Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 32
efnahagslíf 32 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Vélvæðing sjávarútvegs mark- ar fyrstu atvinnubyltinguna Um aldamótin síðustu [1900] voru tóvinnuverksmiðjurnar orðn- ar 2–3, en auk þeirra var ekki í landinu neitt, er gæti talizt til iðju- starfsemi nema silfurbergsnáman á Helgustöðum [við Eskifjörð] og 5–6 hvalveiðistöðvar sem þó allar voru hættar áratug síðar.1 Þannig lýstu Klemenz Tryggva- son og Torfi Ásgeirsson íslenskum iðnaði eða iðjurekstri um aldamótin 1900 í riti um Iðnsögu Íslands sem út kom 1943. Engin iðnbylting hafði orðið hér á landi sem líkja mátti við straumhvörfin í atvinnulífi stór- þjóða. Aðrir kraftar höfðu þó verið að verki sem höfðu gefið þjóðinni kraft og bjartsýni þegar hún sótti fram til fullveldis: Aftur á móti má segja, að um- skipti þau, er urðu í íslenzkum sjávarútvegi á síðasta tug síðustu aldar og á árunum frá aldamótum fram að fyrri heimsstyrjöld, hafi markað tímabil í atvinnusögu vorri, er sé að sínu leyti jafn af- drifaríkt fyrir þjóðarbúskap vorn og iðnbyltingin hefur verið fyrir mörg önnur lönd.2 Það var hlýr sunnanþeyr í lofti í íslensku þjóðlífi við aftureldingu 20. aldar. Landsmenn fögnuðu þegar Hannes Hafstein varð ráðherra árið 1904. Sókn til fullveldis og frelsi til athafna einkenndi fyrstu ár 20. ald- ar. Heimastjórnartíminn markaði þáttaskil í atvinnulífi landsmanna. Vélvæðing íslensks sjávarútvegs hófst þegar vél var sett um borð í sexæringinn Stanley á Ísafirði haustið 1902. Vélvæðing bátaflotans fór eins og eldur í sinu um landið, áratug síðar voru þeir orðnir 406. Upphaf togaraútgerðar hófst með togaranum Coot frá Hafnarfirði árið 1905. Sjö árum síðar áttu landsmenn 20 togara.3 Vélvæðing sjávarútvegs Þrjár atvinnu- byltingar Íslendinga Brot úr aldarspegli | Fyrri grein Fyrir 100 árum voru Íslendingar fátækasta þjóð Evr- ópu. Þeir fengu forræði eigin mála með heimastjórn, settu vélar í báta og keyptu togara. Það markaði fyrstu íslensku atvinnubyltinguna. Sextíu árum síðar tók þjóðin að beisla jökulfljótin í tengslum við álverið í Straumsvík. Það markaði aðra atvinnubyltingu þjóð- arinnar. Þriðja byltingin hófst undir aldarlok. Í fyrri grein af tveimur setur Hallur Hallsson fram sögu- kenningu um þrjár atvinnubyltingar Íslendinga. markaði atvinnubyltingu á Íslandi. Tímans hjól varð ekki stöðvað. Sím- inn tengdi þjóðina við útlönd, versl- un tók að flytjast inn í landið, bílaöld rann í garð. Sjávarafli margfaldaðist að tonnum og verðmæti. Vélsmiðjur spruttu upp og margvísleg þjónusta við flotann. Guðmundur Hálfdan- arson prófessor kveður stökkið inn í nútímann hafa heppnast vegna þess að tækifæri voru fyrir hendi; erlent fjármagn, markaðir og útvegsmenn sem reiðubúnir voru að taka áhættu. Það sköpuðust tækifæri fyrir „iðju- lausan skríl“ á mölinni í Reykjavík. „Hetjur íslenskrar iðnbyltingar voru ekki síst þessi fyrirlitni lýður sem fluttist úr sveitunum á mölina þrátt fyrir allar hrakspár.“4 Skoðanir voru skiptar enda sáu margir framtíð ís- lenskrar þjóðar í sveitum landsins fremur en „fiskiverum“. [Hugsum] okkur landbún- aðarlausa íslenska þjóð; mundi hún geta verið til? … Mundi það ekki verða sjómannslíf í orðsins fyllsta skilningi með öllum þess vonbrigðum, í allri þess eymd og niðurlæging – og landið – landið feðranna frægu aðeins fiskiver. Svo var ritað í Eimreiðina 1911. Vagga íslensks þjóðernis var talin liggja í landsins sveitum sem höfðu skapað þjóðveldið – landsins fornu frægð. Bændasamfélagið skipulagði sig og tókst á við borgaraleg öfl af vaxandi þunga. Það var að vonum að þjóðin hafði hrifist af draumsýn skáldanna um forna frægð í anda Jónasar Hallgrímssonar: Ísland, farsældafrón og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin bezt? Tveir heimar tókust á en tímans elfur varð ekki stöðvaður. Sjávar- útvegur sótti fram af miklum krafti en það var fleira á döfinni. Menn tóku andköf yfir stórbrotnum áform- um Einars Benediktssonar um virkjun Þjórsár, járnbraut austur fyrir fjall og iðjuver við Skerjafjörð. Íhaldsstjórn Jóns Þorlákssonar hafði tekið vel í hugmyndir Títan- félagsins. Forsætisráðherrann Jón Þorláksson var áhugasamur, Títan sótti formlega um leyfi til virkjunar Urriðafoss í Þjórsá. Draumsýn skáldsins hefur lifað með þjóðinni enda skáldfáknum óspart beitt: Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins lindar, litla þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki, – vilji er allt sem þarf. En veðrabrigði voru í aðsigi. Kosningar fóru fram til Alþingis í júlí 1927. Íhaldsflokkurinn missti meirihluta sinn og öld Framsókn- arflokksins gekk í garð í íslenskri pólitík. Ríkisstjórn Tryggva Þór- hallssonar sló af virkjun Þjórsár og járnbraut austur fyrir fjall. Áform sem hefðu breytt Íslandi. Iðnvæðing Íslands frestaðist um 40 ár. Virkj- anir og verksmiðjur áttu ekki upp á pallborðið. Afstaða gekk þvert á Ljósmynd/Ísal Straumsvík Álverið markaði þáttaskil í atvinnusögu þjóðarinnar. Þó skálinn teldist lítill á mælikvarða nútímans var um risastökk að ræða fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrsta byltingin Sjávarútvegur varð aflvaki framfara þegar lands- menn settu vélar í báta og keyptu togara til landsins Í kerskála Áliðja var landsmönnum framandi en fjöldi verka- og iðnaðarmanna fór utan til þess að nema fræðin. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Jökulfljót beisluð Með virkjun Þjórsár við Búrfell 1970 tók að byggjast upp þekking sem á nýrri öld er sem ólgandi jökulfjljót. Stórhugur Bjarni Benediktsson lagði mikla áherslu á stóriðju og virkjun jökulfljóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.