Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 69 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Þriggja daga keppni í félagsvist hefst 8. október kl. 14. Næst verður spilað 15. og 22. okt. Verðlaun. Bólstaðarhlíð 43 | Haustferð verður farin frá Bólstaðarhlíð 43, miðviku- daginn 10. okt. kl. 12.30. Krýsuvík- urleiðin að Strandarkirkju, kaffihlað- borð á veitingastaðnum Hafinu bláa. Verð kr. 2.900. Skráning og greiðsla á skrifstofunni í síðasta lagi mánu- daginn 8. okt. Uppl. í s. 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist er spiluð í Gullsmára á mánu- dögum kl. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur kl. 20, Caprítríó leikur fyr- ir dansi. Menningarhátíð FEB í Borg- arleikhúsinu 16. október. Uppl. og miðasala í Borgarleikhúsinu og á skrifstofu FEB, s. 588-2111. Námskeið í framsögn hefst 23. október, leið- beinandi Bjarni Ingvarsson, skráning á skrifstofu FEB. Félagsstarf Gerðubergs | Tréút- skurður og fjölbreytt handavinna má- nud. og miðvikud. kl. 9-16.30. Frá kl. 9 á þriðjud. er glerskurður. Á miðvikud. kl. 10 er dansæfing. Fimmtud. kl. 12.30 myndlist og á föstud. bókband. Uppl. á staðnum, s. 575-7720 og wwwgerduberg.is. Strætisvagnar 4, 12 og 17. Furugerði 1, félagsstarf | Furugerð- iskórinn verður með kaffisölu kl. 14- 16. Hraunbær 105 | Boðið verður upp á bólusetningu gegn inflúensu í Fé- unarfræðingur og verður boðið upp á bólusetningu gegn inflúensu, skrán- ing í síma 411-2730. Kirkjustarf Áskirkja | Safnaðarfélag Áspresta- kalls verður með kaffisölu í safn- aðarheimili kirkjunnar eftir messu í dag. Bústaðakirkja | Á miðvikudögum kl. 13-16.30 er starf eldri borgara. Spil- að, föndrað og handavinna. Gestur kemur í heimsókn. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11, kennsla, söngur, leikir og samvera. Almenn samkoma kl. 14 þar sem Sig- rún Einarsdóttir prédikar. Á samkom- unni verður lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að samkomu lokinni verð- ur kaffi og samvera. Grafarvogskirkja | Haustfundur safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður haldinn mánud. 8. okt. kl. 20, í safnaðarsal kirkjunnar. Eyþór Eð- varðsson, stjórnendaþjálfari og fyr- irlesari hjá Þekkingarmiðlun flytur fyrirlestur um tilfinningagreind. Grindavíkurkirkja | Sl. sunnudag var vígt nýtt 25 radda ísl. orgel í Grinda- víkurkirkju. Friðrik Vignir Stefánsson organisti heldur tónleika í Grindavík í dag kl. 17, þar sem hann leikur verk eftir Bach, Buxtehude, Boëllmann o.fl., á hið nýja orgel. Laugarneskirkja | TTT-hópurinn kemur saman undir handleiðslu sr. Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar kl. 13 (5.-6. bekkur). Kl. 16 Harðjaxlar, fullfrísk og fötluð börn saman í leik og vináttu. Stella Rún Steinþórs- dóttir og Þorkell Sigurbjörnsson leiða starfið. lagsmiðstöðinni Hraunbæ 105, fimm- tud. 11. október kl. 13-14.30. Munið eftir afsláttarkortinu. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hæðargarður 31 | Enn er hægt að komast í styrktar- og þjálfunarhóp World Class Laugum. Bókmenntah. kl. 20, 9. okt. Anna Karlsdóttir fjallar um Ólöfu frá Hlöðum. Listasmiðjan opin alla daga. S. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudag kl. 10. Kvenfélag Bústaðasóknar | Fundur verður mánudaginn 8. október kl. 20 í safnaðarheimilinu. Vetrardagskrá kynnt og kaffiveitingar. Kvenfélag Kópavogs | Félagsfundur verður 10. okt. kl. 20, í sal félagsins að Hamraborg 10, 2. hæð, gengið inn að sunnanverðu. Dagskrá: Málefni fé- lagsins. Gestir velkomnir. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fyrsti sunnudags- fundur vetrarins er í dag kl. 10 á Grettisgötu 89. Thorvaldsensfélagið | Haustfundur Thorvaldsensfélagsins verður hald- inn á Hótel Loftleiðum mánudaginn 8. október kl. 20. Kynnt verða jóla- merki og jólakort félagsins. Einnig verður kynning á nýrri heimasíðu Thorvaldsensfélagsins. Gestur fund- arinns verður Klara Hilmarsdóttir sem segir frá „Blindum börnum“. Vitatorg, félagsmiðstöð | Árlegur haustfagnaður verður miðvikudaginn 10. október kl. 17, dans, matur, skemmtiatriði , happdrætti. Upplýs- ingar og skráning í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Föstudaginn 12. október kl. 11-12 kemur hjúkr- 85ára afmæli. Jón Þor-berg Eggertsson fyrr- verandi skólastjóri Barrholti 7, Mosfellsbæ er áttatíu og fimm ára í dag, sunnudaginn 7. október. Jón og kona hans Rósa Kemp Þórlindsdóttir taka í dag á móti sínum nán- ustu ættingjum á heimili sínu kl. 16. dagbók Í dag er sunnudagur 7. október, 280. dagur ársins 2007Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkj- ur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Alþjóðamálastofnun Háskól-ans og Rannsóknaseturum smáríki efna til mál-þings á þriðjudag, 9. októ- ber í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöð- unnar. Yfirskrift málþingsins er Svæð- isbundnar alþjóðastofnanir: Ösku- buskur eða góðar álfkonur? (e. Subregional Organizations: Cinde- rellas or Fairy Godmothers?) Alyson Bailes er gestakennari við Háskóla Íslands og einn af skipu- leggjendum málþingsins: „Við mun- um velta fyrir okkur þeirri spurn- ingu hvort svæðisbundnar alþjóðastofnanir í Evrópu séu lít- ilfjörlegar stofnanir sem fást við lítt spennandi verkefni, eða hvort sé í raun meira í þær spunnið, og að þar sé að finna spennandi pólitískan vettvang til að fást við ýmis mál,“ segir Alyson. Öðruvísi samskiptaleiðir Svæðisbundnar stofnanir starfa vítt og breitt um Evrópu: „Þær tengja saman nágrannaþjóðir, og starfa þar iðulega hlið við hlið þjóðir í ólíkri aðstöðu, t.d. þjóðir sem eru ýmist innan eða utan Evrópusam- bandsins eða NATO, og geta stofn- anirnar þannig verkað til að brjóta upp hefðbundnar samskiptaleiðir,“ segir Alyson, og nefnir sem dæmi tengsl Íslands við aðrar þjóðir gegn- um Norðurskautsráðið og Eystra- saltsráðið. „Þessar stofnanir fást iðulega við mjúk öryggismál á borð við landamæravörslu, umhverf- isvernd, heilbrigðissamstarf og slysavarnir, en virðast um leið vera hálfgerðar uppeldisstofnanir þar sem þjóðir geta lært hver af annarri í umhverfi þar sem ekki ríkir mikil spenna eða rígur. Samskipti þjóða, sem geta verið mjög stirð á aðal- leikvöllum alþjóðastjórnmálanna, eru oft mun liprari innan þessara stofnana.“ Alyson flytur inngangserindi mál- þingsins. Aðrir fyrirlesarar eru Val- ur Ingimundarson, prófessor við sagnfræðiskor; Victoria Popescu, sendiherra Rúmeníu gagnv. Svíþjóð; Natalia Gherman, sendiherra Mol- davíu gagnv. Svíþjóð; Kornelíus Sig- mundsson sendiherra og Madeleine Ströje-Wilkens, sendiherra Svíþjóð- ar gagnv. Íslandi. Málþing þriðjudagsins hefst kl. 9 og stendur til 12.30. Að fyrirlestrum loknum verða umræður, og bjóða Háskólinn og Sendiráð Svíþjóðar upp á léttar veitingar. Alþjóðasamskipti | Málþing um hlutverk svæðisbundinna alþjóðastofnana Öskubuskur eða álfkonur?  Alyson Judith Kirtley Bailes fæddist í Man- chester 1949. Hún hlaut MA- gráðu í sagn- fræði frá Ox- ford-háskóla 1969. Alyson starfaði við bresku utanríkisþjónustuna frá 1969 til 2002, m.a. sem sendiherra í Finnlandi, auk þess sem hún sinnti störfum m.a. við Vestur-Evrópu- sambandið og varnarmálaráðu- neyti Bretlands. Hún er nú gesta- kennari við Háskóla Íslands Tónlist Grafarvogskirkja | Franski fiðlusnilling- urinn Gilles Apap leikur ásamt Hjörleifi Valssyni, Bardukha og Íslensku kamm- ersveitinni á tvennum tónleikum í dag. Allur aðgangseyrir rennur til ofbeldissjóðs Unifem. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og kl. 20. Sala aðgöngumiða á midi.is og við innganginn. Grindavíkurkirkja | Friðrik Vignir Stef- ánsson organisti heldur tónleika í Grinda- vík kl. 17, þar sem hann leikur verk eftir Bach, Buxtehude, Boëllmann o.fl. á nývígt orgel Grindavíkurkirkju. Hásalir (safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju) | Tónleikar kl. 17. Fram koma flautuleikararnir Ian Clark og Averill Willi- ams auk Einars Jóhannessonar klarín- ettleikara, Ingunnar Hildar Hauksdóttur píanóleikara og Íslenska flautukórnsins. Einnig munu um 100 flautunemendur koma fram. Frumflutt verður nýtt verk fyrir flautu og klarínett eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Myndlist Heilsugæslan Hvammur, Kópavogi | Myndlistarsýning Sigrúnar Sigurðardóttur er opin á opnunartíma stöðvarinnar kl. 9- 18 virka daga. Smáralind | Ljósmyndasýning frá Wuhan- borg í Kína opnuð kl. 14 í Vetrargarðinum í Smáralind. Sýningin stendur til 7. októ- ber. Söfn Safnahús Kópavogs | Sýning á kínversk- um listmunum í einkaeign, í húsakynnum Bókasafns og Náttúrufræðistofu Kópa- vogs. Skemmtanir Íþróttamiðstöðin Versalir | Sýning Loft- fimleikaflokks Wuhan í íþróttamiðstöðinni Versölum (sami staður og Salalaug) kl. 16. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Spiluð verður fé- lagsvist í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 7. október kl. 14. Kvikmyndir MÍR-salurinn | 4. október voru liðin 50 ár frá því Sovétmenn skutu fyrsta geim- farinu á braut umhverfis jörðu. Þessa er minnst í MÍR, Hverfisgötu 105, með sýn- ingu þriggja heimildarkvikmynda nk. sunnudag, 7. okt. kl. 15: Rússland í geimn- um, Heimili mitt Stjörnuborg og Vega flýgur inn í fortíðina. Aðgangur ókeypis. Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Geðhjálp auglýsir eftir ein- staklingum sem vilja hjálpa til við að halda utan um eftirfarandi sjálfshjálp- arhópa: sjálfshjálparhóp þunglyndra, fé- lagsfælinna, aðstandendahóp og kvíða- hóp. Vinsamlegast hafið samband við Geðhjálp í síma 570 1700. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | 2ja daga ljósmynd- anámskeið á Suðurlandi, í Fjölbrautarskól- anum Selfossi, 5. og 6. nóv. kl. 18-22, og á Hótel Hvolsvelli 7. og 8. nóv. kl. 18-22. Myndavélin, myndatökur og tölvumálin. Verð 12.900 kr. Leiðbeinandi Pálmi Guð- mundsson, s. 898 3911. Nánar uppl. og skráning á www.ljosmyndari.is. 3ja daga ljósmyndanámskeið þar sem tek- ið er fyrir myndavélin, myndatökur, stúdíó, tölvumálin og Photoshop. Næstu nám- skeið verða 15.-18. okt., 22.-25. okt., 12.- 15. nóv., 19.-22. nóv. og 3.-6. des. Kennslu- tími kl. 18-22. Verð 17.900. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is í október frá kr. 14.990 (báðar leiðir) Munið Mastercard ferðaávísunina Búdapest Heimsferðir bjóða allra síðustu sætin til Búdapest í október á frábærum kjörum. Ein fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Fyrstur kemur – fyrstur fær! Verð frá kr. 14.990 Netverð á mann, m.v. flugsæti báðar leiðir með sköttum, út 16. okt. og heim 19. okt. Gisting frá kr. 2.900 Netverð á mann pr. nótt, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Tulip Inn ***. Gisting á Hotel Nemzeti **** kr. 4.300 á nótt á mann. Allra síðustu sæ tin - bókaðu nún a! Helgarferð 19.-22. okt. frá kr. 34.990 – flug + gisting Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Tulip Inn *** í 3 nætur með morgunverði. Gisting á Mercure Nemzeti **** kr. 5.000 aukalega. EINUNGIS um 700 fjallagórillur eru eftir í öllum heiminum. Þær lifa allar á landa- mærum Rúanda, Úganda og Kongó. Hér passar górillan Bilali vel upp á nýfætt af- kvæmi sitt í Virunga-þjóðgarðinum í Kongó. REUTERS Fjallagórillur í Kongó FRÉTTIR AÐALFUNDUR Ungra vinstri grænna í Reykjavík var haldinn 29. september síðastliðinn. Kosið var í stjórn félagsins á fundinum og er nýr formaður félagsins Brynja Björg Halldórsdóttir. Aðrir í stjórn eru Ást- ríður Pétursdóttir, Claudia Overesch, Sigurður Kári Árnason og Ísleifur Egill Hjaltason. Kolbrún Ýr Odd- geirsdóttir og Sigrún Vala Þorgríms- dóttir voru kjörnar varamenn. Aðalfundurinn lýsir yfir ánægju vegna aðgerða lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins sem ráðist var í gegn nektarstöðum í Reykjavík. Sömuleið- is fagnar fundurinn því að lögreglu- yfirvöld leggja nú aukna áherslu á ör- yggi í miðborg Reykjavíkur. Fundurinn telur að til að stuðla að varanlegri lausn á vandanum sé nauð- synlegt að samhliða aðgerðum af þessu tagi verði forvarnir meðal barna og ungmenna efldar, bæði hvað varðar áfengi og vímuefni, en einnig hvað varðar virðingu bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum einstaklingum. Fagna frumkvæði lögreglustjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.