Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sæmundur Ósk-arsson stór-
kaupmaður fæddist
á Akureyri 10.
ágúst 1924. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir 10.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Óskar
Sæmundsson kaup-
maður á Akureyri,
f. 29.12. 1897, d.
26.8. 1970 og Guð-
rún Magnúsdóttir
ljósmóðir og hús-
móðir, f. 13.4. 1900, d. 2.1. 1947
Systkini Sæmundar eru Guð-
finna, f. 15.6. 1928 og Magnús, f.
10.6. 1930, d. 23.1. 1999.
Sæmundur kvæntist 11.6. 1949
fyrri konu sinni Eivor Holm, f. í
Svíþjóð 22.8. 1920. Þau skildu
1951. Dóttir Sæmundar og Eivor
er Guðrún Kristína, f. 9.9. 1950,
áður gift Martin Planefjord, en
nú í sambúð með Göran Ander-
son. Dætur hennar og Martins
eru 1) Marie Helene, f. 29.11.
1976, gift Fredrik Sten Malm.
prófi frá Verzlunarskóla Íslands
1942. Hann fluttist síðar til Sví-
þjóðar og lauk prófi frá verzl-
unarskólanum Barlock Institute í
Stokkhólmi 1947 og þar kynntist
hann fyrri konu sinni Eivor
Holm. Er Sæmundur kom til
baka til Íslands starfaði hann
bæði sem sölumaður og sjómaður
á síldarskipum og togurum. 1953
flutti hann aftur til Svíþjóðar og
vann m.a. hjá skipafélaginu
Svenska Lloyd sem leiddi hann
um öll heimsins höf. Í einni af
ferðunum kom hann til Lübeck
þar sem hann kynnist seinni
konu sinni Ingrid Frida Erika
Sommer sem starfaði þar við
bókhald.
Sæmundur lauk prófum frá
stýrimannaskólunum í Härnö-
sand 1957 og Kalmar 1958. Sæ-
mundur og Ingrid, ásamt Guð-
rúnu dóttur hans, fluttu alkomin
til Íslands 1959. Hann stofnaði
heildverslunina S.Óskarsson &
Co hf. 1962 og rak hana til 1981
er hann seldi hana og stofnaði
heildverslunina Esju hf. ásamt
Ingrid konu sinni. Sæmundur var
alla sína ævi einarður stuðnings-
maður KA og var stofnandi KA
klúbbsins í Reykjavík og fyrsti
formaður hans.
Sæmundur verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15
Dóttir þeirra er
Tuva, f. 29.3. 2007.
2) Irene Christina, f.
14.8. 1980, unnusti
Jan-Erik Krendel.
Sæmundur kvænt-
ist 11.9. 1957 Ingrid
Fridu Eriku Som-
mer, f. í Þýskalandi
20.6. 1937, d. 3.1.
2000. Foreldrar
hennar voru Rudolf
Luis Johann Som-
mer, f. 23.11. 1899,
d. 22.2. 1945 og
Herta Anna Marie
Auguste Paula Sommer, fædd
Kampf, f. 8.2. 1902, d. 14.9. 1972.
Börn Sæmundar og Ingrid eru 1 )
Helga, f. 26.3. 1965, gift Guðna
Inga Johnsen. Börn þeirra eru
Sæmundur Ingi, f. 27.6. 1988,
Þórður Ingi, f. 1.9. 1993 og
Guðný Helga, f. 21.7. 1998. 2)
Óskar, f. 4.2. 1970, kvæntur Torf-
hildi Silju Sigurðardóttur. Börn
þeirra eru Helena Rakel, f. 13.7.
1997 og Sæmundur, f. 11.7.2000.
Sæmundur ólst upp á Akureyri
en fluttist til Reykjavíkur og lauk
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum.
Þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum.
Við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlýt ég
og kjölfars hinna er fóru fyrr
án fyrirhafnar þá nýt ég.
Í sólarljósi er særinn fríður
og sérhver dagurinn óðum líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má,
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur,
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi’ er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eigi lönd fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber,
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja.
Og hersing ljósengla Drottins syngja.
Velkominn hingað heim til vor.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Þýð. Vald. V. Snævarr)
Góða ferð elsku pabbi minn.
Þín
Helga.
„Komdu og sestu aðeins hjá mér
Tóta,“ sagði tengdapabbi við mig
þegar ég var ung stúlka, nýfarin að
venja komur mínar á heimili Óskars
míns. Ég settist hjá honum hálf-
skjálfandi og vissi ekkert hvað hann
ætlaði að ræða við mig. „Ef þú eign-
ast einhvern tímann son með honum
Óskari mínum, ertu þá ekki til í að
skíra hann Sæmund?“ Ha, jú jú
sagði ég, ekki mikið farin að spá í
barneignir. Svo varð ég ófrísk
haustið ’96 og í júlí ’97 fæddist hún
Helena okkar. Haustið ’99 varð ég
ófrísk aftur og var á leiðinni í sónar í
febrúar. Þá sagði tengdapabbi við
mig: „Hvernig er það Tóta, ætlið þið
ekki að fá að vita kynið á barninu?“
Nei ætli það, sagði ég. „Heyrðu,
ertu ekki til í að biðja sónarsérfræð-
inginn að athuga með kynið á
barninu og skrifa það á miða og
setja í umslag og merkja mér, svo
ég fái að vita kynið. Ég er nefnilega
alveg viss um að þetta sé strákur.“
Ja, þú segir nokkuð, sagði ég og í
framhaldinu ákváðum við Óskar að
fá að vita kynið og það reyndist rétt
hjá Sæmundi, strákur var það.
Tengdapabbi hafði hermt upp á
mig á brúðkaupsdaginn okkar að ég
hefði lofað því að skíra strákinn Sæ-
mund og ég stóð auðvitað við það.
Tengdapabbi hafði frábæran
húmor og kunni margar skemmti-
legar sögur og það var alltaf gaman
að spjalla við hann. Fáir hafa lifað
jafn viðburðaríku lífi og hann. Við
áttum mjög gott skap saman og það
er kannski ekki skrýtið því að við
vorum ekkert ólík. Bæði hvatvís,
dálítið skapmikil, þrjósk, ákveðin og
þolinmæðin ekki okkar stærsti
kostur, makar okkar hins vegar
með nóg af þolinmæði fyrir báða í
hjónabandinu.
Sæmundur var alltaf óspar á
hrós. Ef honum fannst ég vera fín til
fara, þá sagði hann mér það alltaf
og ef honum fannst ég ekki nógu fín
þá fékk ég líka að vita af því. Ég var
einhvern tíma í nýjum íþróttagalla
og fannst ég bara fín til fara, þá
sagði tengdapabbi: „Gleymdirðu að
fara úr náttfötunum í morgun?“
Hann var alltaf hreinskilinn og það
kunni ég vel að meta.
Honum þótti afar vænt um barna-
börnin sín og þau fundu það svo
sannarlega, hann kallaði Helenu
Rakel fegurðardrottningu og var af-
ar stoltur af alnafna sínum, Sæ-
mundi Óskarssyni yngri. Honum
fannst við eiga myndarleg og efni-
leg börn og þeim fannst alltaf gam-
an að heimsækja afa sinn.
Síðustu árin bjó tengdapabbi á
Eir, fyrst í eignaríbúð og svo þegar
heilsu hans fór að hraka fór hann á
hjúkrunardeild. Starfsfólk Eirar á
svo sannarlega hrós skilið fyrir að
hugsa einstaklega vel um tengda-
pabba.
Einnig var hún Helga mágkona
mín einstaklega dugleg að hugsa
um pabba sinn. Hún fór mjög oft til
hans, sá um að þvo allan þvott af
honum og sinnti honum einstaklega
vel. Nú er komið að kveðjustund,
tengdapabbi er búinn að fá hvíldina,
hann var svo viss um að hann mundi
hitta Ingrid sína aftur og ég er viss
um að hún tekur vel á móti honum.
Ég mun sakna elsku tengdapabba
mikið, svona miklir karakterar eru
vandfundnir.
Takk fyrir allt saman.
Þín tengdadóttir,
Torfhildur Silja.
Kveðja frá K.A.
Árin milli stríða eru mörgum Ak-
ureyringum kær í endurminning-
unni. Ekki bara veðurfarið, heldur
tilfinningin fyrir því að vera búsett-
ir í samfélagi sem er ekki fjölmenn-
ara en svo, að allir þekktu alla.
Þannig var umhverfið sem Sæ-
mundur Óskarsson ólst upp í og
naut til þeirrar fullnustu að liðna
tíðin bjó hjá honum sem ljúf end-
urminning þótt fullorðinsárin liðu
annars staðar. Já sannarlega ann-
arsstaðar því að slík fjölbreytni í
námi og störfum var sannarlega
óvenjuleg. Það átti jafnt um verslun
og viðskipti og langsiglingar um
heimshöfin. Á Akureyri var hann fé-
lagi í K.A. og lék þar knattspyrnu
og þótti sem „senter“ markgráðug-
ur eins og félagar hans minnast frá
þeim tíma. Gengi K.A. var honum
alltaf mikilvægt, og svo mjög, að
þegar móti blés hjá félaginu árið
1976 sendi hann hressilegar ábend-
ingar í Degi um hvað betur mætti
fara í frammistöðu, jafnt hjá leik-
mönnum og stjórnendum. Þessu
svaraði Stefán Gunnlaugsson for-
maður knattspyrnudeildarinnar
frísklega og lauk þeim orðaskiptum
þannig að Sæmundur spurði ein-
faldlega, hvað getum við gert hér
fyrir sunnan, og vatt sér í að stofna
K.A. klúbbinn í Reykjavík. Klúbb-
urinn reyndist síðan K.A. keppend-
um ómetanlegur bakhjarl. Það fólst
í ýmsu, m.a. að sækja liðin á flug-
völlinn og skila þeim til baka auk
ýmissa snúninga. Síðast en ekki síst
að vera „K.A. áfram kórinn“ á pöll-
unum þegar keppt var. Þetta segja
margir yngri félagar að hafi verið
ómetanleg hvatning til dáða, og vilja
koma þökkum sínum á framfæri. Þá
er ógetið fjárhagslegs stuðnings
klúbbsins við framkvæmdir hjá
K.A. Fyrst á 50 ára afmæli félagsins
1978, og enn frekar, þegar veglegt
framlag þeirra olli því á lokasprett-
inum, að K.A. heimilið var afhent fé-
laginu skuldlaust árið 1986. Ekki
þarf að tíunda það hér, hvað slík
heimahöfn er og hefir verið mikil-
væg fyrir alla flokka K.A. í mörgum
íþróttagreinum. Að auki þess sem
áður er getið má ekki gleyma ýms-
um hvatningarverðlaunum í formi
bikara og annarra verðlauna sem
komu að sunnan. Hvatningin var
alltaf til staðar úr þeirri átt.
Starf Sæmundar á þessu sviði var
mikils metið af forystusveit K.S.Í.
og stjórnendum K.A. og hann heiðr-
aður með gullmerkjum beggja.
Ljóst má vera að hér er fallinn frá
K.A. félagi, sem til hinstu stundar
vildi félaginu allt hið besta. Fyrir
það er sannarlega þakkað að leiks-
lokum, og fjölskyldu hans sendar
innilegar samúðarkveðjur.
Jón Arnþórsson,
fyrrv. formaður K.A.
Í dag er til moldar borinn vinur
minn Sæmundur Óskarsson, í vina-
hópi kallaður Simmi, en hann lést á
84. aldursári. Sæmundur var sér-
stæður persónuleiki, hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og vék ekki frá
þeim. Hann gat verið harður í horn
að taka, en þegar betur var að gáð
var hann hjartahlýr og raungóður.
Hann kom viða við á lífsleiðinni, tók
stýrimannspróf í Svíþjóð og starfaði
sem fyrsti stýrimaður á stórum
fragtskipum. Þegar til Íslands kom
stofnsetti hann heildsölufyrirtæki
og rak það af myndarskap, lengst af
í Sundaborg.
Við hjónin kynntumst Sæmundi
og hans ágætu eiginkonu Ingrid
fyrir um það bil 40 árum, en hún er
nú látin. Íbúðir okkar lágu saman í
fjölbýlishúsi. Þar sem húsið var
ekki fullgert vorum við Sæmundur
tilnefndir ásamt þriðja manni í
byggingarnefnd. Það var ekki ónýtt
að hafa Sæmund sér við hlið í þeirri
vinnu. Yfir kaffibolla á kvöldin bár-
um við gjarnan bækur okkar saman
hvað byggingarframkvæmdir
snerti. Einnig beindist spjallið að
viðskiptum og verslun en það var
áhugavert umræðuefni þar sem við
báðir störfuðum í þeirri grein.
Sæmundur var heiðarlegur og
orðheldinn maður sem er aðals-
merki manna, ekki síst þeirra sem
viðskipti stunda. Það er gaman að
rifja það upp, sem Sæmundur hafði
orð á, og ekki skemmdi það kvöld-
stundina, þegar lítil dóttir okkar
hjóna steig upp á stól og söng eitt
lag, þetta kunni Sæmundur að
meta. Þrátt fyrir að við flyttum hvor
í sína áttina, héldum við góðu sam-
bandi okkar á milli.
Seinni árin hittumst við Sæmund-
ur sjaldan, þó kom það fyrir þegar
leið okkar lá á sama tíma í sund-
laugar, en hann stundaði sund með-
an heilsan leyfði. Ég og fjölskylda
mín minnumst Sæmundar með hlý-
hug og sendum börnum hans okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Gunnar Snorrason.
Sæmundur
Óskarsson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA UNNUR SVEINSDÓTTIR
frá Ólafsvík,
lést þriðjudaginn 18. september á Hrafnistu í
Reykjavík.
Aðalsteinn Guðbrandsson,
Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ole Dangvard Jensen,
Sjöfn Aðalsteinsdóttir,
Guðrún Aðalsteinsdóttir, Ævar Guðmundsson,
Þórheiður Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
SIGURÐUR G. GUÐMARSSON,
sem lést af slysförum þann 11. september, verður
jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 24. septem-
ber kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð
Brunavarðarfélags Reykjavíkur.
Þórunn Sigurðardóttir,
Ingi Þór Sigurðsson, Laufey Klara Guðmundsdóttir,
Pétur Sigurðsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Joost Schrander,
Einar Hansson, Birgit Hansson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EGGERT Ó. BRYNJÓLFSSON,
Kleppsvegi 64,
Skjóli,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn
15. september.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 26. september kl. 13.00.
Björn Hafsteinsson,
Óttar Eggertsson, Elín Anna Sigurjónsdóttir,
Ester Eggertsdóttir, Bjarni Eyjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
GUÐBJARTUR GUÐMUNDSSON,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 18. september.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
27. september kl. 13.00.
Linda Guðbjartsdóttir, Magnús Ársælsson,
Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir, Erlendur Magnússon,
Pétur Guðbjartsson, Birna Margrét Guðjónsdóttir,
Jónina Guðbjartsdóttir, Kolbeinn Ágústsson,
börn og barnabörn,
Anna Kristín Linnet.