Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
NUON Chea, einn helsti leiðtogi
stjórnar Rauðu kmeranna, var í gær
handtekinn og bíða hans nú réttar-
höld þar sem leiddur verður í ljós
hlutur hans í morðæðinu, sem reið
yfir í Kambódíu á áttunda áratugn-
um. Chea hefur lýst sig saklausan af
grimmdarverkum þeim sem framin
voru valdatíð stjórnar Pols Pots þeg-
ar talið er að allt að tvær milljónir
manna hafi týnt lífi. Margir halda því
fram að þvert á móti hafi „bróðir
númer tvö“, næstráðandi Pol Pots,
verið helsti böðull ógnarstjórnarinn-
ar.
Nuon Chea er 82 ára og er hann
fyrsti fyrrum leiðtogi stjórnar
Rauðu kmeranna sem handtekinn er
í Kambódíu. Fram til þessa hefur
hann getað lifað lífi sínu óáreittur í
landinu líkt og nokkrir aðrir fyrrum
undirsátar Pol Pots. Í fyrra var kom-
ið á fót fjölþjóðlegum dómstóli, sem
nýtur stuðnings Sameinuðu þjóð-
anna og ætlað er að leiða menn þessa
fyrir rétt þar sem þeim verður gert
að svara til saka fyrir ódæðisverkin,
sem framin voru í nafni kommún-
ískrar byltingar og framfara.
Nuon Chea var handtekinn á
heimili sínu í þorpi einu og fluttur í
þyrlu til höfuðborgarinnar, Phnom
Penh. Viðstaddir sögðu að Chea
hefði ekki borið sig vel, hann hefði
skolfið og tæpast fengið staðið upp-
réttur er hann var leiddur á brott.
Síðar um daginn var honum birt
ákæran, sem kveður á um að sá
handtekni hafi gerst sekur um glæpi
gegn mannkyni og stríðsglæpi.
Chea, sem aldrei hefur sýnt
minnstu merki iðrunar og er annál-
aður fyrir þóttafulla framgöngu,
sagði í viðtali við fréttastofuna AFP í
júlí að hann bæri enga ábyrgð á blóð-
baðinu í Kambódíu. „Ég tók engan
þátt í drápum á fólki. Ég veit ekki
hver bar ábyrgð á þeim.“
Fyrirliggjandi gögn benda til ann-
ars. Chea, sem jafnan var nefndur
„bróðir númer tvö“ eftir valdatöku
Rauðu kmeranna í Kambódíu (Pol
Pot var „bróðir númer eitt“), var, að
sögn fræðimanna, helsti hugmynda-
fræðingur ógnarstjórnarinnar.
Fræðimennirnir Stephen Header og
Brian Tittemore segja í bók sinni
„Seven Candiates for Prosecution“,
sem byggð er á rannsóknum þeirra í
Kambódíu, að gögn bendi ennfremur
til þess að Nuon Chea hafi einnig
gegnt lykilhlutverki við framkvæmd
„dauðastefnu“ stjórnvalda.
„Óvinir“ fyrirmyndarríkisins
Allt að tvær milljónir manna
týndu lífi í Kambódíu frá 1975 til
1979 þegar Rauðu kmerarnir hrintu
í framkvæmd áætlunum sínum, sem
miðuðu að því að skapa nýtt „fyrir-
myndarríki“. Milljónir manna voru
hraktar út úr borgum og sendar til
vinnu á samyrkjubúum, trúarbrögð
voru bönnuð og skólar lagðir niður
sem og gjaldmiðill landsins. Tiltekn-
ar stéttir, einkum menntamenn og
millitekjufólk, sem ekki þóttu upp-
fylla þarfir sæluríkisins sættu of-
sóknum. Hungur og þrældómur
urðu mörgum að fjörtjóni, aðrir dóu
úr sjúkdómum. Enn er ekki vitað
hversu margir teknir voru af lífi í
hreinsunum þeim sem stjórnvöld
töldu nauðsynlegar til að kenningar
þeirra um nýja „fyrirmyndarríkið“,
sem nefnt var Kampútsea, mættu
verða að veruleika.
Nuon Chea er talinn hafa verið
helsti hugmyndafræðingur þeirrar
stefnu að eyða bæri „óvinum ríkis-
ins“ með skipulegum hætti. Kaing
Guek Eav, fyrrum yfirmaður Tuol
Sleng-fangelsins illræmda í Phnom
Penh, var handtekinn í júlímánuði og
er búist við að hann geti brugðið ljósi
á hryllinginn, sem þar fór fram og
greint frá ábyrgð Nuon Chea. Eav,
sem jafnan gengur undir byltingar-
nafni sínu, „Duch,“ sagði í viðtali við
blaðamann einn árið 1999 að Nuon
Chea en ekki Pol Pot, hefði gefið
„beinar fyrirskipanir um aftökurn-
ar“. Talið er að um 16.000 karlar,
konur og börn hafi sætt hroðalegum
pyntingum í fangelsinu áður en við-
komandi voru tekin af lífi.
Auk þeirra Chea og „Duch“ er tal-
ið líklegt að „bróðir númer þrjú“,
Ieng Sary, utanríkisráðherra stjórn-
ar Rauðu kmeranna, og Khieu Sam-
phan, forseti frá 1976 til 1979, verði
einnig dregnir fyrir réttinn. Með
ólíkindum þykir að nú skuli loks hilla
undir að málarekstur verði hafinn,
enda hefur undirbúningur allur ein-
kennst af misklíð og deilum um fyr-
irkomulag. Nú þykir sýnt að réttar-
höld hefjist ekki fyrr en á næsta ári
og hefur seinagangurinn sætt harðri
gagnrýni lögmanna og mannrétt-
indahópa. Óttast margir að fyrrum
leiðtogar ógnarstjórnarinnar, sem
hnignir eru að aldri, kveðji þennan
heim áður en þeim verður gert að
svara til saka. Pol Pot, leiðtogi
Rauðu kmeranna og forsætisráð-
herra Kambódíu á árum ógnar-
stjórnarinnar, gekk á fund feðra
sinna árið 1998. Þá voru 19 ár liðin
frá því að Víetnamar steyptu stjórn
hans með innrás í Kambódíu.
„Bróðir númer tvö“ tekinn höndum
Nuon Chea, fyrrum næstráðandi leiðtoga Rauðu kmeranna, var í gær handtekinn og ákærður fyrir
hlut sinn í þeim hroðalegu grimmdarverkum sem framin voru í Kambódíu á áttunda áratugnum
Í HNOTSKURN
»Nuon Chea fæddist árið1925 í Battambang-héraði
í norðvesturhluta Kambódíu.
Hið rétta nafn hans er Long
Bunruot. Foreldrar hans voru
auðugir vel og nam hann lög-
speki í Bangkok í Taílandi.
Hann gekk til liðs við Komm-
únistaflokk Taílands.
»1951 varð hann félagi íKommúnistaflokki Indó-
Kína. Nuon Chea hlaut skjót-
an frama innan maóistahreyf-
ingarinnar, sem reis upp
gegn stjórnvöldum í Kambó-
díu. Kommúnistar steyptu
stjórn Kambódíu, sem naut
stuðnings Bandaríkjamanna,
árið 1975.
AP
Næstráðandinn Noun Chea á heimili sínu í júlímánuði í fyrra. Chea hefur
löngum haft sérstakt dálæti á Gucci-gleraugum og ber slík við öll tækifæri.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
TUNGUMÁL frumbyggja á svæð-
um á borð við Norður-Ástralíu,
Síberíu og suðvesturríki Banda-
ríkjanna deyja hraðar út en
nokkru sinni fyrr í skráðri sögu
mannkynsins og með tungumál-
unum hverfur þekking, sem ekki
fæst annars staðar, að því er fram
kemur á fréttavef National Geo-
graphic.
Áætlað er að á síðustu 500 árum
hafi tungumálum heimsins fækkað
um helming. Nú eru töluð um
7.000 tungumál og að meðaltali
fækkar þeim um eitt á tveggja
vikna fresti, að sögn málvísinda-
manna. Þeir telja að rúmur helm-
ingur tungumálanna deyi út fyrir
lok aldarinnar ef svo heldur fram
sem horfir.
Talið er að yfir 500 tungumál
séu töluð af færri en tíu manns
hvert. Í sumum tilvikum talar að-
eins einn maður tungumálið.
Þekking glatast
Þegar tungumál deyr út glatast
mikilvæg þekking sem vestrænar
þjóðir búa ef til vill ekki yfir, að
sögn Davids Harrisons, prófessors
í málvísindum við Swarthmore
College í Pennsylvaníu. „Þegar við
glötum tungumáli glötum við
margra alda hugsunum manna um
tímann, árstíðirnar, sjávardýr,
hreindýr, æt blóm, stærðfræði,
landslag, goðsagnir, tónlist, hið
óþekkta og hversdagslífið.“
Harrison áætlar að allt að helm-
ingur tungumálanna hafi aldrei
verið skrifaður niður. Mörg þess-
ara mála glatast því alveg þegar
síðustu mennirnir sem tala þau
deyja.
Um 80% mannkynsins tala 83
útbreiddustu málin en aðeins 0,2%
tala þau 3.500 tungumál sem eru
sjaldgæfust.
Sum tungumálanna hverfa
skyndilega, t.a.m. þegar fámenn
málsamfélög þurrkast út í nátt-
úruhamförum. Í flestum tilvikum
deyja þó tungumálin smám saman
þegar fólkið hættir að tala þau og
tekur upp algengari mál á borð
við ensku eða spænsku.
Hundruð tungu-
mála í mikilli hættu
!
"
#
"
"
$ "%# &
' 6'78'$9:;<=66'
<=66'6>8
!)"
* !!"#"$%!&'&()"*!&+
,-
!
"
#
!
"+%.+!)%&/*!&"
01 $%
"
!
%&
'
(
)
%+23*%.+!!&'
/"(4"!&5"(("
-6 *
"
+ ,
'2#7+.'
%+2+!)"*!&+
881 - . '
! '
(
&&
( $
)
(9!2+!)
:%.!"7&"
8,1 /
$
0 -!
$
+ .
)
"'
12"
)3( '(
)444
'
!( "
)
VERÐ á mjólkurvörum hefur verið
að hækka á Norðurlöndum og í
öðrum Evrópulöndum að undan-
förnu og nú er sama þróunin hafin í
kjötvörum. Segja margir, að þessar
hækkanir, sem orðið hafa eða eru
boðaðar, séu aðeins reykurinn af
réttunum. Flest bendi til, að þær
muni verða miklar áður en lýkur.
Arla, dansk-sænska stórfyrirtæk-
ið í mjólkuriðnaði, hefur boðað 10%
verðhækkun á mjólk í desember
næstkomandi og Swedish Meat,
sem er stórt í kjötiðnaði, hefur nú
þegar hækkað það verð, sem það
greiðir bændum fyrir grísi. Í síð-
ustu viku greiddi það 12,20 skr.
fyrir kílóið á fæti, um 116,75 ísl.
kr., en á mánudag var verðið hækk-
að um 4%. Magnus Lagergren,
talsmaður fyrirtækisins, vill ekkert
um frekari verðhækkanir segja en
bendir á, að gífurlegar verðhækk-
anir hafi orðið á fóðri til bænda.
Segir hann, að þessi þróun muni að
sjálfsögðu birtast fljótlega í verðinu
til neytenda og undir það tekur
Cato Gustafsson hjá Skövde Slak-
teri. Segir hann, að hækkanirnar til
bænda séu bara byrjunin enda hafi
fóðurkostnaðurinn hækkað um
100% á einu ári. Þessar hækkanir
ættu í raun að vera komnar fram
fyrir allnokkru en Gustafsson segir,
að Danir og Þjóðverjar hafi reynt
að standa á bremsunni fram að
þessu. Nú hafi þeir hins vegar
neyðst til að láta undan þrýstingn-
um.
Gustafsson spáir því, að verðið til
bænda fyrir grísi muni hækka um
20% á næstunni og eitthvað svipað
fyrir nautakjötið.
Eins og fyrr segir er það hækk-
andi fóðurkostnaður, sem þessu
veldur, en verð á korni hefur
hækkað mikið. Hveitiverð hefur til
dæmis hækkað um helming á að-
eins átta mánuðum.
Margar ástæður fyrir
verðhækkun á korni
Margar ástæður eru fyrir þessari
þróun, meðal annars stirt veðurfar,
þurrkar eða flóð og minni uppskera
af þeim sökum, og svo kemur það
líka til, að æ stærri hluti korn-
framleiðslunnar fer til að framleiða
lífrænt eldsneyti.
Um hitt munar þó meira, að vel-
megun hefur vaxið mjög í tveimur
fjölmennustu ríkjunum, Kína og
Indlandi, og þar með kjötneysla.
Til að framleiða eitt kíló af kjöti
þarf fimm kíló af korni. Það er því
ljóst hvert stefnir.
Verð á kjöti og
mjólk á uppleið
Grísir Verðið á bara eftir að hækka.
Fóðurkostnaður í Svíþjóð hefur
hækkað um 100% aðeins á einu ári
»Kjötneysla hefur
aukist mikið í Kína
og á Indlandi en til að
framleiða eitt kg af kjöti
þarf fimm kg af korni.