Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 2

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 2
2 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is E FT I R DAG A www.jpv.is Vilja hækkun lægstu taxta Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, segir menn hafa verulegar áhyggjur af fjölgun ófaglærðra starfsmanna í iðngreinum og að Samiðn vilji leggja áherslu á þau mál í komandi kjarasamningum Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is HÆKKUN lægstu taxta og viðspyrna vegna fjölgunar ófaglærðra starfsmanna í iðngreinum eru þeir tveir þættir sem Samiðn, samband iðn- félaga, hyggst leggja áherslu á í komandi kjara- samningum en Samiðn hélt kjaramálaráðstefnu sína á Selfossi í gær og á föstudag. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Sam- iðnar, segir að komið hafi í ljós að félagar í Sam- iðn búi við ólíkar aðstæður, sem helgist af því hvar á landinu þeir búi. Víða úti á landi séu menn einfaldlega að fá borgaða lægstu taxta. Ástandið sé betra í Reykjavík „en við höfum þó hópa á höf- uðborgarsvæðinu sem liggja á töxtum eða eru nærri þeim“. Ræðir þar einkum um kvennastétt- ir, s.s. hárgreiðslufólk og garðyrkjufólk. Ljóst sé því að Samiðn muni fara fram á veru- lega hækkun lægstu taxta. „Við ætlum að spila saman verulega hækkun lægstu taxta og kaup- máttaraukningu,“ segir Finnbjörn. „Meðalkaup- máttaraukning hefur verið um 10% hjá iðnaðar- mönnum á þeim fjórum árum, sem liðin eru síðan síðast var samið. Þessu hefur hins vegar verið mjög misskipt. Þeir sem eru á töxtunum hafa ekki notið þessarar kaupmáttaraukningar.“ Grafið undan starfsgreininni Hitt aðalmálið í komandi kjarasamningum verði aðgerðir til þess fallnar að koma böndum á fjölgun ófaglærðra starfsmanna. Finnbjörn segir að verulegur skortur hafi ver- ið á vinnuafli í tilteknum greinum, s.s. í bygging- ariðnaði og málmiðnaði. Því hafi verið mætt með ráðningu ófaglærðra Íslendinga og erlendra starfsmanna sem í mörgum tilfellum hafi enga sérstaka menntun. „Það skortir hins vegar alls ekkert iðnaðarmenn í Evrópu heldur lítum við svo á að atvinnurekendur séu einfaldlega að ná sér í ódýrara vinnuafl.“ Finnbjörn segir að afleiðing þess, að menn ráði mikið af ófaglærðu fólki, sé m.a. sú að verk séu verr af hendi leyst en ella. Þetta sé farið að valda verulegum áhyggjum. Með þessu háttalagi séu atvinnurekendur að grafa annars vegar undan iðnmenntuninni og hins vegar starfsgreininni sem slíkri og orðstír hennar. DAGUR B. Eggertsson segir mik- ilvægt að koma aftur á stöðugleika í Reykjavíkurborg og bendir á að nýr meirihluti taki við völdum við afar sérstakar aðstæður. Kom þetta m.a. fram á opnum fundi Samfylk- ingarinnar vegna meirihlutamynd- unarinnar í borgarstjórn. Hann sagði menntaskólafrjálshyggjuna hafa ráðið ríkjum innan borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þétt var setið á fundinum sem fram fór í höfuðstöðvum Samfylk- ingarinnar við Hallveigarstíg rétt fyrir hádegi í gær og var þar fullt út að dyrum. Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, hélt erindi þar sem hann skýrði stöðu mála fyrir fundarmönnum. Hóf hann mál sitt á því að segja að félagshyggjan væri aftur komin til valda í Reykja- vík. Hvellurinn sem orðið hefði í kringum Orkuveitu Reykjavíkur hefði í þetta skipti leitt til jákvæðr- ar niðurstöðu. Mikilvægt væri að umrótið leiddi til einhvers góðs og það væri vilji hins nýja borgar- stjórnarmeirihluta. Koma þyrfti aftur á stöðugleika í Reykjavíkur- borg. Verkin munu tala „Hlutirnir hafa gerst hratt og við erum að taka við, við sérstakar að- stæður,“ sagði Dagur. „Við ákváðum að þetta væri tækifæri sem vert væri að láta á reyna og þar sem það ríkir trúnaðartraust innan hópsins tókst okkur að klára þetta verkefni á undra skömmum tíma.“ Hann sagði nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa bundist trúnaðarsambandi um að halda auðlindunum í samfélagslegri eigu. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- isflokksins yrði nú að leysa úr sín- um innanbúðarmeinum og stíga skref sem enginn flokkur ætti að þurfa að stíga nema á fyrstu blað- síðu menntaskólafrjálshyggjunnar. Dagur sagði að eitt af því fáa sem aldrei hafi þurft að ræða við myndun nýs meirihluta í Reykjavík hafi verið það hver myndi leiða samstarfið. Þá sagði hann að meiri- hlutinn myndi beita sér fyrir öruggum leigumarkaði, betri leik- skólum, þróun borgarinnar úr því að verða amerísk bílaborg í borg með alvöru lífsgæðum og að þeim vinnubrögðum sem tíðkast hefðu undanfarna mánuði með baktjalda- makki í lokuðum hliðarherbergjum yrði hætt. „Kæru félagar, þetta er sögulegt tækifæri til að láta verkin tala og virkja okkur sjálf,“ bætti Dagur við. Morgunblaðið/Golli Samfylkingarfundur Dagur B. Eggertsson sagði að hinn nýi meirihluti myndi beita sér fyrir átaki í leikskóla- málum og bættum leigumarkaði. Horfið yrði frá þeirri stefnu að Reykjavík yrði amerísk bílaborg. Aldrei þurfti að ræða hvaða flokkur myndi leiða samstarfið FORYSTUMENN í Sjálfstæðis- flokknum, þ.á m. í borgarstjórnar- flokknum, telja störf Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og í stjórn Reykjavík Energy Invest (REI) hafa einkennst af því að verja hagsmuni fjárfesta tengda Framsóknarflokknum og vilja láta kanna eignarhlut fram- sóknarmanna í REI, að því er fram kemur í frétt á forsíðu Fréttablaðs- ins í gær. Björn Ingi Hrafnsson vísar í fréttinni þessum ásökunum alfarið á bug. Fram kemur í fréttinni að eign- arhaldsfélögin Landvar ehf. og Þeta ehf. eigi saman helmingshlut í VGK- Invest á móti verkfræðistofunni VGK-Hönnun og Rafhönnun, sem fari með um 5,75% hlut í Geysi Green Energy (GGE), en sá hlutur nemi um tveggja prósenta hlut í samein- uðu félagi GGE og REI. Verðmat á hlut VGK-Invest sé á bilinu 1,3-1,5 milljarðar króna. Fram kemur einnig að Helgi S. Guðmundsson, fyrrverandi formað- ur fjármálanefndar Framsóknar- flokksins og bankaráðs Seðlabanka Íslands, sé skráður stofnandi og for- svarsmaður Landvars ehf., sem fari með um 35% hlut í VGK-Invest. Þá segir að Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður sé skráður eigandi Þeta ehf., sem á 15% í VGK- Invest. Haft er eftir honum í frétt- inni að aðrir eigendur hlutarins séu lögmenn á lögmannsstofunni Full- tingi, en hann er einn fjögurra eig- enda stofunnar. Kristinn segir í fréttinni að forsvarsmenn VGK- Hönnunar hafi boðið þeim að gerast hluthafar í VGK-Invest. Áhrifamenn í Framsókn hluthafar Á SÍÐASTA meirihlutafundi fráfar- andi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur lagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, fram minnisblað, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins litu á sem úrslitakosti af hans hálfu fyrir áframhaldandi sam- starfi. Þeir litu svo á, að í hugmynd- um Björns Inga fælist ekkert annað en að haldið yrði áfram óbreyttri stefnu í málefnum Orkuveitunnar og því væru þær ekki aðgengilegar af þeirra hálfu. Morgunblaðið hefur þetta blað undir höndum og er texti þess á þennan veg: „1. REI er eðlilegt framhald á út- rásarverkefnum Orkuveitu Reykja- víkur. Ákveðið að styðja við bakið á því. Bjarni Ármannsson verði áfram stjórnarformaður, aðrir fulltrúar OR innan stjórnar verði ekki stjórn- málamenn, en tenging við stjórn OR verði tryggð. 2. Ekki hlutverk Reykjavíkur- borgar að vera einn af lykileigendum slíks fyrirtækis til lengri framtíðar, þar sem slíkt krefðist aukins áhættu- fjármagns og þátttöku í aukningu hlutafjár. Hlutverkið fremur að gera verðmæti úr þeirri þekkingu og reynslu sem OR og starfsfólk hennar býr yfir. 3. Ákveðið að í kjölfar skráningar félagsins verði stærstur hluti hluta- bréfanna seldur, enda hafi þá gefist kostur á að auka virði þess til hags- bóta fyrir eigendur. Annaðhvort verði borgarbúum gefinn kostur á að taka þátt, eða þeir njóti þess með beinum hætti. 4. Verði eigendafundur af ein- hverjum ástæðum dæmdur ólög- mætur verði boðað til hans aftur og þá muni fulltrúar Reykjavíkur styðja samrunann aftur í samræmi við fyrri stefnumótun. 5. Upplýsingagjöf vegna fyrir- tækja í eigu Reykjavíkurborgar og/ eða dótturfyrirtækja þeirra verði efld og haldnir reglulegir kynning- arfundir með kjörnum fulltrúum. 6. Fulltrúar Reykjavíkur bera fullt traust til starfsmanna Orkuveit- unnar og dótturfyrirtækja hennar.“ Vildi styðja samrunann aftur þó fundur yrði dæmdur ólöglegur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.