Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Al-þingi var sett á mánu-daginn og hófst at-höfnin að venju með messu í Dóm-kirkjunni. Ólafur Ragnar Grímsson, for-seti Íslands, sagði í á-varpi sínu að hinn mikli auður, sem um-svif á er-lendum vett-vangi hafa skapað, mætti ekki verða til þess að böndin sem hafa bundið þjóðina saman trosnuðu. Vaxandi auð-legð ætti heldur að út-rýma fá-tækt hér á landi. Sam-kvæmt fjárlaga-frumvarpinu 2008, sem Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra lagði síðan fram í þing-sölum, verður ríkis-sjóður rekinn með sam-tals tæp-lega 100 milljarða króna tekju-afgangi árin 2007 og 2008. Í stefnu-ræðu sinni á þriðju-daginn sagði Geir H. Haarde forsætis-ráðherra að stefnt væri að því að lækka skatta bæði á ein-staklinga og fyrir-tæki, m.a með því að hækka persónu-afsláttinn og endur-skoða skatt-kerfið og almanna-tryggingar til að bæta hag lágtekju- og millitekju-fólks. 100 milljarða króna tekju-afgangur Morgunblaðið/Sverrir Á blaðamanna-fundi á miðviku-daginn var til-kynnt um samkomu-lag stjórnar Reykjavík Energy Invest (REI), sem er dóttur-félag Orku-veitu Reykjavíkur (OR), og Geysir Green Energy (GGE) um sam-einingu fé-laganna undir merkjum REI. Heildarhluta-fé er 40 milljarðar króna. Hannes Smárason, stjórnar-formaður í GGE og for-stjóri FL Group, sagði að sam-einingin væri leið til þess að stækka hraðar, en REI væri í sam-keppni við risa-stór orku-fyrirtæki. Mikil óánægja er meðal full-trúa D-listans í stjórn OR, því stefna OR stangast á við sjónar-mið sjálfstæðis-manna um skil milli einka-framtaks og opin-bers rekstrar. Svandís Svavarsdóttir, full-trúi Vinstri grænna, segir það óviðunandi fyrir stjórnar-meðlimi að fá bara nokkrar klukku-stundir til að taka ákvarðanir um gríðar-lega hags-muni og þar með umtals-verða ráð-stöfun á almanna-fé. Hún efast um lög-mæti fundarins. REI og GGE sam-einast Hannes Smárason Fær Mýrin Óskarinn? Kvik-myndin Mýrin eftir Baltasar Kormák verður fram-lag Íslands til for-vals Óskars-verðlaunanna í flokknum besta er-lenda myndin árið 2008. Það voru með-limir Íslensku kvik-mynda- og sjónvarps-akademíunnar (ÍKSA) sem völdu myndina með raf-rænni kosningu. Börnin best Kvik-myndin Börn eftir Ragnar Bragason var valin besta myndin á al-þjóðlegri kvikmynda-hátíð í Kaupmannahöfn. Myndin fékk Gullna svaninn, aðal-verðlaun há-tíðarinnar. Ragnar tók sjálfur við verð-laununum. Konung-legt brúð-kaup Jóakim Dana-prins hefur trú-lofast franskri unnustu sinni, Marie Cavallier. Brúð-kaup fer fram snemma á næsta ári. Jóakim er næst-elsti sonur Margrétar Dana-drottningar og á tvo syni frá fyrra hjóna-bandi. Fólk Vladímír Pútín, for-seti Rúss-lands, ætlar að taka efsta sæti á lands-lista stærsta flokks landsins í komandi þing-kosningum 2. desember. Þá verður hann ef til vill forsætis-ráðherra, og það tryggir að hann verði enn við völd eftir að hann lætur af embætti forseta Rússlands á næsta ári. Stjórnmála-skýrendur halda að þetta muni efla þingið og ríkis-stjórnina á kostnað forseta-embættisins, og jafnvel leiða til grundvallar-breytinga á stjórn-kerfi landsins. Pútín sagði að það væri „alger-lega raun-hæft“ að hann yrði forsætis-ráðherra eftir þing-kosningarnar. Pútín áfram við völd? Valur tryggði sér Íslands-meistara-titilinn í knatt-spyrnu í loka-umferð Landsbanka-deildarinnar á laugardags-kvöld fyrir viku. Valur sigraði þá HK 1:0. Þetta er í 21. skipti sem Valur fagnar Íslands-meistara-titlinum, en það gerðist síðast fyrir 20 árum, árið 1987. Þjálfari Vals er Willum Þór Þórsson. Undan-farin tvö ár hefur liðið hvergi átt heima. Leik-menn Vals hafa þurft að æfa út um alla borg og við ýmsar að-stæður sem er mikil áskorun fyrir leik-mennina. Fram-herjinn snjalli, Guðmundur Benediktsson, hefur átt stóran þátt í vel-gengni Vals-manna í sumar. „Ég er ekki í vafa um að mörg lið hefðu brotnað við þá að-stöðu sem við Vals-menn höfum þurft að búa við síðustu ár en við náðum að búa til ein-staka stemningu innan hópsins sem skilaði sér svo sannar-lega alla leið,“ sagði Guðmundur eftir sigurinn. Valur Íslands- meistari Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í dag lýkur Alþjóð-legri kvikmynda-hátíð í Reykjavík. Finnski kvikmynda-gerðar-maðurinn Aki Kaurismäki fékk verð-laun há-tíðarinnar fyrir framúr-skarandi list-ræna kvikmynda-sýn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af-henti Kaurismäki verð-launin á Bessa-stöðum. Hann hefur leik-stýrt 15 kvik-myndum í fullri lengd. Þýska stór-stjarnan Hanna Schygulla fékk sér-stök heiðurs-verðlaun fyrir ævi-starf sitt í þágu kvikmynda-leiks. Hún hefur leikið í um 80 kvik-myndum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-stjóri veitti henni verð-launin. Kaurismäki og Schygulla verð-launuð Hanna Schygulla Óstað-festar fregnir herma að öryggis-sveitir herforingja-stjórnarinnar í Búrma hafi hand-tekið þúsundir manna til að kveða niður fjölda-mótmæli. Mót-mælendurnir eru í bráða-birgða-fangelsum í gömlum verk-smiðjum og háskóla-byggingum. Ekki er vitað hversu margir létu lífið í að-gerðunum. Sendi-maður Sam-einuðu þjóðanna, Ibrabim Gambari, ræddi við leið-toga herforingja-stjórnarinnar, Than Shwe, til að reyna að binda enda á þessa blóð-ugu her-ferð. Síðan fékk hann að hitta Aung San Suu Kyi, leið-toga stjórnar-andstöðunnar og friðar-verðlauna-hafa Nóbels, sem er í stofu-fangelsi. Than Shew segist vera til-búinn að ræða við Aung San Suu Kyi, ef hún hættir að styðja refsi-aðgerðir gegn herforingja-stjórninni. Þúsundir manna í haldi? Reuters Suu Kyi og Ibrahim Gambari Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.