Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.2007, Blaðsíða 25
Frakka og Bandaríkjamanna. William Blathwayt er sá sem breytti Dyrham Park úr Tudorhúsi í barokkhöll á árunum 1691–1704 en þarna hefur staðið hús allt frá 1086. Í dag er höllin merkilegt dæmi um 17. aldar arkitektúr. Aðkoman að höllinni er stórbrotin, grasivaxnar hæðir og dældir með skógarstígum og inn á milli trjáa birtast dádýr á beit. Marg- litt blómskrúð og tré prýða garðana og þar eru tvær tjarnir með risastór- um gullfiskum. Inni í höllinni eru dýr- mæt málverk, falleg húsgögn og postulín sem vert er að skoða. Dreggjar dagsins var tilnefnd til átta óskarsverðlauna og Emma Thompson og Anthony Hopkins voru tilnefnd sem besti leikari og besta leikkona í aðalhlutverki, en hlutu því miður ekki óskarinn í það skipti. Leikur þeirra er frábær og þau hafa sagt frá því hve mikil vinna var lögð í að skapa sögupersónurnar. Hopkins sagðist ekki hafa getað séð sjálfan sig í hlutverk þjónsins en með aðstoð Cy- rils nokkurs Dykmans, sem hafði þjónað bresku konungsfjölskyldunni í fimmtíu ár, tókst honum að skilja hlutverk þjónsins. Það sem kom hon- um hvað best var þegar Dykman sagði að þegar þjónninn væri kominn inn í herbergi yrði það fyrst mann- laust! Svo fyrirferðarlítill ætti þjónn- inn að vera enda hans eina hlutverk að þjóna húsbændum sínum án þess að láta á sjálfum sér bera. Hjúin Leikararnir Emma Thompson og Anthony Hopkins í hlutverkum sín- um í kvikmyndinni Dreggjar dagsins. Skrauttjarnir Bak við höllina má finna tvær tjarnir sem hafa að geyma risastóra gullfiska og eru prýddar blómum allt í kring. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2007 25 Víkverji las það íMorgunblaðinu í gær að áður aug- lýstu pallborði á opn- um borgarafundi um miðborgina sl. mánu- dag hefði verið sleppt og þar af leiðandi gátu borgararnir ekki borið fram spurningar til borg- arstjóra, lög- reglustjóra eða ann- arra sem áttu að sitja í þessu pallborði. Fundarstjóri, sem var mjög ánægður með fundinn, sagði m.a. að ræðumönn- um hefði legið svo mikið á hjarta að fundurinn hefði dregist úr hömlu og því ekki annað að gera en að slíta honum. x x x Í fréttinni kom fram að kurr hefðiorðið í salnum og fundargestir verið óánægðir með að geta ekki komið spurningum á framfæri. Aug- ljóslega höfðu þessir óánægðu fund- argestir ekki gert sér grein fyrir því að borgarafundir eru ekki til þess að borgararnir geti komið sínum skoð- unum á framfæri, hvað þá að þeir geti borið fram spurningar til þeirra víkverji skrifar | vikverji@mbl.is sem valdið hafa, s.s. um hvers vegna borgarstjóri kom í veg fyrir að spila- kassasalur yrði opnaður í Mjóddinni en gerði ekk- ert þegar slík starfsemi færði út kvíar sínar í mið- borginni. Nei, borgara- fundir eru bara til þess að pólitíkusar og embætt- ismenn geti messað yfir lýðnum. Einstaka al- mennur borgari fær reyndar að taka til máls en það gerist bara ef hann hefur látið svo mikið að sér kveða að ekki er með nokkru móti hægt að hunsa hann. x x x Þegar íbúar á Njálsgötu blésu tilmótmæla í vor eftir að búið var að ákveða að opna heimili/stofnun fyrir heimilislausa karlmenn í göt- unni var boðað til borgarafundar. Á þeim fundi dróst dagskráin sömuleið- is úr hömlu vegna mikils fjölda póli- tíkusa og embættismanna á mæl- endaskrá. Þegar borgararnir komust loks að með spurningar var borg- arstjórinn farinn á annan fund. Það þurfti því varla að koma á óvart að pallborðinu á mánudaginn var sleppt. Annað hefði verið stílbrot.         Heimir Pálsson býr í Ufsölum íSvíþjóð. Hann býr aldrei til vísu nema honum finnist rímið erfitt og ögrandi. Og hann skrifar: „Þórarinn Eldjárn styður mig í því og segir: „Það er sko ekkert lítið!“ Þegar tsunamískelfingin skall yfir varð ég argur og fannst þó Íslendingar og Finnar standa sig skár en Svíar. Þá hjálpaði Þórarinn mér með aðra hendinguna og vísan varð svona: Heimurinn var að hjúkra fús að Halldórs dæmi eivalds: Finnar sendu sjúkrahús en Svíar Lailu Freivalds! Því það var það fyrsta sem mönnum datt í hug í hjálpar- starfsemi hér, að senda vesalings ráðherrann á staðinn. En ég fann ekki rímorðið „eivalds“, sem Þórarinn bauð náttúrlega upp á að skrifa með yfsiloni, „eyvalds“. Og nú eru bæði Laila og Halldór hætt í pólitík og þar með verður vísan merkingarlaus!“ Heimir orti til fornvinar síns sem kvartaði undan hrakandi minni: Já, stopult er mannanna minni, en mér finnst þó stundum ég finni ilm sem að var og óm sem að bar fyrir eyru í barnæsku minni. Arnþór Helgason yrkir vísu sem alls ekki er flokkuð sem óprenthæf: Nú er komið haust og húm, hírast flestir inni. Brátt ég ætla upp í rúm hjá eiginkonu minni. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af eivaldi og eyvaldi -hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg til sölu Cayenne S árg.04 ekinn 62.000 Sími: 896-9319 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.