á síðasta vetri að radíómerkja rjúpur í nágrenni Reykjavíkur, 32 kven- fugla, og hafi ein þeirra orpið í júní og komin með 10 unga í júlíbyrjun. Skömmu síðar hurfu þeir allir, í hrafninn eða einhvern ferfætling- inn, tófu eða mink, og kannski í mávinn. Ólafur segir, að þessi fugl hafi orpið aftur og verið kominn með nýklakta unga 2. september. Segist hann ekki vita um önnur dæmi um annað varp svona seint en þetta og það í Hrísey. Ekki sé óalgengt, að rjúpan verpi aftur misfarist eggin en undantekning sé, að hún taki upp á því eftir að hafa legið á og klakið út. Þroskast mjög fljótt Ólafur kvaðst ekki telja það lík- legt, að ungar, sem klekjast út svona seint, lifðu af veturinn en ekki væri það þó útilokað. Nefndu þeir báðir, hann og Þorsteinn, að rjúpuungviðið þroskaðist hratt, ungarnir væru farnir að flögra fimm daga gamlir og fljúga dálítið um eftir átta daga. Ungar, sem klekjast út í septemberbyrjun, ættu að vera fullvaxnir um miðjan nóvember. Verið getur, að lífslíkur rjúp- unnar og unga hennar séu dálítið mismunandi eftir landshlutum en kannski eru þær hvergi betri en í Hrísey. Þorsteinn kann skil á því en hann er fæddur þar og uppalinn og vinnur við það árlega að telja þar rjúpu í samvinnu við Nátt- úrufræðistofnun. Hefur hann gert það frá unglingsárum og þá fyrst með Finni heitnum Guðmundssyni fuglafræðingi. „Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær“ segir Jónas í kvæðinu en þessu er öfugt farið í Hrísey. Segir Þorsteinn, að algengt sé, að rjúpan verpi þar inni í görðum enda fær hún þar frið og börnunum er kennt að sýna þessum sambýlingi sínum fulla virðingu. Stundum er jafnvel rjúpa með ungahóp við verslunina í þorpinu. Dæmi um nýklakta rjúpuunga í september Sjaldgæft ef ekki einsdæmi, að sögn fuglafræðings Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hvít með loðnar tær Þessar rjúpur spókuðu sig fyrir nokkrum árum í vetrarbúningnum við áfengisverslunina Heiðrúnu í Árbænum. Í HNOTSKURN » Rjúpan er hænsnfugl, aforraætt, og algeng á öllu norðurhveli jarðar. Hún er jurtaæta en mikilvæg fæða fyrir ránfugl, einkum fálkann. » Á rjúpnaveiðitímabilinufyrir ári var leyft að veiða 45.000 fugla þrátt fyrir áfram- haldandi fækkun í stofninum og var þá skorað á veiðimenn að fara ekki fram úr því. Heildarveiðin fór samt yfir 60.000 fugla. » Í haust má veiða 38.000fugla og enn er því treyst, að það verði virt. Aftur á móti var veiðidögum fækkað úr 26 í 18. BÍLVELTA varð við Svínahraun, skammt frá Litlu kaffistofunni, um níuleytið í gærkvöld. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti utan vegar og valt, en lenti á hjólunum. Ökumaðurinn var einn í bílnum en var ekki talinn mikið meiddur. Velti bíl í Svínahrauni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.