Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
TVEIR svonefndir spánarsniglar
hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu í
haust, að sögn Erlings Ólafssonar,
skordýrafræðings hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands. Sniglarnir
þykja hin mesta plága, en þeir eru
afar gráðugir. „Hann étur allt sem
fyrir verður og er geysimikið át-
vagl,“ segir Erling um snigilinn. Þá
séu mikil óþrif af sniglinum. „Fari
þeir yfir grasflöt um nótt verður
hún öll mjög slímug,“ segir hann.
Báðum sniglunum sem fundist
hafa í haust var komið til Nátt-
úrufræðistofnunar. Annar þeirra
fannst í Salahverfi í Kópavogi og
hinn á Arnarnesi í Garðabæ.
Erling segir ljóst að sniglarnir
hafi lifað af sumarið þrátt fyrir að
þurrkatíð hafi verið. „Þurrkarnir
hafa slæm áhrif á snigla, þeir dafna
þá illa. En spánarsnigill er aðlag-
aður þurrkum,“ segir Erling, en
snigillinn er ættaður frá Íber-
íuskaga. Erling segir að til þess að
komast af í þurru veðri þurfi snigill-
inn að framleiða mikið af eggjum.
„En þegar kvikindið berst á blautari
slóðir eru lítil afföll af eggjum.“
Spurður hvernig spánarsnigillinn
hafi borist hingað til lands segir Er-
ling að Íslendingar séu mjög dug-
legir við að flytja inn alls kyns gróð-
urvörur og jarðvegur fylgi þeim
„Það er óæskilegt að flytja jarðveg
til landsins,“ segir hann. Kvikindi á
borð við spánarsnigil berist hingað
aðallega sem egg og ungviði í jarð-
veginum en séu ekki á yfirborðinu.
Fólk fari með sniglana
á Náttúrufræðistofnun
Erling biður þá sem kunna að
rekast á spánarsnigil í garði sínum
að koma með þá á Náttúru-
fræðistofnun. Eigi fólk þess ekki
kost sé best að koma sniglunum fyr-
ir kattarnef. Hann segir ljóst að
spánarsniglinum verði ekki útrýmt
héðan af. „En það má reyna að tefja
fyrir honum og það er óþarfi að
horfa framhjá honum. Þetta er með
því verra sem við gátum fengið til
landsins af svona kvikindum. Nú er
búið að rigna í allt sumar í Skandin-
avíu og fjölmiðlar þar eru búnir að
segja margar sögur af spán-
arsniglum.“
„Hann étur allt sem fyrir verður“
Tveir spánarsniglar
hafa fundist í haust
en þeir þykja plága
Í HNOTSKURN
»Spánarsnigill er oftastrauðbrúnn á lit en er til í
ýmsum rauðum og brúnum
litum.
»Snigillinn er mjög stór, 7-15 cm langur.
»Hans varð fyrst vart á Ís-landi árið 2003.
»Á vef Náttúrufræðistofn-unar segir að landnám
snigilsins sé slæm tíðindi.
»Full ástæða sé til aðmæta þeim af hörku og
hyggst stofnunin fylgjast
grannt með framvindu mála
á næstunni.
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Slímug slóð Mikill óþrifnaður er af Spánarsniglinum sem skilur eftir sig
mikið slím þar sem hann fer um. Snigillinn er auk þess mjög gráðugur.
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
vestra hefur dæmt karlmann á þrí-
tugsaldri til fimm mánaða fangels-
isvistar, skilorðsbundinnar til
tveggja ára, fyrir líkamsárás. Mað-
urinn réðst að dyraverði skemmti-
staðarins Mælifells á Sauðárkróki í
vor eftir að hann hugðist vísa
ákærða á dyr vegna óspekta.
Brást ákærði illkvæða við afskipt-
unum; sló dyravörðinn þungu hnefa-
höggi í höfuð með þeim afleiðingum
að hann féll aftur fyrir sig og hlaut
auk þess mar á höfði, eymsli á bak
við eyra og bólgu yfir klettabeini.
Með háttsemi sinni rauf ákærði
skilorð dóms sem kveðinn var upp
yfir honum fyrir tveimur árum
vegna nytjastulds, ölvunaraksturs
og fleiri brota. Voru bæði málin því
tekin til meðferðar og dæmd í einu
lagi.
Við ákvörðun refsingar var meðal
annars horft til skýlausrar játning-
ar ákærða og þess hversu litla
áverka dyravörðurinn hlaut af höggi
hans.
Hlaut dóm
fyrir árás
á dyravörð
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
SAMKAUP hafa haft samband við
Faxaflóahafnir og sótt um lóð. Fyr-
irtækið er nú með vöruskemmu í
Grafarvogi en að sögn forstjóra
Samkaupa, Sturlu Eðvarðssonar, er
sú aðstaða orðin allt of lítil. Til
greina komi að Samkaup reisi sér
hús á hafnarsvæði Reykjavíkur.
„Ef það eru spennandi lóðir í boði
gerum við það. Við rekum fyrirtæki
sem heitir Búr, það flytur inn ávexti
og grænmeti og er einn helsti keppi-
nautur Banana,“ segir Sturla. „Við
erum í húsnæðisþrengingum í Graf-
arvoginum vegna aukinnar sölu og
þess vegna sækjum við um lóð undir
vöruhús og viljum náttúrlega fá hús-
næði undir allt birgðahald fyrirtæk-
isins, einnig þurrvöru.
Hafnarsvæði Reykjavíkur er
stórt, það nær út í Örfirisey og þetta
er opin umsókn hjá okkur. Við vilj-
um auðvitað komast inn á höfuð-
borgarsvæðið og
það er alveg ljóst
að ábyrgð sveit-
arstjórnaraðila
og Faxaflóahafna
er mjög mikil. Til
að hægt sé að
halda uppi eðli-
legri samkeppni á
höfuðborgar-
svæðinu þurfum
við lóð undir matvöruverslun og
vöruhús.“
Sturla segir að Baugur og Kaupás
[Krónan] séu líklega með um 90%
markaðshlut á matvörumarkaði í
Reykjavík.
Vilja auka samkeppni í
matvöruverslun í Reykjavík
„Við viljum bara að neytendur
hafi val um fleiri kosti en þessa tvo.
Það getur varla verið eðlileg sam-
keppni til lengri tíma að tveir aðilar
skipti á milli sín markaðnum. Við
vildum gjarnan geta opnað matvöru-
verslun í húsinu í Grafarvoginum en
það er ekki hægt. Það eru þinglýst
ákvæði um að ekki megi opna þar
fleiri matvöruverslanir.“
Samkaup reka verslanir víða á
landsbyggðinni þar sem eru þreng-
ingar í atvinnulífinu. „Þeir aðilar
sem eru búnir að koma sér vel fyrir
á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnir
að sækja í þessi stærri byggðarlög,
m.a. hafa bæði Krónan og Bónus
opnað verslanir á Akranesi. Menn
eru því í eins konar vernduðu um-
hverfi í Reykjavík og geta svo leyft
sér hvað sem er á landsbyggðinni.
Ég hef átt fund með borgarstjóra
og skrifað öllum borgarfulltrúum
bréf um að við viljum fá lóðir í
Reykjavík til að auka samkeppnina.
Ég hef ekki fengið svör, aðeins Dag-
ur B. Eggertsson þakkaði mér er-
indið með tölvupósti, aðrir hafa engu
svarað. En þetta er ekki nýtt, for-
veri minn í þessu starfi sótti oft um
lóð í Reykjavík en það gekk ekki eft-
ir,“ segir Sturla Eðvarðsson.
Samkaup vilja fá lóð
hjá Faxaflóahöfnum
Hafa hug á að reisa nýja matvöruverslun í Reykjavík
Sturla Eðvarðsson
SKIPULAGSRÁÐ hefur samþykkt
að byggt verði sambýli á tveimur
hæðum fyrir sex geðfatlaða einstak-
linga við Holtaveg í Laugardal.
Þetta var samþykkt með atkvæðum
fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Samfylkingar, en
fulltrúi VG var á móti og einnig
áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokks-
ins. Byggingin er ekki á sama stað og
fyrirhugað var að byggja tvö hús fyr-
ir geðfatlaða einstaklinga á útivist-
arsvæði fyrir neðan Langholtsskól-
ann, en íbúasamtök við Laugardal
lögðust gegn byggingunni á þeim
stað, svo sem þau höfðu einnig gert
gegn fyrri hugmyndum um bygging-
ar á svæðinu. Málið fer nú til með-
ferðar í borgarráði.
Í bókun VG og frjálslyndra af
þessu tilefni segir að í ljósi athuga-
semda og þeirrar staðreyndar að
gengið sé með afgerandi hætti á
Laugardalinn leggist þeir gegn til-
lögunni. „Fulltrúar Vinstri grænna
og F-lista kjósa við þessa afgreiðslu
að standa með Laugardalnum sem
er eitt þeirra grænu svæða í borginni
sem á sannarlega undir högg að
sækja þar sem ásælni í svæðið fer
vaxandi og jafnvel með gjaldtöku af
ýmsu tagi,“ segir einnig.
Í bókun meirihlutans segir að
þörfin fyrir sambýli af þessu tagi sé
brýn og mikilvægt að geðfatlaðir ein-
staklingar njóti nábýlis við opin og
græn svæði. „Með þessari staðsetn-
ingu er í engu gengið á útivistar-
svæði í Laugardalnum, enda hefur
þetta svæði hingað til verið umráða-
svæði garðyrkjustjóra.“
Hildur Hafstein, talsmaður íbúa
við Laugardal, sagðist vera mjög leið
yfir þessari niðurstöðu og „mér
finnst mjög sérkennileg sú áhersla
að byggja á grænum svæðum í borg-
inni“. Hún sagði aðspurð að þessi
lausn væri skömminni skárri en sú
sem fyrr hefði verið uppi á borðum,
en báðar væru slæmar. Þá hryggði
það hana að íbúum væri stillt upp
sem andstæðingum geðfatlaðra í
þessu máli. Um það hefði málið aldr-
ei snúist heldur einungis um það að
varðveita Laugardalinn.
Hildur bætti því að borgaryfirvöld
hefðu lofað íbúaþingi um Laugardal-
inn og það væri mjög undarlegt að
taka þessa ákvörðun áður það þing
hefði verið haldið.
Sambýli byggt
við Holtaveg
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
EINHVERJIR undarlega innrétt-
aðir skemmdarvargar gerðu það að
leik sínum í fyrrinótt að rífa upp
dagblaðapakka sem skildir höfðu
verið eftir fyrir blaðbera og dreifa
blöðunum út um víðan völl.
Fréttablaðið, Blaðið og Morgun-
blaðið fengu öll að fjúka en skv.
upplýsingum frá Blaðadreifingu
Árvakurs vantaði aðeins einn blað-
bera Morgunblaðsins sinn pakka
en Blaðið hvarf frá fjórum blaðber-
um. Aukablöð voru því borin út í
hús. Eftir hádegi í gær lágu ekki
fyrir upplýsingar hjá Pósthúsinu,
sem dreifir Fréttablaðinu, um
hversu mörgum bunkum var stolið.
Bílstjóri sem ekur fyrir Farm,
sem dreifir Morgunblaðinu, sagði
að dagblaðaslóðin hefði legið frá
Bollagörðum á Seltjarnarnesi og
út á Hringbraut í Vesturbænum.
Víðar í borginni var dreift úr
dagblaðapökkum, m.a. á Fálka-
götu, Sundlaugavegi, Reykjavegi,
Brúnavegi og Austurbrún, að sögn
Guðna Hannessonar, eftirlitsverk-
stjóra hjá framkvæmdasviði
Reykjavíkurborgar. Tveir verktak-
ar voru ræstir út til hreinsunar-
starfa og áætlaði Guðni að reikn-
ingurinn fyrir þrifin myndi hljóða
upp á 70-100.000 krónur.
Ekki var minna um fjúkandi
blöð á Seltjarnarnesi. „Þetta var
eins og hálfgerð skæðadrífa,“ sagði
Óskar Einarsson, verkstjóri í
áhaldahúsi Seltjarnarness. Hann
telur augljóst að viðkomandi hafi
skorið upp pakkana og síðan dreift
úr þeim úr bíl. Bæjarstarfsmenn
voru þegar sendir út til að taka til
og auk þess kom 6. bekkur D úr
Mýrarhúsaskóla þeim til aðstoðar.
„Við fórum út með ruslapoka og
tókum Austurströndina og Eið-
istorgið og Nesveginn út að bæj-
armörkum,“ sagði Soffía Frí-
mannsdóttir, kennari 6.D.
Krakkarnir vildu reyndar helst fá
borgað fyrir þetta starf, eða frjáls-
an tíma í tölvum, en lendingin varð
sú að á morgun verður spilatími.
Tiltektin verður flokkuð sem tími í
lífsleikni. Blaðaböðlunum sem voru
á ferð í fyrrinótt veitti líklega ekki
af slíkri kennslu.
Dagblöðum dreift um
götur borgarinnar
Blaðaböðlar rifu upp blaðapakka