Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 31
Kæri Henrý, mér var mikið brugðið við fréttir af fráfalli þínu. Þú varst í blóma lífs þíns þegar þú varst kallaður frá okkur. Það var öllum ljóst er hafa umgengist þig að þú varst dáður af þínum samferða- mönnum, hjálpsamur við alla er leit- uðu til þín, og ætíð viljugur að rétta hjálparhönd. Ég hafði ekki komið til Þórshafnar í mörg ár og móðir mín, Bára Lárusdóttir frá Heiði, hafði ekki heldur komið um langt skeið. Nú í sumar, þegar ég var á Íslandi, var ég ákveðinn að koma og sérstak- lega á Káta daga. Móðir mín ákvað einnig að koma og vil ég þakka þér alla aðstoðina í sumar. Þessir dagar voru frábærir, aðstaðan öll til fyr- irmyndar. Góðar minningar voru rifjaðar upp frá skemmtilegum tím- um, en ekki síst, nýjar minningar búnar til. Ég get sagt að þessi end- urkoma móður minnar til Þórshafn- ar var stórkostleg. Hún hitti margt fólk sem hún hafði ekki séð til margra ára, og voru endurfundir ykkar mjög góðir og hlýir. Við áttum stutta stund þessa helgi, en góða og eftirminnilega stund. Það er alveg ljóst að reynt verður að koma á Káta daga á ári hverju, en mikill missir verður að hafa þig ekki þar. Sem ungur maður kom ég ávallt til Þórshafnar og var það eins og ég byggi þarna, þekkti alla og spilaði fótbolta o.s.frv. Ég fór með þér í ferðir og man vel hversu tengdur þú varst félagslífinu. Ávallt hress, skemmtilegur og skildir eftir þína hlýju. Það liðu mörg ár frá því að ég fluttist til Bandaríkjanna þar til við áttum einhvern tíma til að spjalla. Því veit ég ekki hvað hefur verið að gerast í þínu lífi undanfarin ár. En ég vil þakka þinn vinskap, góðvild og aðstoð í gegnum árin. Þín verður sárt saknað af mörg- um, og veður mikill missir fyrir Þórshöfn að þú sért farinn á betri stað. Ég vil votta fjölskyldu þinni mína innilegustu samúð og vona að góður Guð gefi þeim öllum styrk í sinni sorg. Kveðja, Ingimar Örn Pétursson. Látinn er á Þórshöfn, langt um aldur fram, flokksfélagi minn sóma- maðurinn Henrý Már Ásgrímsson, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 14. september síðastliðinn. Ég kynntist Henrý í kosningabar- áttunni fyrir alþingiskosningarnar árið 2003 og tókst með okkur mikill og góður kunningsskapur sem síðan þróaðist í vináttu sem varað hefur síðan. Henry var formaður Samfylking- arfélagsins á Þórshöfn frá stofnun þess. Hann var þar í raun og veru allt í öllu hjá okkur jafnaðarmönnum og vann kosningavinnuna, boðaði fundi og leiddi okkur frambjóðendur milli manna og staða á Þórshöfn. Hann var duglegur og jákvæður maður með sterka réttlætiskennd og stórt jafnaðarmannshjarta. Það var gaman og fróðlegt að ræða við Henrý um atvinnu- og vel- ferðamál, að ég tali nú ekki um byggða- og samgöngumál. Þá hófst hann á flug og ræddi þessi mál af mikilli þekkingu og reynslu og var úrræða- og tillögugóður. Ekki minnkaði áhugi hans eftir að flokkur okkar komst í ríkisstjórn og oft þurfti að ræða málin. Henrý var verkstjóri í Áhaldahúsi Þórshafnar og gekk, að mér fannst, í öll störf, hvort sem var í flugturn- inum eða við höfnina. Henrý var ákaflega bóngóður maður og oft varð ég vitni að því að hringt var í hann og hann beðinn að bjarga þessu og hinu. Fróðlegt var að hlusta á hann og oft lauk hann samtali með þessum orðum: „Þetta er ekkert mál – ég redda þessu.“ Við jafnaðarmenn höfum nú misst traustan vin og góðan bandamann. Meiri er þó missir ættingjanna sem sjá nú á eftir góðum dreng. Ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar og veit að ég mæli líka fyrir munn allra flokksfélaga okkar í kjördæminu. Við minnumst Henrýs með virðingu, hlýhug og þakklæti. Vertu sæll kæri vinur – þín verður sárt saknað. Kristján L. Möller. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 31 ✝ GuðmundurValur Guð- mundsson fæddist í Reykjavík hinn 19. maí 1926. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni hinn 13. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jónsson símaverkstjóri, f. 1896, d. 1966 og Sigurást Guðrún Níelsdóttir hús- móðir, f. 1896, d. 1978. Guðmundur var annar í röð fjögurra systkina. Eftirlif- andi eru Karl, f. 1924 , Steinn, f. 1932 og Marsibil, f. 1939. Guðmundur giftist árið 1950 Vilhelmínu Kirstínu Magnús- dóttur, f. 15.3. 1925. Eignuðust þau fjögur börn, þau eru 1) Magnús Már, f. 1951, kvæntur Sigurbjörgu Sigurðardóttur, f. 1952 , börn þeirra eru Guð- mundur Þór, f. 1974, Vilhelmína, f. 1979, d. 1982, Sóley Rut, f. 1983, og Erla Dröfn, f. 1983. 2) Sigrún, f. 1954, gift Kjartani Ingvasyni, f. 1953, börn þeirra eru Davíð, f. 1982, dóttir hans Kol- brún Kemala, f. 2004, og Kári, f. 1992. 3) Níels Rafn, f. 1962, kvæntur Sigrúnu Arn- ardóttur, f. 1963, börn þeirra eru Tómas (fóstur- sonur), f. 1988, Tinna, f. 1992, og Bryndís, f. 2003. 4) Njáll Hákon, f. 1964, börn hans Andrea, f. 1993 og Friðrik, f. 1997. Guðmundur vann ýmis störf um ævina. Hann var m.a. leigu- bílstjóri hjá Hreyfli og Bæj- arleiðum og starfaði í vara- hlutaverslun Sveins Egilssonar hf. um árabil. Síðustu starfsárin var hann vaktmaður á Vífils- staðaspítala. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í byrjun árs 1973 fór sá sem þetta skrifar að venja komur sínar í Búland 6 hér í borg. Aðdráttarafl heimasætunnar var aflvakinn og til- finningar til hennar ástæðan. Í upp- hafi hélt ungi maðurinn að pabbi stúlkunnar myndi reynast erfiður og e.t.v. andvígur þessum sam- drætti einkadóttur sinnar við þenn- an slána. En sá ótti reyndist ástæðulaus. Mummi tók mér vel og reyndi að greiða götu mína í hví- vetna, hvort sem var að eignast fyrsta bílinn eða finna framtíðar- starfið. Reyndar fór það svo að hann bæði útvegaði okkur unga fólkinu fyrsta bílinn og fann ágætt starf fyrir tengdasoninn hjá vini sínum Jóni Adolfssyni í varahluta- verslun hjá Sveini Egilssyni hf. Mummi vann sjálfur hjá því fyrir- tæki, var vinsæll og vel liðinn jafnt af samstarfsmönnum sem við- skiptavinum. Hjálpsemi, greiðvikni og þjónustulund voru honum eðlis- lægar og reyndust honum vel, jafnt í starfi sem í einkalífi. Hann þurfti ungur maður að berjast fyrir sínu og var kappsfullur í því að ná mark- miðum sínum. Hann var ungur kominn í vinnu og ætlaði sér í sjó- mennsku. Sá draumur varð að mar- tröð þegar hann sautján ára messa- gutti á Súðinni særist lífshættulega í árás þýskrar sprengjuflugvélar. Í tvö ár var Mummi að ná sér, en með hvatningu og stuðningi yngri bróð- ur síns Steins kom hann mætti í ónýta vinstri höndina með því að reyra skíðastaf við hana og stunda skíðaíþróttina með bróður sínum og öðru ungu fólki frá Reykjavík uppi í Jósefsdal. Ástríða hans var samt knatt- spyrnan sem hann iðkaði af kappi ásamt bræðrum sínum í knatt- spyrnufélaginu Fram. Hann spilaði í meistaraflokki Fram í 15 ár og var einnig virkur sem knattspyrnu- þjálfari og dómari. Hann stofnaði ásamt öðrum skíðaáhugamönnum í Fram skíðadeild og var um skeið formaður hennar. Vann hann ötul- lega að uppbyggingu skíðasvæðis félagsins í Bláfjöllum. Mummi var góður skákmaður og keppti með skákliði Hreyfils og vann oft til verðlauna. Skoðanir hans á þjóð- félaginu mótuðust af því umhverfi sem hann ólst upp í . Hann var jafn- aðarmaður og trúði á réttlátt þjóð- félag. Hann hafði sérstaklega gam- an af kveðskap og var alþýðu- skáldið Steinn Steinarr honum sér- lega hugstætt. Kunni hann heilu kvæðin eftir þetta uppáhaldsljóð- skáld sitt. Síðustu sex ár ævi sinnar dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í sérbýli. Hann var skapgóður og ein- staklega ljúfur í umgengni þrátt fyrir veikindi sín. Það var hugsað sérstaklega vel um hann á Sóltúni. Að lokum vil ég kveðja þig, kæri tengdapabbi, með ljóðlínum skálds- ins góða sem þú hafðir svo mikið dálæti á. Og líf hvers manns, hve miklu sem hann glatar, svo myrkum töfrum slungin örlög hlaut. Þín visna hönd, sem vann þér ei til matar, skal velta þungum steini úr annars braut. Þín ást, þinn draumur, allt, sem gleymsku huldist, og útsog tímans bar frá strönd þíns lands. Það lifði samt, hve lengi sem það duldist, þú leizt það seinna í hjarta annars manns. (Steinn Steinarr.) Kjartan. Mig langar í fáum orðum að minnast tengdaföður míns. Hann andaðist 13. september á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar sem hann var búinn að dvelja í tæp sex ár. Hann var búinn að vera með hægfara heilabilun til margra ára sem dró úr getu hans til að taka þátt í lífinu síðustu árin. Það hafa verið góðar stundir með fjölskyldunni síðustu daga þar sem við höfum verið að rifja upp brot úr lífi Guðmundar og finnst mér ég hafa séð nýja mynd af tengdaföður mínum. Hann lenti í alvarlegu slysi 17 ára gamall og var vart hugað líf. Hann náði sér upp úr því og átti glæstan feril sem fótboltamaður eftir það, bæði sem leikmaður meistaraflokks Fram, þjálfari og síðar dómari. Hann var einnig í hópi manna sem byggðu upp skíðasvæði Fram í Bláfjöllum. Hann var góður skák- maður og kenndi barnabörnunum þá list. Í tvígang komu tengdaforeldrar mínir til okkar Nielsar til Englands til að veita aðstoð og var það okkur ómetanleg hjálp. Þau sáu um bú og börn meðan við foreldrarnir vorum að vinna. Minningarnar frá þeim tíma ylja okkur nú þegar horft er til baka. Síðustu árin hafa sennilega verið tengdapabba erfið. Það er erfitt að missa áttir og geta ekki tekið þátt í lífinu. Hann var samt alla tíð svo líkamlega hraustur, myndarlegur og leit svo vel út að það villti sýn á því hve veikur hann var. En nú er hann búinn að fá hvíld- ina og er frjáls ferða sinna, engum háður. Guð geymi hann. Elsku Mína mín og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk á þessum tímamótum. Sigrún Arnardóttir. Það er skrýtið að hugsa til þess að afi sé látinn. Hann afi sem alltaf hefur verið til staðar. Ég á frábær- ar minningar um hann afa og minn- isstæðir eru þeir tveir vetur sem hann og amma bjuggu með okkur fjölskyldunni í Englandi, pössuðu okkur Tómas og fylgdu okkur þang- að sem við vildum fara. Síðustu árin hafa verið erfið fyrir þig afi minn en það er gott að hugsa til þess að þú sért kominn á góðan stað þar sem þú getur fundið frið. Guð geymi þig. Tinna Níelsdóttir. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur. Lífið var búið að vera þér erfitt síðast- liðin ár en samt sem áður varstu alltaf svo hnyttinn og skemmtileg- ur, gast alltaf komið okkur til að brosa. Þú varst yndislegur afi og góður heimilisfaðir, fjölskyldan og heimilið voru þér mikils virði. Okkur eru minnisstæðar allar samverustundirnar í Safamýrinni þar sem alltaf var tekið vel á móti okkur. Þú varst alltaf svo hjálpleg- ur, tókst að þér allt uppvaskið í stóru fjölskylduboðunum og varst snöggur að því. Á tímabili ferðuðust þið amma mikið til Spánar og þú komst svo dökkur og sællegur til baka. Minningarnar sem við eigum eru margar og munum við ávallt varð- veita þær í hjörtum okkar. Og vatnið starir, starir köldum augum á stirndan himin yfir bleikum tindum. Og inni í dalnum dökkir skuggar trjánna við dapra geisla tunglsins stíga dans. Og yfir sandinn, langar óraleiðir, lýsir tunglið spor þín, þreytti maður, og bregður köldum, annarlegum glampa á andlit þitt. Ég sé þig hverfa, hverfa inn í skuggann. Og yfir öllu vakir þögnin – þögnin. (Steinn Steinarr) Guðmundur Þór, Sóley Rut, Erla Dröfn & co. Elsku afi minn, þegar ég var lítill strákur tókstu á móti mér með bros á vör, ég kveð þig með tárum. En þegar ég lít til baka yfir farinn veg og allar þær góðu stundir sem við áttum saman læðist fram lítið bros. Þegar ég labbaði inn í afaherbergið í Safamýrinni og sá alla bikarana og verðlaunapeningana upp í hillu hugsaði ég alltaf mér: „Mig langar að verða jafngóður í knattspyrnu og skák og fá bikara líka.“ Fyrir ungan strák sem var að stíga sín fyrstu skref í íþróttum var þetta eins og að horfa á demanta. Þú tókst mig undir þinn vernd- arvæng og kenndir mér að tefla, hafðir þolinmæði í að tefla við pjakkinn sem náði ekki einu sinni með fæturna niður á gólf úr stóln- um. Sýndir mér hvernig ég ætti að þjálfa bæði hægri og vinstri fótinn jafnt í fótboltanum en fyrst og fremst íþróttamannshugsun. Og alltaf, afi minn, skaustu því að, að „margur er knár þótt hann sé smár“. Þetta eru gildi sem ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir og að hafa beint mér á íþróttabrautina er ómetanlegt. Ég leit upp til þín og á alltaf eftir að gera. Þú varst sannur keppn- ismaður með hjarta íþróttamanns. Fyrst var það knattspyrnan, svo þjálfunin og svo loks dómgæslan. Á seinni árum barðistu svo hetjulega við sjúkdóm sem var mjög erfiður viðureignar en aldrei gafstu upp. Þegar mamma kom heim úr Sól- túninu og sagði mér að þú værir farinn að gleyma hlutum og þekktir engan lengur vildi ég ekki trúa því, því alltaf mundirðu hver hann Dav- íð var. Þegar ég kom svo í síðustu heim- sóknina til þín til að kveðja þig, elsku afi minn, talaði ég við þig eins og við gerðum alltaf í æsku. Ég rifj- aði upp alla þá góðu tíma sem við áttum saman. Ég bað fyrir þér og bað Guð um að passa þig þegar tím- inn myndi koma. Það var sannur heiður að fá að kynnast hetju eins og þér, afi minn, og minningin um þig á eftir að lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Þú ert kominn á góðan stað þar sem ríkir eilífur friður þar sem þú getur horft niður til okkar og passað okk- ur og leiðbeint okkur til betri vegar. Mér þykir vænt um þig afi minn og þú átt alltaf eftir að eiga stórt pláss í hjartanu á mér. Þú varst sönn hetja og sannur víkingur og þegar við hittumst aftur hvar og hvenær sem það verður þá setjumst við að tafli eins og við gerðum forð- um og tökum eina bröndótta. Hvíl í friði elsku afi minn. Davíð Kjartansson. Í dag kveðjum við Selfyssingar eftirminnilegan og góðan þjálfara sem lagði grunninn að góðum ár- angri og velgengni knattspyrnu- íþróttarinnar á Selfossi fyrir fjöru- tíu og tveimur árum. Það er margs að minnast þegar litið er til baka og rifjuð upp góð kynni af manni, sem kom með jafn áhrifaríkum hætti inn í líf okkar strákanna á Selfossi fyrir tæpri hálfri öld. Eins og annars staðar á landinu var mikill áhugi á knattspyrnu á þessum árum og hugur í mönnum að senda meist- araflokk til þátttöku í Íslandsmót. Eftir nokkra leit að þjálfara var Guðmundur Valur Guðmundsson ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu á Selfossi eftir ábendingu frá Karli bróður hans. Það var mikil eftirvænting að fá þjálfara úr Reykjavík til að annast þjálfun. Hæfileikar Guðmundar komu fljótt í ljós, ungir og áhugasamir drengir fjölmenntu á æfingar hjá honum og nutu leiðsagnar hans. Í framhaldinu var sú ákvörðun tekin að Guðmundur yrði ráðinn til þriggja ára og honum falið að byggja upp gott knattspyrnulið á Selfossi. Árið 1965 fór að mestu í undirbúning og þjálfun, en árið 1966 var fyrst keppt í 3. deild karla í knattspyrnu þar sem Selfoss fór með sigur af hólmi. Guðmundur þjálfaði einnig 2. flokk karla þetta árið og gerði þá að bikarmeisturum eftir frækilegan sigur á Skaga- mönnum. Árið 1967 þjálfaði Guð- mundur meistaraflokk, 2. flokk og 3. flokk og náði glæsilegum árangri í öllum flokkum. Meistaraflokkur varð í öðru sæti í sínum riðli í 2. deild, 2. flokkur varð Íslandsmeist- ari eftir sigur á Keflavík og 3. flokk- ur lék til úrslita í sínum aldurs- flokki um Íslandsmeistaratitilinn. Það er alveg hægt að fullyrða að Guðmundur hafi komið Selfoss á kortið eins og sagt er, svo vel gekk honum við þjálfarastörfin á Sel- fossi. Á þessum árum eignaðist knattspyrnan á Selfossi sína fyrstu landsliðsmenn í unglingaliði. Þá var farið í keppnisferð til Færeyja og keppt við öll sterkustu liðin með góðum árangri. Guðmundur reynd- ist okkur afskaplega vel í ferðinni sem var okkar fyrsta keppnisferð erlendis. Guðmundur var góður fé- lagi sem leikmenn báru mikla virð- ingu fyrir, hann æfði með þeim og brá sér stundum í keppnisbúning og tók þátt í kappleikjum ef þörf var á. Við Guðmundur urðum góðir vin- ir í framhaldi af þessu samstarfi sem var farsælt og gott. Ég sem formaður deildarinnar á þessum ár- um og konan mín höfðum nokkuð náið samband við Guðmund og konu hans Mínu, sem komu oft í heimsókn á heimili okkar eftir leiki og síðar þegar þessu tímabili lauk. Ég minnist þess í síðustu heimsókn Guðmundar til mín fyrir nokkrum árum, en þá var hann orðinn veikur, rifjuðum við upp gamla tímann. Hann spurði um strákana sem voru í liðinu hjá honum, hvað þeir gerðu og hvar þeir væru niður komnir. Þegar ég keyrði Guðmund um bæ- inn og heimsótti nokkra liðsmenn sem enn búa á Selfossi, sá ég hvað honum þótti vænt um að sjá strák- ana aftur og rifja upp fótboltaárin. Við kveðjum Guðmund með þakklæti fyrir góð störf í þágu knattspyrnunnar á Selfossi, góðar kveðjur eru einnig frá öllum leik- mönnum og knattspyrnuforystunni á Selfossi frá þessum árum. Ég og kona mín sendum eftirlifandi eig- inkonu, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðju og erum þess fullviss að minningin um Guðmund mun lifa um ókomin ár. Björn Ingi Gíslason. Guðmundur Valur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.