Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 84
FÓLK» 16 mánaða sonur Stefani kann að slamma. » 83 TÓNLIST» Gauthier endursamdi lag sitt 300 sinnum. » 80 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 7 °C | Kaldast 1 °C  Suðvestan 5-10 m/s og skýjað með köflum vestan til, annars held- ur hægari og léttskýj- að. Hlýjast syðst. » 8 ÞETTA HELST» Vill enska námsbraut  Verzlunarskóli Íslands hefur sótt um að fá að taka upp námsbraut þar sem kennt yrði á ensku. Ingi Ólafs- son, skólastjóri Verzlunarskólans, segir umsóknina tilkomna fyrir orð viðskiptaráðs. Finnur Oddsson hjá Viðskiptaráði Íslands segir tilmælin sprottin af áhuga á því að gera ís- lenzkt atvinnuumhverfi alþjóðlegra en nú er. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra segir að enginn afsláttur verði gefinn á ís- lensku í framhaldsskólum. »Forsíða Heitar umræður  Heitar umræður fóru fram í gær- morgun á opnum fundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um sameiningu Geysir Green Energy og Reykjavík energy Invest. Í máli Svandísar Svavarsdóttur, full- trúa VG í stjórn Orkuveitunnar, kom fram að fólki væri misboðið » 2 Deilt um hús  Eigandi húss á Bergstaðastræti 20 hefur óskað eftir að rífa húsið en fengið neitun. Húsafriðunarnefnd vill að húsið verði endurnýjað. Það er rösklega 100 ára gamalt og að grotna niður. »Forsíða Meiri ábyrgð  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra sagði á fundi þing- mannasamtaka Atlantshafs- bandalagsins í gær að Íslendingar myndu taka á sig meiri ábyrgð og verða virkari í alþjóðamálum. Verið væri að byggja upp nýtt samstarf með næstu grönnum. „Við munum verða virkari innan NATO. Og við erum að taka á okkur meiri skyldur innan Sameinuðu þjóðanna.“ »4 SKOÐANIR» Staksteinar: R-listinn og Orkuveitan Forystugreinar: Reykjavíkurbréf | Leið til lausnar Ljósvaki: Sturlaðir foreldrar … UMRÆÐAN» ASÍ vill koma upplýsingum til erlends launafólks Jafnrétti mest á Íslandi skv. IMD Olíuvæn setlög við Norðausturlandið Athafnastjórnmál í Orkuveitunni Gjöf er góðverk Vandi RÚV falinn með ohf. ATVINNA» Hjartalínurit, inn- kaupalistar og týnd- ar fjölskyldumyndir eru meðal þess sem finnst á vefsíðu vik- unnar. » 75 VEFSÍÐA» Hjartalínurit á netinu TÓNLIST» Millarnir með skemmti- lega texta á köflum. » 77 Diddi fiðla var búinn að afskrifa Ösku- busku þegar hún kom loks í leitirnar í Englandi eftir 30 ára aðskilnað. » 74 Öskubuska fundin FÓLK» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fær 375 milljónir í bætur … 2. Áður óbirtar myndir af Díönu 3. Marion Jones baðst fyrirgefningar 4. Axel hljóp nakinn í miðbænum VERIÐ er að leggja lokahönd á ævisögu Guðna Ágústssonar, for- manns Fram- sóknarflokksins, sem kemur út hjá Veröld í byrj- un nóvember. Höfundur bók- arinnar er Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá út- gáfufyrirtækinu byggir Sigmundur Ernir bókina á samtölum sínum við Guðna og samferðamenn hans, og birtum og áður óbirtum heimildum, meðal annars minnisblöðum Guðna, sem ekki hefur verið vitnað til áður. Pólitísk deilumál Í bókinni er Guðni sagður ræða umbúðalaust um viðkvæm pólitísk deilumál samtímans, bæði innan Framsóknarflokksins og á vett- vangi ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Einnig er fjallað um einkalíf Guðna í bókinni. Að sögn útgáfufyrirtækisins seg- ir Guðni Sigmundi Erni meðal ann- ars frá uppreisn æskunnar á sjö- unda áratugnum og lífinu í sextán systkina hópi á Brúnastöðum. Einnig greinir hann frá uppá- komum í starfi sínu sem þingmaður og ráðherra. Ævisaga Guðna Guðni Ágústsson SUMARIÐ 1969 var fyrsta álið brætt í Straumsvík. Um sama leyti steig Neil Armstrong fyrstur manna fæti á tunglið: „Lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mannkyn,“ sagði bandaríski geimfarinn.“ Þetta skrifar Hallur Hallsson í grein í Morgunblaðinu í dag undir fyr- irsögninni Þrjár atvinnubyltingar Íslendinga. Hann rifjar innrás álver- anna frekar upp: „Búrfell og Straumsvík voru Íslands risastökk. Það tók Íslendinga jafnlangan tíma að reisa „lítið alúminíumver“ í Straumsvík og Bandaríkjamenn að senda mann til tunglsins.“ | 32 Risastökk með álveri Morgunblaðið/RAX Tunglferðir Álverin voru „risa- stökk“ fyrir Íslendinga. ÍRSKA settertíkin Cararua Alana fagnaði sætum sigri ásamt 10 ára gömlum þjálfara sínum, Theódóru Róbertsdóttur, í Víðidal í gær. Barna- og unglingastarf Hunda- ræktarfélags Íslands hefur staðið í miklum blóma undanfarin ár og virðist áhuginn á hundarækt vera að aukast meðal barna og unglinga. Nú um helgina stendur yfir októbersýn- ing HRFÍ 2007 og í gær var keppt í flokki ungra sýnenda, krakka á aldr- inum 10-17 ára. Alls tóku 44 krakkar þátt, í tveimur flokkum og sýndu hunda af öllum stærðum og gerðum. Að sögn Jónu Th. Viðarsdóttur, for- manns HRFÍ, þurfa sýnendur að geta kallað fram bestu eiginleika hundsins og sýnt hann um leið eftir öllum kúnstarinnar reglum. „Fyrst og fremst er hins vegar verið að dæma sambandið á milli hundsins og unga sýnandans. Þau þurfa að hlaupa með hundinn á margan máta, en verða að geta sýnt þessi sterku tengsl allan tímann.“ Þessi tengsl tekur tíma að byggja upp enda æfa sýnendurnir ungu með hundunum sínum flestir einu sinni í viku allt árið um kring. Vinnan í kringum þjálfunina og sýningarnar er því afar þroskandi fyrir krakk- ana, að mati Jónu. „Öll vinna með svona gæludýr er ofboðslega þrosk- andi og við sjáum það ekki síst með til dæmis hlédræga krakka, þau hreinlega blómstra í þessu. Þetta opnar svo margt nýtt fyrir þeim.“ Auk þess er að mörgu að keppa fyrir sýnendurna ungu því stigahæstu keppendurnir í eldri flokki, 14-17 ára, fá að keppa á Norðurlanda- mótinu og sá stigahæsti á heims- meistaramótinu í Englandi í desem- ber, sem er stærsta hundasýning í heimi. Sýning HRFÍ lýkur í dag og er öll- um opin. Þroskandi reynsla bæði fyrir hundana og börnin Ungir hundaþjálfarar keppa Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Á GLÆPASAGNASÍÐU sunnu- dagsútgáfu bandaríska blaðsins The New York Times í dag er fjallað um þau Arnald Indriðason og Yrsu Sig- urðardóttur í tilefni þess að bækur þeirra, Röddin eftir Arnald og Þriðja táknið eftir Yrsu koma nú út vestra. Einnig er fjallað um bókina Ósagt eftir hina sænsku Mari Jungstedt. Höfundur greinarinnar segir að norrænum glæpasagnahöfundum hætti til að vera drungalegir í skrif- um sínum en þessar þrjár bækur sýni að þeir hljómi sannarlega ekki allir eins. Hann segir að Arnaldur komist næst hinni þunglyndislegu viðkvæmni sem búast megi við á Ís- landi og að bók Yrsu sé mjög óvenju- leg glæpasaga þar sem hið alræmda rit, Nornahamarinn, leiki stórt hlut- verk ásamt göldrum fyrr á tíð. Gagn- rýnandinn segir það bara gera sög- una áhugaverðari að hún sé blandin hryllingi. Glæpasögur í stórblaði Fjallað um bækur Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldar Indriðasonar í sunnudagsblaði New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.