Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 34
efnahagslíf 34 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ vinnulíf var einsleitt; 91,5% af út- flutningstekjum þjóðarinnar komu frá sjávarútvegi, 6,6% landbúnaði og 0,9% iðnaði árið 1960. Þjóðin sótti fram með útfærslu landhelginnar og stefndi vanbúnum varðskipum gegn herskipum hennar hátignar. Haustið 1960 flugu tveir útlend- ingar yfir landið á leið sinni vestur um haf. Emanuel Meyer og Paul Müller voru frá Sviss þar sem fall- vötn Alpanna höfðu verið beisluð. Þeir stýrðu svissneska álfélaginu AIAG sem síðar varð Alusuisse. Þeir skynjuðu tækifærið í fallvötnum Ís- lands. Þeir höfðu samband við stjórnvöld í Reykjavík, viðræður hófust um alíuminíumfabrikku. Síð- ar kvað Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra hugmyndina þá geggjuðustu sem á sitt borð hefði komið. Í maí 1961 var alúminíumfa- brikka helsta frétt Morgunblaðsins og önnur stærsta fréttin ræða Johns F. Kennedy í Bandaríkjaþingi um mann til tunglsins fyrir 1970. Ákvörðun um álver í Straumsvík er ein hin stærsta í sögu lýðveld- isins. Framkvæmdir við Búrfell og Straumsvík hófust af fullum þunga eftir nærfellt sex ára samningaferli. Hið bandaríska Harza annaðist um hönnun Búrfellsvirkjunar, hið sviss- neska Alesa um álverið og erlendir verktakar komu með tæki og tól. Í landinu var hvorki þekking né verk- kunnátta til þess að takast á við mestu framkvæmdir Íslandssög- unnar. Síldarævintýrið náði há- punkti um miðjan áratuginn. Þetta voru uppgangstímar. Árið 1965 stóðu sjávarafurðir undir 94% af út- flutningi landsmanna. Landsmenn sóttu fram um útfærslu landhelg- innar. Lífið var saltfiskur og ljóma stafaði af silfri hafsins.Þjóðin söng með Oddgeiri Kristjánssyni: Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns blikandi bárufans býður í trylltan dans. Sjómenn voru hetjur hafsins, þjóðhetjur. En í lífsins ólgusjó fékk þjóðarskútan á sig þungan brotsjó. Síldin hvarf, verð á þorskblokk hrundi í Ameríku, Hafró birti svarta skýrslu um þorskstofninn. Það voru blikur á lofti. Útflutningstekjur drógust saman um 45% á tveimur árum, gengið hríðféll. Atvinnuleysi knúði dyra. Það brast á landflótti. Þúsundir fluttu úr landi, mest til Norðurlanda en einnig Ástralíu og Kanada. Ísland fékk efnahags- aðstoð, stórt lán frá alþjóða gjald- eyrissjóðnum. Landsins forni fjandi – hafísinn – lagðist að landi. Það var kalt á eyjunni við ysta haf. Fyrir til- viljun var ný atvinnugrein að skjóta rótum þessi misserin. Þjóðin var að beisla fyrsta jökulfljótið – sjálfa Þjórsá. Í Straumsvík reis álver sem fékk raforku frá Búrfellsvirkjun. Fjörutíu árum eftir að landsmenn höfnuðu stóriðju Einars Benedikts- sonar voru Íslendingar að feta sig inn á braut iðnvæðingar. Tímasetn- ingin gat ekki verið hagfelldari. Framkvæmdir við Búrfell og í Straumsvík milduðu högg kreppu og mörkuðu uppsveiflu. Sumarið 1969 var fyrsta álið brætt í Straumsvík. Um sömu mundir steig Neil Arms- trong fyrstur manna fæti á tunglið: „Lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mannkyn,“ sagði bandaríski geimfarinn. Búrfell og Straumsvík voru Íslands risastökk. Það tók Ís- lendinga jafn langan tíma að reisa „lítið alúminíumver“ í Straumsvík og Bandaríkjamenn að senda mann til tunglsins. Álverið var þó risavaxið í öllu tilliti og samanburði á eyjunni við ysta haf. Það stafaði ljóma af virkjunum á hálendinu enda upp- grip. Lónlí Blú Bojs sungu um hetj- una sem snéri heim eftir að hafa grætt meir en nóg. Það kvað við nýj- an tón í söngtextum: Er ég kem heim í Búðardal bíður mín brúðaval. Og ég veit það verður svaka partí. Býð ég öllum úr sveitinni, langömmu heitinni. 8 Það mun verða veislunni margt í. -- Þegar vann ég í Sigöldu meyjarnar mig völdu, til þess að stjórna sínum draumum… Búrfell og Ísal marka aðra at- vinnubyltingu 20. aldar Álverið í Straumsvík var að sönnu risastökk fyrir íslenskt atvinnulíf. Áhrifin voru margþætt og þess sá stað í hagtölum. Grundvallarbreyt- ing varð á íslensku atvinnulífi. Stór- iðja knúin fallorku jökulfljótanna markaði aðra íslensku atvinnubylt- ingu íslensku þjóðarinnar. Útflutn- ingur sjávarafurða féll niður í 77,1% árið 1970 – fyrsta heila starfsár Ísal. Iðnvarningur reis í 18,4%, landbún- aðarafurðir féllu í 3,4%. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar hélt merkinu á lofti þó krafist væri for- ræðis íslenska ríkisins. Það var eng- inn ágreiningur um stóriðju á Ís- landi. Í Speglinum orti hagyrðingur: Fáðu þér nú lítinn lúr litli mömmu snáði, bráðum færðu allt þitt úr alúminíum og kísilgúr, þá gerist ei þörf að grenja neitt að ráði. 9 Eftir Búrfellsvirkjun var ráðist í Sigölduvirkjun og Hrauneyjafoss- virkjun hóf rekstur 1981. Árin 1970- 80 mörkuðust af vaxandi sölu Lands- virkjunar til stóriðju. Álverið stækk- aði og Járnblendið reis á Grundartanga 1979. Stóriðja var driffjöðrin í virkjunum á hálendinu þar sem íslenskir verkfræðingar og verktakar lærðu til verka. Hönnun virkjana færðist jafnt og þétt á ís- lenskar hendur og dýrmæt verk- þekking byggðist upp. Virkjanir og áliðja voru driffjaðrir í framrás há- tækni á Íslandi. Ekki öllu meiri verðmæti sótt í greipar Ægis Árið 1983 lauk hagvaxtarskeiði fyrri ára og vandi sjávarútvegs kom skýrar í ljós. Þjóðin sigldi inn í skeið vaxandi erfiðleika sem voru „ná- tengdir umskiptunum í sjávarútvegi þegar ofveiði á botnfisktegundum og loðnu var orðin staðreynd og ljóst var að ekki yrðu öllu meiri verðmæti sótt í greipar Ægis án þess að geng- ið yrði harkalega á fiskistofnana,“ ritaði Magnús Magnússon um efna- hagsþróun á Íslandi. Eftir þenslu- kipp 1987 knúði atvinnuleysi dyra og landsmenn leituðu logandi ljósi að nýjum tækifærum. Ofveiði íslenskra fiskiskipa hafði náð hámarki í kjölfar útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Þjóðin keypti á annað hundrað skut- togara á rúmum áratug. Það var fjárfesting án fyrirhyggju, flotinn varð allt of stór. Árið 1981 veiddu landsmenn 460 þúsund tonn af þorski. Verðbólgan náði hámarki í 130% á útmánuðum1983. Það var ljóst að það stefndi í stórslys í ís- lensku efnahagslífi ef fram héldi sem horfði. Hagvöxtur hafði verið borinn uppi með ofveiði og erlendum lán- tökum. Vítin eru til þess að varast. Undir aldarlok hrundi þorskstofninn við Nýfundnaland með geigvæn- legum afleiðingum. Færeyingar sigldu líka krappan sjó. Linnulítil of- veiði við Færeyjar leiddi til hruns fiskistofna: [V]ið tók ein dýpsta efnahags- kreppa sem vestrænt ríki hefur orðið fyrir á friðartímum. Banka- kerfið hrundi, landsframleiðslan féll um þriðjung, fjórði hver mað- ur var án atvinnu og einn af hverj- um tíu flutti úr landi. Þessi at- burðarás lýsir því vel hvað gerist ef fiskveiðar eru ekki takmark- aðar í þjóðfélagi sem byggir svo mjög á einni auðlind. Svo lengi sem veiðarnar eru arðsamar munu nýir aðilar þyrpast inn og þeir sem fyrir eru fjárfesta í skip- um og búnaði þar til fiskistofn- arnir hafa verið ofveiddir. Orð hagfræðinganna Axels Hall, Ásgeirs Jónssonar, Sveins Agnars- sonar og Tryggva Þórs Herberts- sonar lýsa vel þeirri hættubraut sem íslensk þjóð var á þegar leið nær ald- arlokum á Íslandi. Þeir hefðu allt eins getað verið að lýsa Íslandi fyrir 40 árum. Þar er þó einn mikilsverður munur á. Fyrir fjórum áratugum var að skjóta rótum á Íslandi ný at- vinnugrein sem reif þjóðina upp úr kreppu og landflótta þegar síldin hvarf, markaðir hrundu og þjóðin fékk útlenda efnahagsaðstoð. Stór- iðja var að nema land og landsmenn að beisla jökulfljótin. Útlent hugvit og útlendir verktakar viku eftir því sem Íslendingum óx ásmegin. Í Straumsvík þroskaðist háþróuð iðn- þekking. Íslendingar voru að læra til verka; leggja grunn að háþróuðu nú- tímalegu samfélagi. Þetta var hljóð- lát bylting, lengi virtist jökulfljótið sem spræna að vetri; vatnslítil og grá. Hún beið síns tíma. Áratugir liðu – tímans elfur rann fram og þeg- ar kom inn í nýja öld var önnur at- vinnubyltingin sem ólgandi jökul- fljót í ham. Og spinnur nú vef sinn með þriðju atvinnubyltingunni. Meira næstkomandi sunnudag. 1) Klemenz Tryggvason og Torfi Ás- geirsson. „Íslenzkur iðjurekstur.“ Iðnsaga Íslands, ritstjóri Guðmundur Finn- bogason, bls. 337. Reykjavík 1943. 2) Íslenzkur iðjurekstur bls. 336. 3) Jón Þ. Þór: „Vélvæðing í íslenskum atvinnuvegum í upphafi 20. aldar.“ Iðn- bylting á Íslandi, umsköpun atvinnulífs um 1880 til 1940. Ritstjóri: Jón Guðnason, Reykjavík 1987. 4) Guðmundur Hálfdanarson: „Aðdrag- andi iðnbyltingar á 19. öld.“ Iðnbylting á Íslandi, umsköpun atvinnulífs um 1880 til 1940. Ritstjóri: Jón Guðnason, Reykjavík 1987. 5) Ólafur Ásgeirsson: „Iðnbylting hug- arfarsins. Átök um atvinnuþróun á Íslandi 1900-1940.“ Reykjavík 1988, bls. 18-19. 6) Magnús S. Magnússon: „Efna- hagsþróun á Íslandi 1880-1990“. Íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990. Ritgerðir. Reykjavík 1993. 7) Efnahagsþróun á Íslandi, bls. 210. 8) Texti Þorsteins Eggertssonar. Lónlí Blú Bojs sungu um langömmu heillina. Þorsteinn upplýsti síðar að þetta hefði átt að vera langömmu „heitina“ enda rímar það við sveitina og óræðnara að fá lang- ömmu „heitina“ í partí. 9) Spegillinn, 2. tbl. 37. árg. 1966. 10) Axel Hall, Ásgeir Jónsson, Sveinn Agnarsson, Tryggvi Þór Herbertsson: „Staðleysur og staðreyndir um íslenska kvótakerfið.“ Morgunblaðið júní 2001. Samningar Mennirnir sem flugu yfir Ísland og fengu hugdettu um virkjun jökuláa; Paul Muller lengst til hægri og Emanuel Meyer við hlið hans. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi blaðamaður á Morg- unblaðinu. É G fæddist í Skerjafirð- inum fyrir fimmtíu og þremur árum og eftir leiki bernskunnar fór ég að skrifa ljóð, smá- sögur, greinar í blöðin, leikrit og eitt og annað. Ég hafði mikinn áhuga á hinu skrifaða orði og var alltaf að skapa,“ segir Ásgeir Þórhallsson, nefndur Hvítaskáld. Á þessum árum kom út skáldsag- an Skáldið og draumurinn, talsvert af ljóðabókum og smásagnasöfn auk þess sem hann las margar smásögur í útvarp og var mikilvirkur í greina- skrifum fyrir Morgunblaðið, þar sem hann var með fastan pistil sem hét Hinn mannlegi þáttur. Hann skrifaði líka í Dagblaðið, m.a. um siglingar; í Tímann, Vikuna, Lesbók Morgunblaðsins og segist talsvert hafa rifið kjaft í blöðum og tímarit- um á þessum árum. Ásgeir var ein af miðbæjarrott- unum og átti sitt stjörnutímabil í Reykjavík þessara ára. Hann eign- aðist konu, Jóhönnu Árnadóttur ljósmóður sem fylgir honum enn og eiga þau þrjá drengi, 8, 13 og 16 ára gamla. Viðskiptafræðilegt ferðalag „Svo lenti ég í ferðalögum. Bjó tvö ár í Noregi, þrjú í Svíþjóð og sextán ár í Kaupmannahöfn. Margar ástæð- ur eru fyrir því að ég fór. Mig lang- aði til að þroskast og stækka. Ég vildi sjá þennan heim þar sem hugs- anlega væri eitthvað stærra og meira. Í Noregi lærði ég bókaútgáfu í tveggja ára háskólanámi í við- skiptafræðum. Þar áttu menn að fókusa á eitthvað sérstakt og ég tók fyrir sölu á bókum og útgáfu þeirra. Svo langaði mig að læra meira og fór til Gautaborgar í viðskiptafræði og tók svo mastersgráðu í Kaupmanna- höfn. Ég fann þar líka handverk sem ég fílaði í botn, nefnilega kvikmynda- gerð. Hún er mjög góð leið til að segja sögur, sem er einmitt það sem ég er alltaf að fást við.“ Í Danmörku kynntist hann ís- lenskum leikara sem benti honum á að skrá sig sem tiltækan statista fyr- ir bíómyndir. Ásgeir lét ekki þar við sitja heldur meldaði sig einnig inn hjá Nordisk Film og datt þar með inn í kvikmyndaheiminn og kynntist fólkinu í honum. Fljótlega fann hann Det Danske Filmværksted, kvik- myndaverkstæði í Kaupmannahöfn sem er nokkurs konar kvikmynda- skóli fyrir þá sem kannski komast ekki í venjulega kvikmyndaskóla. Þar veltist hann um í áratug og fékk haldgóða leiðsögn og rak um þriggja ára skeið eigið kvikmyndafyrirtæki. Var aldrei sleppt lausum „Nú er ég búinn að prófa allt mögulegt, er hámenntaður við- skiptafræðingur en sköpunarhliðin er sterkari og ég get ekki lifað án þess að skrifa. Maður þarf samt að hafa fjölskyldu og brauð svo ég hef mitt starf og svo er sköpunin mín tómstundaiðja.“ Ásgeir segir farir sínar ekki sléttar í Kaupmannahöfn. „Ég uppgötvaði að ég hef lifað í mál- leysi í sextán ár. Ég er búinn að reyna að skrifa í blöðin þar, banka á dyr en það hefur ekki reynst fræði- legur möguleiki á að koma að efni af neinu viti. Fyrst hélt ég að danskan mín þyrfti að batna svo ég lærði betri dönsku, en aldrei var hægt að komast inn á neitt blað né tímarit með greinar eða annað. Jæja, ég skrifaði nú samt eitthvað í miðlana en mér var aldrei sleppt inn, gat ein- hvern veginn ekki skapað mér pláss þarna eins og ég get hér heima. Þú ert bara útlendingur þó Íslendingur sért í Danmörku. Ástæða þess að ég kem heim er að mér var farið að leið- ast og fannst ég lokaður inni í ein- hverjum pappakassa. Í kvikmyndabransanum fékk ég að vísu ýmsa styrki til að gera heim- ildarmyndir o.fl. en fékk samt ekki almennilega styrki og var því aldrei sleppt lausum til að gera neitt stórt. Samt var ég á kafi í þessu og var í öllum kokkteilpartíum að tala við all- ar þessar kerlingar sem stjórna öllu saman. Ég er ekki einn um að upp- lifa svona og þetta finnur maður ekki fyrr en eftir langa vist í Dan- mörku.“ Ásgeir hefur þrátt fyrir þetta ým- islegt í farteskinu af heimild- armyndum, tónlistarmyndböndum og fleira sem hann gerði í Dan- mörku. M.a. seldi hann íslenska sjónvarpinu nýverið til sýningar mynd um íslenskan sjómann sem býr einn í fiskibáti í Álasundi í Nor- egi. Þar beitir hann fyrstu persónu frásögn sem hann segir gríðarlega flókna og skemmtilega útfærslu í myndmálinu. Táraðist yfir landslaginu „Ég keypti mér gamlan bíl og setti gítarinn, tölvurnar og kvik- myndadótið í hann og fór um borð í Norrönu fyrir rúmum fjórum mán- uðum. Svo þegar ég var kominn yfir heiðina frá Seyðisfirði og horfði yfir Héraðið og Lagarfljótið teygja úr sér svo langt sem augað eygði tár- aðist ég. Já! Ég er kominn heim! Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ég væri með svona mikla heimþrá. Þetta var það sem ég vildi.“ Ásgeir settist að á Egilsstöðum og fékk sér skrifstofuvinnu. Hann segir að í Reykjavík hafi hann hitt fólkið sem hann umgekkst fyrir tuttugu árum og það sé enn allt í sömu hringiðunni. Hann nennti varla í það aftur svo Egilsstaðir urðu áframhald af hans ferðalagi. Hann kann því vel að búa þar og segist ætla að stað- næmast í bili. „Landslagið hér er brjálað. Hér eru mótíf út um allt, á sjó og landi. Ég verð annaðhvort að skrifa þetta niður eða taka myndir áður en ég verð samdauna landslaginu. Að gera kvikmynd hér er bara frábært.“ Sögusmiður flytur heim og langar að færa fjöll Ásgeir Hvítaskáld er kominn aftur til Íslands eftir 21 árs útiveru. Hann vinnur daglaunavinnu sem við- skiptafræðingur við hliðargötu á Egilsstöðum, en undirbýr kvikmynd í fullri lengd í frítíma sínum. Steinunn Ásmundsdóttir hitti sagnasmiðinn á Fjarð- arheiðinni. bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.