Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 74
því upptökurnar voru týndar. Prins- inn í ævintýrinu leitaði um allt kon- ungsríkið að Öskubusku og fann hana á endanum. Diddi leitaði enn lengur og víðar og fann loks sína Öskubusku úti í Englandi þar sem samvisku- samur upptökumaður hafði gætt hennar í næstum þrjátíu ár. Aldrei spiluð í útvarpinu Þegar unnið var að útgáfu Ösku- busku á sínum tíma reyndist vín- ylplatan tæplega rúma allt það efni sem átti að koma á hana. „Það var ákveðið að hafa leikinn texta á milli laganna. Þetta eru sautján stutt lög og textinn á milli fleytir sögunni áfram. Þegar það kom í ljós að þetta var of langt var farin sú leið að láta textana byrja inni í endanum á laginu á undan og ganga inn í forspilið á næsta lagi. Fyrir bragðið var þetta aldrei spilað í útvarpinu, því hvor hlið á plötunni var ein heild. Samt seldist hún nú upp,“ segir Diddi. Platan var vinsæl meðal barna langt fram á níunda áratuginn og Diddi var sífellt spurður að því hve- nær ætti að gefa hana út á ný. „Ég fékk áhuga á því að endurútgefa hana um það bil fimmtán árum eftir að hún kom út fyrst. Ég hafði samband við útgefandann og spurði hann hvort ég mætti fara í fjölrásaböndin og hljóð- blanda þetta aftur án leikna textans í lögunum. Þá voru geisladiskarnir TÓNLISTIN úr leikritinu Ösku- busku, sem sett var upp í Þjóðleik- húsinu í ársbyrjun 1978, lifði lengi eftir að sýningin hafði runnið sitt skeið. Sigurður Rúnar Jónsson, sem sjaldan er kallaður annað en Diddi fiðla, samdi tónlistina á sínum tíma og stendur nú að endurútgáfu hennar. Þessi útgáfa hefur staðið til lengi, en hefur ekki verið möguleg fyrr en nú komnir og þeir taka meira efni, svo það var óþarfi að hafa þetta svona. Hann sagði mér að ég mætti eiga þessi bönd, það er að segja frum- böndin þar sem hvert hljóðfæri er á sinni rás svo hægt sé að endur- hljóðblanda efnið.“ Glataðar upptökur Upptökurnar fundust ekki þegar til átti að taka og hafa reyndar ekki fundist enn. „Ég byrjaði að leita og var að því í tíu ár alltaf af og til og þær fundust aldrei. Það sem hefur líklega gerst er að einhver hefur látið taka yfir þetta og endurnota böndin.“ Diddi segist hafa verið búinn að af- skrifa Öskubusku þegar bjargvættur hennar gaf sig loks fram. „Ég glopraði þessu út úr mér einhvern tíma þegar ég var að tala við breskan vin minn, Tony Cook, en hann hljóð- ritaði þetta á sínum tíma. Þá leit hann kíminn á mig og sagði, „Diddi, veistu það að ég hef alltaf geymt stereómas- terinn sem platan var skorin eftir.“ Þetta hafði hann geymt eins og sjá- aldur auga síns í 27 ár.“ Öskubuska komin í leitirnar Morgunblaðið/RAX Diddi fiðla Sigurður Rúnar Jónsson spurði breskan vin sinn spurningar sem leyddi til óvæntra endurfunda hans við Öskubusku, enda hafði vinurinn passað vel upp á fjársjóðinn. Öskubuska Upptökurnar fundnar. Er allt fast í tröllum, víkingum, álfum, jökl- um og eldgosum eða er eitt- hvað nýtt að gerast? … 79 » reykjavíkreykjavík Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónasson- ar býður nú ferð á jólamarkaðinn í Lü- beck. Flogið er til Kaupmannahafnar og gist að orlofsdvalarstaðnum Damp á strönd Eystrasaltsins. Þar er ýmis af- þreying í boði, sjávarsundlaug, hita- beltissundstaður og dansstaður, auk matsölustaða, smáverslana og mat- vöruverslunar. Boðið er upp á íbúða- gistingu eða hótelherbergi með hálfu fæði. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF., BORGARTÚNI 34 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 1515, www.gjtravel.is • outgoing@gjtravel.is Verð á mann: 59.500,- Innifalið í verði er flug, flugvalla- skattar, gisting í tveggja manna stúdíóíbúð á Damp og allur akstur samkvæmt lýsingu. Gisting á hótelherbergi með hálfu fæði gegn aukagjaldi: 9.800,- kr. Verð miðast við gengi og forsendur 04. október og 40 manna hóp. Jólamarkaðsferð til Lübeck 8.–12. desember 2007 M bl .9 19 11 3 Söngur kóngsins Eitt sinn var ég ungur prins og anarkisti, hló að öllu kóngakyns, varð kommúnisti. En pabbi feitan fingur sinn í fáti hristi: „Þú verður kóngur Konni minn, Konráð fyrsti.“ Þess vegna er ég ennþá hér eins og fangi. Æskudraumar inn í mér eru á gangi. Dægrin líða eitt og eitt út í bláinn. Uni ég við ekki neitt, er ég dáinn? Texti eftir Þórarin Eldjárn Árni Tryggvason flytur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.