Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 24
ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Áhugi fólks hefur verið aðaukast og þá sérstaklega ámeðal Íslendinga og í þvíhefur aukin fjölbreytni í gistingu , m.a. tilkoma Hótel Flat- eyjar skipt miklu máli, þó að ekki séu síður góð tækifæri þar fyrir dags- ferðalanga,“ segir Kristrún Konráðs- dóttir sem er sölu- og markaðsstjóri hjá Sæferðum, fyrirtækinu sem sér um ferjuflutninginn yfir til Flateyjar. Mikið hefur breyst í Flatey á sl. ára- tugum og staðurinn verið að byggj- ast upp sem ferðamannastaður sl. ár. „Fyrir 30 árum leit þorpið í Flatey út eins og draugabær, flest var þá í nið- urníðslu enda stutt síðan að rekstur útgerðar og hraðfrystihúss lognaðist út af. Smám saman hafa eigendur húsanna hins vegar verið að taka þau í gegn og síðastliðin tíu ár hefur mik- ið gerst. Þegar gengið er inn í þorpið í dag er það svo eins og að ganga 50- 60 ár aftur í tímann,“ segir Kristrún. Mörg hús á eyjunni eru gömul ís- lensk timbur- og bárujárnshús sem gerð hafa verið upp í gamla stílnum og flestar nýbyggingar eru reistar í stíl sem passar við gömlu húsin en í þorpinu sjálfu eru um það bil 25-30 hús. Fyrir vikið má í Flatey finna nokkuð heildstæða mynd gamalla húsa sem mörg hver eru frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. „Yfir veturinn eru aðeins fjórir ábúendur í eyjunni, tvenn hjón sem búa þar og lifa af landsins gæðum. En á sumrin breytist þetta mikið og því er mjög árstíðaskipt hve margir eru í eyjunni. Á sumrin geta verið þar 200-300 manns sem er svipaður fjöldi og bjó í Flatey á gullaldarárum hennar um aldamótin 1900.“ Kristrún segir ennfremur að áhugi Íslendinga fyrir Flatey hafi aukist mikið, enda sé hún náttúruperla sem auðvelt sé að komast til þó að fáir hafi í raun komið þangað. „Það sem hefur hjálpað okkur mikið er aukinn áhugi ferðamanna á Vestfjörðum. Fólk nýtir sér í auknu mæli Breiðafjarðaferjuna Baldur sem tengingu upp á Vestfirði og stoppar þá gjarnan í Flatey á leiðinni þangað. Það er jafnvel hægt að senda bílinn á undan sér yfir fjörðinn en ferjan hefur alltaf viðkomu í Flatey á báðum leiðum.“ Enginn að flýta sér Unnið er að því að auka veg ferða- þjónustu í Flatey en liður í því er að gera náttúruperluna aðgengilega fyrir hinn almenna ferðamann. „Eyjan er vel þekkt meðal erlendra ferðamanna sem fuglaskoðunar- staður en aftur á móti er hún ekki eins þekkt á meðal almennings. Það er tilvalið fyrir fólk að koma út í Flat- ey, ná andanum og komast í tíma- laust umhverfi þar sem náttúran og mannlífið gengur saman í takt. Hér er enginn að flýta sér,“ segir Krist- rún. Flatey býður upp á margskonar gistimöguleika en þar er eins og áður segir nýtt hótel, Hótel Flatey, sem uppgert er úr gömlum pakkhúsum og þar ráða ríkjum þær Ingunn Jak- obsdóttir, Ingibjörg Á. Pétursdóttir, Álfhildur Ingadóttir og Ásdís Bene- diktsdóttir. Sömuleiðis stendur þá til boða bændagisting, tjaldsvæði og einnig er hægt að leigja smáhýsi. Fyrir þá sem hyggja á heimsókn til Flateyjar má benda á að til boða standa skipulagðar ferðir um eyjuna fyrir hópa þar sem farið er yfir sögu eyjarinnar, náttúrusögu og kirkjan skoðuð, en hún var byggð árið 1921 og hefur að geyma altaristöflu eftir Baltasar listmálara og endurspeglar að miklu leyti það andrúmsloft sem ríkir í Flatey. Næsta vor verða svo kynntar til sögunnar fjögurra daga siglingar um Breiðafjörðinn, þar sem farþegar gista allar nætur í Flatey, en síðan er siglt á vit ævintýranna á daginn. Vonast er til þess að þetta hjálpi til við að lengja ferðamannatímann í eyjunni. ingvarorn@mbl.is Hótel Flatey Pakkhúsið hefur fengið nýtt hlutverk sem hótel. Ljósmyndir/Frank Bradford Til móts við fortíðina Húsabyggðin í Flatey minnir um margt á fyrri tíma. Eyjaskeggjar Mikið fuglalíf er í eyjunni og er lundinn til að mynda meðal þeirra fugla sem þar ber mikið á. Griðastaðurinn Flatey Á Breiðafirði er að finna Flatey, þjóðjörð sem er rík af nytjum, menningu og sögu en líka eyju sem í dag höfðar sífellt meira til fólks sem leitar mót- vægis við amstri hins daglega lífs. Ingvar Örn Ingvarsson tók Krist- rúnu Konráðsdóttur tali en hún vinnur meðal ann- ars að því að auka ferða- mannastraum til eyj- arinnar. Þegar gengið er inn í þorpið í dag er það svona eins og að ganga 50-60 ár aftur í tímann www.saeferdir.is www.hotelflatey.is Höllin blasir við gestumþegar þeir koma gang-andi niður af hæðum semmynda eins konar skeifu í kringum hana. Í kvikmyndinni Dreggjum dagsins sjást bílar aka að höllinni og fjölmargar útitökur sýna hana, umhverfið og undurfagra garða. Dyrham Park er í eigu National Trust, sjálfstæðrar stofnunar, sem hefur m.a. það hlutverk að vernda og halda opnum fyrir almenningi yfir 300 sögufrægum byggingum og görð- um í Englandi. Starfsemi National Trust byggist á árgjöldum styrkt- arfélaga, gjöfum, hagnaði af minja- gripasölu og aðgangseyri gesta. Fé- lagar í National Trust eru 3,4 milljónir og yfir 12 milljónir manna heimsækja hallir eða garða. Auk þess er talið að 50 milljónir gesta komi á opin svæði sem heyra undir National Trust sem hefur einnig umsjón með skógum, fenjum, ströndum og rækt- unarlandi, eyjum, fornleifum, köstul- um, þorpum og ýmsu öðru. Mikil leit hófst að góðum tökustöð- um eftir að ákveðið var að kvikmynda Dreggjar dagsins. Dyrham Park var valinn fyrir allar útimyndatökur en Badmington House og Corsham Co- urt í Avon og Powderham Castle í Devon urðu sögusvið myndarinnar innan dyra. Þar skipti miklu að eld- hús og íbúðir þjónustufólks væru enn óbreyttar og í góðu ástandi enda fjallar myndin aðallega um yfirþjón- inn Stevens (Anthony Hopkins) og bústýruna Miss Kenton (Emma Thompson). Í myndinni, sem gerist að mestu á fjórða áratug 20. aldar, hefur höllin hlotið nafnið Darlington Hall. Þar þjóna Stevens og Kenton Darlington lávarði sem er hallur und- ir nasista og reynir að koma á vin- áttusambandi milli Þjóðverja, Breta, Í leikmynd Remains of the Day Ljósmynd/ Fríða Fólk fellur í stafi Fegurðin hefur mikil áhrif á þá sem heimsækja Dyrham Park og þeir njóta þess að skoða lífið í tjörninni eða bara sitja og horfa á dýrðina sem felst í umhverfinu og arkitektúrnum. Það er svolítið undarlegt að vera allt í einu kominn inn í leikmynd úr þekktri kvikmynd. Fríða Björns- dóttir fann það vel þegar hún stóð fyrir framan Dyrham Park-höll skammt norðan við Bath í Englandi þar sem kvik- myndin The Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins, var tekin að stórum hluta árið 1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.