Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 30
arkitektúr 30 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Áátjándu og nítjándu öldkomu upp hugmyndir íEvrópu um að byggjaupp stór torg til að rýma fyrir ört vaxandi fólksfjölda í borg- um sem þöndust hratt út í krafti iðnbyltingar. Á sama tíma börðust Íslendingar við að lifa af mestu náttúruhamfarir sögunnar, móðu- harðindin. Hugmyndir um stór og mikil torg og breiðar götur fædd- ust ekki hér fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina en féllu fljótt í gleymsku þegar ný heimsstyrjöld skall á. Hún varð okkur til gæfu, íslenska iðnbyltingin hófst fyrir al- vöru og Reykjavík tók að stækka hratt, fólkið streymdi úr sveit- unum. Hraðinn hefur verið svo mikill að við höfum fyrst og fremst einbeitt okkur að því að nema lönd og byggja ný svæði. Nú er hins vegar sú staða komin að borgin er efnahagslega óhagkvæm vegna þess hve strjálbýl hún er. Því er nauðsynlegt fyrir okkur að staldra við og endurskoða þau svæði sem við höfum þegar byggt upp. Því verður að reyna að skapa gömlum svæðum áframhaldandi hlutverk frekar en að nema stöðugt ný svæði. Tel ég að þetta gildi um miðbæinn okkar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Skúlagötu og í Borgartúni og þar er hægt að sjá að hægt er að endurvekja og end- urbæta gömul svæði og finna þeim nýtt hlutverk. Nú hafa opnast ný og spennandi tækifæri kringum Lækjargötuna. Búið er að opna skipulagið upp á gátt með niðurrifi út að höfn og með byggingu tón- listarhússins. Mér finnst því mik- ilvægt að við stöldrum við og hugs- um vel til framtíðar með þetta svæði í huga og munum eftir því hlutverki sem Lækjartorg hefur gegnt fyrir þjóðina í gegnum árin. Ég vil finna því áfram sess í nýrri framtíð þar sem Íslendingar verða eflaust um 500 þúsund og vilja koma saman á Lækjartorgi og við Arnarhól til að fagna því að vera Íslendingar. Stórt og glæsilegt torg fyrir fólkið í landinu Reykjavík þarf að styrkja sig betur í sessi sem höfuðborg allra landsmanna. Hún á að vera borg sem býður upp á fjölbreytt og spennandi mannlíf. Komið hefur í ljós á hátíðum eins og á menningarnótt eða 17. júní að við eigum ekki nógu stór torg eða opin svæði til að taka á móti aukn- um fjölda Reykvíkinga. Það hefur sýnt sig að Lækjartorg og Arn- arhóll eru þeir staðir sem skapað hafa sér helst sess í hjörtum borg- arbúa sem samkomustaðir til að fagna eða mótmæla hvers kyns óréttlæti. Með því að byggja bið- stöðuhús strætisvagna Reykjavíkur á Lækjartorgi á sínum tíma var Arnarhóll klipptur af upphaflegri heildarmynd svæðisins. Reyni ég því hér að tengja Lækjartorg aftur við Arnarhól og opna fyrir og skapa þannig samkomustað í hjarta miðbæjarins sem rúmar okkur Ís- lendinga til framtíðar. Ég vil skapa stórt og gott torg þar sem stjórn- aráðið og gamli Arnarhóllinn fá að njóta sín. Í teikningunni má sjá að Héraðsdómur er farinn og í staðinn koma verslanir, kaffihús og lista- gallerí. Arnarhóllinn heldur sínu gamla hlutverki sem tilvalið áhorf- endastæði og nýtt hlutverk með kaffihúsum og útsýnisaðstöðu yfir borgina. Torgið býður þannig upp á fjölbreytt mannlíf með svigrúmi fyrir alls kyns listviðburði, stór- viðburði eða uppákomur. Gamalt og nýtt saman Undanfarið hafa komið fram um- ræður um varðveislu á eldri húsum borgarinnar og endurskipulagningu miðbæjarsvæðisins og er þá miðað við það að varðveita þær gömlu byggingar sem fyrir eru. Þannig er gömlu húsunum skipaður sess og rými í miðbænum. Mikilvægt er að skapa þessum eldri húsum og þessu eldra skipulagi virðingarsess í nýju skipulagi en um leið að leið- rétta þau mistök sem hafa orðið sbr. byggingu strætisvagnahússins við Lækjartorg. Hugmyndin er að halda eldri lág- reistari byggingum á sínum stað hvarvetna en nýta svæðið við sjó- inn sem hefur opnast í dag og koma þar fyrir hærri húsum sem mynda skjólvegg fyrir miðbæinn og fyrir norðanáttinni. Inni í miðjunni við Hótel Borg er til dæmis hægt að reisa hærri byggingar og nýta plássið betur. Umferðina undir Lækjartorg Lækjargata þarf að vera lífæð sem tengir saman Skúlagötuna og Miklubrautina og þá væntanlega byggð sem verður að öllum lík- indum á flugvallarsvæðinu í fram- tíðinni. Þannig má sjá fyrir sér veg sem liggur frá flugvellinum í Reykjavík í gegnum Kópavog, Hafnarfjörð og til Keflavíkur. Líf- æð miðbæjarins er Lækjargata. Hugmynd mín er sú að Lækjargata færi undir nýtt og stórt Lækj- artorg sem teygir sig alla leið út að Arnarhóli. Lækjargata lægi þá neð- anjarðar frá Skúlagötu og út að Miklubraut og í staðinn kæmi mik- ið og fallegt torg sem lægi frá nýja tónlistarhúsinu og út að Tjarn- argötu. Hverfisgatan fer þá í und- irgöng undir Lækjartorgið. Frá Lækjargötu væri hægt að keyra upp í nokkur bílastæðahús víðs vegar um bæinn. Þetta myndi auð- velda aðgengi fólks að miðbænum og gæti gert það að verkum að um- ferð gengi greiðar fyrir sig til og frá bænum. Umferðarmiðstöð yrði undir Lækjartorgi með hrað- vögnum til helstu úthverfa Reykja- víkur. Mörgum finnst þetta eflaust of stórtæk hugmynd en ég verð að segja það að þetta eru smámunir fyrir þjóð sem getur reist Kára- hnjúkavirkjun. Það er til erlend              Leyfum Lækjartorgi og Arnarhóli að sameinast og búum til samkomustað sem við getum öll komist fyrir á og verið stolt af, segir Búi Kristjánsson og setur fram nýstárlega hugmynd um miðbæ Reykjavíkur. Lækjartorg njóti sín Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2007 Skilafrestur vegna kynninga og auglýsinga í Bókatíðindum 2007 er til 17. okt. næstkomandi. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007 er til 17. október næstkomandi. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Netfang: baekur@simnet.is ————————————— —————————————
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.