Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í heiminum eru töluð sjö þúsundtungumál. Eitt þeirra er íslenska. Helmingur þeirra er talinn í útrým- ingarhættu og gæti horfið á þessari öld. Í fyrradag kynntu fræðimenn nýja rannsókn um tungumálin sem eru að hverfa. Fyrir nokkrum þeirra er svo komið að aðeins örfáir menn kunna þau. Talið er að aðeins einn maður kunni tungumálið am- urdag, sem talað er í Ástralíu. Þeg- ar hann fellur frá verður tungu- málið aðeins varðveitt á upp- tökum. Í Ástralíu er talað 231 tungumál og munu þau flest vera í útrýmingarhættu.     Fræðimennirnir, sem kynnturannsókn sína í fyrradag, hafa unnið að því að skrásetja mál í út- rýmingarhættu, átta sig á málfræði þeirra og búa til orðalista. Mörg þessara tungumál eru ekki til á bók- um og engin hefð fyrir því að skrifa þau. Þegar þau hverfa er sá menn- ingarheimur, sem þau endurspegl- uðu, horfinn. Ekki vantar skriflegan grunn fyrir íslensku, en hins vegar mætti auðveldlega færa að því rök að hún hefði horfið án hans. Nú hef- ur hins vegar kviknað umræða um það hvort íslenskan sé í hættu vegna ágangs enskunnar í kjölfar ummæla Sigurjóns Þ. Árnasonar, banka- stjóra Landsbankans, um að það kynni að reynast óhjákvæmilegt að íslensk fjármálafyrirtæki tækju upp ensku í höfuðstöðvum sínum á Ís- landi.     K. David Harrison málvísinda-maður kynnti rannsóknina á tungumálum í útrýmingarhættu. Hann sagði að helstu tungumál jarð- ar væru 83 og 80% mannkyns töluðu þessi tungumál. Flest hinna tungu- málanna væru í útrýmingarhættu og hyrfu þau hraðar en fuglar, spendýr, fiskar og plöntur. Íslenska er tæpast meðal tungumálanna 83, sem fræðimennirnir nefna. Er hún í hópnum sem er í útrýmingarhættu? STAKSTEINAR Íslensk orðabók. Tungumál sem hverfa                      ! " #$    %&'  (  )                        *(!  + ,- .  & / 0    + -                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                        :  *$;<                          !  "      *! $$ ; *! ! "#  ! #  $ %# &% =2 =! =2 =! =2 $#" ' ( )*+%,  <$ -         *  #         $         #    %  # & /    '  (##         )  (* %      $  % =7  +  %  ,       $      # )  -     $       .  ) (/0 -. %// %#0 % +%' ( 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A 1 2 2 1 1 1 1 1 1 1   1 1 1 1 1 1 1 1  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2            BUSAVÍGSLA fór fram í Menntaskólanum á Akureyri í gær þar sem nýnemar voru vígðir inn í skólann af 4. bekkingum en skólinn var settur á sunnudaginn. Bus- arnir fengu að reyna ýmislegt í gær en allt fór þó vel fram. Athöfninni lauk með því að busarnir voru látnir skríða inn í fjárrétt sem útbúin hafði verið á skólalóð- inni. Öllum var skipað að jarma hástöfum, sem þeir og gerðu. Síðan var dregið í dilka. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þeir ráku féð í réttirnar… Við bjóðum upp á stórkostlega skíðaferð um áramótin til bæjarins Engelberg í Sviss. Svæðið er snjóöruggt, enda hægt að skíða á fjölbreyttu svæði Titlis jökulsins. Brekkurnar eru 82 km og við allra hæfi. Fjallasýnin er ólýsanleg og margir möguleikar á ýmiss konar afþreyingu. Meðal annars sem við prófum er skemmtileg sleðaferð og dagskrá á vegum skíðakennaranna er einnig í boði. Að upplifa áramótin í öðru landi er frábær skemmtun auk þess að njóta útiverunnar og renna sér á skíðum. Hér er engu til sparað og hreinlega allt innifalið í þessari ferð! Fararstjóri: Marianne Eiríksson Verð á mann í tvíbýli: 204.500 kr. 28. desember 2007 - 6. janúar 2008 Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Engelberg SVIGSKÍÐAFERÐ Áramótaferð til VEÐUR FRÉTTIR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Snorri Bergz | 19. september Fer Britney í leikbann? Jæja, ef löggumönnum og lyfjatindátum þeirra tekst að sanna lyfjaneyslu á Britney litlu Spears verður hún vísast dæmd í leikbann – fær kannski ekki leika við börnin sín í ákveðinn tíma. En – hún getur auðvitað prófað – eins og flestir aðrir sem falla á lyfja- prófi – að segjast hafa tekið inn fæðubótarefni. Meira: hvala.blog.is Elfar Logi Hannesson | 19. september Kómedíuleikhúsinu vel tekið Það er óhætt að segja að Kómedíuleikhúsinu hafi verið vel tekið í upphafi leikferðar um landið. Næstu tvær vikurnar verður leik- húsið á ferðinni um Norður- og Austurland með leikina Dimmalimm og Gísla Súrsson. Dim- malimm hóf leikinn á mánudag í Grunnskóla Siglufjarðar þar var sannkölluð ævintýrastemning... Meira: komediuleikhusid.blog.is Soffía F. Rafnsdóttir | 19. september Stígvél Vissuð þið að þegar maður er 1,50 á hæð er mjög erfitt að fá á sig svona flott pæjustíg- vél? Í fyrsta lagi þá passa þau ekki yfir kálfana. Ég er reyndar með þá kenningu að það sé vegna þess að þau séu hönnuð fyrir fólk sem er með kálfana aðeins hærra uppi en þeir sem eru með stutta leggi. Í öðru lagi eru þau svo há að þau ná alla leið upp í hnésbætur ef maður nær að renna þeim upp … Meira: soffiafransiska.blog.is Andrés Magnússon | 18. september Meira um minningargreinar Fyrir hálfu ári, upp á dag, skrifaði ég at- hugasemd hér á blogg- inn um það hvernig Morgunblaðið væri í heljargreipum minn- ingargreina, þær tækju of mikið rými, klyfu blaðið í herðar niður og hindruðu eðlilegar breytingar á því. Ég gerði mér vitaskuld grein fyrir því, að þær væru hluti af því, sem gerði Morgunblaðið að Mogganum okkar, og hluti af því, sem gerir Ís- land að Íslandi. En samt taldi ég að þessu þyrfti að breyta með ein- hverjum hætti og nefndi sitthvað um það, sem gera mætti til þess. Viðtökur lesenda minna við þess- um hugmyndum voru almennt vin- samlegar, þó einhverjir hefðu áhyggjur af því að blaðið færi að stunda mannjöfnuð með þessum hætti, að draga hina horfnu í dilka merkismanna og annarra. Ég benti hins vegar á, að þó við vildum allt til vinna til þess að fólk væri jafnrétt- hátt í lífinu, mætti vel viðurkenna það, að fólk hefði misjafnlega unnið úr sjálfu sér og tækifærum lífsins og að slík uppgjör væru fullkomlega við hæfi að leiðarlokum. Engin ástæða væri til þess að reyna að jafna um menn, einmitt þegar stóri jafn- aðarmaðurinn, sláttumaðurinn slyngi, væri nýbúinn að gera þá hníf- jafna. Nú sýnist mér að Morg- unblaðið sé að feta einhverja braut í líkingu við þá, sem ég nefndi. Upp á síðkastið hefur blaðið fengið ýmsa vel ritfæra menn eða eigin blaða- menn til þess að skrifa minning- argreinar um valda menn á miðopnu blaðsins, en meiri heiður getur Morgunblaðið ekki sýnt mönnum. Og það eru ekki aðeins menningar- páfar, stjórnmálamenn eða aðrir fínimenn, sem hljóta þann sess; í gær skrifaði Sigmundur Ó. Stein- arsson fallega og persónulega grein, sem samt átti erindi við lesendur alla, um Ásgeir Elíasson, fótbolta- þjálfara, sem varð bráðkvaddur í lið- inni viku. Nú vona ég aðeins að blað- ið haldi áfram á þessari leið, birti áfram dánarauglýsingar og ævi- ágrip, líkt og birt eru nú þegar í upp- hafi minningargreina, en taki af- ganginn inn á Netið með loforði um að þar verði ævarandi bautasteinn. Meira: andres.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.