Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 32
efnahagslíf
32 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Vélvæðing sjávarútvegs mark-
ar fyrstu atvinnubyltinguna
Um aldamótin síðustu [1900]
voru tóvinnuverksmiðjurnar orðn-
ar 2–3, en auk þeirra var ekki í
landinu neitt, er gæti talizt til iðju-
starfsemi nema silfurbergsnáman
á Helgustöðum [við Eskifjörð] og
5–6 hvalveiðistöðvar sem þó allar
voru hættar áratug síðar.1
Þannig lýstu Klemenz Tryggva-
son og Torfi Ásgeirsson íslenskum
iðnaði eða iðjurekstri um aldamótin
1900 í riti um Iðnsögu Íslands sem
út kom 1943. Engin iðnbylting hafði
orðið hér á landi sem líkja mátti við
straumhvörfin í atvinnulífi stór-
þjóða. Aðrir kraftar höfðu þó verið
að verki sem höfðu gefið þjóðinni
kraft og bjartsýni þegar hún sótti
fram til fullveldis:
Aftur á móti má segja, að um-
skipti þau, er urðu í íslenzkum
sjávarútvegi á síðasta tug síðustu
aldar og á árunum frá aldamótum
fram að fyrri heimsstyrjöld, hafi
markað tímabil í atvinnusögu
vorri, er sé að sínu leyti jafn af-
drifaríkt fyrir þjóðarbúskap vorn
og iðnbyltingin hefur verið fyrir
mörg önnur lönd.2
Það var hlýr sunnanþeyr í lofti í
íslensku þjóðlífi við aftureldingu 20.
aldar. Landsmenn fögnuðu þegar
Hannes Hafstein varð ráðherra árið
1904. Sókn til fullveldis og frelsi til
athafna einkenndi fyrstu ár 20. ald-
ar. Heimastjórnartíminn markaði
þáttaskil í atvinnulífi landsmanna.
Vélvæðing íslensks sjávarútvegs
hófst þegar vél var sett um borð í
sexæringinn Stanley á Ísafirði
haustið 1902. Vélvæðing bátaflotans
fór eins og eldur í sinu um landið,
áratug síðar voru þeir orðnir 406.
Upphaf togaraútgerðar hófst með
togaranum Coot frá Hafnarfirði árið
1905. Sjö árum síðar áttu landsmenn
20 togara.3 Vélvæðing sjávarútvegs
Þrjár atvinnu-
byltingar Íslendinga
Brot úr aldarspegli | Fyrri grein
Fyrir 100 árum voru Íslendingar fátækasta þjóð Evr-
ópu. Þeir fengu forræði eigin mála með heimastjórn,
settu vélar í báta og keyptu togara. Það markaði
fyrstu íslensku atvinnubyltinguna. Sextíu árum síðar
tók þjóðin að beisla jökulfljótin í tengslum við álverið í
Straumsvík. Það markaði aðra atvinnubyltingu þjóð-
arinnar. Þriðja byltingin hófst undir aldarlok. Í fyrri
grein af tveimur setur Hallur Hallsson fram sögu-
kenningu um þrjár atvinnubyltingar Íslendinga.
markaði atvinnubyltingu á Íslandi.
Tímans hjól varð ekki stöðvað. Sím-
inn tengdi þjóðina við útlönd, versl-
un tók að flytjast inn í landið, bílaöld
rann í garð. Sjávarafli margfaldaðist
að tonnum og verðmæti. Vélsmiðjur
spruttu upp og margvísleg þjónusta
við flotann. Guðmundur Hálfdan-
arson prófessor kveður stökkið inn í
nútímann hafa heppnast vegna þess
að tækifæri voru fyrir hendi; erlent
fjármagn, markaðir og útvegsmenn
sem reiðubúnir voru að taka áhættu.
Það sköpuðust tækifæri fyrir „iðju-
lausan skríl“ á mölinni í Reykjavík.
„Hetjur íslenskrar iðnbyltingar voru
ekki síst þessi fyrirlitni lýður sem
fluttist úr sveitunum á mölina þrátt
fyrir allar hrakspár.“4 Skoðanir voru
skiptar enda sáu margir framtíð ís-
lenskrar þjóðar í sveitum landsins
fremur en „fiskiverum“.
[Hugsum] okkur landbún-
aðarlausa íslenska þjóð; mundi
hún geta verið til? … Mundi það
ekki verða sjómannslíf í orðsins
fyllsta skilningi með öllum þess
vonbrigðum, í allri þess eymd og
niðurlæging – og landið – landið
feðranna frægu aðeins fiskiver.
Svo var ritað í Eimreiðina 1911.
Vagga íslensks þjóðernis var talin
liggja í landsins sveitum sem höfðu
skapað þjóðveldið – landsins fornu
frægð. Bændasamfélagið skipulagði
sig og tókst á við borgaraleg öfl af
vaxandi þunga. Það var að vonum að
þjóðin hafði hrifist af draumsýn
skáldanna um forna frægð í anda
Jónasar Hallgrímssonar:
Ísland, farsældafrón
og hagsælda, hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin bezt?
Tveir heimar tókust á en tímans
elfur varð ekki stöðvaður. Sjávar-
útvegur sótti fram af miklum krafti
en það var fleira á döfinni. Menn
tóku andköf yfir stórbrotnum áform-
um Einars Benediktssonar um
virkjun Þjórsár, járnbraut austur
fyrir fjall og iðjuver við Skerjafjörð.
Íhaldsstjórn Jóns Þorlákssonar
hafði tekið vel í hugmyndir Títan-
félagsins. Forsætisráðherrann Jón
Þorláksson var áhugasamur, Títan
sótti formlega um leyfi til virkjunar
Urriðafoss í Þjórsá. Draumsýn
skáldsins hefur lifað með þjóðinni
enda skáldfáknum óspart beitt:
Þú fólk með eymd í arf!
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins lindar,
litla þjóð, sem geldur stórra synda,
reistu í verki
viljans merki, –
vilji er allt sem þarf.
En veðrabrigði voru í aðsigi.
Kosningar fóru fram til Alþingis í
júlí 1927. Íhaldsflokkurinn missti
meirihluta sinn og öld Framsókn-
arflokksins gekk í garð í íslenskri
pólitík. Ríkisstjórn Tryggva Þór-
hallssonar sló af virkjun Þjórsár og
járnbraut austur fyrir fjall. Áform
sem hefðu breytt Íslandi. Iðnvæðing
Íslands frestaðist um 40 ár. Virkj-
anir og verksmiðjur áttu ekki upp á
pallborðið. Afstaða gekk þvert á
Ljósmynd/Ísal
Straumsvík Álverið markaði þáttaskil í atvinnusögu þjóðarinnar. Þó skálinn teldist lítill á mælikvarða nútímans
var um risastökk að ræða fyrir íslenskt atvinnulíf.
Fyrsta byltingin Sjávarútvegur varð aflvaki framfara þegar lands-
menn settu vélar í báta og keyptu togara til landsins
Í kerskála Áliðja var landsmönnum framandi en fjöldi verka- og
iðnaðarmanna fór utan til þess að nema fræðin.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Jökulfljót beisluð Með virkjun Þjórsár við Búrfell
1970 tók að byggjast upp þekking sem á nýrri öld er
sem ólgandi jökulfjljót.
Stórhugur Bjarni Benediktsson
lagði mikla áherslu á stóriðju og
virkjun jökulfljóta.