Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 20
|sunnudagur|7. 10. 2007| mbl.is
Stella McCartney Hönnuðurinn
notast hvorki við leður í fatnaði né
fylgihlutum.
Baráttan um athygli neyt-enda í tískuheiminumverður sífellt harðari.Tískuhúsin leita sífellt
nýrra leiða í þessari baráttu og eru
helstu tískumerkin ekki undanskilin.
Merki á borð við Stella McCartney
og Yves Saint Laurent eru þar ekki
undanskilin en þau gera sér grein
fyrir því að auglýsingar í glans-
tímaritum eru ekki lengur besta
leiðin til að ná til viðskiptavina sinna.
Til viðbótar dreifa þau bæklingum
úti á götu, nota vefsíður og samvinnu
við önnur fyrirtæki til að vekja enn
meiri athygli á veru sinni.
McCartney er með samninga við
Adidas vegna íþróttalínu, Le-
Sportsac um töskur og nærföt hjá
Bendon auk þess að hafa hannað
fatalínur í takmörkuðu upplagi fyrir
verslanakeðjurnar H&M og Target í
Ástralíu.
„Án sýnileika er lúxusmerki ekki
lúxusmerki,“ sagði Cedric Charbit,
innkaupastjóri kvenfatatísku hjá
frönsku stórversluninni Printemps í
samtali við fréttastofu AP. Hann
segir stefnu Stellu McCartney skyn-
samlega, hún tali til núverandi og
væntanlegra viðskiptavina sinna,
sem gjarnan hafni núverandi stefnu
margra lúxustískuhúsa, vegna þess
að hún sé of áberandi og augljós.
Skynsamleg stefna McCartney er
farin að borga sig. Nýjar tölur sýna
að tískumerki hennar náði hagnaði í
fyrsta sinn í fyrra, ári fyrr en eig-
andinn Gucci Group hafði sett sér,
en langan tíma tekur að byggja upp
ný tískumerki.
Niðurstaðan sýnir að það er
mögulegt að ná árangri á lúx-
usmarkaðnum, þrátt fyrir að notast
hvorki við leður né loðfeldi. McCart-
ney er grænmetisæta og stóð nýlega
fyrir baráttuherferð fyrir réttindum
dýra í netleiknum Second Life.
Tískuhúsið Yves Saint Laurent
notfærir sér líka netið. Í vikunni
opnaði fyrirtækið nýja og end-
urbætta síðu sína á www.ysl.com en
nú er þar að finna ýmislegt sérefni á
borð við stuttmyndir og líka net-
verslun fyrir Bandaríkjabúa.
Listrænn stjóri merkisins, Stef-
ano Pilati, kynnti líka nýverið Mani-
festo, sérstakan kynningarbækling,
sem dreift var á götum New York,
Parísar, London og Mílanó í síðasta
mánuði. „Ég hóf Manifesto-
auglýsingaherferðina því ég vildi
tala beint til fólks. Hefðbundnar
auglýsingaherferðir eru ekki nóg. Í
tímaritunum eru handtöskuauglýs-
ingarnar áberandi, því þar eru pen-
ingarnir, en hvað með hönnun
mína?“ sagði hann við breska dag-
blaðið The Times.
Meðfylgjandi myndir sýna nýj-
ustu línurnar frá fyrrnefndum tísku-
húsum auk vorlínu Chanel en það
vörumerki þarfnast vart meiri kynn-
ingar enda eitt það heitasta sem
stendur.
ingarun@mbl.is
Chanel Dúllulegt en töff í svörtu og
hvítu frá Karli Lagerfeld.
Yves Saint Laurent Ekkert óþarfa
skraut hér.
Stella McCartney Líflegur og
sumarlegur blómakjóll.
Chanel Margir fá áreiðanlega
stjörnur í augun yfir þessu.
Yves Saint Laurent Pilati sleppti
pífunum í þetta sinn.
Í leit að athygli
Mörg helstu tískuhús heims sýndu komandi vor- og sumartísku á tískuviku í
París sem lýkur í dag. Inga Rún Sigurðardóttir flaut með tískustraumunum
og kannaði nýjustu leiðirnar í baráttu tískuhúsanna um athygli neytenda.
REUTERS
Stella McCartney Hönnuðurinn
hlaut þjálfun á Savile Row.
Chanel Mikill glamúr í nýjustu
töskunni hjá Karli Lagerfeld.
daglegtlíf
Björn Björnsson á Sauðárkróki
er hættur að kenna, gælir áfram
við pólitík og sinnir nú sínum
báti og sinni bók. » 22
lífshlaup
Hans Blix var undir ógnarþrýst-
ingi í aðdraganda Íraksstríðs-
ins. Afvopnun og loftslagsmál
eru honum efst í huga. » 28
stjórnmál
Vala Gestsdóttir tónlist-
armaður og hljóðmaður gerði
diskinn Indigó ásamt Ingólfi Þór
Árnasyni. » 26
tónlist