Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 31
fyrirmynd að þessu sem hefur heppnast mjög vel. Oslóarbúar settu umferðina undir Karljohan, aðalgöngugötu Oslóarborgar, og endursköpuðu miðbæinn sinn með mjög góðum árangri. Þannig ráku þeir af sér slyðruorðið að vera stærsta sveitaþorp Evrópu. Veðurfarsaðstæður og inni- miðbær Víða erlendis þar sem veðurfars- aðstæður hafa sent borgarbúa inn í hús hafa menn kosið að byggja upp miðbæi með lokuðum tengibygg- ingum og -brúm til að hægt sé að ganga um miðbæinn innandyra yfir vetrartímann. Mér finnst þetta vera góð hugmynd sem eigi vel við okkur. Með göngugötu sem liggur frá Hótel Borg og alla leið út að Arn- arhóli með tengibrúm á annarri eða þriðju hæð er hægt að njóta mið- bæjarins í hvaða veðri sem er og þannig verður til einskonar inni- miðbær yfir vetrartímann. Göngu- gatan er svo tengd helstu bílakjöll- urum og -húsum á svæðinu. Miðgarðsormur Heimskringlu prýðir Lækjartorg Sem listamanni finnst mér mik- ilvægt að við fáum táknrænt lista- verk í miðbæinn sem tengist sögu okkar og menningu. Ég setti fram tillögu um Miðgarðsorminn sem hlykkjast upp úr Lækjartorgi og myndar leiksvið við áhorf- endasvæðið á Arnarhóli. Miðgarðs- ormurinn hélt heiminum saman í Heimskringlu og þess vegna fannst mér við hæfi að slíkt verk yrði sett upp á þessum stað. Til að brjóta svæðið enn frekar upp væri tilvalið að hafa gosbrunn þar sem Lækj- argata og Bankastræti mætast á hringtorgi. Leita ég hér með að hugmyndum að honum. Aldrei verða allir sammála Uppi eru skiptar skoðanir um framtíð miðbæjarins og lausnir varðandi samgöngumál borgarinnar eða hvort eigi að reisa nýjan miðbæ eða ekki. Allt er þetta góðra gjalda vert og mikilvægt að halda uppi líflegri og opinni umræðu um þetta mál sem stendur okkur öllum svo nærri. Engu að síður hefur sagan sýnt það að gamlar hefðir og sögulegt hlutverk staða í borgum hefur reynst ansi lífseigt. Ég held því að Lækjartorg og Arnarhóll sé í huga Íslendinga þeir staðir þar sem Íslendingar vilja koma saman og fagna eða njóta í nánustu fram- tíð. Í upphafi skal endinn skoða. » Lækjargata lægi þá neðanjarðar frá Skúlagötu og út að Miklubraut og í staðinn kæmi mikið og fallegt torg sem lægi frá nýja tónlistarhúsinu og út að Tjarnargötu. Hverf- isgatan færi í undirgöng undir Lækjartorgið. Morgunblaðið/ÞÖKMorgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Miðbær Reykjavíkur Lækjartorg og Arnarhól eru staðir sem skapað hafa hafa sér sess í hjörtum borgarbúa, þar sinna þeir hversdagslegum erindum og koma saman hvort sem þeir vilja fagna eða mótmæla einhverju. Með því að byggja biðstöðuhús strætisvagna Reykjavíkur á torginu var Arnarhóll klipptur af upphaflegri heildarmyndinni. Höfundur er hönnuður, myndlistarmaður og múrari. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 31 Ferðaskrifstofa Páskaferð til Natal og Pipa 16. mars í 9 eða 13 daga. VISUAL PRAYA – PONTA NEGRA DORISOL HOTEL – PIPA Dorisol er byggt ofan á kletti yfir einni fegurstu strönd Brasilíu, "Dolphins Bay". Einstakt hótel umlukt fallegum garði. Herbergi eru rúmgóð og öll með svölum eða verönd. Verðdæmi: 142.810,- m. morgunv. á mann m.v. 2 í herbergi, 16. mars í 9 nætur. Verðdæmi: 141.434,- m. morgunv. á mann m.v. 2 í herbergi, 16. mars í 9 nætur. Fyrsta flokks 4ra stjörnu hótel á ströndinni með góðum loftkældum herbergjum. Hótelið er í göngufæri við Natal en þar er úrval af góðum og spennandi veitingastöðum, börum og verslunum. Natal hefur slegið í gegn. Það er magnað að ganga meðfram ströndinni, sjá kókoshnetutré innan um hvítar strendur og gleðina í heimamönnum sem dilla sér í sannkölluðum sambatakti. Veitingastaðirnir eru hverjum öðrum betri og það merkilega er að maturinn bragðast öðruvísi í Brasilíu. Kryddið er betra, ávextirnir sætari og grænmetið ferskara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.