Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 68

Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 68
68 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Al-þingi var sett á mánu-daginn og hófst at-höfnin að venju með messu í Dóm-kirkjunni. Ólafur Ragnar Grímsson, for-seti Íslands, sagði í á-varpi sínu að hinn mikli auður, sem um-svif á er-lendum vett-vangi hafa skapað, mætti ekki verða til þess að böndin sem hafa bundið þjóðina saman trosnuðu. Vaxandi auð-legð ætti heldur að út-rýma fá-tækt hér á landi. Sam-kvæmt fjárlaga-frumvarpinu 2008, sem Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra lagði síðan fram í þing-sölum, verður ríkis-sjóður rekinn með sam-tals tæp-lega 100 milljarða króna tekju-afgangi árin 2007 og 2008. Í stefnu-ræðu sinni á þriðju-daginn sagði Geir H. Haarde forsætis-ráðherra að stefnt væri að því að lækka skatta bæði á ein-staklinga og fyrir-tæki, m.a með því að hækka persónu-afsláttinn og endur-skoða skatt-kerfið og almanna-tryggingar til að bæta hag lágtekju- og millitekju-fólks. 100 milljarða króna tekju-afgangur Morgunblaðið/Sverrir Á blaðamanna-fundi á miðviku-daginn var til-kynnt um samkomu-lag stjórnar Reykjavík Energy Invest (REI), sem er dóttur-félag Orku-veitu Reykjavíkur (OR), og Geysir Green Energy (GGE) um sam-einingu fé-laganna undir merkjum REI. Heildarhluta-fé er 40 milljarðar króna. Hannes Smárason, stjórnar-formaður í GGE og for-stjóri FL Group, sagði að sam-einingin væri leið til þess að stækka hraðar, en REI væri í sam-keppni við risa-stór orku-fyrirtæki. Mikil óánægja er meðal full-trúa D-listans í stjórn OR, því stefna OR stangast á við sjónar-mið sjálfstæðis-manna um skil milli einka-framtaks og opin-bers rekstrar. Svandís Svavarsdóttir, full-trúi Vinstri grænna, segir það óviðunandi fyrir stjórnar-meðlimi að fá bara nokkrar klukku-stundir til að taka ákvarðanir um gríðar-lega hags-muni og þar með umtals-verða ráð-stöfun á almanna-fé. Hún efast um lög-mæti fundarins. REI og GGE sam-einast Hannes Smárason Fær Mýrin Óskarinn? Kvik-myndin Mýrin eftir Baltasar Kormák verður fram-lag Íslands til for-vals Óskars-verðlaunanna í flokknum besta er-lenda myndin árið 2008. Það voru með-limir Íslensku kvik-mynda- og sjónvarps-akademíunnar (ÍKSA) sem völdu myndina með raf-rænni kosningu. Börnin best Kvik-myndin Börn eftir Ragnar Bragason var valin besta myndin á al-þjóðlegri kvikmynda-hátíð í Kaupmannahöfn. Myndin fékk Gullna svaninn, aðal-verðlaun há-tíðarinnar. Ragnar tók sjálfur við verð-laununum. Konung-legt brúð-kaup Jóakim Dana-prins hefur trú-lofast franskri unnustu sinni, Marie Cavallier. Brúð-kaup fer fram snemma á næsta ári. Jóakim er næst-elsti sonur Margrétar Dana-drottningar og á tvo syni frá fyrra hjóna-bandi. Fólk Vladímír Pútín, for-seti Rúss-lands, ætlar að taka efsta sæti á lands-lista stærsta flokks landsins í komandi þing-kosningum 2. desember. Þá verður hann ef til vill forsætis-ráðherra, og það tryggir að hann verði enn við völd eftir að hann lætur af embætti forseta Rússlands á næsta ári. Stjórnmála-skýrendur halda að þetta muni efla þingið og ríkis-stjórnina á kostnað forseta-embættisins, og jafnvel leiða til grundvallar-breytinga á stjórn-kerfi landsins. Pútín sagði að það væri „alger-lega raun-hæft“ að hann yrði forsætis-ráðherra eftir þing-kosningarnar. Pútín áfram við völd? Valur tryggði sér Íslands-meistara-titilinn í knatt-spyrnu í loka-umferð Landsbanka-deildarinnar á laugardags-kvöld fyrir viku. Valur sigraði þá HK 1:0. Þetta er í 21. skipti sem Valur fagnar Íslands-meistara-titlinum, en það gerðist síðast fyrir 20 árum, árið 1987. Þjálfari Vals er Willum Þór Þórsson. Undan-farin tvö ár hefur liðið hvergi átt heima. Leik-menn Vals hafa þurft að æfa út um alla borg og við ýmsar að-stæður sem er mikil áskorun fyrir leik-mennina. Fram-herjinn snjalli, Guðmundur Benediktsson, hefur átt stóran þátt í vel-gengni Vals-manna í sumar. „Ég er ekki í vafa um að mörg lið hefðu brotnað við þá að-stöðu sem við Vals-menn höfum þurft að búa við síðustu ár en við náðum að búa til ein-staka stemningu innan hópsins sem skilaði sér svo sannar-lega alla leið,“ sagði Guðmundur eftir sigurinn. Valur Íslands- meistari Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í dag lýkur Alþjóð-legri kvikmynda-hátíð í Reykjavík. Finnski kvikmynda-gerðar-maðurinn Aki Kaurismäki fékk verð-laun há-tíðarinnar fyrir framúr-skarandi list-ræna kvikmynda-sýn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af-henti Kaurismäki verð-launin á Bessa-stöðum. Hann hefur leik-stýrt 15 kvik-myndum í fullri lengd. Þýska stór-stjarnan Hanna Schygulla fékk sér-stök heiðurs-verðlaun fyrir ævi-starf sitt í þágu kvikmynda-leiks. Hún hefur leikið í um 80 kvik-myndum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-stjóri veitti henni verð-launin. Kaurismäki og Schygulla verð-launuð Hanna Schygulla Óstað-festar fregnir herma að öryggis-sveitir herforingja-stjórnarinnar í Búrma hafi hand-tekið þúsundir manna til að kveða niður fjölda-mótmæli. Mót-mælendurnir eru í bráða-birgða-fangelsum í gömlum verk-smiðjum og háskóla-byggingum. Ekki er vitað hversu margir létu lífið í að-gerðunum. Sendi-maður Sam-einuðu þjóðanna, Ibrabim Gambari, ræddi við leið-toga herforingja-stjórnarinnar, Than Shwe, til að reyna að binda enda á þessa blóð-ugu her-ferð. Síðan fékk hann að hitta Aung San Suu Kyi, leið-toga stjórnar-andstöðunnar og friðar-verðlauna-hafa Nóbels, sem er í stofu-fangelsi. Than Shew segist vera til-búinn að ræða við Aung San Suu Kyi, ef hún hættir að styðja refsi-aðgerðir gegn herforingja-stjórninni. Þúsundir manna í haldi? Reuters Suu Kyi og Ibrahim Gambari Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.