Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 59
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
HÚSNÆÐI ÓSKAST
FYRIR SENDIRÁÐ
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Mér hefur verið falið að leita eftir húsnæði í Reykjavík fyrir erlent sendiráð
til kaups eða langtímaleigu. Húsnæðið þarf að vera 400 fm að lágmarki og
í góðu ástandi. Til greina kemur eitt stórt hús eða tvö minni hlið við hlið.
Fylgja þarf bílskúr eða bílageymsla. Gott aðgengi þarf að húsnæðinu.
Æskilegur afhendingartími í desember nk. Óska staðsettning er svæði
101, 104, 105 eða 107.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður
á skrifstofu Heimilis fasteignasölu.
www.heimili.is
Daniel G. Björnsson
Sölufulltrúi • Lögg. leigumiðlari
Sími 530 6500 • daniel@heimili.is
M
bl
.9
18
97
4
Vorum að fá í sölu virkilega vand-
aða íbúð á tveimur hæðum í nýju
húsi í miðbæ Reykajvíkur. Á neðri
hæð er stofa, borðstofa og eldhús
með vönduðum innréttingum og
heimilistækjum (alrými). Á efri
hæð eru 1- 2 svefnherbergi og
baðherbergi. Tvennar svalir. Út-
sýni til norðurs yfir bátahöfnina og
Esjuna. Íbúðin er tilbúin til afhendingar með gólfefnum og öllum tækjum.
Einnig er hægt að fá íbúðina fullbúna með húsgögnum. GLÆSIEIGN Á
BESTA STAÐ Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR. Verð 37,9 millj.
Rauðagerði 22 - 108 Rvk
Opið hús í dag frá kl. 16-18
Mjög falleg og vel skipulögð 76,2
fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð
(jarðhæð) í nýmáluðu og viðgerðu
þríbýlishúsi á góðum stað í aust-
urbæ Reykjavíkur. Glæsilegt eld-
hús með sérsmíðaðri innréttingu
frá Eldhúsvali. Nýuppgert baðher-
bergi með glugga. Nýr fataskápur
í svefnherbergi. Beykiparket á eld-
húsi, stofu og svefnherbergi. Ný-
lega hefur verið skipt um allt er tengist rafmagni í íbúð. Íbúð og sameign
nýmáluð. GÓÐ ÍBÚÐ Á FRÁBÆRUM STAÐ Í GERÐUNUM. Verð 21,9 millj.
Bryndís tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl.16-18.
Ný 3ja herbergja íbúð á tveimur
hæðum í miðbæ Reykjavíkur
BJARNASTAÐAVÖR
ÁLFTANESI
Mjög fallegt og gott samtals 172,3 fm einbýli á einni hæð á góðum
stað á nesinu. Þar af er bílskúr 32,6 fm. 5 svefnherbergi. Vel skipulagt
hús í góðu standi. Góð verönd og glæsilegur garður. Fullbúinn og
góður bílskúr.
Verð kr. 48,9 millj.
Laugavegi 170, 2. hæð •
Opið virka daga kl. 8-17
Sími 552 1400 • Fax 552 1405
www.fold.is • fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er
694 1401
Austurbrún 30 - Opið hús í
dag á milli kl.14-15
Fallegt 191,6 fm parhús ásamt 30 fm bílskúr. Eignin er á tveimur
hæðum, stór stofa á neðri hæð með arin. Eldhús með eikarinnrétt-
ingu, þvottahús og búr inn af. Hluti neðri hæðar hefur verið útbúin
sem aukaíbúð en auðveldlega mætti sameina hana við aðalíbúðina.
Þrjú svefnherbergi á efri hæð, útgengt á svalir frá einu þeirra. Næg
bílastæði fyrir utan. V. 67millj. 7657.
SÖLUSÝNING Í DAG KL. 14-16
VESTURGATA 54 REYKJAVÍK
Rúmgóð og björt um það bil 125
fm, þriggja til fjögra herbergja, efri hæð, í þessu trausta steinhúsi í vesturbænum. Húsið stendur á
eignalóð. Tvennar svalir. Bílastæði fylgir. Miklir möguleikar. Gengið er inn bakdyramegin.
Á allri götuhæð hússins er möguleiki á að skipta hæðinni í 3 íbúðir.
Möguleiki á byggingarrétti ofan á húsið.
Sigurður tekur á móti gestum á milli kl. 14:00-16:00.
Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is
MÁLÞING um gildi æskulýðsstarfs
var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur
laugardaginn 29. september.
Að málþinginu stóðu Bandalag ís-
lenskra skáta, KFUM & KFUK,
UMFÍ og Æskulýðssamband þjóð-
kirkjunnar og var þingið skipulagt
af fólki á aldrinum 17-21 ár úr þess-
um hreyfingum. Verkefnið var
styrkt af Æskulýðssjóði mennta-
málaráðuneytisins og Pokasjóði.
Meðal þeirra sem fluttu erindi
voru Gylfi Jón Gylfason sálfræð-
ingur, Stefán Eiríksson lög-
reglustjóri, Kristín Rós Há-
konardóttir sundkona, fulltrúi frá
Aþjóðahúsinu, fulltrúi verkefnisins
„All different – all equal“ og fleiri. Á
milli erinda var boðið upp á ýmis
skemmtiatriði og ungt fólk vitnaði
um reynslu sína í æskulýðsstörfum.
Það sem upp úr ráðstefnunni
stendur er hversu öflugt forvarn-
argildi æskulýðsstarf virðist hafa.
Samkvæmt nýlegum rannsóknum
eru unglingar í æskulýðsstarfi í mun
minni hættu á að leiðast út í óreglu.
Æskulýðsstarf styrkir sjálfsmynd
unglinganna og með þátttöku í
æskulýðsstarfi fá unglingar oft tæki-
færi til að kynnast framandi menn-
ingu með þátttöku í íþróttamótum,
æskulýðsmótum og leiðtogafræðslu.
Með þessu móti verða ungmennin
víðsýnni og þar af leiðandi eru minni
líkur á að þessir einstaklingar ali
með sér fordóma hverskonar.
Það er mikil gróska í æskulýðs-
starfi á Íslandi og ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið af
því sem í boði er kostar lítið eða ekk-
ert og nýlega innleiddi Reykjavík-
urborg nýtt styrkjakerfi, Frí-
stundakort, vegna þátttöku barna og
unglinga í æskulýðs-, íþrótta- og
menningarstarfi í borginni. Þetta
nýja styrkjakerfi verður vonandi til
þess að létta undir greiðslubyrði
fjölskyldna vegna þátttöku barna í
slíku starfi. Mörg önnur bæjarfélög
styrkja börn og unglinga til æsku-
lýðs- og íþróttastarfs og vil ég hvetja
alla til þess að kanna hvaða styrkir
eru í boði í sínu bæjarfélagi.
Mig langar að lokum til þess að
þakka þeim fjölmörgu unglingum
sem lögðu hönd á plóginn til þess að
gera þetta málþing að veruleika
ásamt öllum þeim sem fram komu og
að sjálfsögðu styrktaraðilum verk-
efnisins.
Hlúum vel að æsku landsins!
JÓNA LOVÍSA JÓNSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri ÆSKÞ.
Um gildi æskulýðsstarfs
Frá Jónu Lovísu Jónsdóttur:
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is