Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Nínu L. Khrushchevu VÍN | Fyrir alla þá sem enn stóðu á gati yfir því hver Vladimír Pútín væri er ráðgátan leyst. Að- farir hans í síðustu viku sýna að hann er hinn nýi alráður í Rússlandi. Hann er keisari, það er ósköp einfalt. Þau sjö ár, sem liðin eru frá því að Pútín tók völdin í Kreml, hafa verið tími misvísandi skila- boða. Annars vegar virðist hann vera menntað- ur og fjölhæfur leiðtogi, sem er staðráðinn í að nútímavæða Rússland. Hins vegar hefur hann með hjálp þríeykis hersins, iðngeirans og KGB, hinna svokölluðu sílovíka, markvisst veikt eða fjarlægt allar hömlur á persónulegt vald sitt um leið og hann hefur eflt getu ríkisins til að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi almennra borgara. Í þessari viku sagði Pútín flokknum Samein- að Rússland að hann myndi setja nafn sitt efst á kjörseðilinn í kosningunum, sem ráðgert er að fari fram 2. desember. Það gæti gert honum kleift að verða næsti forsætisráðherra Rúss- lands eftir forsetakosningarnar, sem á að halda í mars 2008. Auðvitað munu Rússar, eins og Pút- ín orðaði það, þurfa að kjósa sem forseta „ær- legan, hæfan, skilvirkan, nútímalegan mann“. En það þýðir í raun að Rússar eigi að velja mann, sem Pútín hefur valið sjálfur til að vera eftirmaður sinn. Mótsagnakenndar skoðanir Pútíns Ef þessi spá rætist verður það sorglegt fyrir Rússa, ekki vegna þess að Pútín muni sitja áfram við völd – nokkuð sem allir Rússar vita að hann mun gera. Rétt er að Pútín hefur safnað til sín meira ákvörðunarvaldi en nokkur dæmi eru um í Rússlandi eftir lok Sovétríkjanna. En flest- ir Rússar líta svo á að hann sé mikill leiðtogi og eigna honum heiðurinn af því að hafa bjargað landinu frá gjaldþroti og örvæntingu Jeltsín- tímans og fært til auðs og velmegunar á aðeins sjö árum. Velþóknun kjósenda á honum mælist yfir 70% í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Pútín hefur mótsagnakenndar skoðanir og virðist vera full alvara með það. Hann hvetur samtímis til fjölflokkalýðræðis og miðstýringar valdins. Hann er hlynntur frjálsum efnahag, en vill að ríkið ráði því hvernig auðnum er skipt og hver hagnast á því. Rússar sjá ekki fremur en forseti þeirra mót- sögnina milli þess að bæta eigin hag og stöðu Rússlands á alþjóðavettvangi síðan á níunda áratugnum og að grafa undan stofnunum lýð- ræðisins. Auðvitað eru hinar formlegu stofnanir lýð- ræðisins í Rússlandi á sínum stað, en án frjálsra fjölmiðla, sjálfstæðs réttarkerfis og frjálsra kosninga í héruðum landsins þar sem félagar Kremlar á borð við Ramzan Kadírov í Tétsníu, eru nú við völd, fjarar undan þeim. Rússar vildu frekar hafa „landsföður“, sama hvort titillinn er keisari, stjórnandi, forseti eða forsætisráðherra en að fylgja lögum og reglum. Pólitísk snilld Pútíns er að hafa áttað sig á þessu. Jafnvel þótt Pútín hafi tekist að finna leið til að halda völdum án þess að breyta stjórnar- skránni – nokkuð sem hverfandi hópur demó- krata í Rússlandi velti fyrir sér fram og til baka hvort hann myndi gera – blasir við hvað aðferðir hans eru í eðli sínu ólýðræðislegar. Flutningur hans úr einu háu embætti í Kreml í annað í Hvíta húsinu þar sem þingið situr er bara tæknilegs eðlis. Pútín verður keisari sama hvaða embætti hann hefur formlega með hönd- um. Dálæti á sterkum leiðtogum Þetta mun virka vegna þess að Pútín er eins og allir góðir KGB-menn meistari sviðsmynd- anna. Sagt hefur verið að forsetalýðræði Rússa styrki aðeins þá tilhneigingu, sem gætir í póli- tískri menningu Rússlands, að taka fram yfir leiðtoga, sem „stýra styrkri hendi“, en þing- bundið lýðræði myndi gefa kost á meiri lóðréttri valddreifingu. Þannig að Pútín framtíðarinnar getur á forsetastóli sagt að hann stjórni í sam- ræmi við hið ofurlýðræðislega þingræðismódel Ítala. Hvað gæti verið lýðræðislegra? En ef Pútín, sem hefur notað sjö ár í að búa til lóðrétt valdakerfi til að koma á stöðugleika á ný og endurvekja stoltið, sem glataðist við lýðræð- isvakningu Jeltsíns í Rússlandi, vill í raun tryggja hagsmuni lands síns myndi hann feta í fótspor Jeltsíns og víkja af sviðinu. Lærdóm- urinn af óstjórn kommúnistaáranna er eftirfar- andi: Enginn einn maður eða flokkur getur vitað nóg til að stjórna nútíma hagkerfi. Aðeins lýð- ræðisríki og frjálsir markaðir gefa frá sér þau merki, sem stjórnvöld þurfa á að halda til að geta brugðist rétt við. Þegar öllu er á botninn hvolft felast kostir hornsteina lýðræðisins í því hversu fyrirsjáan- legir þeir eru. Aðeins Rússar með aðdáun sína á hinum sterka leiðtoga halda sig fast við mik- ilvægi og hlutverk einstaklingsins í sögunni. Til samanburðar eru vel heppnuð lýræðisríki byggð á þeirri hugsun að enginn sé ómissandi. Eftir 11. september 2001 vildu margir að Rudy Giuliani, þáverandi borgarstjóri, sæti áfram við völd. En lýðræðið krafðist kosninga og nú segja margir að núverandi borgarstjóri, Michael Blo- omberg, hafi jafnvel staðið sig betur en Giuliani hefði getað gert í að blása nýju lífi í borgina. Þannig að beri Pútín hag Rússlands fyrir brjósti ætti hann að gefa keisarahugmyndir sín- ar upp á bátinn og láta af embætti, ef ekki hætta alveg í pólitík. Hann gæti íhugað að fá sér vinnu í einkageiranum eins og Gerhard Schröder, eða skrifað bækur og hjálpað fórnarlömbum risa- flóðbylgjunnar eins og Bill Clinton eða orðið umhverfisverndarsinni eins og Mikhaíl Gorbat- sjov, sem væri enn betra. En það virðist vera til of mikils mælst af KGB-manninum fyrrverandi. Fyrir Pútín er enginn munur á því að missa völd og láta af þeim með reisn. Pútín af Rússlandi Forseti Rússlands hefur fundið leið til að halda völdum en aðferðirnar eru ólýðræðislegar  Flutningur úr einu háu embætti í annað er bara tæknilegs eðlis  Pútín verður keisari sama hvað embættið kallast Reuters Rússlandskeisari Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnir á þingi flokksins Sameinað Rúss- land í Moskvu að hann verði efstur á lista flokksins í þingkosningunum í desember. RÚSSLAND» »En það virðist vera til of mikils mælst af KGB- manninum fyrrverandi. Fyrir Pútín er enginn munur á því að missa völd og láta af þeim með reisn. Höfundur kennir alþjóðastjórnmál við The New School í New York og er um þessar mundir gestakennari við Hugvísindastofnunina í Vín. Ný bók hennar, Imagining Nabokov: Russia Bet- ween Art and Politics, kemur út í haust. ©Project Syndicate, 2007. FÖST Í FRÉTTANETI» Britney Spears, svaraði hann. Ég hef á tilfinningunni að ástandið í Búrma hafi fallið í skuggann af forræðisdeilu hennar og Kevin Federline um syni þeirra. Persónulega kýs ég frekar að byrja daginn með því að smella á fyrirsögnina Federline fékk strákana – og Britney fór í brúnkuúðatíma heldur en fyrirsögnina Fjöldamorð á munkum. Auður minnti á að Britney hefði verið kastað fyrir ljón á barnsaldri – og nú væru þau að svona illmenni hugsa. Aftur veifaði Auður bollanum í áttina að honum og fékk nú kaffi. Er ekkert hægt að gera? andvarpaði hún eftir sjóðandi heitan sopa. Viltu að George Bush ráðist inn í Búrma til að koma á vestrænum gildum? spurði Þórarinn og háðið í röddinni var nú auðheyrilegt. Já, eða jafnvel Hillary Clinton, ef það dregst úr þessu. Tilraunir til að réttlæta innrás fyrir alþjóðasamfélaginu eru tímafrekar – og af news.bbc.co.uk/2/hi/americas að dæma er hún fyrirferðarmikil í keppninni um Hvíta húsið. Auður kipptist við svo kaffi skvettist á vinstra handarbakið og bræddi sér leið inn í hörundið. Ég vil ekki að Bush geri neitt, hvæsti hún. Í afsakandi tón kvaðst Þórarinn vera þreyttur á stríðsfréttum. Síðan skrúfaði hann frá kalda vatninu svo hún gæti kælt brunasárið og spurði hvort þau ættu frekar að rabba um aðra konu sem átt hafði í erfiðleikum með að dvelja undir sama húsþaki og synir hennar tveir. Hvaða konu? urraði hún með höndina undir vatnsbununni. Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona. Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir.com og totil@titil.com F réttamynd af blóði vættum munkaskó á eyðilegri götu í Búrma var sem límd í huga Auðar. Hvað hugsar herforingjahyski sem stráfellir munka og lokar móður tveggja sona, sem jafnframt er handhafi friðarverðlauna Nóbels, árum saman inni í stofufangelsi, hváði hún. Sennilega hafa Nóbelsverðlaunin átt sinn þátt í að frelsishetjan Aung San Suu Kyi hefur enn ekki verið brytjuð í spað á götum Rangoon, tautaði Þórarinn meðan hann fylgdist með kaffikönnunni skoppa á gaslogunum. Svona kaldhæðni er hallærisleg, fussaði Auður og veifaði bolla í áttina að honum þegar kaffikannan byrjaði að syngja. Þá er sannleikurinn hallærislegur, sagði Þórarinn. Í gær las ég fréttaskýringu á spiegel.de/international sem fjallaði um fjöldamorðin á munkum og öðru fólki í skjóli nætur. Herforingjastjórnina hlýtur að klæja í fingurna að drepa Aung San Suu Kyi sem hefur með reglulegu millibili setið í stofufangelsi fyrir að biðja um lýðræði síðan herinn tók völdin árið 1988 – en áður hafði hún mótmælt harðstjóranum Ne Win. Fyrstu árin í stofufangelsinu fékk hún hvorki að hitta syni sína tvo né eiginmann – sem síðar lést úr krabbameini. Mig langar ekki að vita hvað klára að rífa hana í sig. Í rauninni væri Britney farin að minna hana á Díönu prinsessu og stormasamt fjölmiðlalíf hennar; já, enn eina konuna sem fór á mis við að njóta lífsins með tveimur sonum sínum. Svo bætti hún við að undanfarna daga hefði réttarrannsókn valdið því að breska pressan kreisti enn meiri mat úr dauðaslysinu og vangaveltum um hvort Díana hefði gengið með þriðja barnið. Á mirror.co.uk mátti lesa að hún hafði verið á pillunni undir það síðasta. Díana komst þó aldrei í kast við katalónska sjálfstæðissinna, sagði Þórarinn. Á 20minutos.es las ég að síðustu daga hafi þeir kveikt í myndum af Juan Carlos Spánarkonungi á götum úti og krafist að Katalónía verði sjálfstætt ríki með Barcelona sem höfuðborg. Spennan eykst stöðugt. Núna síðast hengdu háskólanemar stóra dúkku sem líktist kónginum. Auði varð aftur hugsað til morðmynda frá Búrma þegar hún muldraði: Kannski endar þetta með ofbeldi … Já, sagði Þórarinn. Því gróft er það. Svipað og að unglingar í Narsarsuaq myndu brenna göt með Prins-sígarettum á dúkku í mynd Margrétar drottningar – sem á reyndar líka tvo syni. Loksins flissaði Auður. Hetjur og fórnarlömb – og börnin þeirra Breska pressan kreisti enn meiri mat úr dauðaslysinu og vangaveltum um hvort Díana hefði gengið með þriðja barnið. Rússland | Aðfarir Valdimírs Pútíns í síðustu viku sýna að hann er hinn nýi alráður í Rússlandi; hann er keisari Föst í fréttaneti | Tvær ólíkar konur, sem fara á mis við að njóta lífsins með tveimur sonum sínum. Erlent | Þýsk yfirvöld telja vaxandi líkur á að liðsmenn Stasi hafi myrt, stjórnarformann Deutsche Bank árið 1989. VIKUSPEGILL»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.