Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 4

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 4
4 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F yrir kemur að orð falli þannig, að ég átta mig ekki á, hvort hugur fylgir máli. Mér dettur í hug, að fullyrðingunni sé slegið fram til að fá athygli. Af því að ekkert sé hættulegra en að hverfa inn í þögn- ina. Gleymast. Ágúst Ólafur Ágústsson alþing- ismaður og varaformaður Samfylking- innar lýsti þeirri skoðun sinni hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að fjár- málageirinn væri orðinn svo fyrirferð- armikill í efnahagslífinu, að tungumálið væri til trafala. Þess vegna ættum við að huga að tvítyngdri stjórnsýslu, ís- lenskri og enskri. Ísland yrði þá enn álitlegri kostur fyrir erlenda fjárfesta og samskipti auðveldari en nú. Í alþjóðlegum samskiptum er talað það tungumál sem skilst. Að öðrum kosti getur ekki orðið úr viðskiptum. Þjóðtungan er töluð í löndunum sjálf- um. Ég heyrði þá ráðleggingu í morg- unútvarpinu fyrir skömmu, að skyn- samlegt væri að tala ensku, ef við ættum viðskipti við Dani, af því að hvor- ugur talaði þá sitt móðurmál. Þess var ekki getið, hvaða tungumál rétt þætti að tala við Englendinga. Ýmsir aðrir en Ágúst Ólafur bera kinnroða fyrir íslenskuna vegna fæðar okkar, eða óttast um hana. Ég er í hvor- ugum hópnum. Síðustu vikur hef ég gluggað í verk okkar ungu höfunda, ljóð og sögur, og glaðst yfir, hversu ólíkir þeir eru og tungutakið frjótt. Mörg verkanna hafa komið út í erlendum þýðingum. Ragnar í Smára velti því fyr- ir sér, hvers vegna Færeyingar og Ís- lendingar ættu svo marga listamenn. Og svaraði sér sjálfur með því að segja, að þeir stæðu svo nálægt hinni lifandi náttúru. Tunga þjóðar er ekki í hættu, ef hún er í stöðugri endurnýjun í sinni eigin mynd. Af svipuðum toga er sú hugmynd að leggja niður krónuna af því að við ráð- um ekki við að hafa eigin gjaldmiðil. Ágúst Ólafur hefur áhuga á evrunni og slær því fram, að við höfum tvær mynt- ir hér á landi, verðtryggðu krónuna og óverðtryggðu krónuna: „Ein mynt fyrir viðskiptalífið – önnur fyrir almenning?“ hefur hann í fyrirsögn greinar sinnar sem vegna innihalds hefði eins getað verið: „Enska fyrir viðskiptalífið – ís- lenska fyrir almenning?“ Verðtrygging krónunnar var tekin upp af nauðsyn og er skýringin á þeim mikla sparnaði, sem orðið hefur hér á landi. Verðtyggingin og jákvæðir vextir hafa valdið því, að hægt hefur verið að láta lífeyrisloforðin halda verðgildi sínu og raunar gott betur. Hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna voru áunnin lífeyr- isréttindi og greiðslur til lífeyrisþega hækkuð um 4% 1. janúar 2006 og 7% 2007. En ef horft er tíu ár aftur í tímann hefur sjóðnum tekist að bæta lífeyr- isréttindi og hækka lífeyrisgreiðslur um 21% umfram almennar verðlags- breytingar skv. vísistölu neysluverðs. Ekki hefur tekist að sýna fram á, að við höfum ávinning af því að ganga í Evrópusambandið, enda efnahagur okkar svo góður, að við ættum ekki kost á neinum tilhliðrunum eða umbunum eins og ítrekað hefur verið. En umræð- an heldur áfram. Eða eins og Sigurður Guðmundsson segir í Tabúlarasa í spjalli við tunguna, sem hann hugsar sér í gervi konu: Ég er enginn spámaður, en mér finnst alls ekki ólíklegt að eftir tuttugu og fimm ár eða svo verði Norðurlönd- unum, sem þá eru öll gengin í Evrópu- bandalagið, boðið, ráðlagt eða skipað frá Brussel að koma sér saman um eitt tungumál, og að það yrði þá langlíkleg- ast danska. Að sjálfsögðu yrði engum bannað að tala íslensku á Íslandi, þvert á móti; hún yrði sett á þjóðskrá hjá Evrópu og dælt í hana styrkjum og á þann hátt viðhaldið sem minjagripi. Íslenskan yrði friðlýst líkt og indíánaættbálkur í fjarlægum frumskógi. Og þar með vær- ir þú komin á ellistyrk. Enska fyrir viðskiptalífið – íslenska fyrir almenning? PISTILL » Af því að ekkert sé hættulegra en að hverfa inn í þögnina. Gleymast. Halldór Blöndal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra segir að það sé mjög ánægjulegt að vísindanefnd Sameinuðu þjóð- anna um lofts- lagsbreytingar og formaður hennar, Rajendra Pachauri, skuli hafa ásamt Al Gore fengið frið- arverðlaun Nób- els í ár. Í því fel- ist mikil hvatning fyrir Íslendinga því Pachauri hafi litið mjög til Íslands og talið að við gætum verið leiðandi í loftslagsmál- um. Ingibjörg Sólrún sagði að í þeim efnum væri Pachauri ekki síst að horfa til þess hvernig við hefðum náð tökum á nýtingu endurnýjan- legra orkugjafa. Hann hefði verið hér á landi nýverið og unnið með ís- lenskum stjórnvöldum. Hún hefði átt mjög góðan fund með honum hér á landi og hitt hann síðan einnig á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. „Mér finnst þetta mjög mikið gleðiefni og mikil hvatning fyrir okkur,“ sagði hún. Ingibjörg Sólrún bætti við að hún teldi að Nóbelsnefndin væri með þessu að vekja enn frekari athygli á mikilvægi þessa málstaðar fyrir ör- yggi og frið í heiminum, því lofts- lagsbreytingar snertu lífsgæði fólks um allan heim. Hún sagði að framundan væru ráðstefnur um loftslagsmálin á Balí í desember og síðan í Kaupmanna- höfn eftir það. „Menn eru að vinna að undirbúningi þess hvað eigi að taka við af Kyoto árið 2012 og Nób- elsnefndin er að undirstrika mik- ilvægi þess að það sé tekið á þessum málefnum af alvöru og með bindandi hætti af alþjóðasamfélaginu,“ sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur. Mikil hvatn- ing fyrir Íslendinga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. LOKA þurfti Melatorgi við Hring- braut og Suðurgötu í gærmorgun en þar hafði bíl verið ekið út af veg- inum og hann skemmst. Í stað þess að kalla á aðstoð lét ökumaðurinn sig hins vegar hverfa og teppti bíll- inn umferð. Lögregla og slökkvilið mættu á staðinn og var bíllinn dreg- inn á brott með kranabíl. Bíll teppti Melatorg ♦♦♦ Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is SKIPULAG Reykjavíkur hefur þróast í gegnum ákveðna hug- myndafræði alveg frá upphafi og það má greina mjög sterk áhrif af hug- myndafræði 20. aldar í því. Skipulag sem búið var til á 7. áratugnum hefur enn mjög mikil áhrif og hefur í raun ekki breyst mjög mikið. Þetta segir Sverrir Bollason umhverfisverk- fræðingur, en hann flutti nýlega meistararitgerð sína við umhverfis- og byggingaverkfræðiskor Háskóla Íslands. Ein af niðurstöðum hans er að skipulag hafi áhrif á verðmæti fast- eigna, t.d. með tilliti til þess hver fjarlægð frá íbúðarsvæðum er inn í miðbæjarkjarna. „Eftir því sem fjær miðborgarsvæði er komið lækkar verðið,“ segir Sverrir, „og þessi áhrif verða meiri eftir því sem fjarlægð- irnar verða meiri. Þetta er dæmi um að skipulag geti haft áhrif á verð- myndun.“ Á 7. áratugnum voru hverfi skipu- lögð í heild sinni og það telur Sverrir jákvætt. „Þetta er alls ekkert sjálf- gefið,“ segir hann, „en þetta er ein af þeim ákvörðunum sem óafvitandi voru teknar á 7. áratugnum. Það er ekkert fjallað sérstaklega um það og það er ekki rökstutt. Fólki hefur augljóslega fundist þetta sjálfsagt,“ segir Sverrir og bendir í því sam- bandi jafnframt á byggingu hita- veitna. „Það er í sjálfu sér einsdæmi að byggðar séu hitaveitur eins og hér er gert. En okkur finnst það mjög sjálfsagt.“ Verði þróað sem ein heild Sverrir telur tíma kominn á að skipulag höfuðborgarsvæðisins verði þróað sem ein heild. „Svæðisskipu- lag er ákvörðunarvald án fram- kvæmdavalds, sem er afar óheppileg staða,“ segir hann og bendir á að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu reki sameiginlega Strætó bs. og Sorpu bs. „Sveitarfélögin standa líka að því að búið sé til svæðisskipulag, en það er hins vegar enginn sem sér um reksturinn á þessu svæðisskipu- lagi, engin skrifstofa sem tekur af- stöðu til breytinga sem þurfa að koma til, þ.e.a.s ekkert ígildi skipu- lagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir svæðisskipulagið. Það veldur því að það þróast ekki jafnhratt og aðal- skipulag sveitarfélaganna. Afleiðing- ar þess má t.d. sjá í átökum sem orð- ið hafa milli Reykjavíkur, Garðabæjar og Kópavogs. Auk þess veldur þetta því að misræmi er í stefnu sveitarfélaganna,“ segir Sverrir. Ritgerð Sverris ber heitið Áhrif borgarskipulags á verðmæti bygg- ingarlands og er fræðilegt yfirlit þar sem litið er til tveggja þátta, annars vegar hvaða áhrif skipulag hefur á hagfræðilega þætti Reykjavíkur- borgar og hins vegar hvernig hag- fræðin hefur áhrif á skipulagslega þætti í borginni. Skipulag hefur áhrif á verð- mæti fasteigna og lands Morgunblaðið/Árni Sæberg Nálægð Sverrir Bollason verkfræðingur segir nálægð við miðbæjarkjarna auka verðmæti fasteigna. Eftir því sem fjær dregur lækkar verðið. UMHVERFISÞINGI lauk skömmu eftir hádegi í gær en á þinginu, sem haldið var á Hótel Nordica, fóru m.a. fram pallborðsumræður um markaði. Áður höfðu flutt erindi þau Ósk Vilhjálmsdóttir myndlist- armaður, Ólafur Páll Jónsson, lekt- or við Kennaraháskóla Íslands, Að- alheiður Héðinsdóttir forstjóri, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófess- or við Háskóla Íslands og sr. Sigríð- ur Guðmarsdóttir. umhverfismál með þátttöku full- trúa stjórnmálaflokkanna á Al- þingi, umhverfisverndarsamtaka á landinu og hagsmunaaðila á vinnu- Morgunblaðið/Golli Umhverfismálin rædd í þaula

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.